Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
✝ Unnur ÓskJónsdóttir
fæddist 29. febrúar
1928 í Garðastræti
45 í Reykjavík. Hún
lést á Landspítala-
num Fossvogi 26.
ágúst.
Foreldrar Unnar
voru Jón Magnús
Magnússon, f. á
Svalbarði í Bessa-
staðahreppi 16.5.
1897, d. 9.9. 1943, sjómaður í
Reykjavík, og k.h., Ólafía Ólafs-
dóttir, f. í Saurbæ í Ölfusi 2.11.
1899, d. 25.8. 1969, húsfreyja.
Systkini Unnar eru Þór Guð-
mundur, f. 1920, d. 1994, Ólafur,
f. 1921, d. 2003, Magnús Björg-
vin, f. 1924, d. 1996, Margrét
Burt, f. 1925, d. 1982, Guðbjörg,
f. 1930, Gunnar Sigþór, f. 1931,
d. 1998, Jóhanna Ólöf, f. 1934, d.
1941, Eygló Svava, f. 1935, Ágúst
Grétar, f. 1937, d. 2000, og Óli
Garðar, f. 1939.
Unnur ólst aðallega upp á
Grímsstaðaholtinu, á Fálkagötu
og Garðavegi, en flutti að heim-
an 15 ára gömul árið 1943, eftir
að faðir hennar lést. Hún vann
fyrir sér næstu árin í vist, í bak-
aríi og á kaffihúsi. Árið 1946, 18
ára gömul, fluttist hún í nokkur
ár til Bandaríkjanna til Mar-
grétar systur sinnar og starfaði
meðal annars við barnagæslu
fyrir næturklúbbasöngvara og
ferðaðist með þeim vítt og breitt
um Bandaríkin. Eftir heimkom-
una vann hún á kaffihúsinu Prik-
urgerði 2 í Reykjavík þar sem
þau bjuggu í rúm 40 ár.
Börn Þorvarðar og Unnar eru
1) Jón Kristján, f. 23. júlí 1954,
stærðfræðikennari og rithöf-
undur, sambýliskona hans er
Anna Daníelsdóttir tannlæknir.
Börn Jóns og Þórunnar Snorra-
dóttur: Snorri B.S. í jarðeðlis-
fræði og Unnur Agnes lögfræð-
ingur, maður Steingrímur Arnar
Finnsson hagfræðingur og eiga
þau þrjú börn. Börn Önnu eru
Valgerður Rós læknanemi, hún á
tvær dætur, og Daníel Freyr og
Kristján Jökull háskólanemar.
2) Sigrún, f. 25. júní 1960, ís-
lenskufræðingur og ljósmyndari,
eiginmaður hennar er Eggert
Ólafsson, tækni- og stjórnsýslu-
fræðingur. Dóttir Sigrúnar og
Guðmundar Kristins Ingvars-
sonar er Signý Kristinsdóttir við-
skiptafræðingur, búsett í Kaup-
mannahöfn með Anders Linde
stjórnmálafræðingi, eiga þau
eina dóttur og fyrir átti Signý
eina dóttur. Dætur Sigrúnar og
Eggerts eru Unnur Ósk tækni-
teiknari, á hún tvo syni, og Þor-
björg Ósk tónlistarmaður og há-
skólanemi. Dætur Eggerts eru
Eva Björk flugfreyja, á hún þrjú
börn, og Elísabet flugmaður, á
hún fjögur börn, eitt af þeim lát-
ið.
3) Jóhann, f. 21. september
1962, MS í fjármálahagfræði og
reikningshaldi, dóttir hans Júlía,
andvana fædd árið 2002.
4) Helgi, f. 17. júlí 1966, verk-
fræðingur, kona hans er Svan-
hvít Loftsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, börn þeirra eru Stefán
Már og Thelma Dís nemar.
Útför Unnar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 9.
september 2015, og hefst athöfn-
in kl. 13
inu á Laugavegi og
á heimili móður-
systur Þorvarðar,
verðandi eigin-
manns síns, á Öldu-
götu og bjó hún þar.
Þorvarður var þá
að ljúka mennta-
skólanámi og
kenndi börnum
þessarar móður-
systur sinnar stærð-
fræði.
Unnur Ósk giftist 14.8. 1953
Þorvarði Birni Jónssyni, f. 16.
okt. 1928 á Ísafirði, d. 23. okt.
2013, rafmagnsverkfræðingi,
framkvæmdastjóra fjarskipta-
sviðs hjá Póst- og símamála-
stofnun. Foreldrar Þorvarðar
voru Jón Kristjánsson, f. í Neðri-
Miðvík í Aðalvík 22.9. 1890, d.
