Morgunblaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 35
síðar meir á Græna hattinum.
Á sumrin var ég sendur á Litlu-
tjörn í Ljósavatnsskarði sem þá var
sumardvalarstaður fyrir hressa
stráka. Ég var svo næstu tvö sumur
á Einarsstöðum í Reykjadal. Þar
var Einar Jónsson miðill, góður karl
og eftirminnilegur.“
Haukur var í „Barnaskóla Ís-
lands“ sem var nú reyndar Barna-
skóli Akureyrar, var í „gagganum“
Gagnfræðaskóla Akureyrar, stund-
aði nám við myndlistarskóla á Ak-
ureyri næstu tvo vetur, stundaði
síðan nám við Hótel- og veitinga-
skóla Íslands, lærði til þjóns í
Naustinu í Reykjavík og lauk próf-
um 1977.
Haukur var á vertíð í Sandgerði
veturinn 1973 en megin tilgangur
ferðarinnar var þó að fylgja eftir
hljómsveitinni Trúbrot.
Að námi loknu starfaði Haukur í
Naustinu og í Sigtúni um skeið,
flutti síðan aftur til Akureyrar og
var þjónn á Hótel KEA 1979-81.
Hann var síðan þjónn í Smiðjunni
1981-86 en þá fór hann aftur yfir
KEA eftir viðamiklar breytingar
þar og var þar veitingastjóri til
1998.
Haukur tók við rekstri veitinga-
hússins Við tollinn 1998 og starfaði
þar til 2003. Þá tók hann við rekstri
Græna hattsins í Hafnarstræti 96.
Þann stað hefur hann starfrækt síð-
an. Staðurinn var fyrstu tvö árin
dansstaður en frá 2005 hefur hann
eingöngu verið tónleikastaður:
„Þegar ég breytti staðnum í tón-
leikastað var kominn annar dans-
staður hér og bærinn bar ekki báða
staðina. Tónleikahaldið fór rólega af
stað en hefur aukist jafnt og þétt og
nú er Græni hatturinn einn þekkt-
asti tónleikastaður landsins þar sem
haldnir hafa verið á annað þúsund
tónleikar.“
Haukur kenndi á matvælabraut
VMA í sex ár. Hann stofnaði, ásamt
Bergþóri Erlingssyni og Bessa
Skírnissyni, sundfélagið Gretti árið
1986, en þeir félagarnir hafa stund-
að morgunsund klukkan sjö á
morgnana frá sama tíma. Hann hef-
ur starfað í Oddfellowreglunni frá
1986 og sat í prófnefnd Hótel- og
veitingaskólans í 20 ár.
Haukur hefur allt tíð haft áhuga
á tónlist og myndlist: „Þessi tónlist-
aráhugi hefur alltaf farið saman
með áhuga mínum á tónleikahaldi,
en tónlistarsmekkurinn er mjög
fjölbreyttur.“
Fjölskylda
Sambýliskona Hauks er Hólm-
fríður Sigurðardóttir, f. 8.9. 1966,
heilsunuddari. Foreldrar hennar
eru Sigurður Jósefsson, f. 21.9.
1927, fyrrv. bóndi á Torfufelli í
Eyjafirði, og Svava Friðjónsdóttir,
f. 22.5. 1927, d. 3.3. 2015, húsfreyja
þar.
Fyrrverandi kona Hauks er
Steinunn Jónsdóttir, f. 29.12. 1951,
hárgreiðslumeistari, en sonur
þeirra er Styrmir Hauksson, f. 7.12.
1983, upptökustjóri, en kona hans
er Rósa Björk Bergþórsdóttir
kynjafræðingur og sonur þeirra
Haukur Leó Styrmisson, f. 2015.
Sonur Hauks og Hólmfríðar er
Hringur Hauksson, f. 14.9. 2010.
Synir Hólmfríðar eru Gísli Guð-
mann, f. 7.8. 1990, en sambýliskona
hans er Guðrún Hanna Sigurjóns-
dóttir, Logi Guðmann, f. 26.9. 1994,
og Gauti Guðmann, f. 8.3. 1998.
Systur Hauks eru Gunnhildur, f.
15.2. 1953, bankastarfsmaður í
Reykjavík, og Þorgerður Ása, f. 2.7.
1960, keramikhönnuður í Reykjavík.
Foreldrar Hauks: Tryggvi Sæ-
mundsson, f. 12.5. 1923, d. 17.3.
1991, byggingameistari, og Svan-
fríður Guðmundsdóttir. f. 17.7. 1930,
verslunarmaður.
