Morgunblaðið - 01.08.2015, Side 36

Morgunblaðið - 01.08.2015, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015 Innihurðir í öllum stærðum og gerðum! Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Lei tið tilb oða hjá fag mö nnu m o kka r • Hvítar innihurðir • Spónlagðar innihurðir • Eldvarnarhurðir • Hljóðvistarhurðir • Hótelhurðir • Rennihurðir • Með og án gerefta Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur bara þakkað sjálfum/sjálfri þér fyrir hluta af þeirri gæfu er hendir þig. Vertu frekar barnslega hvatvís eins og áður. 20. apríl - 20. maí  Naut Á næstu vikum er upplagt að setja sér takmark og velta fyrir sér leiðum til þess að ná því. Láttu ekki litla hluti koma þér úr jafn- vægi heldur bregstu við og leystu málin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú sleppur ekki auðveldlega í dag en seinna meir verður þú því fegin/n. Farðu í bókabúð, á safn eða eitthvað annað sem þú ert ekki vanur/vön að fara. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að vera ekki of yfirþyrm- andi yfir einhverju sem þig langar til þess að gera í dag. Mundu að það skiptir mestu að vera saman og hlusta hvort á annað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Með hjálp annarra ljóna, hrúta og bog- manna ertu að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem voru í vegi fyrir þér á leið þinni að mark- miði þínu. Hristu af þér slenið og haltu ótrauð/ur áfram. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú veist ekki hlutinn fyrir víst fyrr en þú tekur á. Ekki örvænta. Safnaðu í þig kjarki og dug til að ganga frá málum. Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú heldur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur allt þitt á hreinu og veist alveg hvert þú stefnir í lífinu. Mundu samt að ekk- ert fær staðist til eilífðar. Reyndu að hafa op- inn hug. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það getur verið gott að fá ráð hjá einhverjum eldri. Leitaðu uppi fólk með svipað lífsviðhorf og þú og njóttu fjörlegra samræðna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þér þyki lofið gott má of mikið af öllu gera. Drífðu þig af stað. Vertu bara sátt/ur við sjálfa/n þig og undirbúðu þig vel og vandlega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er aldrei til góðs að eyða fé fyrirhyggjulaust, jafnvel þótt tímarnir séu góðir. Hafðu í huga máltækið: Aðgát skal höfð í nærveru sálar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Metnaður þinn er vakinn og verð- ur mikill næstu sex vikurnar. Brjóttu upp gráma hversdagsins og settu lit á dag þinna nánustu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Til þess að fá að spila með meisturum þarf áhuginn beinlínis að gneista af þér. Þú þekkir ekki alla málavexti um ákveðið mál svo farðu varlega. Síðasta laugardagsgáta var semendranær eftir Guðmund Arn- finnsson: Prýða þykir brækur best. Brött og hraðstreym alda. Hljóta má af byltu brest. Breyskir fyrir það gjalda. Guðrún Bjarnadóttir leysir gát- una þannig: Fínar með brotin í buxum í brotsjóum aldrei við slugsum. Ein datt um steininn, fékk fótbrot, og fór í steininn með afbrot. Gæðastund er með gátu að hugs’ um! Árni Blöndal svarar: Eggslétt skulu buxna brot. Brotsjór rís með öldufald. Falla menn og fá þá brot. Fyrir afbrot greiða gjald. Harpa á Hjarðarfelli á þessa lausn: Brotið fínt á buxum er. Brot á sjónum falla. Brotið hlýst af byltu hér. Brotamenn þá kalla. „Þá er það svarið,“ segir Helgi R. Einarsson: Brot er buxum á, brot um víðan sjá, handleggsbrotin há, hraðabrot menn fá. Helgi Seljan svarar: Flott eru í buxum brot með sann, brotsjór mörgum veitti grand. Ýmsum bylta brotið vann, brotamenn hér flýðu land. Sjálfur gefur Guðmundur upp þessa lausn: : Prýða brotin brækurnar. Brot er hraðskreið alda. Brot er afleiðing byltunnar. Brotlegir synda gjalda. Og lætur limru fylgja: Er Skúli Birgittu bað, að bragði hún sló á það, í Má var hún skotin, en Skúli hryggbrotinn skaut sig í hjartastað. Síðan kemur gátan: Langvarandi leiður er. Líta í flekk hann megum vér. Þekkt ein kona þaðan var. Þar sér undu stúdentar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Beinbrot eða brotabrot? Í klípu „FELDU ÞJÖLINA Í EINNI AF GLÚTEN- LAUSU KÖKUNUM ÞÍNUM, ANNARS BORÐA VERÐIRNIR HANA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AUÐVITAÐ ÞYKIR MÉR VÆNT UM ÞIG. PENINGAR OG ÚTLIT ER EKKI ALLT SAMAN, ÞÚ SKILUR!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að sulla ekki tómat- sósu yfir lostætið sem hún var að elda. ODDI, FARÐU, ÞÚ TRUFLAR MIG. ÉG BÝST VIÐ AÐ ÉG HAFI ÁTT ÞETTA SKILIÐ... HRÓLFUR, ÞESSI MAÐUR SAGÐI AÐ ÞÚ OG HANN HAFIÐ ÆTLAÐ AÐ SKIPULEGGJA ÁRÁS Í DAG... Ó, JÁ... SENDU HANN INN... ÞÚ ÆTTIR FREKAR AÐ HITTA HANN FYRIR UTAN... 1978 – Snæfellsnes. Ekið fyrirHraunsfjörð. Langbylgjan í loft- inu. Ég er á leiðinni syngur Brunalið- ið í þætti Ástu Ragnheiðar Jóhannes- dóttur. Verslunarmannahelgi. x x x 1984 – Galtalækjarskógur. Spaug-leikarar og Óli Gaukur og Svan- hildur skemmta á stóra sviðinu. Nú hljómar lagið Vertu ekki að plata mig sem Sigga Beinteins syngur. x x x 1988 – Vestmannaeyjar. Brenna ogflugeldasýning. Árni Johnsen stjórnar brekkusöng. Komdu og skoðaðu í kistuna mína, syngur þing- maðurinn og þúsundirnar taka undir svo Dalurinn ómar. x x x 1989 – Kerlingafjöll. Flækingur ogslark á Suðurlandssléttunni. Svo berst leikurinn inn í Kerlingafjöll, þangað sem flækst var á gamalli Lödu. Ferð án fyrirheits. x x x 1996 – Akureyri. Halló heitir hátíðinog kaupmenn búast við ofsagróða og segjast ganga með gullglampa í augunum. Sumt fer samt ekki eins og ætlað er. Bús og aðrar birgðir í Rík- inu klárast. Lemstraðir unglingar leita vars á slysadeild. Umfjöllun í sjónvarpi um drykkju setur allt á annan endann í kjölfar hátíðar, sem ekki var haldin aftur. x x x 2002 – Reykjavík. Ritstjórnarvakteftir róstusama helgi. Banaslysa- fréttir, eins og svo oft eftir þessa miklu ferðahelgi. x x x 2010 – Kjalarnes. Umferð út úrbænum er farin að þyngjast. Í sjónvarpinu er bein útsending frá suðurmunna Hvalfjarðarganganna þar sem Árni Friðleifsson mótor- hjólalögga fer með sína hefðbundnu rullu. x x x 2014 – Landeyjar. Flogið yfir flæð-armáli þar sem þúsundir bíla eru geymdir. Stríðdans í Herjólfsdal. víkverji@mbl.is Víkverji Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Filippíbréfið 4:13 - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.