Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hið íslenska biblíufélag stendur í dag fyrir veglegri afmælishátíð í Hallgrímskirkju í tilefni af 200 ára afmæli þess. Félagið var stofnað hinn 10. júlí 1815 og telst því vera elsta starfandi félag á landinu. Af- mælishátíðin, sem ber yfirskriftina „Þann arf vér bestan fengum“, er hluti af sérstakri afmælisdagskrá fé- lagsins, en það hefur staðið fyrir við- burðum í tilefni afmælisins í hverjum mánuði ársins. „Ég tel að dagskráin endurspegli áhrif Biblíunnar á íslenskt listalíf,“ segir frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands og forseti Biblíu- félagsins, þegar blaðamaður spyr hana út í afmælishátíðina, en nokkrir af fremstu tónlistarmönnum lands- ins munu þar leika dáð tónverk, auk þess sem brugðið verður upp mynd af þróun íslenskrar tungu. Áhrif Biblíunnar mikil Dögg Harðardóttir, varaforseti Biblíufélagsins, tekur undir þau orð Agnesar. „Það þótti vel við hæfi að minnast þessara tímamóta með svo veglegum hætti, því að Biblían er svo veigamikil bók, og hefur haft svo mikil áhrif á íslenskt samfélag og tungumálið,“ segir Dögg. Biskupinn rifjar upp að áhrif Biblíunnar á ís- lensku og þróun hennar hafi komið upp á ótrúlegustu stöðum, til dæmis hafi fræg auglýsing frá Silla og Valda vitnað beint í Biblíuna: „Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ En áhrifin eru ekki bundin við tungumálið. „Þau viðmið sem við beitum á okkar daglega líf eru að miklu leyti kristin viðmið,“ segir Agnes. Dögg tekur undir það, þær tilfinningar sem mannkynið þurfi að kljást við séu enn þær sömu og glímt var við á ritunartíma Biblíunnar. „Biblían kemur með ákveðið svar við þessum aðstæðum og hvetur til frið- ar og fyrirgefningar og hvetur fólk til þess að elska hvert annað, og það fellur aldrei úr gildi,“ segir Dögg. Orðið verður alltaf til staðar En hvernig er hægt að styðja við framtíð félagsins?Agnes segir að eitt af því sem hægt væri að gera væri að hlúa að kennslu Biblíunnar til yngri kynslóða og kenna börnum Biblíu- sögur. Agnes segir að slíkt væri hægt að tvinna saman við marga aðra kennslu, eins og íslensku og sögu. Dögg segir að Biblíufélagið þurfi að finna þær leiðir sem virki til þess að fólk geti nálgast hina góðu bók. Hún nefnir þar sem dæmi rafræna útgáfu og snjallsímaforrit. „Það mun alltaf vera þörf fyrir boðskap Jesú Krists því að orð hans munu aldrei undir lok líða og fólk mun leita í þau um ókomna framtíð.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Konur í fararbroddi Yfirstjórn Biblíufélagsins er skipuð konum á afmælisárinu. Frá vinstri: Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup Íslands, Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri og Dögg Harðardóttir, varaforseti félagsins. Ómæld áhrif á tungu og íslenskt samfélag  Afmælishátíð Biblíufélagsins í Hallgrímskirkju í dag Á afmælisári Biblíufélagsins, sem jafnframt er aldarafmæli kosn- ingaréttar kvenna, háttar svo skemmtilega til að bæði forseti og varaforseti félagsins auk fram- kvæmdastjórans, Ragnhildar Ás- geirsdóttur, eru konur. Agnes seg- ir að boðskapur Biblíunnar eigi jafnmikið erindi til kvenna og karla. „Kristnin hefur haft gríð- arleg áhrif á konur og jafnrétt- isbaráttuna,“ segir Agnes. Hún nefnir sem dæmi Elizabeth Cady Stanton, sem hafi í lok 19. aldar gefið út skýringar á Biblíunni þar sem hún og fleiri konur hafi skoð- að texta Biblíunnar um konur og skoðað þá með augum kvenna. Efnið var gefið út í bók sem nefn- ist kvennabiblían. Upp úr 1960 varð til grein innan guðfræðinnar sem nefnd hefur verið kvenna- guðfræði og eru þar eins og í kvennabiblíunni textarnir skoðaðir með augum kvenna og túlkaðir samkvæmt því. Nú er kvenna- guðfræði kennd m.a. í Háskóla