22.11. 1972, bókbindari og tré-
smíðameistari á Ísafirði og í
Reykjavík, og k.h., Þorbjörg
Valdimarsdóttir, f. í Heimabæ í
Hnífsdal 18.4. 1894, d. 29.5. 1968,
húsfreyja. Unnur og Þorvarður
fluttu til Kaupmannahafnar árið
1953 og bjuggu þar til 1958 en
Þorvarður lauk þar verkfræði-
námi og Unnur vann í Hellesen
rafhlöðuverksmiðju, en árið
1954 eignuðust þau frumburð
sinn. Eftir heimkomuna bjuggu
þau á Klöpp á Seltjarnarnesi en
byggðu síðan ásamt fleirum
blokkarhúsið að Sólheimum 27 í
Reykjavík, þangað sem þau
fluttu í íbúð sína árið 1961 og
bjuggu þar til 1972, er þau fluttu
í nýbyggt einbýlishús sitt í Aust-
Ég varð hluti af fjölskyldu
Unnar og Þorvarðar árið 1988
þegar við Sigrún tókum saman.
Þau tóku mér einstaklega vel
og aldrei bar skugga á sam-
band okkar. Unnur var lista-
kokkur og ófáar eru veislurnar
sem þau hjónin héldu börnum
sínum og barnabörnum um jól-
in og á öðrum hátíðisdögum.
Þau Unnur og Þorvarður voru
líka mjög rausnarleg í gjöfum
til barnabarna sinna og barna
þeirra, þar á meðal dætra og
barnabarna minna frá fyrra
hjónabandi.
Frá fyrsta degi tóku þau á
móti þeim sem væru þau sínir
eigin afkomendur og hluti af
fjölskyldunni. Fyrir það verð
ég þeim ætíð þakklátur.
Unnur hafði miklar mætur á
íslenskri náttúru og flestu því
sem íslenskt var og naut þess
að ferðast um landið. Í einni
hringferð Unnar og Þorvarðar
um landið fóru dætur okkar
Sigrúnar með þeim, þá 10 og 12
ára, það var vel heppnuð ferð
sem er dætrum okkar minn-
isstæð og jók mjög áhuga
þeirra og virðingu fyrir land-
inu, auk þess að tengja þau öll
betur saman.
Unnur tengdamóðir mín var
um margt sérstakur persónu-
leiki sem stundum gustaði af.
Hún var glettin, kallaði mig t.d.
ávallt uppáhalds tengdasoninn
sinn, enda þótt ekki væri öðr-
um til að dreifa. Þá hafði hún
mjög ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og lá
ekki á þeim þegar svo bar und-
ir.
Töluvert dró af Unni síðustu
misserin vegna blindu og
heilsuleysis en þó var alltaf
gott að heimsækja hana á
Grund, þar sem hún bjó í góðu
yfirlæti síðustu tvö árin, gam-
ansemin var enn til staðar.
Blessuð sé minning hennar.
Eggert Ólafsson.
Ég vil kveðja elsku ömmu
Unni Ósk.
Ég á ófáar minningar um
hana ömmu. Það var alltaf svo
notalegt að koma í heimsókn til
ömmu.
Ég og Þorbjörg systir gist-
um oft hjá henni og afa og
amma sá til þess að okkur liði
vel á meðan. Í seinni tíð var
alltaf notalegt að koma í heim-
sókn til ömmu og afa og fá hjá
þeim ristað brauð og te eða
appelsínudjús.
Eitt af því sem ég sakna
mest er jólaboðin hjá ömmu og
afa. Jólaboðið var alltaf á jóla-
dag, í hádeginu, og amma sá
um allan matinn, forrétt, aðal-
rétt og desert. Amma var svo
klár bæði að elda góðan mat og
að búa til fallegar og gómsætar
kökur.
Amma og afi fóru tvisvar
með okkur Þorbjörgu systur
hringinn í kringum landið og
það eru skemmtilegar minning-
ar. Þau sýndu okkur ófáa foss-
ana, fjöll og fjörur.
Ég á eftir að sakna ömmu
mikið, en nú fær hún að hvíla í
friði og vonandi er hún komin
til afa.
Langar að láta fylgja með
vísu sem amma fór oft með fyr-
ir okkur systurnar þegar við
vorum yngri.
Augun mín og augun þín
ó! þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
Langt er síðan sá ég hann,
sannlega fríður var hann.
Allt, sem prýða má einn mann
mest af lýðum bar hann.
Trega eg þig manna mest
mædd af tára flóði,
ó, að við hefðum aldrei sést,
elsku vinurinn góði.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Beztan veit eg blóma þinn,
blíðu innst í reitum.
Far vel Eyjafjörður minn,
fegri öllum sveitum.
(Vatnsenda-Rósa)
Unnur Ósk Eggertsdóttir.
