Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist
í Holtahóum á
Mýrum í Horna-
firði 13. desember
1928. Hún lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Skjólgarði
Höfn 23. júlí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin í
Holtahólum, Anna
Pálsdóttir, f. 16.3.
1888, d. 14.11. 1974, og Ólafur
Einarsson, f. 26.2. 1885, d.
25.3. 1952.
Systkini Sigríðar voru sjö:
Vilborg, f. 24.3. 1911, d. 26.1.
1998, Páll, f. 22.3. 1912, d. 5.2.
3.3. 1898, d. 1.10. 1997.
Sigríður og Guðmundur
tóku við búi í Holtahólum 1952
eftir lát Ólafs föður Sigríðar,
þau bjuggu í Holtahólum allt
til ársins 1988 er þau brugðu
búi og fluttu á Höfn. Sigríður
vann á Hjúkrunarheimilinu
Skjólgarði eftir að hún flutti á
Höfn.
Börn Sigríðar eru: Ólöf
Anna, f. 15.8. 1952, maki
hennar er Steinþór Torfason,
þau eru búsett á Hala í Suð-
ursveit. Stúlka, f. 10.6. 1954,
d. 10.6. 1954, Einar Bjarni, f.
23.1. 1956, býr á Höfn, Víðir,
f. 6.6. 1959, býr í Holtahólum,
Lucia Sigríður, f. 15.8. 1963,
maki Hannes Lange, þau búa í
Hafnarfirði. Barnabörn Sigríð-
ar eru sjö og langömmubörnin
átta.
Útför Sigríðar fer fram frá
Brunnhólskirkju í dag, 1.
ágúst 2015, kl. 13.30.
1982, Guðrún, f.
8.1. 1914, d. 18.8.
2010, Einar, f.
17.1. 1915, d. 7.6.
1952, Rósa, f. 31.3.
1917, d. 21.12.
1995, Ásta, f. 30.5.
1921, d. 9.7. 1995,
Anna, f. 29.3.
1925, d. 20.4.
1989.
Eiginmaður Sig-
ríðar var Guð-
mundur Bjarnason frá Við-
borðsseli, f. 9.7. 1927, d. 6.11.
2001, foreldrar hans voru
Bjarni Þorleifsson, f. 20.8.
1892, d. 23.8. 1977, og Lússía
Sigríður Guðmundsdóttir, f.
Nú hefur mamma kvatt þetta
tilverustig, ég er svo þakklát fyrir
að hafa getað verið hjá henni síð-
ustu vikurnar hennar, hún átti
það svo sannarlega skilið.
Mamma flutti seint að heiman,
ef svo má segja, en hún bjó í
Holtahólum fyrstu sextíu æviárin
sín, uns þau pabbi hættu búskap,
ef frá er talinn einn vetur sem
hún var í vist í Reykjavík ásamt
Höllu, vinkonu sinni, sem seinna
varð mágkona hennar. Mamma
var afar hæglát kona sem vann
sín verk í hljóði, það hefur verið í
mörg horn að líta að sinna búi og
börnum og oft voru auka börn
sumarlangt í sveitinni. Aldrei lét
hún styggðaryrði falla um nokkra
manneskju.
Hún unni sveitinni sinni af heil-
um hug, ég man eftir sem lítið
stelpuskott að hafa setið með
mömmu upp við Kíl og horft á óð-
inshanahjón synda á vatninu og
sýna okkur sinn flottasta vatna-
dans sem ég hef séð.