Ís- lands og margar bækur skrifaðar um kvennaguðfræði víða um heim. „Þeir textar sem fjalla um konur í Biblíunni eru mikilvægir, því þeir veita styrk, kraft og djörf- ung til þess að breyta heiminum til góðs,“ segir Agnes. Konur í fararbroddi KRISTNI OG JAFNRÉTTI Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Myndi Kolbeinn Tumason þekkja aftur sálminn sinn, Heyr himna smiður, ef hann heyrði hann sung- inn með nútímaframburði? Sálm- urinn er góð heimild um íslenskt mál fyrir 800 ár- um að sögn Guð- rúnar Þórhalls- dóttur, dósents í íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún heldur er- indi í dag á mál- þingi um málfar og handrit í Skagafirði og víð- ar í Kakalaskála í Skagafirði þar sem hún fjallar um sálminn frá ýmsum hliðum. „Í kveðskap og bragfræði eru mikilvægar heimildir um málfræði og málfar,“ segir Guðrún. „Ég mun fjalla um tvær hliðar á sálminum, annars vegar tungumálið á honum og hins vegar hvernig Kolbeinn Tumason hefði borið textann fram og hvernig honum yrði við ef hann heyrði sálminn sunginn núna.“ Aðspurð segir Guðrún að vel gæti verið að sálmaskáldið hrykki í kút ef það heyrði nútímafólk syngja Heyr himna smiður. „Ef svo vildi til að hann risi upp úr gröfinni og heyrði sálminn sunginn núna myndi hann þekkja kvæðið sitt. En hann yrði undrandi á framburðinum og áherslunum.“ Framburðurinn kæmi á óvart Að sögn Guðrúnar hefur fram- burður fólks breyst talsvert frá tím- um Kolbeins, en hann var uppi á ár- unum 1171-1208. „Við sjáum það ekki þegar við lesum forna texta því að nútímastafsetningin er að mörgu leyti fornleg. En framburðurinn kæmi okkur á óvart,“ segir hún. Hvernig er vitað hvernig fólk tal- aði fyrir 800 árum? „Það má lesa ýmislegt í rithátt fornritanna, hvaða tákn þessir fornu skrifarar notuðu. T.d. hvað þeir höfðu mörg tákn fyr- ir sérhljóða og samhljóða. Kveð- skapurinn er einnig mikilvæg heim- ild um framburð, t.d. hvaða orð rímuðu saman. Einnig hvernig stuðlasetningin er notuð,“ segir Guðrún. „Svo eigum við auðvitað frægt málfræðiverk; Fyrstu mál- fræðiritgerðina, sem lýsir fram- burði á 12. öld.“ Guðrún segist hafa ákveðið að taka Heyr himna smiður fyrir í er- indi sínu vegna þess að það hafi verið ort á þessum slóðum. „Okkur er sagt að það hafi verið ort á Hól- um í Hjaltadal. Kolbeinn Tumason bjó á Víðimýri og það er því vel við hæfi að fjalla um þennan texta. Hann er líka svo vel þekktur, lík- lega eru fáir íslenskir forntextar fluttir jafn oft nú á tímum.“ Myndi Kolbeinn hrökkva í kút?  Heyr himna smiður er góð heimild um íslenskt mál fyrir 800 árum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víðimýri Þar var Kolbeinn Tuma- son búsettur á 12. og 13. öld. Guðrún Þórhallsdóttir Heyr himna smiður » Kolbeinn Tumason var goð- orðsmaður og einn valdamesti maður Norðurlands. » Hann er talinn hafa ort Heyr himna smiður áður en hann hélt í Víðinesbardaga, þar sem hann var drepinn. » Heyr himna smiður er talinn elsti sálmur Norðurlandanna. » Meira en fimm milljónir hafa horft á flutning hljómsveitar- innar Árstíða á sálminum á YouTube. Icelandair heitir því að flugfélagið verði stundvísara í ferðum til og frá Glasgow í Skotlandi í nánustu framtíð. Flugvöllurinn í Glasgow var sá völlur þar sem félagið stóð sig verst í fyrra og þótti stundvísi þess mjög ábótavant. Þetta kemur fram í frétt hjá vef dagblaðsins Scotsman. Þriðjungur allra flugferða var meira en 15 mínútum á eftir áætlun en meðalseinkun var 26 mínútur. Andrés Jónsson, yfirmaður Ice- landair á Bretlandi og Írlandi, seg- ist í samtali við blaðið vonast til þess að þetta verði lagað. „Þetta ætlum við að bæta,“ sagði Andrés. Vélar Icelandair seinar til og frá Glasgow Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.