Úr frændgarði Hauks Tryggvasonar
Haukur
Tryggvason
Sigríður Kristjánsdóttir
húsfr. í Bitru
Magnús Tryggvason
b.í Bitru í Kræklingahlíð
Jónína Magnúsdóttir
húsfr. á Akureyri
Guðmundur Baldvinsson
verkam. á Akureyri
Svanfríður Guðmundsdóttir
verslunarm. á Akureyri
Jónína Kristjana Helgadóttir
húsfr. á Sólborgarhóli
Baldvin Einarsson
b. á Sólborgarhóli í Kræklingahlíð
Margrét Magnúsdóttir
húsfr. í Bragholti
Konráð Konráðsson
b. í Bragholti í Arnarneshreppi
Þorgerður M. Konráðsdóttir
húsfr. á Hjalteyri
Sæmundur T. Kristjánsson
sjóm. íÆgisgarði á Hjalteyri
Þórir Tryggvi Sæmundsson
byggingameistari á Akureyri
Þórey Jónsdóttir
vinnuk. í Pálmholti
Kristján Hallgrímsson
vinnum. í Pálmholti
Vinir Haukur, Bessi og Bergþór.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Rafn fæddist í Bakkakoti íSkagafirði 3.8. 1918. For-eldrar hans voru Pétur Jóns-
son, verkstjóri á Sauðárkróki, og k.h.,
Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var son-
ur Jóns Jónssonar, bónda á Kimba-
stöðum, og Guðrúnar Eggertsdóttur,
en Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafs-
sonar frá Ketilseyri í Dýrafirði og
Dagbjartar Helgu Jónsdóttur.
Rafn kvæntist 1946 Karólínu Júl-
íusdóttur en hún lést 1994. Sonur
Karólínu er Árni Júlíusson húsasmið-
ur. Dóttir Rafns er Bergljót. Börn
Rafns og Karólínu eru Júlíus fram-
kvæmdastjóri; Pétur Ólafur verk-
efnastjóri; Kjartan tæknifræðingur;
Auður skrifstofumaður og Dröfn,
kennsluráðgjafi.
Rafn lærði skipasmíði á Akureyri,
stundaði nám við Iðnskólann á Ak-
ureyri og lauk sveinsprófi 1942. Hann
lauk námi í fiskvinnslu hjá Fiskmati
ríkisins, var síldar- og fiskmatsmaður
frá 1950, stundaði skipasmíði á Ak-
ureyri 1937-45, var yfirsmiður við
skipasmíðastöð Eggerts Jónssonar í
Innri-Njarðvík 1945-54 og frysti-
hússtjóri þar 1950-54 og síðar hjá
Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akra-
nesi 1954-60, framkvæmdastjóri og
eigandi Fiskiðju Flateyrar hf. 1960-
68, verkstjóri hjá Fosskrafti við
byggingu Búrfellsvirkjunar 1968-69,
fulltrúi Landsbanka Íslands við Út-
gerðarstöð Guðm. Jónssonar í Sand-
gerði 1969-70. Þá stofnaði hann og
rak frystihúsið R.A. Pétursson hf. í
Njarðvík 1970-88 og var þá braut-
ryðjandi í útflutningi á ferskum fiski
með flugi.
Rafn sat í prófnefnd skipasmiða á
Suðurnesjum 1945-54, í stjórn FUS á
Suðurnesjum, í hreppsnefnd Njarð-
víkurhrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn
1946-50 og 1954, sat í bæjarstjórn
Akraness fyrir Sjálfstæðisflokkinn
og í útgerðarráði 1958-60, var for-
maður Sjálfstæðisfélags Önundar-
fjarðar 1961-67, í hreppsnefnd og
oddviti Flateyrarhrepps 1962-66, í
stjórn Iðnaðarmannafélags Flat-
eyrar, í stjórn félags fiskvinnslu-
stöðva á Vestfjörðum, í stjórn SH
1962-68 og var varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi 1963-67.
Rafn lést 6.12. 1997.
Merkir Íslendingar
Rafn A.
Pétursson
Laugardagur
90 ára
Sigurbjörg S.
