Morgunblaðið - 01.08.2015, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 2015
Söfn • Setur • Sýningar
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan- Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Fólkið í bænum á Veggnum
Að lesa blóm á þessum undarlega stað –
Vestur-Íslendingar í Stríðinu mikla 1914-1918 á Torginu
Hið íslenska biblíufélag 200 ára á 3. hæð
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús
Sýningin Nesstofa-Hús og saga í Nesstofu við Seltjörn,
opið þriðjudaga til sunnudaga frá 13-17
Húsasafn Þjóðminjasafnsins opið víða um land
nánar á http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn/
Listasafn Reykjanesbæjar
Huldufley,
skipa- og bátamyndir Kjarvals
„Klaustursaumur og Filmuprjón“
Textíll í höndum kvenna.
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Konur í sögum bæjarins. Brot úr
sagnaþáttum Mörtu Valgerðar.
Bátasafn Gríms Karlssonar
6. júní – 23. ágúst
Opið alla daga 12.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ÍSLANDS
SAGA - ÞEGAR MYNDIR TALA 22.5. - 6.9. 2015
HÁDEGISTÓNLEIKAR - ÍSLENSKI FLAUTUKÓRINN - föstudag kl. 12:10
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 30. ágúst 2015
SUMARTÓNLEIKAR - þriðjudag kl. 20.30
- Alexandra Chernyhova sópran, Ásgeir Páll Ágústsson barítón,
Jónína Erna Arnardóttir píanó og Guðrún Ásmundsdóttir sögumaður.
Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Enginn staður
– íslenskt landslag
Íslensk náttúra séð með augum
átta samtímaljósmyndara.
Keramik – úr safneign
Opið 12-17, fim. 12-21
lokað þriðjudaga.
www.hafnarborg.is,
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
SAFNAHÚSIÐ
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið daglega frá kl. 10-17.
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið daglega frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
AF LISTUM
Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir
gith@mbl.is
Eitt af því sem alltaf er á dag-skrá hjá mér er að fara oft-ar í Bíó Paradís. Kvikmynd-
in sem í síðustu viku togaði mig
loksins til paradísar kvikmyndaunn-
enda heitir Violette og er frönsk
mynd frá árinu 2013. Myndin er
sannsöguleg og fjallar um skáldkon-
una Violette Leduc og kynni hennar
við Simone de Beauvoir á fyrri hluta
20. aldar.
Í byrjun myndarinnar er Leduc
gift karlmanni sem reynir eftir
bestu getu að vinna fyrir þeim með
skrifum sínum en það gengur brös-
uglega. Ekki gengur hjónabandið
heldur vel, því eiginmaður Leduc er
samkynhneigður og ekki fær um að
elska konu sína á þann hátt sem hún
þráir. Hann hvetur hana hins vegar
til skrifta, nokkuð sem mun reynast
henni gulli betra þegar fram í sækir.
Kvikmyndin var áhrifarík.Hún er dramatísk á köflum en
jafnframt er yfir henni ljóðræn
kyrrð sem rímar vel við söguþráð-
inn – kona uppgötvar sjálfa sig og
kemst að því að hún er önnur en hún
hélt. Yfirborðið er kyrrt en í huga
hennar leika sér spánnýjar hug-
myndir sem neistar frá og brakar í.
Sjálf verður hún neistafluginu næst-
Löngunin til einveru og barnleysis
Violette Stilla úr kvikmyndinni, sem fjallar um kynni tveggja skáldkvenna.
um að bráð og dansar um tíma á
mörkum heilbrigðis og geðveiki.
Barátta Leduc við að fella sitt sanna
sjálf saman við eigið kynferði verð-
ur ofsafengin og áhorfandinn spyr
sig hvort stríðið hafi hugsanlega
tapast, áður en það hófst. Hversu
langt kemst kona frá hugmyndum
samtímans um hana, án þess að týn-
ast í gjánni milli sjálfrar sín og sam-
félagsins – og missa þar vitið? Le-
duc vill ekki eignast börn. Hún
neitar að bjarga manni sínum frá
Þýskalandi og horfir fremur upp á
hann drepinn. Hún verður ástfangin
af Simone de Beauvoir, hugfangin,
jafnvel heltekin – en ást hennar er
óendurgoldin. Hún tekur sér elsk-
huga og stendur blákalt á sama þótt
hann sé kvæntur. Hún leitar uppi
gamla ástkonu, tekur hendur henn-
ar í lófa sína og sér þar merki um
hlekki hjónabandsins – vinnulúnar
hendur eftir áratugalöng heim-
ilisverk giftrar konu. Hún ferðast
ein. Hún leggst út í móa og lætur
þar hendur renna í skaut sér. Hún
skrifar.
Minnisstætt er mér atriði úr
myndinni þegar Leduc samþykkir
að leika hlutverk í kvikmynd sem
vinir hennar í París eru að reyna að
koma saman. Fullorðinn félagi
hennar, karlmaður á miðjum aldri,
leikur ungbarn í vagni en Leduc
leikur móður þess. Í miðri senu fær
Leduc nóg, hleypur gráti nær út í
skóg og vinur hennar á eftir. Hann
skilur fátt en hún útskýrir fyrir hon-
um að tengingin við móðurhlut-
verkið sé henni óbærileg – hún geti
ekki hugsað sér að leika móður. Vin-
ur hennar bregst vel við og segist
skilja en hún neitar því. „Þú getur
ekki skilið – þú ert ekki kona.“
Kvikmyndin Violette minntimig á bók sem ég byrjaði að
lesa í vor en hafði enn ekki klárað,
Spinster – Making a Life of One‘s
Own, eftir Kate Bolick. Ég hreiðraði
um mig með bókina um leið og heim
var komið úr kvikmyndahúsinu og
kláraði hana þá um kvöldið. Í sem
stystu máli fjallar bók Bolick um
kvenrithöfunda, þar á meðal hana
sjálfa, sem ekki vilja giftast og vilja
heldur ekki eignast börn. Þær ótt-
ast að barnið taki líf þeirra yfir og
þær týndu sjálfum sér í ást sinni á
barninu – mjög raunhæfur ótti og á
kannski eitthvað skylt við þá tilfinn-
ingu sem greip Leduc þegar hún lék
móður í kvikmynd vina sinna.
