Þjóðmál - 01.06.2008, Side 66

Þjóðmál - 01.06.2008, Side 66
64 Þjóðmál SUmAR 2008 kosningarétt. ójafnan. eins. og. gert. er .. Væntanlega.er.það.gert.hér.til.að.sýna.fram. á.misjöfn.völd.og.áhrif.en.það.er.hins.vegar. ekki.sjálfgefið.að.þeir.sem.eigi.meiri.pening. hafi.meiri.völd.og.áhrif.en.aðrir.þó.eflaust. megi.finna.mörg.dæmi.um.það .. Leikurinn. felur. ekki. í. sér. tekjuöflun .. Keppendur.geta.því.ekki.unnið.sér.inn.tekjur. og.safnað.auðæfum.með.vinnuframlagi.sínu. og. hugviti,. heldur. verða. þeir. aðeins. ríkir. með.því.að.taka.eða.þiggja.frá.öðrum ..Allur. er. leikurinn. gegnsýrður. af. þeirri. hugsun. að. misskipting. og. misjafn. auður. feli. í. sér. óréttlæti . Einhverjir.kunna.eflaust.að. líta. svo.á.að. þetta. eigi. líka. við. um. tekjudreifingu,. þ .e .. að. tekjudreifing.kunni. einnig. að. fela. í. sér. óréttlæti,. sbr .. áður. tilfærð.orð.um.að. allir. njóti.ekki.góðs.af.velgengni.fyrirtækja.sem. skila.miklum.hagnaði .. Þessar. hugmyndir. eru. á. vissan. hátt. í.takt.við.hugmyndir.John.Rawls ..Hann. gerir.ráð.fyrir.því.að.í.upphafi.sé.eitthvað.til. skiptanna.og.menn.verði.að.finna.sanngjarna. leið.til.að.skipta.auðnum ..Hann.gerir.ekki. ráð. fyrir.því,. frekar. en. í. leiknum,.að. fyrst. þurfi.að. skapa. auðinn.heldur.virðist.hann. þegar.vera.til.(bara.þó.í.ákveðnu.magni).og. nauðsynlegt.sé.að.skipta.honum .. Rawls.telur,.líkt.og.höfundur.leiksins,.að. réttlætið. feli.það. í. sér.að.auðnum.sé. skipt. nokkuð.jafnt.á.milli.manna ..Rawls.telur.að. hámarka.þurfi.kjör.þeirra.sem.verst.eru.settir. og. það. á. kostnað. allra. hinna .. Hann. gerir. sér.grein.fyrir.því.að.algjör.jöfnuður.er.ekki. til.en.að.dreifing.auðsins.eigi.aftur.á.móti. að.vera.með.jöfnu.móti ..Enginn.hafi.rétt.á. því. að.njóta. einsamall. góðs. af. hæfileikum. sínum.heldur.séu.hæfileikarnir,.hverjir.sem. þeir.kunni.að.vera,.sameign.alls.mannkyns. og.því.beri.að.nýta.þá.sem.slíka . Robert.Nozick.telur.hins.vegar.að.menn. eigi. að. njóta. góðs. af. eigin. hæfileikum. og. fá.tækifæri.til.að.búa.til.verðmæti.úr.þeim .. Hann.lítur.ekki.svo.á.að.þó.að.einn.búi.sér. til. verðmæti.úr. einhverju. sé.hann. að. taka. þau. frá. öðrum. nema. þá. með. því. að. aðrir. greiði. honum. af. fúsum. og. frjálsum. vilja,. t .d ..ef. fólk.borgar.sig. inn.á.tónleika.til.að. heyra. mann. syngja .. Þá. hefur. söngvarinn. væntanlega.hagnast.á.kostnað.annarra.en.það. kemur.til.af.frjálsu.vali,.ekki.óréttlæti .11 En.er.misskipting.þá.óréttlæti?.Nú.þarf.að. gera.greinarmun.á.óréttlæti.og.ósanngirni .. Lífið. er. langt. frá. því. að. vera. sanngjarnt .. Vissulega.er.engin.sanngirni.fólgin.í.því.að. börn. skuli. svelta. í. heiminum,. hvort. sem. það.er.í.Afríku.eða.vestrænum.ríkjum ..Það. er.heldur.engin.sanngirni.í.því.að.einhverjir. kunni. að. vera. heftir. að. einhverju. leyti. og. hafi.því.ekki.tök.á.því.að.mynda.sér.auðæfi. hvað. sem. þeir. reyna .. Heimurinn. og. lífið. sjálft. er.ósanngjarnt.hvað.þetta.varðar ..En. þar.með.er.ekki. sagt.að.einhver. sé.beittur. óréttlæti.af.öðrum .. Til.að.vera.beittur.óréttlæti.eða.ranglæti. þarf. geranda .. Ef. ekki. er. verið. að. svindla. eða.brjóta.á. fólki.er.ekki.hægt.að. tala.um. óréttlæti .. Þannig. þarf. ójöfn. tekjuskipting. ekki. að. vera. óréttlát. í. orðsins. fyllstu. merkingu .. Hér.var.áður.minnst.á. svokallaða.ójafn- aðarmenn. úr. fornbókmenntum .. Eins. og. fyrr. segir. voru. það. menn. sem. beittu. óheiðarleika.eða.ofbeldi.til.að.ná.sínu.fram. og.því. verður. að. gera. ráð. fyrir. að. einhver. sé. fórnarlamb. þeirra .. Þegar. ójöfnuði. er. beitt.með. einhverjum.hætti. er. gert. á. hlut. einhvers . Hér.hefur.verið.til.umræðu.hvort.leggja.megi. að. jöfnu. ójöfnuð. og. óréttlæti .. Tilefnið. er. umræða. á. Íslandi. þar. sem. jafnan. er. gert. ráð. fyrir. að.ójöfnuður. feli. í. sér. óréttlæti,. svo. sem. þegar. talið. berst. að. ójafnri.tekjuskiptingu . 11.Hannes.H ..Gissurarson,.bls ..182–190 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.