Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
TWIN LIGHT GARDÍNUR
Láttu sólina ekki
trufla þig í sumar
Betri birtustjórnun
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 10-18
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Þorsteinn Ásgrímsson
thorsteinn@mbl.is
Skúli Þorvaldsson, fjárfestir og einn
ákærðu í Marple-málinu svonefnda,
segir að hann hafi treyst Magnúsi
Guðmundssyni, fyrrum forstjóra
Kaupþings í Lúxemborg, fullkom-
lega og þess vegna trúað því að hann
væri eigandi félagsins Marple, þegar
Magnús sagði Skúla að hann ætti
það.
Skúli hefur aftur á móti þrætt fyr-
ir það við dómsmálið að vera eigandi
félagsins og vísar hann til þess að
ekki hafi verið gerður kaupsamning-
ur um umrætt félag, kláruð vinna við
afsal til hans, eða gengið frá stofnun
í takt við reglur í Lúxemborg, þar
sem félagið er skráð. Skúli er ákærð-
ur fyrir hylmingu og til vara fyrir
peningaþvætti með því að hafa sem
eigandi Marple tekið við og geymt
ávinning af auðgunarbroti.
„Ekki lagt krónu“ í Marple
Þegar tekin var skýrsla af Skúla
við aðalmeðferð málsins í gær sagð-
ist Skúli ekki hafa „lagt krónu í þetta
félag“. Þrátt fyrir það átti félagið
hluti í Exista á sínum tíma, mikið
magn skuldabréfa sem Kaupþing
hafði gefið út og allskonar gjald-
miðlaskiptasamninga.
Við réttarhöldin hefur komið fram
að Magnús hafi tekið ákvarðanir um
félagið, það staðfesti m.a. Þórður
Emil Ólafsson, fyrrverandi við-
skiptastjóri hjá Kaupþingi í Lúxem-
borg og viðskiptastjóri Skúla og fé-
laga hans.
Skúli var eftir sem áður skráður
hluthafi í hlutafélagaskrá í Lúxem-
borg í júní 2007, en hann svaraði
spurningum um efnið að því lútandi
að það hefði ekki verið í samræmi við
lög í Lúxemborg. Sagðist hann hafa
ætlað að stofna félag í Lúxemborg,
en fyrir átti hann fjölda annarra
slíkra. Hann hafi seinna meir komist
að því að Kaupþing hafi þess í stað
skráð hann fyrir eldra félagi.
Saksóknari fór yfir ýmis skjöl sem
tengdust Marple, m.a. fundargerðir
stjórnar og umboð sem Skúli hafði
skrifað undir. Áður hafði hann vé-
fengt að þetta væru hans undir-
skriftir, en eftir staðfestingu rit-
handarsérfræðings sagði hann að
þær hlytu að vera sínar, en sagðist
aftur á móti ekki muna eftir þeim.
Í máli Eggerts Jónasar Hilmars-
sonar, fyrrum framkvæmdastjóra
Kaupþings, sem kallaður var fyrir
dóminn sem vitni í gær, kom hins
vegar fram að Kaupþing í Lúxem-
borg hafi stundum komið fram fyrir
hönd viðskipta sinna sem hluthafi í
eigendaskrá í Lúxemborg ef óskað
var eftir því.
Bankinn hafi þá farið með eignar-
hald en raunverulegur eigandi komið
fram í samningum milli bankans og
viðskiptavina.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Héraðsdómur Skúli Þorvaldsson segist ekki hafa verið eigandi félagsins Marple sem var skráð í Lúxemborg.
Þrætir fyrir það að
vera eigandi Marple
Skúli Þorvaldsson stóð í þeirri trú að hann ætti félagið
Samtök starfsmanna fjármálafyrir-
tækja (SSF) og Samtök atvinnulífs-
ins skrifuðu í gær undir kjarasamn-
ing sem gildir til ársloka 2018.
Undirskriftin er með fyrirvara um
samþykki félagsmanna SSF.
Launahækkanir á samningstím-
anum fyrir þá sem hófu störf fyrir
1. janúar 2015 og eru enn í starfi
við undirritun kjarasamnings eru
16,5 til 22,2 prósent. Þeir sem voru
með lægstu launin hækka mest sem
er í anda þeirrar launastefnu sem
stéttarfélög á almennum vinnu-
markaði hafa undirritað í sumar.
Um mánaðamótin hækka því öll
laun í launatöflu SSF um 25.000
krónur og desemberuppbót fer úr
78 þúsundum í 89 þúsund á samn-
ingstímanum.
Kjarasamningurinn hvílir á
þremur meginforsendum, að kaup-
máttur launa aukist á samningstím-
anum, að launastefna samningsins
verði stefnumótandi fyrir aðra
kjarasamninga og að ríkisstjórnin
standi við sína yfirlýsingu.
Öll laun hækka um
25 þúsund krónur
Lára Halla Sigurðardóttir
Benedikt Bóas
Sjósundskapparnir Ásgeir Elíasson
og Árni Þór Árnason komust báðir
yfir Ermarsundið til Frakklands á
mánudag.Var Árni 21 klukkustund á
leiðinni en Ásgeir fór leiðina á 17
klukkustundum.
Aðstæður voru erfiðar á leiðinni,
töluvert rok og mikil ölduhæð. Þeir
félagar börðust þó í gegn frá Dover í
Englandi til Frakklands og þurfti
Ásgeir að skríða síðustu metrana
með fjörubotninum. Á leiðinni glímdi
hann meðal annars við tognun, sjór-
inn færði hann af og til í kaf og gerði
hann sér fljótlega grein fyrir því að
hann gæti ekki farið fram og til baka
yfir sundið líkt og hann hafði vonað.
Fyrstu tíu klukkustundirnar
gengu ágætlega en seinni hlutinn
var mjög erfiður að sögn Ásgeirs,
sérstaklega síðustu tvær klukku-
stundirnar. „Það var stöðugur öldu-
gangur og ég byrjaði að togna þar
sem lærin festast við mittið og það
pirraði mig,“ sagði Ásgeir við mbl.is í
gær.
Sjóveikin var ekki langt undan en
Ásgeir fann þó ekki verulega fyrir
henni fyrr en hann náði botni í fjör-
unni við Frakklands. „Þegar ég fór
að ganga í land hrundi ég niður, ég
gat ekki gengið,“ segir Ásgeir en þá
var hann illa haldinn af sjóriðu.
Samkvæmt reglum sundsins má
sundfólkið ekki þiggja aðstoð og því
varð hann að koma sér sjálfur upp í
fjöru. Brá Ásgeir á það ráð að skríða
eftir botninum og smám saman tókst
honum að koma sér í land.
Íslendingarnir
komust báðir yfir
til Frakklands
Rok og ölduhæð á leiðinni yfir
Ermarsund Skreið síðustu metrana
Ásgeir Elíasson Árni Þór Árnason
Kerfi Reiknistofu bankanna réð
ekki við þær upphæðir sem
þurfti að millifæra innan Kaup-
þings vegna einnar af þeim
millifærslum sem saksóknari
tengir við Marple-málið.
Við yfirheyrslur yfir vitnum í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
kom fram að skipta hafi þurft
rúmlega þriggja milljarða
færslu upp í fjóra hluta.
Fjórir starfsmenn bókhalds-
deildar bankans komu fyrir
dóminn í gær og voru spurðir af
saksóknara um verkferla innan
deildarinnar, millifærslur og
skjalageymslu. Var m.a. spurt út
í millifærslu sem ákærða,
Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrr-
verandi fjármálastjóri bankans,
óskaði eftir.
Upphæðin nam rúmlega
þremur milljörðum króna og var
hún millifærð í fjórum milli-
færslum. Tæpur milljarður var
millifærður þrisvar sinnum, og
afgangurinn í þeirri fjórðu.
Of há fjár-
hæð fyrir RB
FJÓRAR MILLIFÆRSLUR
„Menn vilja fara að síga af stað, við
þorum ekki að bíða mikið lengur,“
segir Sigurbjartur Pálsson,
kartöflubóndi í Skarði í Þykkvabæ.
Margir kartöflubændur hafa seink-
að uppskerustörfum vegna þess
hvað kartöflurnar hafa sprottið illa í
sumar, og viljað nýta haustið til að
reyna að fá þær stærri.
Kartöflugrös hafa ekki fallið í
Þykkvabæ, eins og fyrir norðan og
austan, og því hafa bændur talið
óhætt að bíða aðeins með uppskeru-
störf. Nú er hins vegar allra veðra
von og ekki eftir neinu að bíða.
Miklar rigningar geta tafið upp-
skerustörf. Bæði er það að bændur
vilja síður taka upp í regni vegna
slæmra áhrifa á afurðina og vél-
arnar, og hitt að erfitt getur verið að
komast út á akrana í mikilli bleytu.
Sigurbjartur segir að enn hafi ekki
rignt það mikið að til vandræða
horfi. Það geti hins vegar breyst
fljótt. Ekki þurfi nema einn mikinn
rigningardag til að allt fari á flot.
helgi@mbl.is
Þora ekki að bíða leng-
ur með kartöflurnar
Uppskerustörf að hefjast í Þykkvabæ
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Uppskera Sigurbjartur Pálsson vill
fara að taka upp af fullum krafti.