Morgunblaðið - 09.09.2015, Síða 1

Morgunblaðið - 09.09.2015, Síða 1
Stofnað 1913  211. tölublað  103. árgangur  M I Ð V I K U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 1 5 HVAÐ GERIR SJÁLFSÆVISÖGUR SPENNANDI? BARNEIGNIR REYNA Á HVERSDAGSLEIKI LIFNAR VIÐ Í LITLU GALLERÍI VINKONUR MEÐ RÁÐGJÖF 10 EYGLÓ Á GRENIVÍK 14 Ljósmynd/NOAA Krabbi Hann getur orðið 10 kíló að þyngd.  Búi Vilhjálmur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eldisrannsókna, segir undirbúning hafinn að kónga- krabbaeldi á Hauganesi. „Þetta er allt saman í ákveðnu ferli og er nú unnið hörðum höndum að því að skila inn umsóknum um tilskilin leyfi,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Um er að ræða afar stóra krabba- tegund og geta krabbarnir orðið allt að 10 kíló að þyngd. Kónga- krabbi getur valdið talsverðri rösk- un á lífríki sjávar og gilda um eldið strangar reglur. Hefur dýrateg- undin meðal annars valdið usla við Norður-Noreg. Búi Vilhjálmur seg- ir stefnt að því að flytja mestan hluta framleiðslunnar á markaði erlendis, en framleiðsluferlið tekur um 4 ár. »15 Undirbúa ræktun kóngakrabba á Hauganesi Aðgerðir boðaðar » Auka á framlög til heilbrigð- ismála um 1,6 milljarða. » Lækka á skattbyrði vegna tekna af húsaleigu úr 14% í 10% til að lækka leiguverð. » Launaliður hækki um 9,5% Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ,,Við erum með hallalaus fjárlög á næsta ári, þriðja árið í röð,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er hann kynnti fjárlagafrumvarp ársins 2016 í gær. Frumvarpið er lagt fram með 15,3 milljarða kr. afgangi og segir ráð- herrann að útlit sé fyrir stöðugan bata á afkomu ríkissjóðs á komandi árum. Bjarni boðaði verulega lækkun skulda ríkisins á næsta ári, lækkun skatta á einstaklinga, afnám tolla og aukin útgjöld til velferðarmála. Hreinar skuldir ríkissjóðs lækka á næsta ári og vaxtagjöldin minnka um 8,1 milljarð á árinu. Fram kom í máli fjármálaráð- herra að launaliður ríkisins hefði aldrei hækkað jafnmikið á milli fjárlagaára í kjölfar kjarasamninga og er um 29 milljarða hækkun að ræða. Heildarútgjöld ríkisins hækka um 22 milljarða frá áætlaðri útkomu á yfirstandandi ári og heildartekjur aukast um 16,2 milljarða en dragast þó saman sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Útlit fyrir stöðugan bata  Hreinar skuldir ríkisins lækka  Stefnt að 15,3 milljarða afgangi  Vaxtagjöld minnka um 8,1 milljarð  Launaliðurinn hækkar um 29 milljarða á milli ára M 15,3 milljarða afgangur »6 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, varaði við því, í ávarpi við þingsetningu í gær, að breytt yrði ákvæðum stjórnarskrár, einkum hvað snertir fullveldi Íslands. Hann varaði sérstaklega við því að breyt- ingum yrði flýtt þannig að hægt yrði að kjósa um þær samhliða forseta- kosningunum í vor. „Um þessar mundir er hins vegar boðað í nafni nefndar, sem ræðir stjórnarskrána, að hið nýja þing þurfi á næstu vikum að breyta þess- um hornsteini íslenskrar stjórnskip- unar; tíminn sé naumur því nýta þurfi vegna spar- semi og hagræðis forsetakosningar á næsta vori. Efnisrökin eru hvorki tilvísun í þjóðarheill né rík- an vilja lands- manna, heldur al- mennt tal um alþjóðasamstarf, lagatækni og ósk- ir embættismanna. Íslandi hefur þó allt frá lýðveldisstofnun tekist vel að stunda fjölþætt alþjóðasamstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, Norðurlandaráðs, NATO, EFTA og fleiri bandalaga, eiga gjöful og marg- þætt tengsl við ríki, stór og smá, í öll- um álfum án þess að þörf væri að breyta fullveldisákvæðum lýðveldis- ins; hinum helga arfi sjálfstæðisins,“ sagði Ólafur Ragnar. Kvaddi þingmenn Þetta er síðasta þingsetning á kjörtímabili forsetans. Hann kvaddi þingmenn en sagði ekki frá því hvort hann hygðist hætta í vor eða bjóða sig fram á ný. »4 Varar við breytingum  Ekki verði kosið um stjórnarskrá um leið og forseta Ólafur Ragnar Grímsson Strákarnir á dragnótabátnum Ólafi Bjarnasyni SH slógu ekki slöku við í gær og sóttu björg í bú. Veður var enn bærilegt þegar komið var til Ólafsvíkur síðdegis og ljósmyndaranum var fagnað með sveiflu sem minnti á kvikmyndina Titanic. Mikil úrkoma mældist víða á Snæfells- nesi í gær og Veðurstofan segir að búast megi við vexti í ám á Suður- og Vesturlandi fram á fimmtudag með aukinni hættu á skriðuföllum. Enn er varað við vatnsveðri Morgunblaðið/Alfons Finnsson Með sveiflu á leið í heimahöfn í Ólafsvík  Þeim sem horfa á útsend- ingar af leikjum íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu hef- ur farið stigfjölg- andi undanfarin misseri. Rúmlega helmingur þjóð- arinnar horfði á allar mínúturnar af útsendingu frá leik Íslands og Kasakstan að meðaltali. „Almennt eru þetta miklu hærri tölur en gerist annars staðar,“ seg- ir Valgeir Magnússon, markaðs- rannsóknastjóri á RÚV. »4 Miklu hærri tölur en gerist annars staðar Áhorf Margir horfa á landsleiki Íslands. JÓN GNARR Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ 30 Mynd Jóhannesar Kjarval, Birtu- skil í hrauni, var dýrasta mynd Listmunauppboðs Gallerís Foldar í gær en myndin var seld á 3,9 millj- ónir með öllum gjöldum. Var það erlendur maður sem gekk inn í gall- eríið klukkan 17.30 og kolféll fyrir myndinni. Verðmat myndarinnar var þrjár til fjórar milljónir. Húsfyllir var þegar uppboðið fór fram en að þessu sinni var boðið upp tvö kvöld, mánudag og þriðju- dag. Þar var að finna úrval verka samtímalistamanna sem og fjölda verka eftir gömlu meistarana. Jóhann Ágúst Hansen, fram- kvæmdastjóri hjá Galleríi Fold, segir að kvöldin hafi gengið vel þó verð í gær hafi verið nær verðmat- inu. „Það er töluvert um að fólk sé í símanum þegar uppboðið hefst, þannig að það er ekki endilega í salnum þegar það er að bjóða. Um þriðjungur af verkunum er seldur í gegnum síma og í gegnum vefinn,“ segir hann. Myndir eftir Nínu Tryggvadótt- ur, Louisu Matthíasdóttur og Krist- ínu Jónsdóttur voru einnig slegnar yfir verðmatinu. benedikt@mbl.is Féll fyrir Kjarval og borgaði 3,9 milljónir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.