Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Kærunefnd útboðsmála hef-ur úrskurðað að Hag-vangur ehf., fyrir höndþrettán aðila, að mestu ríkisstofnana, hafi brotið gegn lög- um um opinber innkaup og ramma- samningi ríkisins um raforkukaup með ólöglegu útboði vegna kaupa á raforku. Opinbera fyrirtækið Orka náttúrunnar ohf., dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, kærði út- boðið og þurfa stofnanirnar þrettán að greiða málskostnað Orku náttúr- unnar sem nemur 450.000 krónum. Opinbert fyrirtæki stöðvar hagræðingu í ríkisrekstri Nefndin taldi að aðilunum, sem samanstanda af stofnunum eins og Samkeppniseftirlitinu, Lands- bókasafninu og Matvælastofnun, væri ekki heimilt að leggja saman áætluð raforkuinnkaup og virkja þannig ákvæði í rammasamningi sem heimilar örútboð. Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupendur leita tilboða á meðal rammasamn- ingshafa og lýkur ferlinu með samn- ingi við þann bjóðanda sem leggur fram hagkvæmasta tilboðið. Í rammasamningnum kemur fram að ef árleg innkaup á raforku nema meira en 4 milljónum króna beri að stofna til örútboðs sem nær til rammasamningshafa. Hagvangur taldi að stofnunum þrettán væri heimilt að leggja saman áætluð ár- leg innkaup sín, sem myndu þá nema meira en 4 m. kr., og standa saman að örútboði til að tryggja sér betri kjör á raforku en stóðu til boða í rammasamningnum. Þessu hafnaði nefndin og sagði í úrskurði sínum að innkaup kaupanda á orku undir 4. m. kr. á ári skyldu fara fram á þeim kjörum og skilmálum sem skilgreindir höfðu verið í rammasamningi. „Hafði ramma- samningurinn þannig að geyma ákveðna skilmála um innkaup kaup- enda undir 4. m. kr,“ segir í úr- skurðinum og var aðilunum óheimilt að standa sameiginlega að örútboð- inu. Ríkiskaup læra af kærunni Allar opinberar stofnir og fyr- irtæki og mörg sveitarfélög eru að- ilar að rammasamningnum og eru hendur þeirra bundnar af honum. Ríkisstofnanir gætu e.t.v. náð hag- stæðari samningum með því að fara í örútboð saman en þeim er það ekki heimilt samkvæmt núverandi rammasamningi um raforkukaup. „Við munum taka þennan úr- skurð og skoða orðalagið í hverjum og einstökum rammasamningi þeg- ar þeir verða endurnýjaðir. Í ljósi úrskurðarins munu Ríkiskaup skoða hverju sinni við gerð rammasamn- ingsútboðs hvort hagkvæmt er að kveða á um heimild til sameig- inlegra innkaupa,“ segir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, og bætir svo við að rammasamn- ingakerfi ríkisins sé í stöðugri þró- un. Ýmist komi ábendingar um hvað mætti fara betur í gegnum kærur eða eftir öðrum leiðum. Brynjar Stefánsson, forstöðu- maður sölu- og markaðsmála hjá Orku náttúrunnar, segir að fyr- irtækið fagni samkeppni en þarna hafi ekki verið spilað eftir leik- reglum, eins og kærunefnd út- boðsmála hafi staðfest. Aðspurður telur Brynjar ekki að kæran muni hafa áhrif á viðskipti fyrirtækisins, þrátt fyrir að viðskiptavinir fyrirtæk- isins hafi verið kærðir fyrir að leita að og semja um betri kjör en þeim stóðu til boða. Ríkisstofnanir deila við Orku náttúrunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Dótturfyrirtæki Ríkisfyrirtækið Orka náttúrunnar kærði fjölmargar rík- isstofnanir fyrir að hafa farið í útboð við kaup á raforku til að fá betri kjör. 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjár-mála-stjórn í höfuðborginni er í ólestri. Í hálfs- ársuppgjöri borgarinnar er afkoma lakari en gert var ráð fyrir á nánast öllum víg- stöðvum, fyrir utan það kannski helst að bílastæða- sjóður skuli rekinn með meiri afgangi en ætlað var. Það segir kannski sína sögu að sú stofnun, sem fæst við að sekta borgarbúa skuli helst dafna hjá borginni. Verst er staðan á þeim hluta borgarsjóðs, sem fjármagn- aður er með skattfé, A- hluta. Hann var rekinn með þriggja milljarða króna halla. Það var 1,8 milljörð- um meiri halli en gert var ráð fyrir. Þessi halli er þeim mun ískyggilegri sem skatttekjur voru nokkurn veginn jafn- miklar og ráð hafði verið fyrir gert. Augljóst er að þessi þáttur rekstrar borg- arinnar hefur farið úr bönd- um og óverjandi að þessi skuli vera staðan þrátt fyrir að innheimt sé hæsta leyfi- lega útsvarshlutfall. Sú skrúfa verður ekki hert frekar. Í greiningu Fjármálastofu borgarinnar eru ýmsar at- hugasemdir gerðar við reksturinn og hvatt til að- gerða og ráðdeildar. Reynd- ar er orðalagið nokkuð kurt- eislegt því þar segir um A-hlutann „…kallar þessi niðurstaða á viðbrögð í fjár- málastjórn borgarinnar“. Það er síst ofmælt og verður vonandi til að vekja menn til dáða þótt ekki sé fast að orði kveðið. Til B-hluta rekstrar borg- arinnar teljast sjálfstæð fyr- irtæki á borð við Orkuveit- una, Faxaflóahafnir og Strætó, sem að stofni til eiga að vera fjármögnuð með þjónustutekjum. Þar var árangurinn einnig lakari en gert var ráð fyrir. Munar þar hálfum milljarði. Samkvæmt hálfsárs- uppgjörinu var niðurstaðan á A- og B-hluta 300 milljóna króna afgangur. Gert hafði verið ráð fyrir 2,1 milljarði í afgang. Munar 1,8 millj- örðum. Þegar rekstur borg- arsjóðs fyrir árið í fyrra var endanlega gerður upp í vor kom í ljós að hann hafði ver- ið rekinn með 2,8 milljarða halla þannig að lausatökin í rekstrinum halda áfram. Hægt er að finna ýmsar ástæður fyrir þessari stöðu. Til dæmis hefur lækkun álverðs komið sér illa fyrir Orkuveituna. Það breytir ekki því að heildar- staðan er áhyggjuefni og spurning hvernig borgar- stjórnarmeirihlutinn ætlar að bregðast við. Frétt á forsíðu Morgun- blaðsins í gær gefur vís- bendingu um hvaða leiðir koma fyrst upp í hugann þar á bæ. Þar var greint frá nýrri gjaldtöku fyrir stækk- un húsnæðis og nýbygg- ingar upp á 14.300 krónur á fermetra þar sem á að þétta byggð eins og nú stendur til dæmis til í Vogahverfi. Gjaldið samsvarar 1,43 milljónum á 100 fermetra íbúð og augljóst að það mun fara beint í verð á íbúðum. Það skýtur skökku við að ráðist skuli í þessa gjald- heimtu á sama tíma og ítrekað er lýst yfir því að stefna borgarinnar sé að auka eigi framboð á ódýrari híbýlum til að leysa úr raun- um ungs fólks í húsnæðis- vanda. Ráðstafanir af þessu tagi eru fremur ætlaðar til að flæma ungt fólk í burtu en laða það að. Nú eru umbrotatímar í Reykjavík. Nánast daglega berast fréttir af að reisa eigi ný hótel og aftur eru hafnar framkvæmdir í hverfum, sem um skeið voru kennd við reimleika. Forsætisráðherra benti á þær miklu breytingar, sem nú eiga sér stað, í pistli á netinu í fyrradag. „Allt það versta við skipulagsnálgun eftirstríðsáranna skýtur nú upp kollinum á ný,“ segir hann í pistlinum og bætir við annars staðar að það „gerist eftir að við höfum öðlast meira en hálfrar ald- ar reynslu til að læra af og séð hvernig óheft sókn í fer- metra og fjármagn getur farið með borgir“. Borgir taka óhjákvæmi- lega breytingum, en þær verða vera í takti við það sem fyrir er og mega ekki verða til þess að Reykjavík glati sérkennum sínum og þar með aðdráttarafli. Það er þörf á nýjum áherslum í borginni, fastari tökum á fjármálum og fram- tíðarsýn. Borgarbúar eiga betra skilið. … kallar þessi nið- urstaða á viðbrögð í fjármálastjórn borg- arinnar} Óreiða í borginni E itt þrálátasta vandamál Íslands er hvað við erum fá. Jújú, það hefur alveg sína kosti eins og þann að við erum bezt í heimi miðað við höfðatölu í nánast öllu. Ókost- irnir eru hins vegar langtum fleiri. Stærðar- hagkvæmni er sjaldnast hugtak sem hægt er að nota um neitt á Íslandi. Höfuðborgarsvæðið, þar sem 60% íslendinga búa, er litlu fjölmenn- ara en 10. hverfi Vínarborgar. Undanfarið hefur straumur flóttafólks til Evrópu frá stríðshrjáðum löndum fangað at- hygli fjölmiðla. Straumurinn er slíkur að Ang- ela Merkel segir hann þann mesta í álfunni frá síðari heimsstyrjöld. Kanslarinn tekur stöðu með flóttafólki, þar sem hún fordæmir haturs- orðræðu í heimalandi sínu í garð þess. Seinnastríðs- orðræða hefur verið endurvakin í þessari umræðu, því Evrópa hefur verið uppnefnd evrópska virkið eða For- tress Europe, Festung Europa eins og hún var kölluð í áróðursstríði síðari heimsstyrjaldar. Bæði andstæðingar frjálsrar ferðar flóttafólks um landamæri Evrópu sem og stuðningsmenn hafa gripið þetta hugtak á lofti. Sumum finnst ekki nóg gert til að halda fólki utan ríkja Evrópu, öðrum of mikið. Við hér á litla Íslandi, svo langt frá heimsins vígaslóð, verðum lítið vör við þennan straum fólks sem margt hvert var ofsótt í heimalandi sínu. Við tengjum ekki við viðfangs- efnið nema í örskotsstund þegar við heyrum fréttir af því að íslenskt varðskip í leigu hjá Frontex bjargar mörg hundruð manns frá drukknun. Svo höldum við áfram að gera grín að röðinni við Dunkin’ Donuts – helst á meðan við stöndum í henni miðri. Við Íslendingar erum nú samt alveg að gera okkar. 50 „kvótaflóttamenn“, það er ekkert smá-flott hjá okkur! Það er að vísu alveg mjög smá, ekki nema brot af prósenti þó mjög fá- mennrar þjóðar, og skrýtið að sveitarfélög sem orga á stóriðju og flutning opinberra starfa út á land keppist ekki við að fá þetta fólk til sín. Eins og ég sagði hér í upphafi, við erum allt of fá. Rekstrareiningin Ísland er afleit þegar kemur að því að reka sjúkrahús í fremstu röð, sérhæfða verslun, almenningssamgöngur og svona mætti lengi telja. Lausnin á þessum vanda er hvort tveggja mjög einföld og nánast óframkvæmanleg. Við þurfum að fjölga Íslend- ingum. Þegar kynslóðin sem erfa mun landið virðist hafa meiri áhuga á eigin frama, menntun og skemmtun heldur en að eignast einn varamannabekk af börnum – og skyldi engan undra – þá þarf þessi fjölgun að koma að utan. Fátt betra gæti hent en að Íslendingum fjölgaði um svona 700.000 á næstu áratugum, helst dreift hlutfallslega. Þann- ig yrðu íbúar Akureyrar 60.000 og höfuðborgarsvæðisins 600.000. En, verst að „þetta fólk“ er ekki réttum megin í litapallettunni, réttrar trúar eða getur rakið ættir sínar í beinan karllegg til Þorgeirs Ljósvetningagoða. Aðeins við sem fæddumst hér fyrir tilviljun, og fólk sem er okkur þóknanlegt, megum sitja í fámenni okkar að þessu vind- barða grjóti. Annars gæti borgin fyllst af litlum veit- ingastöðum sem selja allskonar óíslenskan mat og skila hagnaði í þokkabót. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Pistill Arfhrein, kristin og hvít STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, telur framgöngu Orku náttúr- unnar vera sérstaka. „Mér finnst áhugavert að opinbert fyrirtæki sé að reyna að koma í veg fyrir samkeppni. Þetta er nákvæmlega það sem hefur verið lagt upp með að op- inberum fyrirtækjum að gera, sérstaklega ef þau eru smá, að steypa sér saman til að ná hagstæðari innkaupum. Á sama hátt sýnist manni þegar maður lítur á þetta að þetta er líka hæpið út frá hags- munum fyrirtækisins, því að ef niðurstaðan stend- ur eins og hún er, þá eiga öll opinber fyrirtæki að fara með viðskipti sín frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og í Orkusöl- una,“ segir Guð- laugur Fari frá OR í Orkusöluna SPARNAÐUR SKATTFJÁR Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.