Morgunblaðið - 01.08.2015, Page 23
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
– fyrir dýrin þín
- góð næring fyrir dýrin þín -
Ekkert hveiti, soja eða maís
Engin erfðabreytt matvæliEngin aukaefni
Enginn sykur eða mjólkurafurðir
2.054.
- kr.
Verð fr
á
REGAL hunda- og kattafóður
AMH | Akranesi | Sími 431-2019
Það er ekki óalgengt þegarsetið er að tafli og óveð-urskýin hrannast upp fyrirfram kóngsstöðuna að á
menn sæki löngun til að flýja vett-
vang. Frægt dæmi um slíkan flótta
má finna í viðureign Inga R. Jó-
hannssonar við Vlastimil Hort á Ól-
ympíumótinu í Lugano í Sviss árið
1968. Ingi Randver kallaði nú ekki
allt ömmu sína en þegar peðastorm-
sveit tékkneska stórmeistarans var
að nálgast kónginn sá hann þann
kost vænstan að flýja með hann yfir
á drottningarvænginn. Þar var skjól
betra og Ingi vann að lokum!
Færri dæmi finnast um það er
kóngurinn flanar beinustu leið inn í
herbúðir andstæðingsins. Byrj-
endum er kennt að það kunni ekki
góðri lukku að stýra. Um daginn
sátu að tafli á stórmótinu í Biel í
Sviss, þar sem Frakkinn Vachier
LaGrave sigraði, Tékkinn David
Navara og Pólverjinn Radoslaw
Wojtazek. Kóngur Navara lagði upp
í ferðalag inn fyrir víggirðingu
svarts - lóðbeint frá f2 til f8. Fæstir
áttu von á því að kóngsi slyppi það-
an. En Navara hélt ró sinni. Hann
hafði séð fyrir að þetta var eina leið-
in til að halda vinningsmöguleikum
vakandi, hafði nokkur tromp á hendi
t.d. riddara tvo sem þvældust fyrir
sóknaraðgerðum svarts. En kannski
ríkti eitthvert ógnarjafnvægi í stöð-
unni. Skákreiknar gátu a.m.k. ekki
fundið neinn vinning fyrir Pólverj-
ann en sennilega átti hann jafntefli.
Erfiðustu miðtaflsstöðurnar eru
þær þegar staðan á borðinu verður
teflendum slík ráðgáta að ekki er
hægt að styðjast við nein þekkt
kennileiti og það sem verra er: út-
reikningar leiða ekki til neinnar nið-
urstöðu.
Biel 2015;
David Navara – Wojtazek
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3
Be6 8. h3
Nýr snúningur í stöðunni. „Enska
árásin“ hefst með leiknum 8. f3.
8. … Be7 9. g4 d5 10. exd5 Rxd5
11. Bg2 Rxe3
Annar kostur var 12. … Rxc3 en
eftir 13. Dxd8+ Bxd8 14. bxc3 vega
áhrif biskupsins á g2 upp veikleik-
ana í peðastöðunni.
12. Dxd8+ Bxd8 13. fxe3 Bh4+
14. Kf1 Rc6 15. Rc5 Bc4 16. Kg1 O-
O-O 17. b3
Hvítur hafði greinilega bundið
vonir sínar við þennan leik. Hörfi
biskupinn til e6 kemur 18. Rxe6 fxe6
19. Bxc6! bxc6 20. Re4 með yfir-
burðastöðu.
17. … Bg5 18. He1 Bh4 19. Hb1
Bg5 20. Kf2!? Bh4+ 21. Kf3!?
Eftir þetta verður ekki aftur snú-
ið.
21. … e4+! 22. Kf4 g5 23. Kf5
Hhe8 24. Hhd1
Eini leikurinn. Ekki dugar 24.
bxc4 vegna 24. … Hd6! sem hótar
25. He5 mát.
24. … He5+ 25. Kf6 Hg8 26. bxc4
Hg6+ 27. Kxf7 He7+ 28. Kf8
Ótrúleg staða. Hér mæla „skák-
reiknarnir“ með 28. … Heg7 29.
Re6! Hg8+ 30. Kf7 Re5+ 31. Ke7
Rc6+ en hvítur getur þá gefið
manninn til baka og leikið 32. Kd6.
28. … Hf6+ 29. Kg8 Hg6+ 30.
Kh8 Hf6
30. … Bg3 liggur beinast við en
hvítur á svarið 31. Hd5!
31. Hf1 Bf2 32. Hxf2 Hxf2 33.
Hf1!
Bráðsnjallt. Hvítur gefur mann-
inn til baka en nær frumkvæðinu.
33. … Hxg2 34. Hf8+ Kc7
Ekki 34. … Rd8 35. Rd5! o.s.frv.
35. Rd5+ Kd6 36. Rxe7 Kxc5 37.
Hf5 Kxc4 38. Rxc6 bxc6 39. Hxg5
Hg3?
Hróksendataflið er aðeins betra á
hvítt og hér var betra að leika 39. …
Hxc2, c6-peðið skapar færi í enda-
taflinu.
40. h4 h6 41. Hg6 Hxe3 42. Kg7
Hg3 43. Kxh6 e3 44. Kg5 Kd5 45.
Kf4 Hh3 46. h5 c5 47. Hg5 Kd4 48.
He5!
- og svartur gafst upp. Hann á
ekkert svar við hótuninni 49. He4+.
