Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
Í eltingarleik Þessir tveir voru flottir á Ingólfstorgi að leika sér í eltingarleik í blíðskaparveðri á síðustu sumardögunum. Gleraugun og höfuðfatið settu punktinn yfir i-ið hjá þessum töffurum.
Eggert
Stokkhólmur | Hinn 25.
september næstkom-
andi munu leiðtogar
heimsins koma saman í
New York til þess að
samþykkja ný mark-
mið í sjálfbærri þróun,
skammstafað SDG.
Þessi markmið, 17
talsins auk 169
tengdra atriða sem
stefna ber að, eru nið-
urstaða víðtækra
samningaviðræðna og munu vera
vegvísir næstu 15 ára að hinu end-
anlega markmiði alþjóðasamfélags-
ins: að „binda enda á á fátækt í öll-
um hennar myndum alls staðar.“
Markmiðin eru göfug og mjög
metnaðarfull. En á sama tíma, þeg-
ar stórstígar breytingar eiga sér
stað í vísindum og tækni, eru mark-
miðin merkilega hefðbundin. Upp-
lýsingatækni – Hin einkennandi
þróun samfélags og efnahags þess-
arar aldar – fær aðeins lítið hlutverk
(í einu af undirmarkmiðunum).
Hvergi er í skjalinu vikið að því
byltingarkennda hlutverki sem hinn
mikli vöxtur í nettengingu, upplýs-
ingum og gögnum gætu haft við að
enda fátækt.
Það er ekki hægt að efast um
áhrif upplýsinga-
tækninnar á hagvöxt.
Ríkisstjórnir, stjórn-
málamenn og alþjóða-
stofnanir verða að
beisla möguleika nets-
ins til þess að þjóna al-
þjóðlegu þróunarstarfi
og auknu valdi ein-
staklingsins.
Þættir tengdir ör-
yggi og stjórnsýslu
hafa yfirgnæft alla um-
ræðu um tölvumál hin
síðustu ár. Þetta er að
vissu leyti réttlætanlegt: Umfangið
er mjög viðamikið og teygir sig frá
alþjóðlegum viðmiðunum á því hvað
sé ásættanleg hegðun ríkja í net-
heimum til áskorana eins og tölvu-
glæpa og aukinnar ritskoðunar. En
það er einnig ljóst að þau lönd sem
munu græða mest á upplýsingabylt-
ingunni eru þau sem geta haft aug-
un á hinu raunverulega takmarki:
hvernig hægt sé að nota þessa
sprengingu í tækni til þess að
styrkja efnahag sinn og bæta líf
þegna sinna.
Í rannsókn sem Alþjóðabankinn
stóð fyrir árið 2009 kom í ljós að
10% aukning á útbreiðslu breið-
bands eykur verga landsframleiðslu
þróunarríkis um 1,4%. Þetta er lík-
lega vanmat á áhrifum tækninnar;
þegar allt kemur til alls er mikið af
þróunarríkjum að sjá mikla aukn-
ingu á farsímaneti með mun meiri
getu en það sem var til þegar rann-
sóknin var gerð.
Þessa undraþróun má einkum sjá
í Asíu og Afríku – sem saman sjá um
þrjá fjórðu hluta af alþjóðlegri
aukningu á notkun snjallsíma á
þessu ári. Gert er ráð fyrir því að
snjallsímaáskriftum muni fjölga úr
2,9 milljörðum í 7,7 milljarða á
næstu fimm árum, og er áætlað að
80% af nýju áskriftunum muni koma
frá notendum í þessum tveimur
heimsálfum.
Hin víðfeðma aukning í upplýs-
ingatækni í þróunarríkjum opnar á
alls kyns möguleika; við erum bara
á upphafsstigi. Greining á gögnum
hefur verið notuð til þess að berjast
við ebólu í Vestur-Afríku og far-
símanet hefur verið notað til þess að
færa nútímabankaþjónustu til fólks
sem áður hafði enga þjónustu víðs-
vegar um heim. Þessi nýja tækni
veitir fólki vald – sérstaklega hinum
sívaxandi fjölda ungs fólks – og býr
til nýjar leiðir fyrir efnahagslega og
samfélagslega þróun.
Í raun, þá gæti net í farsímum
reynst vera mikilvægasta tæki til
þróunar fyrir milljarða manns í Afr-
íku og Asíu. Vissulega verður enn
stafræn gjá til staðar. En eftir því
sem fram vindur verður sú gjá milli
kynslóða frekar en heimshluta. Inn-
an eins áratugar verður meirihluti
ungs fólks í Afríku líklega jafnvel
tengdur og þau í Evrópu og Norður-
Ameríku. Þetta mun breyta heim-
inum gríðarlega.
Stóra spurningin er sú hvort rík-
isstjórnir eru sér meðvitandi um
þann mögulega mátt sem fylgir
þessari þróun. Ef SDG-markmiðin
eru einhver vísbending, þá er líklegt
að svo sé ekki. Þau markmið sem
heimsbyggðin er við það að takast á
hendur endurspegla ekki nægilega
mikilvægi þessara tímamótabreyt-
inga.
Þessi vitundarskortur sést einnig
í undirbúningi fyrir stóran fund
Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega
stefnu varðandi netið og þróun, sem
haldinn verður í desember. Fund-
urinn, þar sem ráðgert er að fara yf-
ir árangurinn sem náðst hefur frá
leiðtogafundinum 2005 um upplýs-
ingasamfélagið, er niðurstaða
þriggja ára samningaviðræðna. Því
miður hafa pólitískar deilur um
stjórnsýslu á netinu og tölvuöryggi
yfirgnæft allan undirbúning fyrir
fundinn, og lítið hefur verið rætt um
hina byltingarkenndu möguleika
sem opið, kraftmikið og frjálst net
hefur upp á að bjóða.
Stjórnvöld eru skilin eftir í kuld-
anum á meðan frumkvöðlar og
framtaksmenn ryðja brautina. En til
þess að hámarka möguleika hinnar
nýju tækni þarf stöðugt og fyrir-
sjáanlegt umhverfi, auk stuðnings
við grundvallarrannsóknir, sem ein-
ungis ríkisvaldið getur veitt. Það er
kominn tími fyrir leiðtoga heimsins
til að setja möguleika netsins efst á
listann yfir þróunarmöguleika.
Eftir Carl Bildt »En það er einnig
ljóst að þau lönd
sem munu græða
mest á upplýsinga-
byltingunni eru þau
sem geta haft augun
á hinu raunverulega
takmarki: hvernig
hægt sé að nota þessa
sprengingu í tækni
til þess að styrkja
efnahag sinn og
bæta líf þegna sinna.
Carl Bildt
Carl Bildt er fyrrverandi
forsætisráðherra Svíþjóðar
©Project Syndicate, 2015.
www.project-syndicate.org
Hin stafræna gjá þróunarstarfs