Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 Indíana Rós Ægisdóttir, afmælisbarn og sálfræðinemi, er stödd áÞjóðhátíð í Eyjum um helgina. Þar er hún ásamt dyggum vina-hópi að halda upp á afmælið. Ekki spillir gleðinni að nokkur þús- und aðrir Íslendingar hafa einnig gert sér ferð til Vestmannaeyja um helgina. Hún hefur stundað úti- og bæjarhátíðir grimmt í sumar. Aðspurð um hverjar eru fremstar meðal hátíða segir hún það vera Á góðri stundu í Grundarfirði og svo Þjóðhátíð. „Ég bjó í Grundarfirði, það er það sem dregur mig þangað, að fara á æskuslóðirnar. Ég á þar ömmu og afa og svoleiðis.“ Utan landsteinanna er stefnan tekin á Ítalíu þar hún dvelur í tólf daga seinna í sumar. Þar hittir hún aftur fjölskyld- una sem tók við henni þegar hún var skiptinemi. Indíana er formaður Mentes, félags sálfræðinema við Háskólann í Reykjavík. Að loknu sálfræðináminu stefnir hún í framhaldsnám í kynfræði. „Þetta er góður grunnur fyrir það nám,“ segir Indíana. Hún er þó ekki við eina fjölina felld í félagsmálum en hún er jafnframt ritari KynÍs, Kynfræðifélags Íslands. KynÍs heldur ráðstefnu í októ- ber og er Indíana verkefnastjóri fyrir hana. „Ráðstefnan er á vegum Norðurlandasamtaka í kynfræði og er haldin árlega. Yfirskrift ráð- stefnunnar er „Kynferðisleg tjáning og nautn“ en þetta er þverfagleg ráðstefna kynfræðinga, hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta sem tengj- ast málefninu.“ Ljósmynd/Indíana Rós Ægisdóttir Félagsmálatröll Indíana er formaður Mentes og ritari KynÍs. Þjóðhátíð lögð und- ir afmælisfagnaðinn Indíana Rós Ægisdóttir 23 ára í dag H aukur fæddist á Akur- eyri 3.8. 1955, og ólst þar upp, fyrst á Rán- argötunni til þriggja ára aldurs og síðar á Ásvegi 25: „Það var góð stemming í Ásveginum sem þá var hluti af nýju íbúðarhverfi á Ytri-Brekkunni. Þarna var fjöldi barna og góðir ná- grannar.“ Snemma beygist krókur „Þarna var ýmislegt brallað. Bítlaæðið gekk í garð og góður ná- granni minn í næsta húsi, Sævar Benediktsson, stofnaði Bravó- bítlana er hann var 12 ára, en sú hljómsveit er reyndar enn við lýði. Annar góður nágranni, Sæmundur Pálsson, sigldi 12 ára til Bretlands með togara og kom heim með alla nýjustu bítlatónlistina. Ég og ýmsir æskufélagar mínir vorum svo ekki nema 14-15 ára er við hófum að halda diskótek og tón- leika. Við fengum t.d. Mána frá Sel- fossi til að spila fyrir fullu húsi en reksturinn gekk bara vel eins og Haukur Tryggvason framkvæmdastjóri – 60 ára Synir og sonarsonur Haukur og Hólmfríður, ásamt þeim Hringi, Styrmi og Hauki Leó í sumarblíðunni nýverið. Hóf tónleikahald 14 ára Focusmenn Haukur og tveir úr Focus sem lék á Græna hattinum í sumar. Reykjavík Sara Davíðsdóttir fæddist 25. ágúst 2014 kl. 22.21. Hún vó 3.360 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Kolbrún Edda Aradóttir og Davíð Einarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í grein sem birtist í blaðinu um Merkan Íslending, Jóhannes Jósefsson, þann 28.7. sl., láðist að geta um seinni konu hans. Hún hét Brynhildur Sigurð- ardóttir, f. 7.3. 1913, d. 8.2. 1981, húsfreyja. For- eldrar hennar voru Sigurður Björgólfs- son, ritstjóri og kennari á Siglufirði, og k.h., Svava Björgólfs húsfreyja. Ættingjar eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mis- tökum. LEIÐRÉTTING Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.