Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blessað barnalán Matthildur t.v. umkringd sínum börnum, Jóhanni Inga, Eddu og Elvu. T.h. er Ingunn Ásta með sín börn, Silvíu, Anítu og Ívar Inga.
um. Þar sem flestir kusu að svara í
einkaskilaboðum fannst okkur aug-
ljóst að þörf væri á fámennum
fræðslunámskeiðum.“
Fyrsta námskeiðið sem þær
bjóða upp á, Barnið komið heim, hvað
svo? er ætlað verðandi foreldrum
með sitt fyrsta barn og byggist að
mörgu leyti á þessum könnunum.
Markmiðið er að varpa ljósi á þá veg-
ferð sem hefst við fæðingu barns og
að efla sjálfstraust foreldra. Andleg
líðan, parasamband, umönnun barns,
hagnýtar upplýsingar og raunhæf
verkefni eru leiðarstefin. Þær gera
ráð fyrir sjö til tíu pörum á hverju
námskeiði en segja einstaklinga vita-
skuld líka velkomna, sem og foreldra
sem eigi börn fyrir. „Við kappkostum
að námskeiðið sé bæði hagnýtt og
skemmtilegt. Þótt dúkkur verði stað-
genglar barna fá verðandi foreldrar
raunhæf verkefni í umönnun þeirra,
auk þess sem við förum yfir ýmis
lagaleg atriði og sendum svo þátttak-
endur heim með gott veganesti –
langan lista af góðum ráðum.“
Veraldlegu hlutirnir
Á námskeiðinu verða samband
og samskipti verðandi foreldra einnig
í brennidepli. Þeim finnst gríðarlega
mikilvægt að pör hlúi sérstaklega að
sambandinu sín á milli þegar barn er í
vændum. „Það er ekki nóg að huga
bara að veraldlegu hlutunum; kaupa
fínasta fatnaðinn, vögguna, bílstólinn,
barnavagninn og þvíumlíkt áður en
barnið fæðist. Eftir fæðinguna verða
miklar breytingar sem oft reyna á
parasambandið og skapa jafnvel tog-
streitu. Margir eru óöruggir í nýju
hlutverki og smeykir við að gera mis-
tök eða leita sér aðstoðar ef eitthvað
kemur upp á. Ekki er sjálfgefið að ný-
bökuðum foreldrum líði vel þótt barn-
ið sé heilbrigt. Þar sem ríkjandi við-
horf eru á þann veg að tíminn með
nýfædda barninu eigi að vera svo
dásamlegur og skemmtilegur geta
foreldrar fyllst sektarkennd ef tilfinn-
ingar sem ekki eru 100% jákvæðar
láta á sér kræla. Þeir eru oft undir
mikilli pressu að gera allt rétt og fá
vel meint ráð héðan og þaðan; ekki
láta barnið nota snuð, endilega að
mauka allan mat handa barninu og
þar fram eftir götunum. Önnur
pressa er að standa sig vel í brjósta-
gjöfinni, hafa barnið minnst sex mán-
uði á brjósti og síðast en ekki síst er
mikill þrýstingur á mæður að vera
komnar í form strax eftir fæðingu.“
Innsæið og mömmuhjartað
Ingunn Ásta og Matthildur hafa
reynt þetta allt saman á eigin skinni –
þrisvar sinnum hvor – og þar sem
þær eru líka vel lesnar í uppeldis-
fræðunum telja þær sig vel í stakk
búnar að greina kjarnann frá hisminu
og leiðbeina öðrum. Í stórum dráttum
eru þær á því að affarasælast sé að
láta eigið innsæið ráða, eða einfald-
lega mömmuhjartað eins og stundum
er sagt. Börn þrífist ágætlega þótt
þau séu ekki eins lengi á brjósti og
handbækurnar kveði á um, noti snuð
og fái ekki heimamaukaðan mat.
„Það er krefjandi að eignast sitt
fyrsta barn og vissulega verður fólk
öruggara í foreldahlutverkinu eftir
því sem börnin verða fleiri. Samt má
ekki gleyma að hvert barn er einstakt
og hverju barni fylgja nýjar áskor-
anir. Fyrsta barn reynir þó yfirleitt
mest á samband foreldranna, lítilfjör-
legur ágreiningur um verkaskiptingu
getur blossað upp, einnig afbrýðisemi
hjá föðurnum því að öll orka móður-
innar kann að fara í að sinna barninu,
svo nokkur dæmi séu tekin. Sam-
bandið situr á hakanum og þótt í bí-
gerð sé að fara kannski út að borða
getur slíkt dregist von úr viti. Stund-
um gleymist alveg ástæða þess að
parið ákvað upphaflega að eignast
barn – sem væri þó vel þess virði að
rifja upp á erfiðum stundum.“
Sértæk vandamál
Þær segja ekki nóg að afla sér
upplýsinga með því að gúggla ýmis
vandamál sem upp kunna að koma,
enda séu þau yfirleitt sértæk og kalli
á sértækar lausnir, eins og þær orða
það, og því sé mikilvægt að foreldrar
geti leitað sér persónulegrar ráð-
gjafar. Þær eru að þróa alls konar
námskeið en vilja ekki fara nánar út í
þá sálma að sinni, upplýsa þó að upp-
eldisnámskeið fyrir foreldra ungra
barna sé á döfinni.
„Flestir standa sig alveg prýði-
lega í foreldrahlutverkinu og við ætl-
um svo sannarlega ekki að fara að ýta
undir frammistöðukvíða. Námskeið-
inu Barnið komið heim, hvað svo? er
þvert á móti ætlað að ráðast að rótum
kvíðans og styrkja foreldra í nýju
hlutverki. Við vonumst til að geta
fljótlega verið í fullu starfi í nýja
fyrirtækinu okkar þar sem við bjóð-
um upp á námskeið af ýmsu tagi og
veitum jafnframt viðtöl eftir pöntun.
Miðað við viðtökurnar eru við bjart-
sýnar.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Safnaðu litlum listaverkum
Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum.
Einnig er hægt að panta þau hjá
Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050.
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
facebook.com/icelandicstamps
Ámorgun 10. september gefur Íslandspóstur út tvær
frímerkjaraðir og eina smáörk. Myndefni frímerkjanna eru
Elliðaeyjar- ogÆðeyjarvitar og gamlar byggingar. Myndefni
smáarkarinnar er tileinkað alþjóðlegu jarðvegsári Sameinuðu
þjóðanna 2015 og sýnir gróður- og jarðvegseyðingu.
Ingunn Ásta Sigmundsdóttir er 36 ára uppeldis- og menntunarfræð-
ingur og starfar sem kennari við unglingadeild Háteigsskóla í Reykja-
vík. Hún lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði og er með
kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskólum. Hún stundar meistara-
nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf við HÍ. Ingunn Ásta á þrjú
börn, sem eru fædd á árunum 2008, 2009 og 2011.
Matthildur Jóhannsdóttir er 34 ára félagsráðgjafi. Hún lauk BA-
prófi í félagsráðgjöf árið 2012 og meistaranámi til starfsréttinda árið
2014. Matthildur á þrjú börn, sem fædd eru á árunum 2009, 2011 og
2014.
Samstarfskonur
EIGENDUR EIKAR
Það kemur í ljós, eða Becoming Visible
nefnist sýning á listaverkum úr þæfðri
ull eftir finnsku listakonuna Karoliina
Arvilommi sem verður opnuð í dag kl.
16 í Hannesarholti, Grundarstíg 10.
Karoliina er stödd hér á landi ásamt
manni sínum Roderick Welch vegna
blautþæfingarnámskeiðs sem haldið
var á vegum Heimilisiðnaðarfélags Ís-
lands undir leiðsögn
þeirra.
Karoliina er þekkt
textíllistakona í
Finnlandi. Æskan
mótaði hana sem
listakonu, en hún
ólst upp á eyjunni
Kuorsalo í Eystra-
salti þar sem lífið
var rólegt og ein-
falt, hvorki rafmagn né rennandi vatn
en náttúran, litirnir og birtan heillandi.
Karoliina lærði vefnað og hönnun en
hefur um nokkurt skeið helgað sig þæf-
ingu. Listformið veitir henni það frelsi
sem hún sækist eftir í formum og lita-
blöndun. Verkin, sem eru litrík og flest
óhlutbundin, vísa mörg hver í þjóðsög-
ur og sagnir en önnur eru innblásin af
landslagi og litum náttúrunnar.
Karoliina notar eingöngu ull sem
hún vinnur sjálf. Kindurnar eru af sjald-
gæfum finnskum fjárstofni frá lífrænt
vottuðum býlum. Karoliina þvær ullina
og litar og kembir í stórri 100 ára gam-
alli þýskri kembivél.
Karoliina hefur haldið einkasýningar
í Finnlandi og tekið þátt í fjölda sam-
sýninga utan Finnlands. Nánari upplýs-
ingar um Karoliinu og verk hennar eru
á heimasíðunni: www.liinalommi.com
Sýningin stendur til sunnudagsins
25. október.
Það kemur í ljós – Heimilisiðnaðarfélag Íslands
Litrík listaverk úr þæfðri ull
sem vísa í þjóðsögur og sagnir
Listaverk Verk Karoliinu eru innblásin
af landslagi og litum náttúrunnar.
Karoliina
Arviloomi
Friðardagur verð-
ur haldinn í
Móðurhofi á
Stokkseyri n.k
laugardag 12.
september. Eins
og nafnið vísar til
verður áhersla
lögð á kyrrð og
frið. Boðið verður
upp á mjúkt jóga,
slökun, hug-
leiðslur og gönguferð á ströndinni á
Stokkseyri með Unni Arndísardóttur,
jógakennara og seiðkonu, í farar-
broddi.
Unnur kennir öndun, slökun og
hugleiðslu sem eiga að gagnast fólki
í amstri hversdagsleikans og færa því
frið og ró. Nánar tiltekið er friðar-
dagur ætlaður þeim sem vilja öðlast
nánari tengsl við sjálfa sig og sinn
innri frið, anda að sér andartakinu og
finna friðaruppsprettuna innra með
sér.
Skráning og nánari upplýsingar á
netfanginu: uni@uni.is
Stokkseyri
Stokkseyri Kyrrð og friður í bæ.
Unnur
Arndísardóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðardagur
í Móðurhofi
Skráning á námskeið: Eik
ráðgjöf á Facebook og net-
fangið: eikradgjof@gmail.com