Elsku amma mín. Það er
skrítið að ímynda sér að ég
muni aldrei sjá þig aftur, aldrei
spjalla um daginn og veginn og
segja þér hvernig fötum ég er í.
Þú varst vön að spyrja mig, eft-
ir að þú varðst blind, í hverju
ég var og svo hlustaðirðu af
mikilli athygli á lýsingarnar.
Þú hafðir alltaf mikinn áhuga
á því hvernig hlutir litu út, þú
elskaðir Íslenska landslagið og
ég man eftir mörgum ferðum
um landið þar sem þú lagðir
mikla áherslu á að ég og Unnur
systir lærðum nöfnin á fjöll-
unum og fossunum. Þú hafðir
einnig mikinn áhuga á arkitekt-
úr og ég man að þú sagðist hafa
vilja verða arkitekt þegar þú
varst yngri. Þú hefðir eflaust
orðið frábær arkitekt, húsið
þitt var alltaf svo fallegt og
hreint, öllu var raðað af kost-
gæfni og mér fannst þú eiga
fínustu húsgögn sem ég hafði
séð.
Þú eldaðir án efa besta mat-
inn og þegar ég og Unnur gist-
um hjá þér vaktirðu okkur allt-
af með því að elda hafragraut
og við hlaupum upp um leið og
þú sagðir að hann væri tilbúinn.
Ég á margar góðar minn-
ingar frá því að gista heima hjá
þér og afa, þú útbjóst leikher-
bergi fyrir okkur barnabörnin
og áttir alltaf eitthvað
skemmtilegt fyrir okkur gera.
Eins og dúkkulísur til að klæða
í mismunandi föt, og púsluspil.
Þú áttir svo mörg púsluspil og
þú hafðir gaman af því að púsla
með okkur.
Það sem stendur líka upp úr
er að þú hafðir alltaf gaman að
því að syngja fyrir okkur og
man ég sérstaklega eftir laginu
Blátt lítið blóm eitt er, sem
varð uppáhaldslagið mitt. Þú
elskaðir íslensk tónskáld og
gömul Íslensk ljóð sem stóðust
tímans tönn.
Ég gæti rifjað upp fjölda-
mörg falleg ljóð sem þú sagðir
að ég ætti að læra, en ég þyrfti
nú samt að glugga í textana.
Þú varst vön að segja „þú ert
nú meiri kellingin“ og það var
aldrei langt í húmorinn hjá þér,
jafnvel fram á síðustu daga.
Eftir því sem ég varð eldri
standa heillaráðin upp úr. En
þú varst alltaf að gefa mér ráð,
um gildi og metnað, hvernig er
best að gera hlutina og hvernig
á að fara í gegnum lífið. Þó að
ég hafi ekki alltaf verið sam-
mála þér hugsa ég oft til þess-
ara ráða, og þegar ég geri það
finn ég að þú vildir mér alltaf
það besta.
Elsku amma, þú hefur skilið
mikið eftir. Heillaráð þín og
húmor standa eftir í minning-
unni um þig. Ástrík amma sem
vildi barnabörnum sínum það
besta.
Ég læt fylgja með textann af
uppáhaldslagi okkar ömmu,
sem við sungum svo oft saman.
Ég elska þig amma.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Þorbjörg Ósk.
Elsku amma mín, nú hefurðu
fengið frið. Það er engu að síð-
ur sárt að kveðja og ég fer
ósjálfrátt að hugsa til þeirra
hluta sem ég hefði átt að spyrja
þig um. Þrátt fyrir að ég vissi
svo margt um þitt líf og æsku
voru aðrir spennandi kaflar í
lífinu þínu sem ég vissi ekki
mikið um.
Þú varst fagurkeri, dugnað-
arforkur, listakokkur og ævin-
týramanneskja. Þú hafðir einn-
ig skemmtilega sterkar
skoðanir eða varst kannski
bara svo hreinskilin, ég mun að
minnsta kosti taka þann eig-
inleika mér til fyrirmyndar.
Takk fyrir að sýna mér og
Birtu áhuga og umhyggju. Ég
er líka svo þakklát fyrir að þú
náðir að heyra rödd litlu Söru
áður en þú kvaddir þennan
heim, þá sá ég bros þitt í síð-
asta skipti.
Ég var oft þakklát fyrir mitt
þegar ég heyrði sögur um barn-
æsku þína, sem var ekki alltaf
dans á rósum. Ég vildi óska
þess að þú hefðir vaxið upp á
tíma þegar menntun stóð öllum
til boða, ætli þú hefðir þá ekki
lært arkitektúr og notið þín vel
við að starfa á því sviði. En
amma, við afkomendur þínir
eigum öll líf okkar þér að
þakka, við höldum ferð þinni
áfram.
