Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
tengdaföður og afa munu verða
fjölskyldu og vinum dýrmætur
fjársjóður inn í framtíðina.
Við kynntumst Jónatan árið
1994 þegar hann og Sigrún Ósk-
arsdóttir, móðir Siggu, byrjuðu
að hittast. Þetta var nokkrum
mánuðum áður en við fluttum til
Danmerkur þar sem við bjuggum
næstu sex ár. Það fór ekki á milli
mála frá fyrsta degi að við höfðum
kynnst skemmtilegum og áhuga-
verðum manni. Jónatan var ein-
staklega ljúfur og umhyggjusam-
ur og var Sigrún lánsöm að
kynnast honum og börnum hans
sem hafa reynst henni afar vel
alla tíð. Sigrún og Jónatan heim-
sóttu okkur nokkrum sinnum til
Danmerkur og var það ómetan-
legur tími. Þau voru með okkur
fyrstu jólin úti og seinna leigðum
við saman sumarhús í Danmörku
og áttum góðar stundir þar. Sig-
rún og Jónatan giftu sig árið 2000
og bjuggu þau lengst af í Hörgs-
hlíðinni í Reykjavík þar sem fór
vel um þau enda afar fallegt heim-
ili. Þegar árin færðust yfir og
heilsa Jónatans fór að dala fluttu
þau yfir á Sléttuveg þar sem Jón-
atan bjó ásamt Sigrúnu meðan
hann hafði heilsu til.
Jónatan var afar heillandi per-
sóna sem hafði mikinn áhuga á
ungu fólki. Hann var endalaust
áhugasamur um okkar nám og
störf og það var virkilega gaman
að ræða við hann hvort sem var
um fortíðina, atburði líðandi
stundar eða framtíðina. Jónatan
var með eindæmum barngóður og
voru börn okkar mjög hænd að
honum og sakna hans sárt.
Það að ná 87 ára lífaldri er ekki
sjálfsagður hlutur og því ber að
fagna þó að veikindi síðustu ára
hafi skert lífsgæði Jónatans. Jón-
atan greindist með alzheimers-
sjúkdóminn fyrir nokkrum árum
og var sjúkdómsferlið hæggengt
fyrstu árin sem gerði honum
kleift að lifa ágætu lífi með sjúk-
dómnum um skeið. Jónatan var
vel meðvitaður um sjúkdóminn og
var lærdómsríkt að fylgjast með
hvernig hann ræddi opinskátt og
af æðruleysi um sjúkdóminn.
Æviskeið Jónatans var við-
burðamikið og áhugavert. Það
var samofið sögu Bolungarvíkur á
síðustu öld enda sá maður ljóm-
ann í augum hans er talið barst að
Bolungarvík. Við sóttum Bolung-
arvík alloft heim eftir að við
kynntumst Jónatan og það var
ljóst að þar sló hjarta fjölskyld-
unnar og manni varð fljótt ljóst
hversu mikils metinn hann var í
bænum.
Um leið og við kveðjum Jón-
atan í hinsta sinn viljum við votta
Sigrúnu, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum Jónatans samúð
okkar en við vitum að minningin
um frábæran mann sem átti gott
og viðburðaríkt æviskeið mun
ylja ykkur um hjartarætur um
ókomna framtíð.
Sigríður, Þórarinn og börn.
Nú þegar kær frændi og vinur
hefur kvatt þessa jarðvist reikar
hugurinn víða. Við höfum átt
samleið nær óslitið frá því ég man
fyrst eftir mér. Ég fæddist í Gulu-
búðinni svokölluðu á heimili Hall-
dóru ömmu okkar. Búðin stóð
skáhallt á móti Einarshúsi og
samgangur var mikill. Frá fjög-
urra ára aldri var ég viðloðandi
Einarshús þar til ég flutti átta ára
til mömmu og stjúpa míns í
Reykjavík. Eftir það var ég nokk-
ur sumur fyrir vestan. Ég minnist
dvalarinnar í Einarshúsi með
ánægju. Fjölskyldan var stór,
átta systkini og margt fleira fólk.
