Morgunblaðið - 09.09.2015, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Baráttan fyrirfullveldi Ís-lands var
meðal þess sem
Ólafur Ragnar
Grímsson forseti
ræddi við setningu
Alþingis í gær. Forsetinn
minnti á mikilvægi fullveldis
þjóðarinnar og að baráttan fyr-
ir því hefði varað lengi þegar
lýðveldi var stofnað á Þingvöll-
um hinn 17. júní 1944. Hann
minnti einnig á að sagan
geymdi fjölmörg dæmi þess að
fullveldisréttur smárrar þjóðar
gæti ráðið úrslitum um örlög
hennar. Nefndi hann sem dæmi
að fullveldið hefði verið for-
senda þess að útfærsla land-
helginnar tókst og hefði einnig
verið „úrslitavopn þegar
bandalag Evrópuríkja reyndi
að þvinga Íslendinga til að axla
skuldir einkabanka“.
Þá benti forsetinn á að
stjórnskipun Íslands væri
„helguð af þessum fullveldis-
rétti, ákvæðum sem leiðtogar
sjálfstæðisbaráttunnar töldu
meðal dýrmætustu ávinninga í
réttindabaráttu þjóðarinnar“.
Hann hélt áfram og sagði:
„Um þessar mundir er hins
vegar boðað í nafni nefndar,
sem ræðir stjórnarskrána, að
hið nýja þing þurfi á næstu vik-
um að breyta þessum horn-
steini íslenskrar stjórnskip-
unar; tíminn sé naumur því
nýta þurfi vegna sparsemi og
hagræðis forsetakosningar á
næsta vori.
Efnisrökin eru hvorki til-
vísun í þjóðarheill né ríkan vilja
landsmanna, heldur almennt
tal um alþjóðasamstarf, laga-
tækni og óskir embættismanna.
Íslandi hefur þó allt frá lýð-
veldisstofnun tekist vel að
stunda fjölþætt alþjóða-
samstarf á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna, Norðurlanda-
ráðs, NATO, EFTA og fleiri
bandalaga, eiga gjöful og marg-
þætt tengsl við ríki, stór og
smá, í öllum álfum án þess að
þörf væri að breyta fullveldis-
ákvæðum lýðveldisins; hinum
helga arfi sjálfstæðisins.
Sé það hins vegar ætlun
þingsins að fara nú að hreyfa
við þessum hornsteini í stjórn-
arskrá lýðveldisins, ber að
vanda vel þá vegferð, gaum-
gæfa orðalag og allar hliðar
málsins; efna til víðtækrar um-
ræðu meðal þjóðarinnar um af-
leiðingar slíkrar breytingar,
umræðu í samræmi við lýðræð-
iskröfur okkar tíma og þá þakk-
arskuld sem við eigum að
gjalda kynslóðunum sem í
hundrað ár helguðu fullveldis-
réttinum krafta sína.“
Forsetinn ræddi einnig að
stjórnarskrárnefnd hefði boðað
tillögur um þjóðaratkvæða-
greiðslur og þjóð-
areign á auðlind-
um. Slíkar hug-
myndir hefðu oft
verið ræddar en
vandaverk væri „að
velja orðalag slíkra
greina í stjórnarskrá, einkum
þegar ljóst er að ágreiningur er
bæði innan þings og utan um
hve langt eigi að ganga, hve
víðtækur rétturinn til að krefj-
ast þjóðaratkvæðagreiðslu um
einstök lög eigi að vera sem og
hve afdráttarlaust eignarréttur
þjóðarinnar á auðlindum verði
skilgreindur í stjórnarskrá;
hvað muni í reynd felast í orða-
lagi nýrra ákvæða.“
Forseti sagðist telja að
greinar um þjóðareign og at-
kvæðagreiðslur ættu erindi í
stjórnarskrá, en að samning
þeirra væri vandaverk og
„hvorki þröng tímamörk né
sparnaðarhvöt mega stofna
gæðum verksins í hættu“.
Þá varaði hann við tengingu
við forsetakosningar næsta vor
og sagði hana jafnvel and-
lýðræðislega: „Að tengja veru-
legar breytingar á stjórnarskrá
landsins við kosningar á forseta
lýðveldisins er andstætt lýð-
ræðislegu eðli beggja verkefn-
anna og gæti því aðeins komið
til farsællar framkvæmdar ef
breið og almenn sátt næst,
bæði innan þings og utan, um
stjórnarskrárbreytingarnar, að
þær verði ekki sérstakt deilu-
efni í umræðum og baráttu við
forsetakjörið.“
Mikilvægt er að þingið gæti
þess í vetur að láta ekki undan
kröfum um vanhugsaðar breyt-
ingar á stjórnarskrá en taki
þess í stað tillit til varnaðar-
orða á borð við þau sem vitnað
er til hér að framan. Þá er rétt
að hafa í huga að engin sterk
krafa er uppi um að gera þær
breytingar sem ræddar hafa
verið í stjórnarskrárnefnd og
að fjarstæðukennt er að ætla að
berja þær í gegn vanreifaðar og
vanhugsaðar.
Í því sambandi má til dæmis
vísa til könnunar sem MMR
gerði fyrir ekki alls löngu um
það hversu hlynnt eða andvígt
fólk væri því „að stjórnarskrá
Íslands verði breytt þannig, að
Alþingi verði heimilað að fram-
selja hluta íslensks ríkisvalds
til alþjóðlegra stofnana.“ Mikill
meirihluti, 69%, var andvígur
slíkri breytingu, en aðeins 14%
hlynnt framsalinu.
Augljóst er að ekki er unnið
að fyrrnefndum breytingum
vegna sterkrar kröfu meiri-
hluta þjóðarinnar, heldur miklu
frekar vegna þrýstings lítils
minnihluta eða jafnvel vegna
utanaðkomandi þrýstings. Fyr-
ir Alþingi er ekki boðlegt að
láta undan slíkum þrýstingi.
Full ástæða er fyrir
þingið að taka tillit
til varnaðarorða
forseta Íslands}
Standa þarf áfram vörð
um fullveldi landsins
Þ
að bar við í vikunni að 22 ungir
karlmenn í toppformi reyndu
hvað þeir gátu að koma leður-
tuðru í gegnum tvo markramma í
níutíu mínútur en tókst ekki við
mikinn fögnuð áhorfenda. Fögnuðurinn var
þó ekki einskorðaður við viðstadda, heldur
barst hann um land allt og um allan heim
reyndar þar sem einn Íslendingur eða fleiri
komu saman. Þeim fögnuði er ekki lokið, allt
tekur kipp uppávið; bjartsýni eykst og kaup-
gleði og væntingarvísitalan hækkar snarlega.
Hvernig er hægt að amast við því sem eykur
hagvöxt? (Ekki má gleyma aukinni þjóðar-
samstöðu, en það er nefnilega í lagi að gleðj-
ast yfir að vera Íslendingur ef maður er að
tala um fótbolta, en annars er það þjóðernis-
remba.)
Það mun svo enn auka hagvöxtinn þegar menn hefj-
ast handa um að reisa milljarða „þjóðarleikvang“ í
Laugardalnum og það sem fyrst. Málið er nefnilega að
þó alvaran hefjist vissulega í Frakklandi næsta sumar
verður hún enn meiri veturinn 2018 og þá þarf að vera
alvöru yfirbyggður völlur í samræmi við tilefnið og
fjölgun þjóðarinnar (við erum semsé tvöfalt fleiri en var
1957 þegar Laugardalsvöllurinn var vígður og því þarf
væntanlega tvöfalt fleiri sæti – úr 8.800 í 17.600).
Nú máttu ekki skilja þessi orð svo að ég sé á móti fót-
bolta, kæri lesandi, því fer fjarri. Ég horfði til að mynda
á fjóra fótboltaleiki um helgina og skemmti mér hið
besta í rigningunni, þó ég hafi ekki náð að
horfa á jafnteflið í Laugardalnum. Ekki vil
ég heldur gera lítið úr því að Íslendingum
skuli hafa tekist að komast á Evrópumót í
boltaíþróttum í fimmtánda sinn. (Einu sinni í
körfubolta karla, níu sinnum í handbolta
karla og tvisvar í handbolta kvenna. Já og
svo komst íslenska kvennalandsliðið á Evr-
ópumótið í fótbolta tvisvar, en það voru bara
konur.)
Það var þrekvirki fyrir þessi íslensku
landslið að ná svo langt og sýnir hverju má
áorka með miklu skipulagi, þrotlausri vinnu
og gríðarlegri einbeitingu, en árangurinn
ber ekki síður vitni góðri undirstöðu í
íþróttaiðkun barna og unglinga, pilta og
stúlkna. Að vísu sýnist mér sem mönnum
hafi fundist það mesta þrekvirkið að karla-
landsliðið í fótbolta hafi náð svo langt, enda man ég ekki
eftir öðrum eins hamagangi þegar kvennalandsliðið í
fótbolta náði þessum árangri tvívegis, eða var þá rætt
um þjóðarleikvang?
Þessi merkilegi og vissulega magnaði árangur karl-
anna okkar („strákarnir okkar“ er frátekið) gefur kost á
ýmsu öðru en fagnaðarlátum, því hann bregður einnig
upp spegli þar sem birtist sama gamla sagan um það að
allt sem karlar gera er sjálfkrafa merkilegra en það
sem konur gera, eða það finnst körlum í það minnsta.
Og þá er í lagi að kaupa nýtt (karl)þjóðarleikfang.
arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Karlarnir okkar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Gert er ráð fyrir því að fram-kvæmdastjórn Evrópu-sambandsins kynni í dagtillögu sína um sameigin-
lega stefnu aðildarríkjanna sem fæli í
sér að ríki yrðu skikkuð til að taka við
ákveðnum fjölda flóttamanna. Mikill
ágreiningur hefur verið meðal ESB-
ríkjanna um málið og líklegt er að til-
lagan dugi ekki til að leysa mesta
flóttamannavanda í Evrópu frá síðari
heimsstyrjöldinni.
Í tillögunni er gert ráð fyrir því
að ESB-ríki taki við 120.000 flótta-
mönnum sem eru nú staddir í Grikk-
landi, Ungverjalandi og á Ítalíu.
Þýskaland á að taka við 31.443 flótta-
mönnum (26,2% af heildarfjöldanum),
Frakkland 24.031 (20%) og Spánn
14.931 (12,4%) á næstu tveimur árum.
Þessar tölur eru ekki háar í ljósi
umfangs vandans, m.a. frétta um að
20.000 flóttamenn hafi farið til Þýska-
lands frá Ungverjalandi um síðustu
helgi og vísbendinga um að flóttafólk-
inu í Evrópu eigi eftir að fjölga til
mikilla muna á næstu mánuðum.
Ríkisstjórn Þýskalands telur t.a.m.
að alls komi um 800.000 flóttamenn
og aðrir hælisleitendur þangað í ár,
en það samsvarar um 1% af íbúa-
fjölda landsins.
Þegar kvóti hvers lands er
ákveðinn er miðað við verga lands-
framleiðslu þess (vægi hennar er 40%
við úthlutunina), íbúafjölda (40%), at-
vinnuleysi (10%) og fjölda hælis-
umsókna sem hafa þegar verið skráð-
ar í landinu. Gert er ráð fyrir því að
ríki sem ekki vilja taka við flóttafólki í
samræmi við kvótann verði beðin um
að leggja í staðinn fram fé til aðstoðar
við flóttafólk frá Sýrlandi og fleiri
átakasvæðum. Samkvæmt sátt-
málum ESB þurfa Bretland, Dan-
mörk og Írland ekki að taka þátt í
þessu kvótakerfi.
Reynt að jafna byrðarnar
Flóttamennirnir sem verða flutt-
ir milli ESB-landa geta ekki valið
hvert þeir fara og þurfa að vera um
kyrrt í því landi sem þeir verða sendir
til. Löndin fá 6.000 evrur, jafnvirði
tæpra 870.000 króna, fyrir hvern
flóttamann sem þau taka við, sam-
kvæmt tillögunni.
Framkvæmdastjórnin vill að
þetta kvótakerfi verði varanlegt og
bindandi, þannig að leiðtogar
Evrópusambandsins þurfi ekki að
semja um dreifingu flóttamanna í
hvert skipti sem sambandið stendur
frammi fyrir nýrri flóttamannakrísu.
Það er þó líklega óskhyggja, m.a.
vegna mikillar andstöðu í sumum
landanna við móttöku margra flótta-
manna og óttast er að flótta-
mannakvótinn verði vatn á myllu
þjóðernisöfgamanna í álfunni.
Meginmarkmiðið með kvóta-
kerfinu er að jafna byrðarnar og fá
ríki sem hafa tekið við fáum flótta-
mönnum til þessa til að leggja sitt af
mörkum. Fjöldi flóttamannanna er
nú mestur í Ungverjalandi ef miðað
er við höfðatölu, en öll önnur lönd í
austanverðri Evrópu, auk Spánar og
Portúgals, hafa tekið við tiltölulega
fáum flóttamönnum.
Aðeins fyrsta skref í
átt að lausn vandans
Umdeild tillaga
» Leiðtogar Ungverjalands
og fleiri ríkja hafa gagnrýnt til-
löguna um flóttamannakvót-
ann og sagt að hún ýti undir
enn meiri straum flóttamanna
til Evrópu frá Sýrlandi og fleiri
stríðshrjáðum löndum.
» Stuðningsmenn tillög-
unnar segja að þótt þetta sé
mesti flóttamannavandi álf-
unnar frá síðari heimsstyrjöld
sé hann lítill í samanburði við
vanda Tyrklands, Jórdaníu og
Líbanons, sem hafa tekið við
milljónum flóttamanna.
Hælisleitendur í ESB-löndum
Fjöldi hælisleitenda í löndum Evrópusambandsins á hverja 10.000
íbúa á tímabilinu júní 2014 til maí 2015.
87,8
74,6
45,7
35,7
29,4
19,6
14,2
11,4
26,1
19,2
13,9
11,1
9,8
7,9
7,6
4,8
1,8
1,6
1,1
1,4
0,7
4,5
1,7
1,5
0,8
1,3
0,6
0,4
Heimildir: Eurostat, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Ungverjaland
Svíþjóð
Austurríki
Malta
Þýskaland
Danmörk
Búlgaría
Lúxemborg
Belgía
ESB,meðaltal
Ítalía
Holland
Frakkland
Grikkland
Finnland
Bretland
Írland
Lettland
Pólland
Spánn
Eistland
Slóvenía
Litháen
Tékkland
Rúmenía
Króatía
Portúgal
Slóvakía