Hún saumaði og prjónaði á sitt
fólk eins og gert var á þeim tíma,
ég átti sko örugglega flottasta
jólakjólinn í heiminum, kjól með
gullþræði og gyllta jólaskó, en
stiginn í gamla húsinu var brattur
og litla stelpuskottið rann á rass-
inum niður stigann í jóladressinu
fína með tilheyrandi óhljóðum,
sérstaklega vegna sannfæringar
minnar um að gullskórnir væru
rispaðir, kannski bara ónýtir en
mömmu tókst að sefa grátinn
fljótt og vel og sannfæra mig um
að skórnir og kjóllinn fíni væri í
góðu lagi. Eitt sinn að sumarlagi
var mamma beðin um að taka
kisu í tímabundið fóstur, ég var
óheyrilega hrædd við ketti og til-
kynnti það að ég ætlaði sko ekki
að eiga heima í sama húsi og ein-
hver köttur, ég myndi sko bara
flytja út í tjald. Mamma lét þetta
upphlaup mitt sér í léttu rúmi
liggja og sagði að hún væri búinn
að lofa því að taka Kleópötru í
einhverjar vikur, en þetta virðu-
lega nafn bar kisan. Mamma hef-
ur eflaust vitað að stelpuóhemjan
tæki Kleópötru í sátt með tíman-
um og það stóð heima, þegar dvöl
kisu lauk og ég bar mig upp við
mömmu að ég saknaði nú eigin-
lega Kleópötru, þá brosti hún og
sagði „ já ég vissi það að þú tækir
hana í sátt“. Mamma hafði yndi af
lestri góðra bóka sér til fróðleiks
og yndisauka þegar stund gafst
til. „Þorir þú í eina,“ heyrðist
gjarnan á mínu æskuheimili en
það var boð um að spila Kasínu,
keppnisskap foreldra minna var
ósvikið í spilamennskunni, sem
spillti þó ekki spilagleðinni.
Kleinurnar hennar mömmu voru
einstaklega góðar, eitt síðsumar
hittumst við pabbi í Vík í Mýrdal
en hann var að skila vinnumann-
inum eins og hann orðaði það.
Vinnumaðurinn var Elmar, sonur
minn, þá ekki meira en 5-6 ára, en
hann átti alltaf skjól hjá afa og
ömmu í sveitinni og ekki síður eft-
ir að þau fluttu á Höfn, það var
glaðklakkalegur strákur sem
veifaði kleinupokanum frá ömmu,
þær voru gullsígildi. Mikið var
hún glöð að fá Lindu Dögg og
Ægi Leví, barnabörnin mín, í
heimsókn nú fyrir skömmu.
Mamma bjó í skjóli Einars bróð-
ur eftir lát pabba. Einar á ómet-
anlegar þakkir skildar fyrir um-
hyggju í hennar garð. Hún dvaldi
á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði
á Höfn síðustu árin og naut þar
umönnunar starfsfólksins sem er
einstakt, sannur mannauður á
Skjólgarði.
Um undrageim, í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður jarðarglaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
(Benedikt Gröndal)
Lucia Guðmundsdóttir.
Nú þegar hún Sigga í Holta-
hólum hefur kvatt þennan heim
langar mig að setja á blað örfá orð
til að þakka allt sem hún var mér í
æsku. Hún hefur verið rétt rúm-
lega tvítug þegar ég kom fyrst á
heimilið með Ástu móður minni,
sem fór í sveitina á sumrin með
börnin sín að heimsækja foreldra
sína og til að hjálpa til við hey-
skapinn. Seinna fór ég ein í sveit-
ina þegar ég þóttist geta gert eitt-
hvert gagn, en þá höfðu Sigga og
Guðmundur tekið við búskapn-
um. Það var alltaf mikil tilhlökk-
un að koma í sveitina, minnisstæð
tilfinning þegar loksins sást í
þetta reisulega hús koma í aug-
sýn og spennan mikil að hitta
fólkið, mest þó ömmu og Siggu og
svo börnin þegar þeim fjölgaði.
Það var ekki lítið ferðalag að fara
austur í Hornafjörð í þá daga,
fyrst með flugi, svo beðið á Höfn
eftir fari yfir fljótin. Alltaf fékk ég
sömu hlýju viðtökurnar hjá Siggu
og ég man heldur aldrei til að hún
hafi sýnt mér annað en hlýju alla
tíð, hvað sem á gekk, það var öllu
tekið með sömu hægðinni sem
einkenndi hana svo mjög.
Það hefur ekki verið auðvelt
verk að vera húsmóðir í sveit
þessi ár. Það finnst konu sem
hleypur í búðina í innkaup fyrir
hvert mál. Ég var aldrei sérlega
liðtæk inni við, en gat þó snúið
skilvindu og strokknum. Þvottar
voru oft stórmál, stundum í
vatnslitlum árum þurfti að fara að
skola þvottinn í Baulutjörn og þó
að börnum hafi þótt það sport hef
ég oft hugsað til þessa erfiðis fyr-
ir húsmóður.