„Í dag segjum við ungum stúlk-
um að þær geti fullorðnast og orðið
eða gert hvað sem þær langar til.
En menningarlegur þrýstingur um
að kona verði á einhverjum tíma
móðir er enn mjög sterkur. Sú kona
er vandfundin sem aldrei leiðir hug-
ann að því hvort hún muni sjá eftir
því að hafa ekki eignast börn, fari
svo að hún verði barnlaus,“ skrifar
Bolick.
Konur sem raunverulega taka
þá ákvörðun að festa ekki ráð sitt
eru oft afskrifaðar sem „klikkaðar“,
„skrýtnar“ eða jafnvel „hættulegar
fjölskyldueiningunni“. Bolick út-
skýrir löngunina til einveru hins
vegar vel og hún snýst alls ekki um
það að sjálfskipaðar piparjónkur (e.
spinsters) séu afhuga ástinni, líkt og
sumir virðast halda. „Fantasía mín
um að vera ein á hugsanlega einmitt
rætur í því hversu mikla merkingu
og þægð ég finn í ástarsamböndum
mínum – hún sprettur ekki upp af
því að ég vilji ekki slík sambönd,
heldur af því að mig langar líka að
finna sjálfa mig og merkingu með
lífinu á annan hátt.“
»Hversu langtkemst kona frá hug-
myndum samtímans um
hana, án þess að týnast í
gjánni milli sjálfrar sín
og samfélagsins – og
missa þar vitið?
Oft er flagð undir fögruskinni, segir máltækið ogþað má vissulega heim-færa upp á ansi marga.
Það sem virðist slétt og fellt á yf-
irborðinu er oft meira en gruggugt
þegar betur er að
gáð. Paula
Hawkins endur-
speglar þennan
ískalda veruleika
á áhrifamikinn
hátt í skáldsög-
unni Konunni í
lestinni og tekst
sérlega vel upp.
Sögusviðið er
að mestu lítill
bær skammt fyr-
ir utan London á Englandi fyrir um
tveimur árum en gæti þess vegna
verið hvar sem er hvenær sem er.
Fjallað er um að því er virðist
ósköp venjulegt fólk á venjulegum
stað en þegar blaðran springur
verður fjandinn laus með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.
Sagan er sögð út frá sjónarhorni
helstu kvensögupersóna, Rachel,
Megan og Önnu, og lesandinn fær
þannig skýra mynd af þeim en líka
af helstu körlunum, sem höfundur
lýsir svo vel í gegnum konurnar.
Skemmdu fræin leynast víða, per-
sónurnar eiga í mikilli innri baráttu
og sálarflækjum, en sjálfsblekk-
ingin er mikil og þá vefst lygin ekki
fyrir fólki. Hún er samt oftast falskt
haldreipi og upp komast svik um
síðir.
Konan í lestinni er margslungin
glæpasaga, þar sem spilað er á
strengi sálfræðinnar og mannlega
bresti. Fléttan er úthugsuð og vel
gerð, spennan eykst jafnt og þétt
og fyrir vikið er erfitt að leggja
bókina frá sér fyrr en að loknum
lestri sögunnar.
Flækjur í vef lyga
Konan í lestinni bbbbn
Eftir Paulu Hawkins. Bjarni Jónsson ís-
lenskaði. Kilja. 377 bls. Bjartur 2015.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Rithöfundur Paula Hawkins heillar
lestrarhesta heimsins.
Konan í lestinni.
Laufáskirkja fagnar um helgina 150 ára afmæli sínu. Í dag hefst hátíð-
ardagskrá í tilefni afmælisins klukkan 14:00. Þar mun Björn Ingólfsson, fv.
skólastjóri á Grenivík og nú sjálfstætt starfandi fræðimaður, fjalla í erindi
um klerka í Laufási, Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir, fyrrum prestsfrú og
staðarhaldari í Laufási, flytur valin kvæði eftir kennimenn er setið hafa
staðinn og Petra Björk Pálsdóttir organisti mun stýra söng félaga úr eldri-
borgarakórnum ,,Í fínu formi“ og Engilbert Ingvarsson syngur einsöng.
Á morgun, sunnudag, verður einnig heilmikið um að vera. Haldin verður
hátíðarguðþjónusta klukkan 14:00 þar sem kirkjukór Laufáss- og Greni-
víkursóknar syngur. Boðið verður upp á messukaffi en kvennfélagið Hlín
sér um veitingar. Almennur söngur verður í messukaffinu og munu þau
Petra Björk og Valmar Valljots stýra honum. Afmælisgestir fá veglegan
afmælisbækling í hendur þar sem fjallað er um kirkju og stað í máli og
myndum.
Hátíðardagskrá um helgina í tilefni
af 150 ára afmæli Laufáskirkju