Kóngur á flótta
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Það er heitt … þó að margir inn-
fæddir hér í Tansaníu kvarti yfir
kulda og fari í jakka þegar það er
skýjað, ég hef ekki farið í jakka
ennþá, mér finnst 28 gráður og
skýjað bara fínt. Kosningaskjálfti
er kominn í landsmenn, forseta-
kosningar eru í október og flokk-
arnir hafa byrjað að kjósa sér
næsta frambjóðanda og því fylgir
spilling þar sem fram fara kaup og
sala á atkvæðum, einn frambjóð-
andi stjórnarflokksins varð uppvís
að því að taka við milljónum dollara
frá fyrirtæki og ætlaði að nota þá
til að tryggja sér sigur sem fram-
bjóðandi stjórnarflokksins og vænt-
anlega verða næsti forseti Tansan-
íu, viðkomandi fyrirtæki mundi
síðan innheimta greiðann … það er
önnur og skuggalegri hlið á kosn-
ingaskjálftanum en það er hjátrú
og trú á galdra, hámenntað fólk er
ekki undanskilið hjátrú og notar
galdramenn óspart til að aðstoða
sig. Galdramenn ráða menn til að
ræna og drepa albinóa eða höggva
af þeim útlimi sem þeir síðan nota í
galdra sína, útlimir albínóa eru
sagðir laða að kjósendur. Það er
alltaf efnameira fólk sem kaupir út-
limi, skinn eða jafnvel höfuð (fer
allt eftir tegund galdurs) því lík-
amspartar kosta þúsundir dollara
svo það er augljóst að almenningur
mundi aldrei hafa efni á því þar
sem algengt mánaðarkaup er um
10.000 íslenskar. Spillingin hér er
svo sem ekkert meiri en annars
staðar, kannski bara
opnari og augljósari.
Til dæmis er ég stund-
um stöðvuð af umferð-
arlögreglunni og hald-
ið fram að ég hafi
keyrt of hratt eða
bara til að tilkynna
mér að lögreglumenn
séu illa launaðir og að
viðkomandi hafi ekki
borðað neinn morg-
unmat í morgun og sé
ákaflega svangur, það
er ekki gott að vera
svangur lögreglumað-
ur, hvort ég eigi nú
ekki aflögu fyrir morgunmat … og
auðvitað á ég 50 kr. fyrir morg-
unmat … það bara gleður mig að
bjóða lögreglunni í morgunmat!
Lífið hér getur verið dásamlega
skrítið og skemmtilegt, á hverjum
degi rekst ég á eitthvað sem kemur
mér til að brosa, maður á gömlu
hjóli með tuttugu hæðir af eggja-
bökkum aftan á bögglaberanum,
fest á með einni teygju, lítil kona
með túbusjónvarp á hausnum, lítið
barn á bakinu, tösku í annarri
hendi og haldandi á síma í hinni,
talandi í hann um leið og hún arkar
áfram, mótorhjól með
heilli fjölskyldu á,
pabbi, mamma og tvö
börn, höfuðstöðvar
vatnsveitunnar um-
flotnar vatni og starfs-
menn að bretta upp
buxurnar til að komast
í vinnuna, flestir bílar
á götunum eru „almost
new“ þó mér finnist
tuttugu ár ansi gamalt
fyrir bíl, þá er enginn
bíll hér of gamall til að
vera lagaður, lakkaður
og skreyttur aðeins,
það þykir flott að eiga bíl, alveg
sama hversu ljótur hann er, kon-
urnar hér eru allar alltaf í skraut-
legum og fallegum kjólum, sumar
með slæðu sumar ekki, eða allskyns
fallega hatta. Fæ aldrei nóg af að
horfa á allt þetta fallega fólk sem
byggir þetta fallega og friðsama
land sem er í fremstu röð hvað
varðar umburðarlyndi gagnvart
öðrum trúarbrögðum. Hér eru 50%
íbúa múslimar og 50% kristin, held
að það sé góð undirstaða fyrir friði
og umburðarlyndi þó að ýmislegt
eigi þeir eftir að læra og fræðast
um albínisma, en það stendur til
bóta með fræðsluherferð stjórn-
valda um að það sé ekkert göldrótt
við albínóa bara vöntun á lit-
arefnum, fræðsla er nauðsynleg um
málefni albínóa sérstaklega þar
sem í Tansaníu er einn af hverjum
1.400 albínói en annars staðar er
hlutfallið einn af hverjum 20.000.
Tansaníubúar eru snilldarkokkar
og er maturinn blandaður arab-
ískum, indverskum og afrískum
áhrifum, hef alltaf fengið góðan mat
nema einu sinni og það var inn-
yflakássa, reyndar var bragðið
ágætt en tilhugsunin ekki og til-
hugsunin vann svo ég kláraði ekki
af diskinum sem olli undrun hús-
freyjunnar sem hafði eldað þetta
„delicatess“ sérstaklega fyrir mig.
Með bestu kveðjum frá Tansaníu.
Það er heitt! Með kveðju frá Tansaníu
Eftir Þorgerði
Sigurðardóttur
» Það er alltaf efna-
meira fólk sem kaup-
ir útlimi, skinn eða jafn-
vel höfuð
Þorgerður
Sigurðardóttir
Höfundur er listakona.
Ljósmynd/Þorgerður Sigurðardóttir
Veitingastaður Hann ber nafnið The Rock.
Kaupfélagið Hér er hægt að kaupa
ýmislegt fallegt.
Hvítur sandur Ein af mörgum
dásamlegum ströndum Tanzaníu.
Stór og sjaldgæfur pálmi fæst gef-
ins. Upplýsingar í síma 5674327.
Velvakandi Svarað í síma 569-
1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Gefins
Blómvöndur Blóm fegra heimili þitt.