„Dauði okkar er ekki endir ef við lif-
um áfram í börnum okkar og yngri
kynslóðinni. Því að þau eru við; lík-
amar okkar eru aðeins sölnuð lauf á
tré lífsins.“
(Albert Einstein)
Hvíl í friði, elsku amma.
Signý Kristinsdóttir,
dótturdóttir.
Unnur Ósk
Jónsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Sæl, móðir mín. Þakka
þér fyrir allt það góða sem
þú gafst mér og varst mér.
Þakka þér fyrir að vera
börnum mínum ætíð góð
amma. Þakka þér fyrir að
gefa mér frábæran föður.
Skáldið, þremenningur
móður þinnar, orti þetta
ljóð um lífið:
Á þessu nesi
í þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir.
En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni
þar sem stóð bær:
Lind
Reyr –
(Halldór Kiljan Laxness)
Vertu blessuð, móðir
mín.
Sigrún Þorvarðsdóttir.
ERFIDRYKKJUR AF ALÚÐ
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta
Sími: 525 9930 • hotelsaga@hotelsaga.is • www.hotelsaga.is
Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð og vináttu
vegna andláts og útfarar
HENRIKS PÉTURS BIERING,
Miðleiti 7,
Reykjavík.
.
Þóra Biering, Jón Snorrason,
Sveinn Biering Jónsson, Brynja H. Þorsteinsdóttir,
Vilhelm Pétur Biering,
Henrik Biering Jónsson, Sigurbjörg S. Valdimarsd.
Elskulegur faðir okkar, afi og langafi,
GEIR GRÉTAR PÉTURSSON,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands þriðjudaginn 1. september
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
laugardaginn 12. september kl. 12.30.
.
Grétar Pétur Geirsson,
Heimir Freyr Geirsson,
Sævar Helgi Geirsson,
Anna Lea Geirsdóttir.
Þann 4. septem-
ber var Sæmundur
Óskarsson kvaddur
af fjölskyldu, vin-
um, starfsfélögum og fjölmörg-
um öðrum sem hann þekktu.
Stjórn Skíðadeildar Ármanns
vill á þessum tímamótum minn-
ast hans og þakka það mikla
framlag sem hann lagði til
skíðahreyfingarinnar og ekki
síst til starfsemi skíðadeildar-
innar. Í raun má segja að skíða-
baktería fjölskyldunnar hafi
tekið sér bólfestu á skíðanám-
skeiði í Kerlingarfjöllum sum-
arið 1971, en þá var undirrit-
aður svo heppinn að fá að kenna
fjölskyldunni á því námskeiði.
Veturinn eftir mætti Sæmundur
svo með fjölskylduna í Bláfjöll
og tók eftir það virkan þátt í
starfsemi skíðadeildar Ármanns
í mörg ár. Var það upphafið að
ákaflega skemmtilegu og gef-
andi tímabili að ég hygg bæði
fyrir fjölskyldu Sæmundar og
ekki síst fyrir skíðadeild Ár-
manns.
Við flutning skíðadeildar Ár-
Sæmundur
Óskarsson
✝ SæmundurÓskarsson,
fæddist 25. janúar
1930. Hann lést 22.
ágúst 2015. Útför
Sæmundar fór
fram 4. september
2015.
manns úr Jóspsdal
í Bláfjöll var Sæ-
mundur einn af
máttarstólpum
deildarinnar. Lagði
hann ómælda vinnu
við uppbyggingu
aðstöðunnar í Blá-
fjöllum og ekki síst
vann hann ötullega
að tilverurétti
skíðadeildarinnar á
þessu nýja skíða-
svæði sem ekki var sjálfgefið á
þeim tíma. Sæmundur var
framsýnn maður og hvatti bæði
stjórn og félaga skíðadeildar-
innar til dáða á þessum mikil-
væga uppbyggingartíma
deildarinnar. Ég hygg að allir
sem tóku þátt í því starfi hafi
skynjað vel mikilvægi Sæmund-
ar á þeim tíma. Auk sjálfboða-
starfa sinna hjá Ármanni tók
Sæmundur einnig að sér for-
mennsku í Skíðaráði Reykjavík-
ur og Skíðasambandi Íslands og
vann mikið brautryðjendastarf
á þeim vettvangi. Fyrir hans
mikla framlag til skíðahreyfing-
arinnar þakkar núverandi
stjórn skíðadeildar Ármanns
heilshugar. Jafnframt sendir
stjórnin innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu Sæmund-
ar við hans fráfall. Hans verður
lengi minnst í hlíðum Bláfjalla.
F.h. skíðadeildar Ármanns,
Tómas Jónsson.