Í minningu minni var Sigga
alltaf vinnandi, það voru ekki að-
eins þessir miklu og reglulegu
matar- og kaffitímar, heldur farið
í fjósið kvölds og morgna og alltaf
þegar færi gafst var hún úti við
heyskapinn. Það var ekki mikið
um ferðalög á þessum árum, mér
eru minnisstæðastar berjaferð-
irnar inn að Haukafelli, sem kost-
uðu að sjálfsögðu undirbúning
húsmóðurinnar til að allir nytu
sín vel.
Sigríður Ólafsdóttir var hlé-
dræg kona í eðli sínu og hæglát,
en gat verið skemmtileg og kát.
Hún var mjög minnug og því var
oft gaman að heyra hana segja
frá einhverju frá liðnum dögum.
Ég er þakklát henni fyrir
margar bestu stundir æskunnar í
sveitinni hennar og líka fyrir góð-
ar móttökur sem við alla tíð feng-
um hjá henni eftir að hún var
komin á Höfn.
Ég votta börnunum hennar og
fjölskyldu innilega samúð.
Anna Ólafsdóttir.
Sigga móðursystir mín var
yngst átta systkina í Holtahólum
á Mýrum í Hornafirði og kveður
nú síðust þeirra. Þegar hún fór að
búa í Holtahólum með manni sín-
um, Guðmundi Bjarnasyni frá
Viðborðsseli, árið 1952 voru að
verða straumhvörf í búskap í
landinu. Fornir búskaparhættir
voru að kveðja og vélaöld að hefj-
ast. Þótt Mýrarnar eystra væru
einangruð sveit og efni heimila
óvíða rífleg lá fyrir að stækka bú
og rækta jarðir. Sveitarandi var
góður, samvinna mikil um búskap
milli bæja, enda frændfólk á flest-
um bæjum.
Sá sem þetta ritar fékk að vera
snúningastrákur í Holtahólum
hjá þeim hjónum og það var gott
hlutskipti. Þau gættu þess að
sanngjarnt jafnvægi væri á milli
leiks og starfa og ábyrgð óx með
aldri og hverju sumri. Þegar kún-
um var hleypt út á vorin var það
látið óátalið þótt ég færi í sveita-
símann og hringdi á Holtabæina –
og kynnti mig sem kúasmala – til
að skipta því á milli bæja að
sækja kýrnar í haga allt sumarið.
Minnisstætt trúnaðarstarf um
sláttinn var að færa engjafólki há-
degismat. Fyrst þurfti ég að finna
klárinn, ná honum úr hafti og
hnýta því upp í hann og ríða heim.
Hefði ég orðið seinn fyrir kom
Sigga á móti mér með matinn í
tvískiptum poka sem hægt var að
leggja á herðakambinn á klárn-
um. Ef tími gafst beislaði hún
hann með einföldu beisli en auð-
vitað reið ég berbakt. Síðustu fyr-
irmæli hennar voru svo: „Vertu
nú fljótur og ríddu ekki hart.“
Starf einyrkjabænda hefur
alltaf verið fjölbreytt en erfitt.
Verkaskipting hjónanna í Holta-
hólum var hefðbundin en þó ná-
tengd. Sigga var röskleikakona
sem gekk hratt að hverju verki og
kunni handtökin. Öll inniverk
voru á hennar ábyrgð en hún
veigraði sér ekki við að taka til
hendinni úti, svo sem í heyskap.
Þá gilti mannshöndin áður en vél-
ar breyttu bændum í vélstjóra.
Sigga frænka mín var hógvær og
hlédræg eins og var háttur hinna
gömlu Skaftfellinga og þannig
var hún alin upp. Hún var minnug
á atburði, fólk og málefni og var
svo heppin að fá að halda minni til
hins síðasta.
