Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Tenging [þjóðaratkvæðagreiðslu
um stjórnarskrárbreytingar] við for-
setakosningar næsta vor skiptir í
þessum efnum litlu og er jafnvel
ólýðræðisleg í eðli sínu,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
í ávarpi við setningu Alþingis í gær.
Hann lét ekki uppihvort hann hygð-
ist bjóða sig fram við forsetakosn-
ingarnar.
Forsetinn ræddi um mikilvægi
óskerts fullveldis þjóðarinnar. Bar-
áttan fyrir því hefði varað í heila öld.
Það hefði verið hornsteinn í sjálf-
stæðiskröfum Íslendinga og í átök-
um um útfærslu landhelginnar. Full-
veldisrétturinn hefði einnig verið
úrslitavopn þegar „bandalag Evr-
ópuríkja reyndi að þvinga Íslendinga
til að axla skuldir einkabanka“.
Ekki vísað í þjóðarheill
Þetta var inngangur hans að um-
ræðu um breytingar á fullveldis-
ákvæðum stjórnarskrár. „Um þess-
ar mundir er hins vegar boðað í nafni
nefndar sem ræðir stjórnarskrána
að hið nýja þing þurfi á næstu vikum
að breyta þessum hornsteini ís-
lenskrar stjórnskipunar. Tíminn sé
naumur því nýta þurfi, vegna spar-
semi og hagræðis, forsetakosning-
arnar á næsta vori. Efnisrökin eru
hvorki tilvísun í þjóðarheill né ríkan
vilja landsmanna, heldur almennt tal
um alþjóðasamstarf, lagatækni og
óskir embættismanna,“ sagði Ólafur
Ragnar og benti á að Íslendingum
hefði tekist að vera í margvíslegu al-
þjóðasamstarfi án þess að þörf hefði
verið á að breyta fullveldisákvæðum
lýðveldisins.
Ef þingið hygðist hreyfa við full-
veldisréttinum bæri að vanda þá
vegferð, gaumgæfa orðalag og allar
hliðar málsins og efna til víðtækrar
umræðu um afleiðingar slíkrar
breytingar. Hann sagði að tillögur
um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóð-
areign á auðlindum landsins hvíldu
aftur á móti á viðtækri lýðræðislegri
umfjöllum. „Ég hef lengi talið að
greinar um þjóðareign og atkvæða-
greiðslu ættu erindi í stjórnarskrá
en jafnframt ítrekað, bæði áður og
aftur nú, að samning þeirra er
vandaverk. Hvorki þröng tímamörk
né sparnaðarhvöt mega stofna gæð-
um verksins í hættu,“ sagði forsetinn
og varaði við tengingu við forseta-
kosningar í vor. Ítrekaði hann fyrri
varnaðarorð sín um að Alþingi þyrfti
að tryggja að þjóðin vissi með vissu
hver staða forsetans væri í stjórn-
skipan landsins þegar hún gengi að
kjörborðinu í vor. Bætti við að Ís-
lendingar væru ekki svo fátækir að
ekki væri hægt að veita þjóðinni,
með aðgreindum kosningum, sjálf-
stæðan rétt til að ákveða nýskipan
stjórnarskrár og kjósa sérstaklega
forseta lýðveldisins.
Kvaddi þingheim
Þetta er síðasta þingsetning á
kjörtímabili forsetans. Hann kvaddi
þingmenn en sagði ekki frá áformum
sínum. „Þegar ég nú, samkvæmt um-
boðinu sem þjóðin fól mér, set Al-
þingi í síðasta sinn, flyt ég þinginu í
senn djúpa virðingu mína og einlæg-
ar þakkir,“ sagði Ólafur Ragnar og
minntist fjölmargra samstarfs-
manna sinna í þinginu, bæði í núver-
andi stöðu og áður.
Tenging við kosningar ólýðræðisleg
Forseti Íslands hvetur þingmenn til að vanda til verka við breytingar á fullveldisrétti lýðveldisins
Vill ekki blanda saman atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar og kosningu forseta Íslands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þingsetning Þingmenn voru heldur alvörugefnir við þingsetninguna í gær, enda mörg verkefni framundan.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ávarp Ólafur Ragnar Grímsson.
Forseti Alþingi, Einar K. Guðfinnsson, gerði vinnu við
endurskoðun á þingsköpum Alþingis að umtalsefni í
þingsetningarræðu. Starfið hefði orðið tafsamara en
hann hugði. Það þyrfti þó ekki að vera alslæmt. Vegna
þess að vinnan stæði enn yfir gæfist þingmönnum
tækifæri til að læra af reynslunni, ekki síst reynslu síð-
asta þings. Þá mundi reyna á málið í vetur.
Hann sagði að sá munur sem væri á þinghaldi hér og
í nágrannalöndunum hefði verið sér talsvert umhugs-
unarefni á síðustu mánuðum og allir hlytu að velta
honum fyrir sér. „Þau þingsköp sem við búum við eru
ekki ósvipuð þeim sem gilda í þeim ríkjum sem við ber-
um okkur helst saman við, svo sem á Norðurlöndunum.
Það er því býsna mikið umhugsunar-
efni að þinghaldið hjá okkur er oft á
tíðum frábrugðið því sem þar tíðk-
ast. Skýringanna hlýtur því að vera
að leita annars staðar en í leikregl-
unum sem við höfum leitt í lög,“
sagði Einar.
Hann boðaði að forsætisnefnd
hygðist á næstu vikum flytja frum-
varp um breytingar á lögum um
rannsóknarnefndir Alþingis og end-
urflytja frumvörp um ný heildarlög fyrir ríkisendur-
skoðun og siðareglur fyrir þingmenn.