Kristjánsdóttir
85 ára
Einar Hjálmtýsson
Guðbjörg Ármannsdóttir
Sigurður Bárðarson
Sverrir V. Kjærnested
Sæmundur Guðmundsson
80 ára
Guðný Lilja Jóhannsdóttir
Helga Auðunsdóttir
Una Ásgeirsdóttir
75 ára
Aðalsteinn Ingi
Aðalsteinsson
Auður Guðvinsdóttir
Elsa Þórhildur Axelsdóttir
Eyvindur Sigurfinnsson
Gísli Kristinn Valdimarsson
Guðrún Bjarnadóttir
Jóhanna S. Borgþórsdóttir
María Jakobsdóttir
Sigmundur Hermundsson
Teresa Nijakowska-
Szpulinska
Þóranna E. Sigurjónsdóttir
70 ára
Edda Svavarsdóttir
Hrafnhildur Ólafsdóttir
Ólína M. Jónsdóttir
60 ára
Guðlaugur Leósson
Guðmundur Þ. Einarsson
Guðrún Björnsdóttir
Hrafnhildur Jóhannsdóttir
Jóna Kristín Halldórsdóttir
Sigurður Á. Þráinsson
Sigurður Bjarni Gylfason
Sigurður V. Benediktsson
Sigurjón Sölvi Jóhannsson
Sveinn Halldórsson
Tadeusz Henryk Zurawka
Þorsteinn M. Kristjánsson
Þórarinn V. Sólmundarson
50 ára
Benjamín Gunnarsson
Dagný E. Dómhildardóttir
Eðalrein M. Sæmundsdóttir
Fanney Einarsdóttir
Haraldur Hákonarson
Magðalena K. Jónsdóttir
Rebekka Guðmundsdóttir
40 ára
Hrund G. Guðjónsdóttir
Megumi Nishida
Milaim Veseli
Nanna Dísa Sveinsdóttir
Valgerður K. Sverrisdóttir
Valur Hafsteinsson
Wesam Adel Kathir
30 ára
Anna Lísa Finnbogadóttir
Ari Bent Ómarsson
Bjarni Sigurðsson
Dorota Machomet
Hafþór Ægir Þórsson
Helga Sigríður Aradóttir
Hermann Örn Sigurðsson
Necla Koca
Petrúnella Skúladóttir
Ragna Dögg Marinósdóttir
Ragnhildur L. Helgadóttir
Salbjörg Ólafsdóttir
Sigurður K. Sigurðsson
Smári Gunnarsson
Smári Helgason
Sólveig Ólafsdóttir
Steinunn Gunnsteinsdóttir
Þorgils Ólafur Einarsson
Sunnudagur
95 ára
Fanney Ófeigsdóttir
Hanna Stefánsdóttir
90 ára
Auður Á. Sæmundsdóttir
Sigrún Stefánsdóttir
85 ára
Björg J. Benediktsdóttir
Fanney Björnsdóttir
Guðni Brynjólfsson
Helga Ingólfsdóttir
María Bæringsdóttir
Ólöf Hjartardóttir
Salóme S. Gestsdóttir
Selma Sigurjónsdóttir
Steinvör Bjarnadóttir
80 ára
Kristján S. Jóhannsson
María Möller
Ríkharður Valtingojer
Sigrún G. Óskarsdóttir
75 ára
Erna Guðmarsdóttir
Karólína Guðnadóttir
María Eyþórsdóttir
Tómas Hinrik Bartlett
70 ára
Aðalsteinn H. Guðnason
Ágústa Lúthersdóttir
Ásbjörn Eggertsson
Bryndís Baldursdóttir
Einar Guðbjartsson
Eydís Arnviðardóttir
Guðmundur Þórðarson
Gunnar Gunnarsson
Ingibjörg Þórhallsdóttir
Jón Steinar Hermannsson
Ólafur Eggertsson
Ólafur Thors
60 ára
Andrea K. Guðmundsdóttir
Einar Jón Ólafsson
Erla Sveinsdóttir
Hanna B. Hálfdánardóttir
Hanna J. Guðmundsdóttir
Hildur Petersen
Jakobína H. Einarsdóttir
Petrína Þ. Óskarsdóttir
Sigríður Ketilsdóttir
Soffía Katrín Sigurðsson
50 ára
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Baldur Pálsson
Bertrand Jouanne
Bragi Ólafsson
Guðmundur Þorsteinsson
Halla Kristín Björnsdóttir
Hulda Dögg Sigurðardóttir
Hulda Harðardóttir
Ingibjörg M. Aadnegard
Sigurður Jón Hansson
Stefán Þórir Birgisson
Sveinn Guðfinnsson
40 ára
Arunas Bujanauskas
Eva Gunnarsdóttir
Guðbjörg Lárusdóttir
Hörður Sveinsson
Jónína G. Þorvaldsdóttir
Krystyna Grazyna Raducka
Lárus Ómar Guðmundsson
Pétur Björnsson
Stefán Halldór Magnússon
Svandís Þorsteinsdóttir
Þorleifur Sigurbjörnsson
30 ára
Barbara Motta
Einar Þór Stefánsson
Erna Stefnisdóttir
Ewelina Anna Zielinska-
Jarosz
Hafdís Guðlaugsdóttir
Jón Ágúst Gunnarsson
Ólöf Ragnarsdóttir
Pétur Arnórsson
Rebecca Sackey-Mensah
Sigrún Þorsteinsdóttir
Soffía Rut Gísladóttir
Vera Knútsdóttir
Til hamingju með daginn
duxiana.com
Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
b
y
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði
fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu
einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950
SUMARTILBOÐ
12 -17% Afsláttur