Minningar mínar um Siggu eru
samtvinnaðar systkinum hennar
og fjölskyldu. Þau kættust inni-
lega þegar þau hittust, ekki síst
yfir minningum um gott og
skemmtilegt fólk sem þau þekktu
ung. Þá gat borgað sig að leggja
við hlustir! En harmar börðu líka
að dyrum hjá þeim sem öðrum og
þau syrgðu mjög Einar bróður
sinn sem alltaf átti heima í Holta-
hólum en dó þar á besta aldri.
Sigga og Guðmundur brugðu
búi og fluttu á Höfn og eftir lát
hans hélt hún lengst af heimili
með Einari Bjarna, syni sínum.
Sem fyrr var hún góð heim að
sækja og mér varð ljósara en áð-
ur að með hennar hjálp gat ég
skyggnst inn í horfna tíð sem
tengdist fólkinu okkar á Mýrun-
um. Best var að hitta hana heima
en löng símtöl gerðu sitt gagn.
Þægilegt var að finna eðlislæga
spaugsemi hennar endast þótt ár-
in færðust yfir og minnti það á
móður mína og mörg ættmenni
þeirra. Að lokum þakka ég henni
fyrir ævilanga vináttu og sendi
börnum hennar samúðarkveðjur.
Bjarni Ólafsson.
Sigríður
Ólafsdóttir
Elsku mamma, nú ertu loks-
inns laus úr viðjum þessa hræði-
lega sjúkdóms sem hefur hrjáð
þig undanfarin ár og komin í
faðminn hjá pabba. Þegar þú
kvaddir þetta jarðlíf þá var eitt
það fallegasta sólarlag sem að ég
hef séð í allt sumar og er ég al-
veg viss að þú fékkst góða heim-
komu. Það er búið að vera erfitt
að koma og heimsækja þig vit-
andi það að þú þekktir mann
ekki, en kannski gerðir þú þér
grein fyrir því að maður var eitt-
hvað sem þú áttir. Mikið var
gaman að koma með barnabörn-
in til þín en þá naust þú þín til
fulls. Ekki ætla ég að hafa ein-
hverja tölu um þitt líf, það gera
aðrir.
Ég syrgi stundum pabba minn og
mömmu
því máttur þeirra beggja sem lífsins
bjarmi er,
þau burtu héðan fóru fyrir skömmu,
Jóhanna
Björnsdóttir
✝ JóhannaBjörnsdóttir
fæddist 26. maí
1940. Hún lést 16.
júlí 2015.
Útför Jóhönnu
fór fram 25. júlí
2015.
Fyrir mistök
birtist rangt æviá-
grip með greinum
um Jóhönnu í
blaðinu sl. fimmtudag, 30. júlí.
Greinarnar eru birtar aftur hér
og biðst Morgunblaðið alla hlut-
aðeigandi innilega afsökunar.
það finnst mér alla
vega innst í hjarta
mér.
Hér hef ég hlotið lífs-
ins vænsta vinning;
hin veraldlegu gæði og
ástúð víst ég fékk.
Nú birtist sagan eins-
og endurminning;
allt yndislega fólkið
sem með mér veginn
gekk.
Í stórum hóp er lífsglatt fólk á labbi
í ljúfum hugarheimi um sumarbjartan
veg.
Og fremst þar fara mamma mín og
pabbi
og myndin sem mér birtist, hún er
dásamleg.
Ég þrái helst að eignast þetta aftur;
þær unaðslegu gjafir sem forðum
hjartað hlaut,
því þar er falinn einhver undrakraftur,
sú orka sem styður á langri lífsins
braut.
Svo sé ég það sem hjartað stundum
hylur;
þá hamingju sem pabbi og mamma
sýndu mér
þá brosi ég, því heiðskír hugur skilur
að hlýja þeirra beggja í sálu minni er.
(Kristján Hreinsson)
Þín dóttir,
Sigþrúður.
