Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 9. Á G Ú S T 2 0 1 5 Stofnað 1913  202. tölublað  103. árgangur  YFIRGEFIN HÚS VEKJA ÓLÍKAR TILFINNINGAR EKKI HÆGT AÐ SKIPTA UM HAUS LAGÐI SKÓNA Á HILLUNA EFTIR HÖFUÐHÖGG 12MYNDLISTARSÝNING ÞÓRU 10 Margir opinberir aðilar koma að Menningarnótt ár hvert en heildar- kostnaður þeirra af hátíðinni hefur aldrei verið kannaður, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Í ár námu útgjöld Reykjavíkur til Menningarnætur um 26,7 milljónum króna og sneru aðallega að stuðningi við ýmis atriði ásamt frágangi og skipulagningu. Það voru ekki aðeins opinberir aðilar sem komu að hátíð- inni. Til dæmis lögðu aðalstyrktarað- ilar Menningarnætur, Landsbank- inn og Vodafone, fram um 3 milljónir hvor, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Bylgjan hélt tónleika í Hljómskálagarði sem kostuðu um 2 milljónir króna og Rás 2 sá um tón- leikana á Arnarhóli sem kostuðu um 7 milljónir. „Menningarnótt er þátttökuhátíð og gríðarlega margir aðilar koma að henni,“ segir Svanhildur Konráðs- dóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur, í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Mikilvægt sé að kanna heildarum- fang hátíðarinnar. Heildarumfang óljóst  Reykjavíkurborg lagði 26,7 milljónir til Menningarnætur Morgunblaðið/Eva Björk Reykjavík Um 120.000 manns lögðu leið sína á Menningarnótt í ár. Mikil úrkoma hefur verið á Siglufirði frá því á fimmtudagskvöld. Afleiðingarnar eru miklar leysingar og víða hafa fallið skriður. Vitað er um nokkra rofna vegi, og m.a. hefur Siglufjarð- arvegi verið lokað að norðanverðu, en beggja vegna Strákaganga hafa fallið skriður. Fært er þó á Siglufjörð um Ólafsfjörð og Héðinsfjarðar- göng. Mikið magn leðju og vatns hefur flætt niður hlíðar Hafnarfjalls og um götur bæjarins og hol- ræsi höfðu ekki undan vatnsmagninu. Úrhelli er spáð til hádegis í dag og verður þá tjón af völd- um rigningarinnar metið. Í gærkvöldi óskaði Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra eftir því að kallaður yrði saman hópur ráðuneytisstjóra og fulltrúa viðeigandi stofnana til að fara yfir þá stöðu sem skapast hefur á svæðinu vegna rigninganna. Stríðir straumar á götum Siglufjarðar Gífurlegir vatnavextir á Siglufirði í vikulokin Ljósmynd/Þórir Kristinn Þórisson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Timburarmur Norvik-samstæðunnar hefur fjárfest fyrir á annan milljarð króna í nýj- um búnaði og hafnaraðstöðu í ár. Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Nor- vik, segir að velta Norvik Timber Industries muni lítið breytast milli ára, þótt miklar sveiflur hafi orðið á hrávöruverði í ár. Hún verði um 28 milljarðar. Fé- lagið hafi náð að verja stöðu sína. Félagið keypti í vor hafnaraðstöðu í Essex í Bret- landi, auk þess sem það hefur fjárfest í nýjum búnaði í verk- smiðjum í Lettlandi og Eistlandi. Jón Helgi segir félagið hafa náð að halda markaðshlutdeild sinni í Japan í erf- iðu árferði þar. Þá hafi samdráttur í Kína áhrif. Skilar auknum tekjum í rúblum Gengi rússnesku rúblunnar hefur fallið undanfarið. Jón Helgi segir það hafa aukið útflutningstekjur félagsins í Rússlandi í rúblum. „Þetta er okkur til hagsbóta enda seljum við megnið af vörum okkar í evrum en fáum rúblur í staðinn. Þegar við gerð- um rekstraráætlun reiknuðum við með 55 rúblum í evrunni. Nú fáum við fleiri rúblur fyrir timbrið. Við þekkjum það Íslend- ingar, að þegar gengið fellur þá græðir út- flutningurinn,“ segir Jón Helgi en evran kostaði Rússa um 74 rúblur síðdegis í gær. Hagnast á hruni rúblu  Norvik stækkar timburverksmiðjur 1,2 milljarðar » Fjárfesting Norvik Timber Industries í ár nemur 1,2 millj- örðum króna. » Hún eykst mikið milli ára. » Félagið fjár- festir í Bretlandi, Eistlandi og Lett- landi í ár. MNorvik fær nú fleiri »4  Minjastofnun er að kanna ýmis svæði í Reykjavík og úti á landi sem möguleg svæði til að skilgreina sem verndarsvæði í byggð. Eitt þeirra er Tjarnargata í Reykjavík. Þetta er gert á grundvelli lagabreytingar fyrr á þessu ári sem veitti ríkisvald- inu auknar heimildir til að vernda byggðaheildir. Markmiðið er að tryggja menningarsögulegt og list- rænt gildi einstakra bæjarhluta um ókomin ár. Fram kemur í samtali Morgun- blaðsins við Kristínu Huld Sigurð- ardóttur, forstöðumann Minjastofn- unar, að áður hafi yfirleitt eitt hús verið verndað í einu. Lögin feli í sér meiri möguleika fyrir íbúa á vernd- arsvæðum í byggð til að fá stuðning frá hinu opinbera til endurbóta á húsum sínum. »12 Verndun byggða- heilda til skoðunar Ný lög Verndun Tjarnargötu til skoðunar  Verðskrár og vaxtatöflur Ar- ion banka, Ís- landsbanka og Landsbanka eru samanlagt 12 talsins og um 45 blaðsíður í hundruðum liða. Í nýju tölublaði Fjármála FME kemur fram að ógagnsæ og óljós uppsetning verðskráa og vaxtataflna bankanna á íslenskum fjármálamarkaði geri það að verkum að erfitt sé fyrir neytendur að leita að upplýsingum. Verðskrár bankanna þriggja 45 blaðsíður Verðskrár bank- anna þykja óljósar. Sænska stórfyrirtækið Arla hefur markaðssett eigin framleiðslu á skyri víða í Evrópu síðustu mánuði. Fyrirtækið hefur kostað miklu til í markaðssetningu, t.d. í Bretlandi og Þýskalandi, og höfðað til íslensks uppruna skyrsins með margvíslegu myndefni frá Íslandi. Í Noregi og Finnlandi er skyr skrásett sem vörumerki í eigu Mjólkursamsölunnar og samstarfs- aðila. Lögbannsbeiðni verður lögð fram í Helsinki á mánudag þess efnis að Arla fái ekki að nota heitið skyr á framleiðslu sína þar í landi. Skyrinu hefur verið einstaklega vel tekið í Finnlandi. Í september er áætlað að hefja sölu á skyri framleiddu á Íslandi á Írlandi og um miðjan október í Bret- landi. Innflutningskvóti MS á skyri til landa ESB er upp á 390 tonn og verður hann nýttur í þessu skyni, en var áður nýttur í Finnlandi. Þar er ársneyslan nú yfir fimm þúsund tonn og er skyrið framleitt í Danmörku samkvæmt samningi Mjólkursam- sölunnar og dansks mjólkurbús. »4 Vilja lögbann á að Arla noti heitið skyr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.