Morgunblaðið - 29.08.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. ÁGÚST 2015
Þýska orkufyrirtækið EAB New
Energy hefur skrifað undir vilja-
yfirlýsingu við Fallorku á Akureyri
um að kanna möguleika í Eyjafirði
til uppbyggingar á vindmyllum til
raforkuframleiðslu. Fyrirtækið
hefur gert svipað samkomulag við
Rangárþing ytra og fyrir bæjarráði
Norðurþings liggja drög að vilja-
yfirlýsingu sem ekki hefur verið
skrifað undir.
Andri Teitsson, framkvæmda-
stjóri Fallorku, segir að um al-
menna yfirlýsingu sé að ræða og
ekki skuldbindandi af hálfu Fall-
orku. Verið sé að skoða nokkra
möguleika og engin ein staðsetning
verið ákveðin umfram aðra.
„Við höfum hitt forsvarsmenn
nokkurra sveitarfélaga í Eyjafirði
og kynnt þessar hugmyndir. Vind-
myllurnar eru plássfrekar og sýni-
legar og ekki hægt að hafa þær
hvar sem er. Einnig þarf að huga að
tækninni, hvar mikill vindur er og
hvar best er að tengjast raf-
orkukerfinu,“ segir Andri. Hann
segir það koma til greina að Fall-
orka annaðhvort gerist meðeigandi
að vindorkuverkefninu eða kaupi
raforkuna til að endurselja hana á
svæðinu. Ekkert sé búið að ákveða í
þessum efnum.
Til skoðunar í Norðurþingi
Kristján Þór Magnússon, bæjar-
stjóri Norðurþings, segir að verið
sé að yfirfara viljayfirlýsinguna við
EAB New Energy. Lítill tími hafi
gefist í sumar til að ganga frá mál-
inu og uppbyggingaráform á
Bakka verið í forgrunni. Býst Krist-
ján Þór við að málið komi til um-
fjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði á
næstu vikum. bjb@mbl.is
Kanna vindmyllu-
kosti í Eyjafirði
Vindmyllur Möguleiki er að þær rísi í Eyja-
firði á næstu árum, sem og víðar um land.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hörður Arnarson, forstjóri Lands-
virkjunar, segir ekki rétt að orku-
verð fyrirtækisins í heildsölu hafi
hækkað verulega að undanförnu.
Þvert á móti hafi
meðalverðið
hækkað um innan
við 4% frá ára-
mótum.
Tilefnið er um-
fjöllun Morgun-
blaðsins fyrr í
sumar um gagn-
rýni Samtaka iðn-
aðarins og Andra
Þórs Guðmunds-
sonar, forstóra Ölgerðarinnar, á
þróun raforkuverðs.
Andri Þór sagði orkuverð til fyrir-
tækisins hafa hækkað um 17% milli
ára. Ölgerðin keypti raforkuna af
Fallorku og hefði fyrirtækið fengið
þær upplýsingar frá seljanda að
heildsalinn, Landsvirkjun, hefði
hækkað meðalverð í skammtíma-
samningum um 40%.
Hækkanirnar ekki útskýrðar
Þá var haft eftir Bryndísi Skúla-
dóttur, forstöðumanni umhverfis-
mála hjá Samtökum iðnaðarins, að
ekki hefðu komið fram haldbærar
skýringar á mikilli hækkun á raf-
orkuverði til einstakra fyrirtækja að
undanförnu.
Hörður segir raforkuverð Lands-
virkjunar til heildsala hafa rétt fylgt
verðlagi undanfarin ár. „Þannig að
það hafa ekki verið miklar hækk-
anir. Þvert á móti hafa verið mjög
hóflegar hækkanir á þessum mark-
aði, alveg tíu ár aftur í tímann,“ seg-
ir Hörður.
Hann bendir á að á árunum 2006
til 2010 hafi meðalverð á kílóvatt-
stund af raforku verið 4,8, 4,9, 4,2, 4
og 4 krónur á þessum árum, í þess-
ari röð. Árin 2011 til 2014 hafi verðið
verið 4,1, 4,2, 4,2 og 4,4 krónur í
þessari röð. Því hafi meðalverðið í
fyrra, 4,4 krónur, verið í takt við
verðið undanfarin ár.
Sjö viðskiptavinir í heildsölu
Heildsöluviðskiptavinir Lands-
virkjunar eru Landsnet, Orkubú
Vestfjarða, HS Orka, Orkusalan,
Orka náttúrunnar, Rafveita Reyðar-
fjarðar og Fallorka.
Hörður segir að þegar verðþróun
á heildsölumarkaði sé skoðuð sé rétt
að líta til hækkunar á meðalraf-
magnsverði í heildsölu frekar en til
einstakra nýrra samninga.
„Við höfum farið yfir þessi mál
með Samtökum iðnaðarins. Það er
rétt að benda á að Ölgerðin er ekki í
viðskiptum við okkur. Fallorka og
önnur heildsölufyrirtæki framleiða
að hluta til sína eigin orku, þannig að
það er erfitt fyrir okkur að tjá okkur
um viðskipti Fallorku við sína við-
skiptavini. Við vísum því á bug að
verð hjá okkur hafi almennt hækkað
um tugi prósenta. Það er einfaldlega
ekki rétt. Aðilar eins og Ölgerðin
fara reglulega í útboð.“
Mjög hagstæðir samningar
Hörður segir Ölgerðina hafa náð
að semja um gott verð á sínum tíma.
