Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 15

Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 15
Í Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit og Grýtubakkahreppi búa um 3.300 manns, en samanlögð stærð sveitarfélag- anna er rúmlega 2.800 ferkílómetrar. Á þessu svæði eru atvinnuvegir fjölbreyttir, s.s. landbúnaður og þjónusta en við ströndina byggir mest á sjósókn. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 „Þetta er allt saman í ákveðnu ferli og er nú unnið hörðum hönd- um að því að skila inn umsóknum um tilskilin leyfi,“ segir Búi Vil- hjálmur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eldisrannsókna, og vísar í máli sínu til áforma fyr- irtækisins um að hefja kónga- krabbaeldi á Hauganesi. Kóngakrabbi er afar stór krabbategund og geta dýrin orðið allt að 10 kíló að þyngd, en hann á uppruna sinn í norðurhluta Kyrrahafs við Kamtsjatka-skaga. Um kóngakrabbaeldi gilda strangar reglur enda getur hann valdið talsverðri röskun á lífríki sjávar. Hefur krabbategundin meðal annars valdið usla við strendur Norður-Noregs. Matgæðingar líta kóngakrabb- ann hins vegar öðrum augum því að kjötið af honum þykir algert lostæti. Þá fá framleiðendur einn- ig ágætt verð fyrir krabbann. Fluttir spriklandi úr landi Búi Vilhjálmur segir fyrirtæki sitt stefna að því að flytja mestan hluta framleiðslunnar á markaði erlendis. „Við ætlum að selja hann lifandi á mörkuðum erlend- is,“ segir Búi Vilhjálmur. „Er- lendis er þetta með dýrara sjávar- fangi – svo ekki sé minnst á þegar dýrin eru lifandi.“ Hér á landi hafa menn ekki ræktað kóngakrabba áður. „Þetta hefur verið reynt í Rússlandi en þá mistókst það algerlega. Við teljum okkur búna að finna lausn á þeim vanda sem þeir glímdu við,“ segir hann. Krabbaeldið mun fara fram í landi og tekur framleiðsluferlið um fjögur ár. khj@mbl.is Vilja hefja kóngakrabbaeldi hér á landi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eldi Áformað er að rækta kóngakrabba á þessum stað á Hauganesi. Krabbar nema land á Hauganesi Myndirnar sem Eygló málar á steina og strákústa eru sem fyrr segir ansi fjölbreyttar. Hefur hún til að mynda málað myndir af tröllum baða sig í trébala, torfbæjum, hest- um og landslagi svo fátt eitt sé nefnt. Á steinunum má sjá myndir af álf- um, dvergum, fiskimönnum í sjó- klæðnaði og fólki í þjóðbúningum. Vinsælustu steinarnir eru hins veg- ar þeir sem bera myndir af uglum. „Uglurnar hafa alltaf verið vin- sælastar og í raun einnig þeir stein- ar sem sýna fólk í íslenskum þjóð- búningi,“ segir hún. „Ég fæ pantanir alls staðar að af landinu. Það er þó einn hængur þar á og það er send- ingarkostnaðurinn. Hann getur ver- ið talsverður. Þegar fólk pantar kúst rukkar pósturinn fyrir lengdina en ef viðkomandi pantar stein er það þyngdin sem spilar inn í.“ Fjölbreytt Hversdagslegir steinar geta tekið á sig hinar ýmsu myndir eftir að Eygló hefur meðhöndlað þá. Námskeið Það getur verið vandasamt verk að skreyta og mála steina. Eygló Kristjánsdóttir, áhugalistakona á Grenivík, segir það mikla vinnu að halda námskeið í steinamálun. „Fyrir námskeiðið útvegaði ég alla þá steina sem not- aðir voru og fékk manninn minn til þess að saga neðan af þeim. Það er frekar frábrugðið þeim námskeiðum sem ég hef sjálf sótt, en þá þurftu allir að útvega stein- ana sjálfir,“ segir Eygló og bendir á að hún hafi sótt grjótið niður í fjöru og borið það heim í hús. Áhugamálið er hins vegar að hennar sögn afar skemmtilegt. „Og það skiptir mestu máli.“ Talsverð undirbúningsvinna ÚTVEGAÐI SJÁLF ALLT EFNI VANDAÐUR vinnufatnaður frá BULLDOG á góðu verði Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Öryggisskór Sýnileikafatnaður Vinnufatnaður Vinnuvettlingar www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is mangóvefju sem hefur verið öll árin og er alltaf til, en hún hefur notið sí- felldra vinsælda.“ Betri eftir mál en fyrir Grænmeti er í sviðsljósinu á Silva, en Kristín segir heilsusamlegt mataræði aðalsmerki staðarins. „Við veljum og notum hráefni með það að leiðarljósi að það geri sem mest fyrir líkama og sál. Við hugs- um alltaf um það hvort hráefnið hef- ur jákvæða eiginleika sem veita fólki bætta heilsu og aukna orku.“ Fræðagrunninn sem Kristín byggir eldamennskuna á sækir hún í nám sitt í Heilsumeistaraskóla Ís- lands. Þar lagði hún stund á lækn- ingafræði og lifandi fræði, en í dag kennir hún þessi sömu fræði fyrir skólann. Auk veitingastaðarins selur Kristín brauð og ýmislegt sætt í verslanir Fisk Kompaní, Átaks og Flóru á Akureyri, en hún selur líka beint það sem hún kallar fljótandi fæði. „Þetta er hugsað sem eitthvað meira en bara venjulegur safakúr því að úr þessu færðu öll þau nær- ingarefni sem þú þarft. Svo er þetta líka svo gott á bragðið!“ bso@mbl.is Ljósmynd/Kristín Lind Jónsdóttir Kokkurinn Kristín í eldhúsinu með útsýnið yfir sveitina að baki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.