Einhvers staðar segir að góð-
ur vinur sé gulli betri og það er
alveg rétt því í áratugi áttum við
hjónin þannig gull hinum megin
við götuna okkar, þar sem Jó-
hanna og Fúsi voru. Nú eru þau
bæði farin og eftir eru dýrmætar
minningar um liðnar samveru-
stundir þar sem margt var brall-
að og glaðst. Kunningskapur
okkar hófst fljótlega eftir að þau
fluttu á Mýrarbrautina með
börnin sín fjögur. Vináttan varð
svo traustari með árunum og
varla leið svo dagur að ekki væri
rölt yfir götuna í kaffisopa og
spjall. Jóhanna var afskaplega
glaðlynd og það gustaði oft af
henni þegar hún kom í heimsókn
og lá mikið á hjarta. Hún hafði
mjög gaman af að hlusta á tón-
list – sérstaklega sönglög, ýmist
kórsöng eða einsöng, sjálf söng
hún mikið og kunni ógrynni af
lögum, stundum kallaði hún á
mig yfir til að hlusta á lög sem
henni hafði áskotnast eða hún
hafði heyrt í útvarpinu. Þannig
heyrði ég til dæmis fyrst Undir
dalanna sól, sem Jóhanna hélt
mikið upp á. Hún hafði mjög
gaman af blómum og þó garð-
urinn hennar væri ekki stór þá
nostraði hún við hann og hann
var afar fallegur og þar átti hún
ýmis sjaldgæf blóm og flutti í
garðinn sinn villt blóm því hún
þekkti með nöfnum flest villt ís-
lensk blóm. Það var mjög gest-
kvæmt hjá þeim hjónum og það
kom enginn að tómum kofanum
hjá Jóhönnu minni, alltaf hlaðið
borð af kræsingum. Hún kenndi
mér að baka brúna lagköku. Eft-
ir óteljandi misheppnaðar til-
raunir mínar, meira að segja
prófaði ég hennar eigin uppskrift
en ekkert gekk, þá kom Jóhanna
og fylgdist með mér baka og þá
kom náttúrlega í ljós að hún fór
alls ekki eftir uppskrift heldur
var það alúðin sem hún lagði í
baksturinn sem gerði gæfumun-
inn. Og þannig var hún, hjálp-
söm og lagði alúð og umhyggju í
hvað sem hún gerði. Þegar svo
heiðarævintýrið okkar hófst
hnýttust vináttuböndin enn fast-
ar því þar áttum við öll sameig-
inlegt áhugamál sem var ást
okkar á heiðinni og allri nátt-
úrunni. Við skiptum með okkur
sumrunum við vörslu á Eyvind-
arstaðaheiðinni í mörg ár og svo
voru farnar pílagrímsferðir á
vorin um leið og snjóa leysti og
svo á haustin eftir göngur. Þá
var farið vítt og breitt um heið-
ina og fram tungurnar, þessar
ferðir eru ógleymanlegar því
bæði Jóhanna og Fúsi kunnu svo
vel að segja skemmtilega frá
ýmsu sem þarna hafði gerst í ár-
anna rás, bæði höfðu þau átt á
heiðinni ótal spor áður en þau
fluttu á Blönduós. Við þetta starf
kynntumst við mörgu skemmti-
legu fólki og á veturna varum-
ræðuefnið oft ýmis ævintýri
sumarsins, sem voru ófá. Fyrir
mörgum árum fór að bera á alz-
heimer-sjúkdómnum hjá Jó-
hönnu og þegar Fúsi veiktist
fluttist hún á Héraðssjúkrahúsið
þar sem henni leið vel og þar
hvarf hún okkur smátt og smátt.
Þó eftirsjáin sé mikil þá er hugg-
un í því að hún fékk að fara til
Fúsa áður en sjúkdómurinn lék
hana alltof grátt, því enn hélt
hún glaðværð sinni og gat knús-
að vini sína þó ekki myndi hún
nöfnin.
Elsku Jóhanna mín, betri vin-
konu hefði ég ekki getað kosið
mér, hjartans þakkir fyrir sam-
veruna, við hittumst svo síðar og
þá skoðum við aðrar heiðar eins
og við töluðum stundum um. Guð
blessi þig vinkona.
Elsku Sigþrúður, Birna, Guð-
mundur, Sibba, Arnar og fjöl-
skyldur, okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.Guð veri með ykkur.
Halla og Ari.
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Auðbrekku 1, Kópavogi Útfararþjónusta síðan 1996
Vaktsímar: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is • Allan sólarhringinn
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
Kristín
Ingólfsdóttir
Hilmar
Erlendsson
Sverrir
Einarsson