„Það virðist sem Ölgerðin hafi
fyrir nokkrum árum náð mjög hag-
stæðum samningum í gegnum Fall-
orku og er ekki annað hægt en að
gleðjast yfir því fyrir hönd Ölgerðar-
innar. Nú er Ölgerðin hins vegar að
greiða svipað verð og aðrir aðilar
hafa greitt undanfarin ár.
Það er afar sérstæð túlkun að ef
menn fá hagstætt verð í nokkur ár,
af einhverjum ástæðum, og hag-
stæðara en aðrir, fái þeir síðan
hækkun ef þeir fá ekki sama tilboð
áfram,“ segir Hörður. „Þetta er
þvert á móti ákveðin leiðrétting á
verðlagningunni,“ segir Hörður.
Rekstrartekjur Landsvirkjunar á
fyrstu sex mánuðum ársins námu
sem svarar 28,7 milljörðum króna.
sem er 6,2% hækkun frá fyrra ári.
Segir orkuverð Landsvirkjunar
lítið hafa hækkað síðustu ár
Forstjóri Landsvirkjunar svarar gagnrýni á meintar hækkanir á orkuverði
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kárahnjúkavirkjun Forstjóri Landsvirkjunar segir meðalverð á raforku
sem fyrirtækið selur til heildsölufyrirtækja lítið hafa hækkað undanfarið.
Hörður
Arnarson
Fram kom í Morgunblaðinu 6. ágúst síðastliðinn að lítið vatn væri í mörg-
um miðlunarlónum Landsvirkjunar. Var staðan í Hálslóni Kárahnjúkavirkj-
unar sérstaklega slæm.
Spurður um þróunina á síðustu vikum segir Hörður Arnarson að staðan
hafi heldur batnað í Hálslóni á síðustu vikum. Innrennslið síðustu daga
hafi verið gott enda rigningar fyrir austan. „Lónstaðan er þó enn lág,“
segir Hörður. Það muni koma í ljós um miðjan september hvort lónstaðan
í Hálslóni muni hafa áhrif á orkuframleiðslu Kárahnjúkavirkjunar í vetur.
Miðvikudaginn 5. ágúst var vatnsborð Hálslóns í 592,97 metra hæð yfir
sjávarmáli, sem var það langlægsta frá árinu 2008, að því er fram kom í
Morgunblaðinu. Það var komið í 604,48 metra í gær. Það hefur því hækk-
að um á annan tug metra síðan 5. ágúst. Yfirfall lónsins er miðað við 625
metra yfir sjávarmáli.
„Staðan í Þórisvatni á Suðurlandi er góð og yfir væntingum. Hún er
viðunandi í Blöndulóni en það hefur verið að taka við sér,“ segir Hörður.
Miðlunarlónin taka við sér
YFIRBORÐ Í HÁLSLÓNI ER AÐ HÆKKA
„Hátíðin er fjölsótt og þjappar fólki
hér í hverfinu saman,“ segir Þórir
Jóhannsson, formaður Íbúa-
samtaka Grafarholts, sem standa
að hátíðinni Í holtinu heima í dag,
laugardag. Dagskráin hefst kl. 11
þegar skokk-, göngu- og hjólahópar
leggja upp.
Kl. 13 hefst svo dagskrá við leik-
svæðið í Leirdal. Þangað getur fólk
mætt á bílum sínum og selt varning
beint úr farangursrými þeirra. Á
svæðinu verða leiktæki og skemmt-
un fyrir börn, flugmenn úr Fis-
félagi Reykjavíkur fara yfir svæðið
og dreifa sælgæti og skátar og fólk
úr íþróttafélaginu Fram láta til sín
taka. Dagskráin í Leirdal rúllar svo
áfram allt síðdegið og kl. 15 mæta
bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik
Dór sem syngja nokkur lög.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hjólað Á beinni braut og lagt af stað á
Grafarholtshátíðinni síðasta ár.
Halda hátíð í
Grafarholtinu í dag
Samfylkingin
hefur ráðið
Kristján Guy
Burgess sem
framkvæmda-
stjóra. Hann mun
hefja störf 1.
nóvember.
Kristján hefur
að undanförnu
starfað fyrir Atl-
antshafs-
bandalagið sem fulltrúi þess gagn-
vart Sameinuðu þjóðunum í New
York. Árin 2009-2013 var hann að-
stoðarmaður utanríkisráðherra og
frá 2005-2009 rak hann ráðgjafar-
fyrirtæki í alþjóðamálum. Hann
mun hefja störf 1. nóvember.
Kristján er í sambúð með Rósu
Björk Brynjólfsdóttur og þau eiga
þrjú börn á aldrinum 2-11 ára.
Nýr framkvæmda-
stjóri Samfylkingar
Kristján Guy
Burgess
Keilumót sjónvarpsþáttarins Kíkt í
skúrinn verður í Keiluhöllinni Egils-
höll í Reykjavík í kvöld klukkan 19.
Jafnframt verður næsta þáttaröð,
sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni
Hringbraut, kynnt.
Fram kemur í tilkynningu að ekki
sé farið fram á að meðlimir klúbb-
anna komi á glæsibílum en glæsilegt
væri að sjá þetta stóra bílaplan fullt
af bílum og hjólum.
Kíkt í skúrinn heldur
keilumót í kvöld
STUTT
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár