Morgunblaðið - 09.09.2015, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra sagði í setningarræðu
sinni við upphaf 145. löggjafarþings
Alþingis framlög verða aukin til allra
mikilvægustu málaflokka ríkisins
þrátt fyrir að ríkið yrði rekið með af-
gangi. „Framlög til heilbrigðismála
hafa aldrei verið jafn mikil, það sama
á við um framlög til nánast allra vel-
ferðarmála, félagsmála og almanna-
trygginga,“ sagði Sigmundur í ræðu
sinni.
Hrein aukning framlaga til heil-
brigðis- og félagsmála á kjör-
tímabilinu nema 26 milljörðum króna
að því er fram kom í máli hans í gær.
„Þetta samsvarar því að hálfur
Landspítali hafi bæst við velferðar-
útgjöldin á kjörtímabilinu. Allar lík-
ur eru á því að svigrúm verði til að
gera betur á næstu árum,“ sagði
hann.
Breytt nálgun á stjórnmálin
Rauði þráðurinn í umræðum sem
fylgdu á eftir um ræðu forsætisráð-
herra var breytt pólitískt umhverfi á
Íslandi og hvernig Alþingi þyrfti að
fylgja þeirri þróun. Höfðu formenn
flokanna hver sína sýn á málin.
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og viðskipta- og
efnahagsráðherra, sagði til að mynda
að lítið traust landsmanna til Alþing-
is væri tilkomið vegna lítils trausts
Alþingis til landans.
„Við erum ekki enn farin að
treysta fólki til samræmis við það
sem fólk telur að það eigi að fá frá
þinginu,“ sagði Bjarni. Sagði hann
stærstu framfaraskref sögunnar
hafa verið stigin þegar ákvarðanir
um aukið frelsi til fólks í landinu
hefðu verið stigin á Alþingi.
Árni Páll Árnason, formaður Sam-
fylkingarinnar, sagði stjórn-
málaflokkana vera á síðasta séns hjá
þjóðinni og vísaði hann þar til nýrrar
stjórnarskrár. „Ef ekkert verður nú
einn ganginn enn úr, er hætt við að
vonbrigðin með þá flokka sem eiga
hér fulltrúa verði enn meiri,“ sagði
hann.
Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, sagði tíma „koll-
steypustjórnmála liðinn“ jafnframt
því sem hún benti á að núverandi rík-
isstjórn legði ofurkapp á að snúa öllu
við sem sú síðasta gerði, án neinnar
hugsunar um langtímasjónarmið.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar
framtíðar, sagði flokkinn vilja gera
gagn og standa fyrir umbótum. Búið
væri að sóa miklum tíma á þingi í mál
sem ekki var haft samráð um, t.d. að-
ildarviðræður við ESB og tillögu um
virkjanir framhjá Rammaáætlun.
„Það myndaðist engin sátt um þessi
mál, hvorki inni á þingi né í þjóð-
félaginu. Það var ekki gerð tilraun til
þess að ná um þau sátt og það var
aldrei möguleiki á neinni sátt. Sátt
og traust er ekki eitthvað sem hægt
er að panta eða heimta,“ sagði Ótt-
arr.
Eins og hálfur Landspítali
Aukning framlaga til heilbrigðis- og félagsmála á kjörtímabilinu 26 milljarðar
Miklum tíma sóað í mál án samráðs, segir formaður Bjartrar framtíðar
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Stefnuræða Forsætisráðherra sagði að framlög yrðu aukin til allra mikilvægustu málaflokka ríkisins.
Guðbjartur Hannesson, þingmaður
Samfylkingarinnar og fyrrverandi
ráðherra, sagði frá því í færslu á
heimasvæði sínu á Facebook að hann
hefði greinst með krabbamein um
miðjan júlí og væri að berjast við það
þessa dagana og vikurnar. Hann
mætti því ekki til þings næstu vikur.
„Ég treysti á að Alþingi standi sig í
erfiðum störfum framundan, leggi
áherslu á afkomu þeirra sem minnst
hafa og gæti hags barna, öryrkja og
eldri borgara. Þá leggi þingið áherslu
á aukið samstarf stjórnar- og stjórn-
arandstöðu, en ég minni á að sam-
starf þýðir að leita saman að bestu
lausnum, en ekki að meirihlutinn einn
ráði,“ skrifaði Guðbjartur meðal ann-
ars í færslu sinni.
Ólína Þorvarðardóttir, varaþing-
maður í Norðvesturkjördæmi og
áður alþingismaður til margra ára,
sest á þing í veikindaleyfi Guðbjarts.
Tveir nýir taka fast sæti á þingi
Sigríður Á. Andersen hefur nú tek-
ið fast sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, eftir fráfall Péturs H.
Blöndal. Hún hefur verið varaþing-
maður undanfarin ár og nokkrum
sinnum tekið sæti á þingi.
Þá er Ásta Guðrún Helgadóttir
orðin þingmaður fyrir Pírata í
Reykjavík. Hún tekur sæti Jóns Þórs
Ólafssonar, sem lýsti því yfir í vor að
hann myndi ekki taka sæti á Alþingi í
haust. Ásta Guðrún hefur verið vara-
þingmaður hans og tekið nokkrum
sinnum sæti á Alþingi. helgi@mbl.is
Guðbjartur
Hannesson
Ólína
Þorvarðardóttir
Guðbjart-
ur í veik-
indaleyfi
Ólína Þorvarðar-
dóttir leysir hann af
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pír-
ata og fyrrverandi kapteinn flokks-
ins, hóf ræðu sína í umræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra á því
að gagnrýna forseta Íslands vegna
ummæla sem hann hafði um kosn-
ingar um stjórnarskrá samhliða
forsetakosningum. Sagði hún Ólaf
Ragnar Grímsson hafa fært sig inn
á „háskalegar og gerræðislegar
brautir gagnvart þingræðinu í
[gær]dag“, þegar hann hefði „látið
í veðri vaka að ekki sé vandað til
verks“ við gerð nýrrar stjórn-
arskrár.
Því næst sagði hún óskhyggju-
lega barnagælu hafa komið sér í
hug þegar hún las ræðu forsætis-
ráðherra. „Ég skal mála allan
heiminn, elsku Íslendingur,“ sagði
Birgitta um ræðuna sem henni
þótti endurspegla teiknimynd þar
sem lita á yfir aðkallandi vandamál
með fallegum orðum og litum.
Birgitta sagði það vera gott að
vera óskrifað blað, líkt og hún
sagðist vera að mati margra vald-
hafa. „Við Píratar ætlum að halda
áfram að feta þá braut að fjalla um
róttækar breytingar og leggja til
lausnir í anda 21. aldarinnar,“
sagði Birgitta.
Lausnir í anda 21. aldarinnar
BIRGITTA JÓNSDÓTTIR GAGNRÝNDI ÓLAF RAGNAR
Á undanförnum tveimur árum hef-
ur 1.700 m.kr. verið varið til vernd-
ar og uppbyggingar á ferðamanna-
stöðum í gegnum Framkvæmdasjóð
ferðamannastaða. Aldrei hafa jafn
miklir fjármunir verið settir í mála-
flokkinn. Tæpar 500 milljónir hafa
komið frá gistináttaskatti en 1.230
milljónir hafa komið í gegnum sér-
stakar úthlutanir ríkisstjórnarinn-
ar árin 2014 og 2015.
Við undirbúning fjárlagafrum-
varpsins varð ljóst að 1.200 millj-
ónir liggja enn óhreyfðar í Fram-
kvæmdasjóðnum og hefur ekki
verið ráðstafað í þau verkefni sem
úthlutað hefur verið til. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá Atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Unnið hefur verið að því í sumar
að kortleggja ástæður þess og eru
þar ýmsar skýringar á. „Þar má
nefna að skipulagsvinnu er ólokið,
undirbúningur og hönnun ýmiskon-
ar hefur tekið lengri tíma, ágrein-
ingur um eignarhald svæða hefur
tafið framkvæmdir og ýmislegt
fleira,“ segir meðal annars.