Skýringarnar aðrar en leikreglurnar
STÖRF ÞINGSINS FORSETA ALÞINGIS UMHUGSUNAREFNI
Einar K.
Guðfinnsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Almennt eru þetta miklu hærri töl-
ur en gerist annars staðar og segir
okkur að Íslendingar eru óðir í að
horfa á fótbolta þegar vel gengur,“
segir Valgeir Vilhjálmsson, mark-
aðsrannsóknarstjóri á RÚV, um
áhorfendatölur á landsleiki Íslands
sem sjá má á meðfylgjandi töflu.
Þar má sjá áhorf á leiki íslenska
karlalandsliðsins í knattspyrnu í síð-
ustu tveimur undankeppnum. Hefur
meðaláhorf á allar mínútur leiksins
aldrei verið meira en í leiknum gegn
Kasakstan á sunnudag síðasta þegar
það fór yfir fimmtíu prósent.
„Fótboltaleikir eru þetta langir,
jafnvel yfir 100 mínútum þegar upp-
hitun og uppbótartími er talinn með.
Að fá meðaláhorf á hverja mínútu
sem er yfir fimmtíu prósentum er
ótrúlega mikið og mjög sjaldgæft.
Ég sendi þessi gögn til UEFA,
Sporting intelligence og Sportfive í
Evrópu og þeir eiga ekki til orð yfir
þetta áhorf,“ segir Valgeir og bætir
við að einn þeirra sem hann sendi
gögnin á hafi sent til baka Vá! þegar
hann sá tölurnar.
Ótrúlegar áhorfendatölur
Horft á allar
mínútur leiksins
við Kasakstan
Sjónvarpsáhorf á landsleiki Íslands
*Áhorf lengur en í 5 mínútur
Leikur Úrslit Áhorf allantímann í %
Uppsafnað
áhorf í %*
Ísland - Noregur 2-0 29,4 55,3
Kýpur - Ísland 1-0 16,6 35,0
Albanía - Ísland 1-2 32,9 46,1
Ísland - Sviss 0-2 14,5 38,4
Slóvenía - Ísland 1-2 11,1 28,3
Ísland - Slóvenía 2-4 26,8 53,4
Sviss - Ísland 4-4 20,2 43,7
Ísland - Alabanía 2-1 34,8 61,6
Ísland - Kýpur 2-0 29,7 58,0
Noregur - Ísland 1-1 36,7 66,5
Ísland - Króatía 0-0 45,1 78,7
Króatía - Ísland 2-0 48,0 77,6
Ísland - Tyrkland 3-0 (1-0) 25,8 50,5
Lettland - Ísland 0-3 (0-0) 25,9 48,1
Ísland - Holland 2-0 (2-0) 35,9 60,0
Tékkland - Ísland 2-1 (1-1) 41,2 65,0
Kasakstan - Ísland 0-3 (0-2) 20,3 40,1
Ísland - Tékkland 2-1 (0-0) 29,9 53,8
Holland - Ísland 0-1 (0-0) 47,9 66,3
Ísland - Kasakstan 0-0 51,9 66,0
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri, telur jákvætt að ráðherrar
séu farnir að tala um Laugardals-
völl sem þjóðarleikvang. Það er
hann ekki samkvæmt skilgrein-
ingu, en hjá ríkinu liggur tillaga
starfshóps Katr-
ínar Jakobsdótt-
ur, fyrrverandi
menntamálaráð-
herra, um að
hann verði slík-
ur. Verði af því
myndi ríkið taka
yfir rekstur
hans af borg-
inni.
Eins segir
hann að vel sé
hægt að taka undir ályktun
íþróttafélaga í Reykjavík um að
ekki verði frekara fé varið frá
borginni til uppbyggingu áhorf-
endaaðstöðu. „Borgin hefur setið
uppi með mikinn framkvæmdar-
og rekstrarkostnað. Við erum
tilbúin að ræða ýmislegt en
íþróttafélögin í Reykjavík, eða
ÍBR, hafa ályktað skýrt um að það
muni ekki koma frekari peningar
til áhorfendaaðstöðu,“ segir Dag-
ur. „En þessi umræða er á nokkru
frumstigi og við munum heyra
hugmyndirnar og setjast niður
með ríkinu, en ég tek undir með
íþróttafélögunum um að það sé
ekki sjálfgefið að meira fé sé sett í
Laugardalsvöll frá borginni,“ segir
Dagur.
Aðstæður í Laugardal
séu til sóma
Spurður hvort hann telji farsæl-
ast að ríkið taki yfir rekstur þjóð-
arleikvanga á borð við Laugardals-
völl þá telur hann slíkt ótímabæra
umræðu.
„Það þarf fyrst að fá hugmyndir
fram áður en hægt er að taka af-
stöðu til þess. Mér finnst ekki al-
veg skýrt hvað ríkið ætlar sér en
ég geri ráð fyrir að frumkvæðið
[að byggingu nýs Laugardalsvall-
ar] liggi hjá því. Ég tek samt fram
að mínar dyr standa opnar til þess
að ræða þessa hluti. Borgin fer
líka með skipulagsvald og viljum
passa upp á að aðstæður í Laug-
ardal séu til sóma,“ segir Dagur.
vidar@mbl.is
Dagur B.
Eggertsson
Frumkvæðið
sé hjá ríkinu
Dagur B. Eggertsson segir ekki sjálfgefið
að borgin setji meira fé í Laugardalsvöll