Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Þetta hefur gengið mjög vel það sem
af er,“ segir Gunnar Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Læknavaktarinn-
ar, en vaktin veitir ekki eingöngu heil-
brigðisþjónustu á höfuðborgarsvæð-
inu heldur einnig landsbyggðinni.
Síðan í mars hefur Læknavaktin
svarað í vaktsímanúmerið 1700 utan
dagvinnutíma fyrir Heilbrigðisstofn-
un Norðurlands á Húsavík. Hjúkrun-
arfræðingar á sömu stofnun hafa síð-
an svarað í númerið á dagvinnutíma.
Um er að ræða tilraunaverkefni
með Sjúkratryggingum Íslands og
stendur til að bæta við fleiri stofnun-
um í september, eins og á Sauðár-
króki og Heilbrigðisstofnun Suður-
lands. Í lok október er gert ráð fyrir
að allar stofnanir verði orðnar hluti af
sameiginlegri símaráðgjöf utan dag-
vinnutíma; um kvöld og helgar, og
hún komin í hendur Læknavaktarinn-
ar við Smáratorg í Kópavogi.
Um er að ræða sameiginlega síma-
ráðgjöf sem hjúkrunarfræðingar
veita, og taka þeir þá ákvörðun hvort
ástæða sé til að vísa fólki til læknis
eða leita annarra úrræða. Áfram
verða öll alvarleg veikindi og slys til-
kynnt í neyðarnúmerið 112.
Gunnar segir mikið hagræði felast í
þessu fyrirkomulagi. Hjúkrunarfræð-
ingar hafi náð að afgreiða 50-60% er-
indanna en öðrum verið vísað áfram.
Með þessu sé komið í veg fyrir óþarfa
útköll lækna á bakvakt á landsbyggð-
inni. Gunnar segir Læknavaktina hafa
gert ráðstafanir til að taka við auknum
verkefnum. Misjafnt er hve margir
hjúkrunarfræðingar eru á vakt við þetta
verkefni hjá Læknavaktinni, fer það allt
eftir álagi, en að jafnaði verða þeir 2-3 á
kvöldin og einn yfir nóttina. Að sögn
Gunnars munu fleiri staðir á Norður-
landi bætast við 1. september, 15. sept-
ember bætist við Suðurland og síðan
koll af kolli, þar til öllum landsmönnum
verði beint í þetta númer með fyrir-
spurnir og ráðgjöf um kvöld og helgar.
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni leggja senn niður símsvörun um kvöld og helgar Númerið
1700 verður fyrir allt landið Hjúkrunarfræðingar til svara hjá Læknavaktinni og afgreiða flest erindi
Læknavaktin svarar landsbyggðinni
Morgunblaðið/Golli
Heilbrigðisþjónusta Hjúkrunar-
fræðingar við störf. Mynd úr safni.
Þegar þú teflir í klukkutíma notarðu
jafn mikla orku og skákklukka þarf
til að ganga í næstum 100 ár
Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar
við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Verið velkomin.
Opið 10-17 alla daga.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir