Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
Smáauglýsingar 569 1100
Hljóðfæri
Húsnæði óskast
Óska eftir herbergi eða íbúð á
höfuðborgarsvæðinu.
Allt að 160 þús.
Upplýsingar í síma 692-5557.
Geymslur
Ferðavagnageymsla Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjól-
hýsi, báta og fleira í upphituðu rými.
Gott verð. Sími 499-3070.
Sólbakki.
Sumarhús
Lyngborgir.is - Sumarhúsalóðir
Til sölu eignarlóðir í Grímsnesi.
Stærðir 6200 fm-8500 fm. Gott verð.
75 km frá Rvík. Uppl. í síma 8629626-
8683592 - www.lyngborgir.is
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Til sölu
Sumarhúsalóðir í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ca 45 km frá Reykjavík. Vaxta-
laus lán í allt að eitt ár. Allar nánari
upplýsingar í síma 896-1864.
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Fyrirtæki
Eigendur og rekstraraðilar
tjaldsvæða athugið!
Óska eftir áhugasömum aðila sem
á eða rekur tjaldsvæði hvar sem
er á landinu til að koma í sam-
starf. Má einnig vera aðili sem
hefur áhuga á því að opna tjald-
svæði. Með samstarfi við okkur
getur rekstur tjaldsvæða verið
heilsárs-rekstur!
Áhugasamir sendið póst á
steinar@adlon.is
Þjónusta
! " #$ %&& ' ''
((()*)
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bílar
Renault Megane Classic RT S/D
til sölu. Árgerð 1999, ek. 178.000 km.
Beinskiptur. Nýskoðaður og í góðu
standi. Eyðslugrannur og hentar vel
sem snattari eða skólabíll.
Verð: Tilboð.
Upplýsingar veitir Bjarni í
síma 691-9170.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042
Bílaleiga
gt@gtbus.is www.gtbus.is
- -
með eða án bílstjóra
Guðmundur Tyrfingsson ehf.
1410 / 482S. 568 1210
Hópferðabílar til leigu
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Húsbílar
Óska eftir húsbíl
Þarf að vera ódýr en í lagi.
Upplýsingar í síma 692-5557.
Húsviðhald
Ríf ryð af þökum,
ryðbletta, hreinsa
þakrennur og tek að
mér ýmis smærri
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Elskuleg frænka
mín, Hanna Stef-
ánsdóttir, er fallin
frá eftir langa og
blessunarríka ævi. Hanna
frænka, eins og hún var ætíð
nefnd, var einstök kona. Hún var
jákvæð og hvetjandi og byggði líf
sitt og vilja á einlægri trú á Jesú
Krist. Hún helgaði líf sitt starfi á
þessum akri lífsins. Hún var virk
í starfi kristniboðskvenna á Ak-
ureyri sem og í starfi KFUM og
K. Það var einhvern veginn sjálf-
sagt að kæmi maður í Zíon eða á
Hólavatn, þá væri hún þar eða
einhver strákanna hennar. Andi
hennar sveif yfir vötnunum.
Hanna frænka var líka bar-
áttukona fyrir sín málefni. Hún
talaði fyrir sínum málum og hafði
skoðanir á öllu sem sneri að
kristni og kirkju. Öllu sínu kom
hún að og hafði sínar aðferðir til
að fá hlustun og fylgdi svo mál-
um eftir af einurð. Það var því
gott að vera með henni í liði eða
fá að vera undir hennar vernd-
arvæng.
Hanna var ættrækin kona og
fylgdist vel með öllum sínum.
Hún spurði frétta og vildi svör og
ég veit að við vorum öll í hennar
bænum og það var góð tilfinning.
Hanna var kona sem alla tíð
vann mikið og þá ekki síst fram-
an af ævi þegar hún var ein með
strákana sína, Jonna, Mugga og
Halla. Kraftmikla og góða stráka
sem ungir fóru að leggja sitt að
mörkum til að endar næðu sam-
an. Það var Hönnu mikil gæfa
þegar hún og Anton Kristjáns-
son hófu sína samleið. Hanna og
Toni voru góð saman og unnu til
fjölda ára saman að rekstri Véla-
og raftækjasölunnar. Kristján
sonur Antons varð henni sem
sonur og kært var þeirra á milli.
Hanna frænka var ekki hávax-
in kona en í mínum huga var hún
alla tíð stór kona. Hún var kvik í
hreyfingum og talaði gjarnan
hratt. Oft var eins og hún gripi
andann á lofti og mætti ekki vera
að anda, því henni var í mun að
koma sínu að.
Í augum hennar bjó ætíð eitt-
hvað sindur, einhver neisti, sem
sagði manni að þessi kona hefði
eitthvað fram að færa. Hlátur
hennar var smitandi og það var
skemmtilegt að eiga stundir með
henni.
Í ferð okkar til Lúxemborgar
fyrir nokkrum árum var ómögu-
legt að sjá að þessi væri níræð á
því ári. Hún var duglegri og
kraftmeiri en mörg okkar hinna
yngri og hún vildi taka þátt í öllu
og ekki yfirgefa partíið fyrir það
væri örugglega búið.
Á heimili hennar í Holtagöt-
unni og á æskuheimili hennar við
Hanna
Stefánsdóttir
✝ Hanna Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Akureyri 2.
ágúst 1920. Hún
lést þann 30. júlí
2015. Útför Hönnu
fór fram þann 25.
ágúst 2015.
Strandgötu, sann-
kölluðu fjölskyldu-
húsi, sköpuðust
margar góðar minn-
ingar. Foreldrar
hennar, Gíslína og
Stefán, voru ein-
stakar manneskjur
sem og systkini
hennar, Kristján
tvíburabróðir henn-
ar, og Hugrún. Í
stóra húsinu við
Strandgötuna var alltaf einhver
ævintýraljómi sem tengdist fjöl-
skyldunni allri.
Minning Hönnu frænku vekur
þetta allt þegar hún kveður síð-
ust af þessum trausta meiði
sómafólks.
Kæru Jonni, Muggi, Halli og
Kristján, ég bið ykkur og fjöl-
skyldum ykkar blessunar Guðs.
Þið áttuð með henni dýrmætustu
stundir lífsins og ykkur vildi hún
allt gefa og veita. Þið áttuð hana
og hún átti ykkur. Ég er þakk-
látur, að hafa fengið að deila litlu
bliki af þessu með ykkur.
Guð blessi minningu Hönnu
Stefánsdóttur.
Pálmi Matthíasson.
Í dag kveðjum við góða vin-
konu og félaga, Hönnu Stefáns-
dóttur. Hún var félagi í KFUK í
tugi ára og starfaði af heilindum
og dugnaði við að byggja upp
starfið. Hún var einn af mátt-
arstólpum félagsins, trúföst,
gjafmild, vinnusöm og starfaði
með gleði. Trúin á Jesú Krist var
Hönnu sem dýrmætasta gull og
sagði hún hverjum sem heyra
vildi frá frelsara sínum. Hún var
mikil bænakona og hefur félagið
fengið að njóta ávaxta bæna
hennar. Afkomendur Hönnu
hafa margir hverjir tekið þátt í
starfi KFUM og KFUK og koma
upp í hugann vers í Jósúabók
24:15 „Ég og mínir ættmenn
munu þjóna Drottni.“
Hanna var skemmtileg kona.
Glaðlynd, glettin og fjörug og
þrátt fyrir að árin færðust yfir
var hún unglamb í anda. Kyn-
slóðabil fannst ekki í hennar
orðabók, hún náði vel til yngri
kynslóða og var ætíð til í sprell
með ungum sem öldnum.
Handavinna lá vel fyrir Hönnu
sem ætíð var með eitthvað á
prjónunum eða einhver önnur
verkefni í smíðum. Lagði hún ríf-
lega af mörkum á bösurum
Kristniboðsfélags kvenna í gegn-
um árin og eins hafa afkomendur
hennar notið þess að eiga falleg-
ar flíkur eftir Hönnu ömmu.
Nú er Hanna komin heim.
Með þessum fátæklegu orðum
þökkum við af alhug fyrir allt
sem Hanna lagði af mörkum í
þágu KFUM og KFUK. Við
þökkum góðri vinkonu fyrir sam-
fylgdina og Guði fyrir þá von
sem við eigum í Jesú Kristi að öll
munum við hittast á ný.
Fyrir hönd stjórnar KFUM
og KFUK á Akureyri,
Katrín Harðardóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar