Morgunblaðið - 09.09.2015, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
DALVÍKURBYGGÐ
OG NÁGRENNI2015
Á FERÐ UM
ÍSLAND
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Á Grenivík er búsett áhugalista-
konan Eygló Kristjánsdóttir og er
hún eigandi handverksgallerís sem
nefnist Gallery Glóu. Er um að ræða
nokkuð óvenjulegt en um leið
skemmtilegt handverkstæði sem
notið hefur talsverðra vinsælda und-
anfarin ár.
„Upp á síðkastið hef ég reynt að
mála meira á striga, en mest hef ég
þó málað á steina og strákústa eftir
pöntunum,“ segir Eygló í samtali við
Morgunblaðið. „En ef fólk biður um
eitthvað annað mála ég líka á það,
eins og til dæmis á flöskur, krukkur,
gips og keramik.“
Bílaviðgerðir hafa tekið yfir
Handverkshúsnæði hennar er
þrískipt. Öðru megin má finna
geymslurými en í hinum enda húss-
ins er vinnustofa og lítil verslun þar
sem gestum og gangandi gefst kost-
ur á að kynna sér listmuni. Það rými
hefur nú hins vegar verið yfirtekið
um stund af eiginmanni Eyglóar,
sem nýtir það til bílaviðgerða.
„Starfsemin hefur legið aðeins
niðri um tíma, þar sem maðurinn
minn er hálfpartinn búinn að yfir-
taka galleríið,“ segir Eygló og bætir
við að þau hjónin séu nú í leit að nýju
húsnæði sem hýst geti handverk-
stæðið. „Handverk og bílaviðgerðir
fara nefnilega ekki vel saman.“
Það var fyrst árið 2006 sem
Eygló hóf að mála og skreyta steina.
Með tímanum tók áhugamál hennar
hins vegar nokkrum breytingum
þegar fólk fór í auknari mæli að
leggja inn pöntun fyrir listmunum.
„Í upphafi gerði ég þetta til
þess að hafa eitthvað að gera hér
heima. En fljótlega jókst nú eftir-
spurnin eftir þessum munum. Eftir
hrun, þegar ég hélt að þetta myndi
leggjast af, hefur verið nokkuð mikið
að gera og myndaðist um tíma bið-
listi eftir hlutum,“ segir hún.
Aðspurð segir Eygló Íslendinga
jafnt sem erlenda ferðamenn mjög
áhugasama um listmuni hennar.
„Íslendingarnir hafa einnig ver-
ið mjög duglegir við að kaupa af mér
og farið með vörurnar úr landi. En
allt kemur þetta þó í hollum. Eina
stundina eru steinarnir mjög vinsæl-
ir en þá næstu eru það kústarnir
sem slá í gegn,“ segir hún.
Vel sótt handverksnámskeið
Í tvígang hefur verkalýðs-
félagið Eining-Iðja fengið Eygló til
þess að halda námskeið í steina-
málun. „Það kom góður hópur hátt í
20 kvenna og skemmtum við okkur
mjög vel,“ segir hún, en námskeiðin
voru haldin yfir helgi. „Ég bjóst nú
ekki við svo mörgum, en maður veit
nú aldrei út í hvað er farið þegar
haldin eru námskeið,“ segir hún og
bætir við að ekki sé útilokað að fleiri
námskeið verði haldin síðar. Ekkert
hefur þó verið ákveðið í þeim efnum
enn.
Ljósmyndir/Gallery Glóu
Í galleríinu Eygló Kristjánsdóttir, áhugalistakona á Grenivík, hefur vakið athygli fólks með verkum sínum.
Skreytir strákústa,
flöskur og steina
Í litlu galleríi á Grenivík lifnar hversdagsleikinn við
Í Ungó, leikhúsi Dalvíkurbyggðar,
má finna hið ríflega 70 ára gamla
Leikfélag Dalvíkur. Kristján Guð-
mundsson, formaður leikfélagsins,
segir bæjarbúa mega eiga von á
„stórri sýningu“ eftir áramót.
„Það er nú ekki alveg búið að
ákveða þá sýningu, en leikfélagið er
einnig í samstarfi við Dalvíkurskóla
að fara að setja upp aðra sýningu,“
segir hann í samtali við Morgun-
blaðið og bætir við að áhugamanna-
leikfélagið setji þannig að jafnaði upp
tvær sýningar á ári hverju.
Spurður hvort bæjarbúar séu iðnir
við að sækja sýningar leikfélagsins
kveður Kristján já við. „Við fáum
vanalega um eittþúsund manns á
sýningar, sem er ansi gott enda jafn-
gildir það um helmingi bæjarbúa.“
Leikfélagið hefur verið starfrækt
allt frá árinu 1944 og var í fyrra hald-
in afmælissýning á leikritinu Full-
komið brúðkaup. khj@mbl.is
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ungó Leikfélag Dalvíkurbyggðar hefur starfað frá 1944 og nýtur vinsælda.
Helmingur bæjarbúa sækir
áhugamannaleikfélagið heim
Í ágúst var haldin í 23. sinn Hand-
verkshátíð í Eyjafjarðarsveit. Stefán
Árnason, skrifstofustjóri hjá sveitar-
félaginu, situr í stjórn hátíðarinnar
og segir um 15-17 þúsund manns hafa
sótt hátíðina í sumar. „Það má segja
að þetta sé samfélagsverkefni.
Sveitarfélagið hefur umsjón með
verkefninu en ábyrgðin og reksturinn
er í raun í höndum félagasamtaka í
sveitinni,“ segir hann. Þetta fyrir-
komulag varð til eftir að sverfa tók að
fjárhagi sveitarfélagsins eftir hrun en
því hefur þóst takast vel upp síðan
og hátíðin dafnað. Stefán telur allt að
200 manns koma að sýningunni á
einhvern hátt.
„Þetta verkefni gerir mikið fyrir
samfélag okkar og gerir öll þessi fé-
lög sjálfbærari og betur í stakk búin
til þess að vinna að góðum málum
fyrir íbúa sveitarfélagsins.“
Ljósmynd/Karl Frímannsson
Vagg og velta Tinna Bjarnadóttir var verðlaunuð fyrir besta sölubásinn í ár.
Jákvæð afleiðing hrunsins
Að Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðar-
sveit rekur Kristín Kolbeinsdóttir
veitingastaðinn Silva hráfæði á
sumrin. „Þetta var fjórða sumarið
sem við erum með veitingahúsið og
sumarið í ár gekk ágætlega,“ segir
Kristín. „Það vantaði íslensku ferða-
mennina eins og alls staðar á Norð-
urlandi en það kom fleira heimafólk
og túristar.
Hráfæðið er ákveðin sérgrein
hússins en það er algengur misskiln-
ingur að sögn Kristínar að hráfæði
sé það eina sem er á boðstólum. „Við
bjóðum upp á hráfæði sem einn af
kostunum. Við erum mest með
grænmeti sem er bæði eldað og
hrátt, hristinga, kaffi og kökur. Það
halda margir að þetta sé bara hrá-
fæði en það er ekki raunin.“
Það sem helst virðist vekja at-
hygli gesta er nýjar útfærslur af
gömlum og góðum réttum, ef dæma
má af sölutölum. „Vinsælasti og eig-
inlega flottasti rétturinn á matseðl-
inum er hnetusteikin en við bjóðum
líka upp á hráfæðispítsu, sem er vin-
sælasta hráfæðið. Svo erum við með
Grænmetisvin í
Eyjafjarðarsveit
Pítsur, steikur og vefjur vinsælastar
Ljósmynd/Silva hráfæði
Girnilegt Grænmetisborgarinn með kasjúsósu sem sést hér er einn þeirra rétta sem Kristín hefur boðið upp á.