Ég var ein af börnunum og eng-
inn munur gerður á okkur. Líf og
fjör var því vinir barnanna voru
alltaf velkomnir og leikur og gleði
réði ríkjum. Á kvöldin var oftast
tekið lagið, Hjalti lék á orgel og
fjölskyldan safnaðist kringum
orgelið og söng. Á þessum árum
voru það aðallega Guðmundur
Páll og Jón Friðgeir sem voru
leikfélagar mínir en ég var nær
þeim í aldri. Meðan Jónatan var
við nám í Verslunarskólanum
kom hann oft í heimsókn til okkar
í Reykjavík. Árið 1950 fluttum við
fjölskyldan aftur vestur. Ég fór
að vinna á skrifstofunni hjá Ein-
ari frænda. Þá var allt minna í
sniðum en seinna varð. Auk
bræðranna Guðfinns og Jónatans
unnu Guðmundur Kristjánsson
og Elías Hólm á skrifstofunni og
Kristín Magnúsdóttir var af-
greiðslustúlka í búðinni, sem var
bara ein á þessum tíma og þar
fékkst allt. Það var oft glatt á
hjalla og í lok vinnudags var lagið
tekið enda „strákarnir“ allir góðir
söngmenn og sungu síðar saman í
kvartett og í kirkjukórnum. Við
Jónatan áttum eftir að vinna náið
saman í tæp fjörutíu ár og féll
aldrei skuggi á samvinnu okkar.
Hann var minn aðalstjórnandi,
alltaf ljúfur og þakklátur og lét
mig alltaf finna að hann treysti
mér til þeirra verka er mér voru
falin.
Árin liðu og Jónatan kynntist
henni Höllu sinni. Mikið var hann
stoltur og glaður þegar hann kom
með hana í heimsókn til okkar í
fyrsta sinn enda Halla stórglæsi-
leg stúlka. Þau stofnuðu heimili
að Vitastíg 9, við vorum á efri
hæðinni en þau á neðri. Þar fædd-
ust elstu börnin tvö, Einar og
Ester. Mikill samgangur var á
milli heimilanna og traust vinátta
myndaðist milli Höllu og móður
minnar, Guðrúnar Guðfinnsdótt-
ur. Hún entist út yfir gröf og
dauða sem sýndi sig best þegar
stjúpi minn, Leifur Jónsson,
missti heilsuna 52 ára gamall og
lést rétt sextugur. Halla og Jón-
atan voru mömmu alltaf sömu
tryggðartröllin en hún lést 84 ára.
Sólrúnu dóttur minni reyndust
þau sem foreldrar.
Jónatan stýrði versluninni frá
upphafi, þar til Kristján sonur
hans tók við. Þetta var stærsta og
fjölbreyttasta verslun á Vest-
fjörðum og þurftu Bolvíkingar
varla út fyrir bæjarmörkin til að
versla. Ég mun ekki telja upp öll
störf Jónatans en hann var mikill
og góður Bolvíkingur sem hafði
metnað fyrir hönd byggðar-
lagsins. Hann var góður stjórn-
andi sem stjórnaði án stóryrða.
Að lokum vil ég þakka frænda
mínum trúnað og vinskap við mig
og mína, í sorg sem gleði, öll þessi
ár. Sigrúnu og fjölskyldunni allri
sendi ég innilegar samúðarkveðj-
ur. Farðu í friði.
Una Halldóra Halldórsdóttir.