„Meta þarf í kjölfarið hversu
háum fjárhæðum stjórn Fram-
kvæmdasjóðs ferðamannastaða
geti endurúthlutað þar sem ekki sé
lengur þörf fyrir fjármunina í þau
verkefni sem þeim var upprunalega
úthlutað til. Staða Framkvæmda-
sjóðsins sýnir glögglega að skortur
á fjármagni er ekki stærsta hindr-
unin í uppbyggingunni þar sem vel
yfir helmingi verkefna sem út-
hlutað hefur verið til er enn ólok-
ið,“ segir í tilkynningunni.
benedikt@mbl.is
Hæg uppbygging á
ferðamannastöðum
Morgunblaðið/Eggert
Nóg til Peningaskortur er ekki
stærsta hindrun fyrir uppbyggingu.
1,2 milljarðar króna liggja óhreyfðir
Þórunn Guðmundsdóttir, formaður
bankaráðs Seðlabanka Íslands, mun
ekki tjá sig um orð Þorsteins Más
Baldvinssonar, forstjóra Samherja,
um að stjórnendur Seðlabankans
eigi að sæta ábyrgð, en mál Seðla-
bankans á hendur stjórnendum
Samherja hefur verið fellt niður.
„Ég er búin að láta bankaráðið
vita að ég er vanhæf í þessu máli og
mun víkja sæti þegar þetta kemur
upp á fundi bankaráðs. Samherji er
viðskiptavinur lögmannsstofu minn-
ar og þó ég hafi aldrei unnið fyrir
fyrirtækið mun ég víkja og ekki
fjalla um málið,“ segir Þórunn en
hún á hlut í lögmannsstofunni Lex.
Tjónið gríðarlegt
Fyrir helgi felldi embætti sérstaks
saksóknara niður mál á hendur Þor-
steini og nokkrum starfsmönnum
Samherja er varðaði meint brot á
lögum og reglum um gjaldeyrismál.
Már Guðmundsson, seðlabanka-
stjóri, var ekki í aðstöðu til að tjá sig
um orð Þorsteins, þegar blaðið náði
tali af honum í gær.
Þorsteinn Már sagði meðal annars
í bréfi sínu til starfsmanna Samherja
á sunnudag „Löngu tímabært er að
æðsta stjórn bankans axli ábyrgð
með því að grípa inn í og stöðva
þessa misbeitingu valds og kalli
menn til ábyrgðar til að tryggja að
svona lagað endurtaki sig ekki. Ég
hyggst senda bankaráði opið bréf
þess efnis á næstu dögum,“ skrifaði
Þorsteinn og bætti við. „Mér er ekki
efst í huga fjárhagslegt tjón heldur
hvernig þessar skipulögðu ofsóknir
hafa spillt orðspori okkar um allan
heim.“
Vanhæf og víkur
í Samherja-máli
Formaður banka-
ráðs Seðlabankans
fjallar ekki um málið
Morgunblaðið/Ómar
HS Orka áformar að reisa um 9 MW
rennslisvirkjun í efri hluta Tungu-
fljóts í Biskupstungum, Brúarvirkj-
un, og hefur Mannvit lagt fram til-
lögu að matsáætlun fyrir hönd
fyrirtækisins.
Orkuöflun HS Orku hefur til
þessa að mestu byggst á jarðvarma-
virkjunum, það er orkuveri í Svarts-
engi og Reykjanesvirkjun. Þær eru
grunnaflsvirkjanir sem starfræktar
eru nálægt málafli allt árið þar sem
þær henta síður til að fylgja breyti-
legu álagi, segir í tillögunni. Fyrir-
tækið hefur í seinni tíð gert samn-
inga um kaup á orku frá litlum
vatnsaflsvirkjunum til að styrkja
stöðu sína á raforkumarkaði og með
Brúarvirkjun er fetað áfram þá slóð.
HS Orka hyggst
virkja í Tungufljóti
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti
einróma í gær að taka á móti flótta-
fólki. Bæjarstjóra var falið að koma
afstöðu bæjarins á framfæri og
vinna að frekari undirbúningi í
samvinnu við ráðuneyti, félags-
málastjóra og önnur sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu.
„Kópavogsbær vill sýna ábyrgð
og telur eðlilegt að bærinn, sem
næst stærsta sveitarfélag landsins,
bjóði flóttafólki aðstoð, í hlutfalli
við stærð sína,“ segir í ályktun.
Kópavogur vill taka
á móti flóttafólki