Jónatan móðurbróðir okkar
var stórhuga framkvæmdamað-
ur, bæði í atvinnurekstri og löngu
starfi sem oddviti Hólshrepps. Á
þeim tíma var stofnað til upp-
byggingar í Bolungarvík, sem án
vafa varð grunnur að því myndar
samfélagi, sem þar stendur og
hlutur Jónatans þar stór. Fór þar
saman öflug forysta í atvinnulífi
og pólitík í hratt vaxandi sam-
félagi. Líklega hafa fá sjávarþorp
tekið jafn miklum breytingum á
þessum árum.
Margar sögur er hægt að segja
af stórhug og framsýni frænda
okkar, bæði í atvinnurekstrinum
og opinberri uppbyggingu. Ber
þar hæst baráttuna fyrir bættum
hafnarskilyrðum. Í einni slíkri
voru hafnaryfirvöld búin að
teikna heildarmynd hafnarinnar
og staðsetja Grundargarðinn rétt
við ósa Hólsár. Þegar kom að
framkvæmdinni lét Jónatan upp á
sitt einsdæmi færa garðinn veru-
lega innar á sandinn og lét gera
þar dágóðan garð. Mörgum árum
seinna varð niðurstaðan sú, að
stubbur þessi var framlengdur í
Grundargarð eins og hann er í
dag. Sama var upp á teningnum
þegar sundlaugin var byggð, en
miðað við íbúafjölda mátti aðeins
byggja þar 12,5 metra laug, en
Jónatan hætti ekki fyrr en hann
fékk leyfi fyrir 16,67 laug.
Jónatan og Halla og foreldrar
okkar, Hildur og Benedikt, voru
miklir vinir og byggðu sér fyrir
sextíu árum eins hús hlið við hlið
á stræti Völundar landnáms-
manns. Við urðum fjögur systk-
inin en „þau fyrir handan“ urðu
fimm. Lítill aldursmunur var á
fyrstu fjórum börnunum í hvorri
fjölskyldu og hvert okkar eignað-
ist því góðan vin í frændfólki sínu
í næsta húsi og stendur sú vinátta
enn. Nærri má geta, að mikill
samgangur var í hópnum og oft
glatt á hjalla. Voru feður okkar
meðal annars áhugsamir um að
fara með okkur í útivist og fjall-
göngur í nágrenni Víkurinnar
kæru. Upp renna minningar um
ógleymanlegar stundir og ferða-
lög fjölskyldnanna, eftir að þær
eignuðust bíla á sjöunda áratugn-
um.
Jónatan var einu ári yngri en
móðir okkar Hildur, sem lifir nú
bróður sinn, og allt frá barnæsku
voru þau einstaklega náin og góð-
ir vinir. Voru þau í æsku þekkt í
bænum fyrir góðlátlegt grín og
smáhrekki, en alla tíð hefur fylgt
þeim mikil glaðværð, léttur og
leikandi húmor og ekki síst söng-
ur, enda bæði góðir söngvarar og
leikarar. Í stórfjölskyldum okkar
hefur alla tíð verið mikið sungið
og tæpast haldið, jafnvel fá-
mennt, boð án þess að því sé lokið
með söng.
Jónatan missti Höllu eigin-
konu sína langt um aldur fram og
minnumst við systkinin hennar
með miklum hlýhug, þegar við nú
rifjum upp góð æskuárin heima í
Bolungarvík. Það varð frænda
okkar mikil gæfa að kynnast Sig-
rúnu, síðari eiginkonu sinn og
saman hafa þau notið lífs efri ár-
anna, meðan heilsa Jónatans
leyfði. Með framgöngu sinni og
ljúfri skapgerð fyllti Sigrún stórt
skarð í okkar samheldnu stórfjöl-
skyldu, sem við erum öll þakklát
fyrir.
Við vottum Sigrúnu, börnum
Jónatans og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð.
Einar, Halldóra, Bjarni
og Ómar. Hildar- og
Benediktsbörn.
Það má örugglega til sanns
vegar færa að umhverfið mótar
okkur öll, en það eru afreksmenn-
irnir sem móta umhverfi sitt. Jón-
atan Einarsson föðurbróðir minn
var sannarlega mótaður af því
umhverfi sem fóstraði hann í Bol-
ungarvík. En hitt blasir líka við að
hann hafði mjög rík áhrif á um-
hverfi sitt, samferðamennina og
byggðina sem hann unni svo
mjög; Bolungarvík. Nafn hans
verður ætíð ritað gullnu letri í
sögu Bolungarvíkur, enda átti
hann ómetanlegan þátt í vexti og
viðgangi byggðarlagsins, með
frumkvæði sínu, atorku, velvilja
og forystu, jafnt í atvinnulífinu
sem á vettvangi sveitarstjórnar-
mála.
Jónatan hafði til að bera fá-
gæta eiginleika sem mannkosta-
menn einir geta státað af. Frá
unga aldri var hann í forystu fyrir
margháttuðu atvinnulífi. Var
framsýnn, nýjungagjarn og hik-
aði ekki við að fara ótroðnar slóð-
ir. Hann byggði upp umsvifamik-
inn verslunarrekstur í
Bolungarvík sem þjónaði öllum
Vestfjörðum, frá byggðarlagi
sem löngum var afskekkt. Átti og
rak ásamt föður sínum og bræðr-
um öfluga útgerð og fjölþætta
fiskvinnslu; þá umsvifamestu á
Vestfjörðum á sinni tíð.
Og samferðarmennirnir skynj-
uðu mannkosti hans. Hann var í
hópi forvígismanna í samtökum
atvinnulífsins og stjórnum stór-
fyrirtækja. Hann var kallaður til
forystu í sveitarstjórninni og
leiddi byggðarlagið á miklum
uppbyggingartímum svo eftir var
tekið um land allt. Litla sjávar-
byggðin reis og efldist, varð
myndarlegt nútímabyggðarlag,
með breiðum götum, glæsilegum
byggingum og öflugri þjónustu.
Það gustar jafnan um þá sem
veljast til forystuhlutverksins.
En skaphöfn og velvilji Jónatans
var slíkur að hann naut óskoraðra
vinsælda og mikillar virðingar
hvar sem hann kom að verki.
Svo var Jónatan hrókur alls
fagnaðar. Kunni vel að gleðjast
með glöðum, taka þátt í söng-
starfi, margvíslegu félagslífi og
öðru því sem lífið bauð upp á.
Heimili þeirra Höllu Kristjáns-
dóttur var mikið menningarheim-
ili. Þegar okkar samhenta og fjöl-
menna fjölskylda kom saman, oft
á heimili Jónatans og Höllu, var
lagið jafnan tekið. Þá ómaði fal-
lega tenórröddin hans frænda
míns sem leiddi gjarnan sönginn
af mikilli sönggleði. Þetta voru
góðir tímar. Halla var stoðin hans
og stytta. Mikilhæf, allt umvefj-
andi og helgaði eiginmanni og
börnum starfskrafta sína af mikl-
um metnaði. Það var Jónatan og
okkur öllum því óskaplegt áfall
þegar hún féll frá rétt rúmlega
sextug. Við tóku þungbærir tímar
frænda míns. Það varð hins vegar
gæfa hans að kynnast og giftast
ákaflega góðri konu, Sigrúnu
Óskarsdóttur, sem hefur reynst
honum vel í erfiðum veikindum
hans hin síðari ár.
Jónatan frændi minn var mér
alla tíð einstakur velgjörðarmað-
ur. Sem barn dvaldi ég oft í góðu
atlæti á heimili þeirra Höllu.
Hann hvatti mig áfram í verkum
mínum, var umhyggjusamur fjöl-
skyldu minni, góðviljaður og ráð-
hollur. Af samvistum við hann á
ég ekkert nema góðar minningar.
Við Sigrún og fjölskylda okkar,
sendum frændfólki mínu og Sig-
rúnu innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu heiðurs-
mannsins, míns góða frænda.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
Gamansögur, söngur og dugn-
aður eru fyrstu orðin sem okkur
dettur í hug þegar við hugsum til
Jónatans afa. Góðar minningar
streyma fram í hugann. Afi hefur
alltaf verið okkur sterk fyrir-
mynd bæði í lífi og starfi. Við vor-
um alltaf velkomin til afa og Sig-
rúnar í Hörgshlíðina og gistum
þar oft þegar við vorum á ferða-
lagi í Reykjavík. Þá elskaði afi að
fá að heyra okkur spila á píanóið
og hjálpa okkur við heimanámið
ef svo skyldi vera að við værum
fyrir sunnan á meðan skólahald
væri enda fannst honum mikil-
vægt að við værum dugleg og iðin
við það sem við lögðum okkur fyr-
ir hendur. Honum þótti gaman að
heyra og vita hvað væri í gangi í
okkar lífi og hvernig okkur gengi
og gleymdi aldrei að hringja og
skila kveðju á afmælisdögunum.
Afi var gríðarlegur sælkeri og
sömuleiðis við. Það var alltaf til
suðusúkkulaði eða súkkulaðirús-
ínur hjá þeim Sigrúnu og vissum
við upp á hár hvar það var geymt.
Best var að fá ískalt vatn og fjóra
súkkulaðibita og setjast svo niður
og spila eða tefla. Hann var alltaf
tilbúinn að bregða á leik, syngja
og segja gamansögur, okkur öll-
um til mikillar gleði enda af-
spyrnufyndinn sögumaður.
Eftir að afi veiktist sá maður
alltaf betur og betur hvað herra-
mennskan sat fast í honum, þá
sérstaklega gagnvart konunni
sinni, eins og bara að opna fyrir
hana dyrnar. Maður fann alltaf og
heyrði hvað hann elskaði fjöl-
skyldu sína og hvað Bolungar-
víkin var honum dýrmæt.
Við kveðjum afa með þakklæti,
stolti og söknuð í hjarta.
Þín barnabörn,
Gunnar Már, Berglind
Halla og Erna Kristín.
Með andláti Jónatans Einars-
sonar, er genginn einn helsti
framámaður Bolungarvíkur.
Maður sem sinnti af miklum
áhuga ótal störfum til framfara
og heilla fyrir byggð sína og sam-
félag.
Jónatan tók ungur að árum á
sig mikla ábyrgð við rekstur stórs
fyrirtækis og var framkvæmda-
stjóri þess í áratugi en að auki var
hann mjög virkur í félagsmálum
öllum. Á þeim 16 árum sem Jón-
atan var oddviti Hólshrepps
(1958-1974) var uppbygging í Bol-
ungarvík mun meiri en annars
staðar þekktist í sambærilegum
byggðarlögum og sýndu Bolvík-
ingar fram á að hægt væri að
byggja upp öflugt sveitarfélag á
landsbyggðinni. Á þessum árum
var Jónatan leiðtogi Bolvíkinga
og að öðrum ólöstuðum er óhætt
að segja að hann hafi verið hug-
myndasmiðurinn og brautryðj-
andinn.
Jónatan giftist móðursystur
minni, Höllu Pálínu Kristjáns-
dóttur frá Ísafirði. Samband
þeirra systra var mjög náið og
þær mjög samrýndar. Samgang-
ur á milli heimilanna var þar af
leiðandi mjög mikill. Móðir mín
var ekki nema 53 ára þegar pabbi
dó og segja má að stuðningur og
vinátta Jónatans og Höllu hafi
haft afgerandi áhrif á líf mömmu
eftir að hún varð ekkja. Aðstoð og
stuðningur Jónatans og sú ein-
staka vinátta sem ríkti með þeim
alla tíð verður seint þökkuð.
Jónatan og Halla voru afar
ræktarsöm við vini og vanda-
menn og gerðu allt sem þau gátu
til að aðstoða þá í lífsins ólgusjó.
Þau fylgdust með og tóku þátt í
viðburðum annarra þar sem hug-
ulsemi þeirra og hjartalag skein í
gegn. Þó svo að oft hafi verið er-
ilsamt hjá þeim á Völusteins-
strætinu þá voru vinir og vanda-
menn ávallt velkomnir. Okkur
eru sérstaklega minnisstæðar all-
ar þær samverustundir sem við
áttum með fjölskyldunni á Völ-
usteinsstrætinu sem enduðu
gjarnan með söng, en Jónatan,
sem kom úr mjög söngelskri fjöl-
skyldu, lagði ríka áherslu á að
gleðjast og taka lagið saman.
Á langri vegferð skiptast á skin
og skúrir eins og jafnan er í
mannlegu lífi. Jónatan fór ekki
varhluta af því. Á árinu 1992 féll
Halla Pálína frá eftir erfið veik-
indi og á þeim tíma varð hann að
sjá á eftir fyrirtækinu sem hann
hafði barist svo fyrir að yxi og
dafnaði. Gæfan kom þó aftur til
hans nokkrum árum síðar er
hann kynntist Sigrúnu Óskars-
dóttur. Það var Jónatan ómetan-
legt að kynnast henni.
Jónatan var mikið ljúfmenni og
heiðursmaður mikill sem skilur
eftir djúp spor í samfélagi sem
honum var ávallt svo kært. Hans
verður sárt saknað af öllum þeim
sem höfðu af honum kynni. Hlýj-
ar minningar munu varðveitast,
og við búum alltaf að þeim áhrif-
um sem hann hafði á okkur.
Í erfiðum veikindum Jónatans
undanfarin ár var aðdáunarvert
að fylgjast með hvað Sigrún, börn
og tengdabörn sinntu honum vel
og var hann umvafinn ást og um-
hyggju.
Kæra Sigrún, frændfólk og
vinir við sendum ykkur einlægar
samúðarkveðjur.
Albert Guðmundsson
og fjölskylda.
„Húmar að kveldi,
hljóðnar dagsins ys.“
Jónatan Einarsson frændi
okkar hefur kvatt. Þegar við
systkinin hugsum til frænda okk-
ar koma margar, góðar og
skemmtilegar minningar upp í
hugann. Minningar um fagurker-
ann sem unni tónlist, hönnun og
myndlist, um framkvæmdirnar
og ævintýrin fyrir vestan. Minn-
ingar um umhyggju hans og hlýju
og þá virðingu sem hann sýndi
okkur ávallt sem börnum. Minn-
ingar um tónlist, gleði og söng á
heimilinu í Bolungarvík.
Jónatan móðurbróðir okkar
var tíður gestur á æskuheimili
okkar á Ægissíðu, enda voru þau
systkinin miklir vinir. Það fylgdi
honum alltaf jákvætt og þægilegt
andrúmsloft. Jónatan og móðir
okkar ræddu um „blessaða Vík-
ina“ og faðir okkar og Jónatan
ræddu mikið saman um landsins
gagn og nauðsynjar. Þegar leið á
sjöunda áratuginn deildu þeir
áhyggjum af því að síldin fjar-
lægðist landið. Upp kom sú hug-
mynd að þróa dælubúnað í tank-
skip og flytja síldina til hafnar.
Þeir áformuðu að dæla síld úr
veiðiskipum í flutningaskip sem
sigldi með aflann í verksmiðjur í
landi. Þessi tilraun þeirra braut-
ryðjanda tókst og var aðferðin
notuð í nokkur ár, til hagsbóta
fyrir íslenskan sjávarútveg, en
síðan hvarf síldin alveg af miðun-
um. Árangur þeirra mága og
ánægja af sameiginlegu verkefni
er okkur minnisstæð.
Jónatan var framsýnn, og sem
oddviti Bolungarvíkur um ára-
raðir stóð hann fyrir margs konar
framkvæmdum í bænum. Bolvík-
ingar eru með réttu afar stoltir af
Víkinni sinni.
Eftir fráfall Höllu, fyrri eigin-
konu Jónatans, eignaðist hann
aftur lífsförunaut og áttu þau Sig-
rún Óskarsdóttir tuttugu góð ár
saman. Hún reyndist honum afar
vel í blíðu og stríðu.
Þegar haldið var upp á áttræð-
isafmæli Jónatans var hann við
góða heilsu. Þá var mikið sungið
og eins og ævinlega endað á lag-
inu Húmar að kveldi. Síðustu árin
glímdi Jónatan við alzheimers-
sjúkdóm. Líklega var hann hvíld-
inni feginn.
„Ég er þreyttur, ég er þreyttur
og ég þrái svefnsins fró.“
Við kveðjum yndislegan
frænda og erum þakklát fyrir
margar góðar minningar. Sig-
rúnu, börnum Jónatans og öllum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Kom draumanótt, með fangið fullt af
friði og ró.
(Jón frá Ljárskógum.)
Elísabet Haraldsdóttir,
Ragnheiður Haraldsdóttir,
Ásgeir Haraldsson,
Einar Kristján Haraldsson.
Andlát Jónatans Einarssonar
kom ekki á óvart. Heilsu hans
hafði hrakað mjög síðustu mánuði
og nánustu ættingjum og vinum
var ljóst að komið var að því að
kveðja.
„vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund“. (V.
Briem).
Leiðir okkar Jónatans Einars-
sonar lágu fyrst saman fyrir rétt
60 árum. Örlögin höguðu því svo
til að Jónatan hafði mikil áhrif á
að við hjónin ákváðum árið 1964
að festa búsetu í Bolungarvík.
Við andlát góðs vinar streyma
minningar liðinna áratuga fram í
hugann og litið er yfir farinn veg.
Jónatan var forystumaður í
hreppsnefnd Hólshrepps, oddviti
sveitarstjórnar frá árinu 1958 til
ársins 1974 eða í 16 ár, en lét af
opinberum afskiptum árið 1974,
árið sem Bolungarvík hlaut kaup-
staðarréttindi. Undirritaður átti
sæti í hreppsnefndinni með hon-
um í átta lærdómsrík ár.
Í sjávarbyggðum er höfnin og
umhverfi hafna lífæð hvers
byggðarlags. Fljótlega eftir árin
1950 fór stærð báta og skipa að
vaxa og fjölga. Jónatan gerði sér
snemma ljóst að forsenda fram-
fara í Bolungarvík byggði fyrst og
fremst á bættri hafnaraðstöðu og
nýtingu hafnarsvæðisins fyrir
þjónustu við sjávarútveginn.
Hann var í framvarðarsveit
þeirra sem kröfðust bættra hafn-
arskilyrða og umbóta. Framsýni
og framtak Jónatans á sviði ann-
arra málaflokka var honum einn-
ig mikið kappsmál. Vil ég hér
nefna aðkomu hans að gerð að-
alskipulags fyrir Bolungarvík,
ákvörðun um byggingu grunn-
skóla, íþróttahúss og sundlaugar,
ráðhúss og byggingu félagslegra
íbúða. Þá má ekki gleyma að-
komu hans að byggingu og
rekstri Félagsheimilis Bolungar-
víkur, sem var með glæsilegri
samkomuhúsum síns tíma á
landsbyggðinni. Þá er öllum er til
þekkja ljóst að rekstur fyrirtækja
Einars Guðfinnssonar hf. var
einn af hornsteinum bolvískrar
byggðar. Má þar m.a. nefna tog-
araútgerð, byggingu loðnuverk-
smiðju, stækkun frystihúss og
byggingu nútímalegs skrifstofu-
og verslunarhúnæðis.
Mikill fjöldi einstaklinga og
SJÁ SÍÐU 34