Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015
✝ Guðni FrímannGuðjónsson
fæddist 13. júlí
1944 í Sandgerði.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu þann 26. ágúst
2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Guðjón
Magnússon vél-
stjóri, f. 19.1. 1921,
d. 26.1.1978, og Al-
dís Fríða Magnúsdottir, f. 5.7.
1923. Bróðir Guðna var Sig-
urður Hafsteinn Guðjónsson, f.
26.9. 1949, d. 2.10. 2006, kvænt-
ur Sigríði Arný Árnadóttur, f.
20.12.1950.
Guðni kvæntist 27.12. 1969
Öldu Guðrúnu Friðriksdóttur
handlistakennara, f. 3.2. 1938.
Þau eignuðust eitt barn, Friðrik
Guðjón Guðnason, f. 7.12. 1973,
giftur Önnu Soffíu Gunnlaugs-
dóttur, f. 3.12. 1970 og eiga þau
unar ríkisins, sem síðar varð
Íbúðalánasjóður, og starfaði
þar við hönnun bygginga, um-
sagnir, úttektir og eftirlit allt
þar til hann lét af störfum og
settist í helgan stein 2011. Á
starfsferli sínum tók Guðni
reglulega þátt í ýmsum nám-
skeiðum á vegum Endurmennt-
unarstofnunar Háskóla Íslands
fyrir verkfræðinga og tækni-
fræðinga auk þess að sækja ým-
is tölvunámskeið, m.a. hjá
Tölvufræðslunni sf., Stjórn-
unarfélagi Íslands, Tölvuskóla
Íslands, IBM skólanum o.fl.
1984 tók hann þátt í orkusparn-
aðarátaki á vegum iðnaðar-
ráðuneytisins og 1998 öðlaðist
hann leyfi frá félagsmála-
ráðuneytinu til að gera eigna-
skiptayfirlýsingar. Guðni var
tónelskur maður og spilaði á
margvísleg hljóðfæri, svo sem
harmóniku, trompet, píanó og
orgel. Hann nam orgelleik um
árabil í Tónskóla Þjóðkirkj-
unnar auk þess að syngja í
kirkjukór Digraneskirkju og
síðar í Karlakór Reykjavíkur.
Útför Guðna fer fram fra Há-
teigskirkju í dag, 9. september
2015, kl. 13.
tvö börn, Guðna
Viðar, f. 23.7. 2006,
og Gunnlaug Dan,
f. 4.10. 2009.
Guðni stundaði
nám í húsasmíði
hjá Guðmundi
Skúlasyni húsa-
smiðameistara
1961-65. Hann tók
lokapróf frá Iðn-
skólanum í Kefla-
vík 1963 og í kjöl-
farið sveinspróf í húsasmíði í
Keflavík 1965 og lokapróf frá
Meistaraskóla Iðnskólans í
Reykjavík 1967. Hann stofnaði
Trésmíðaverkstæðið Þrist sf.
ásamt Ágústi Eyjólfssyni og
Guðmundi Einarssyni og starf-
aði þar 1967-70. Útskrifaðist
sem byggingatæknifræðingur
1975 frá Tækniskóla Íslands.
Starfaði hjá Teiknistofunni
Óðinstorgi sf. um tíma en réð
sig í kjölfarið til Húsnæðisstofn-
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Nú þegar sumri tekur að
halla og haustið tekur við í allri
sinni litadýrð langar mig að
minnast elskulegs tengdaföður
míns, sem var tekinn frá okkar
litlu fjölskyldu allt of snemma.
Ég kynntist Guðna þegar við
hjónin byrjuðum að búa því þá
voru tengdaforeldrar mínir,
Guðni og Alda, mætt galvösk á
staðinn tilbúin að hjálpa okkur
að standsetja íbúðina okkar.
Guðni var einstaklega geðgóður
maður og að sama skapi bóngóð-
ur og segja má að hann hafi ver-
ið trausti kletturinn í fjölskyld-
unni.
Það var sama hvert verkefnið
var, það var til lausn á öllu, það
þurfti bara aðeins að liggja yfir
lausninni. Guðni og Alda voru
sérstaklega samhent hjón og
það kom berlega í ljós þegar við
þurftum á hjálp þeirra að halda.
Ekkert verk var of stórt né of
erfitt.
Guðni var mjög tónelskur,
söng í kórum og spilaði á mörg
hljóðfæri. Notalegt var að koma
í Dísarásinn þegar hann sat við
orgelið og spilaði. Hann vakti
einnig aftur áhuga hjá Friðriki,
syni sínum, á píanóleik með því
að gauka að honum ýmsum
áhugaverðum nótum.
Hann var mjög barngóður
maður og börn hreinlega löð-
uðust að honum í öllum veislum
og samkomum sem við fórum í.
Hann var okkar strákum ein-
staklega góður afi og átti til
endalausa þolinmæði handa
þeim. Ýmislegt var brallað með
afa og ekki síst í sumarbústaðn-
um i Skorradalnum.
Ég sé hann fyrir mér standa í
tröppunum á Dísarásnum veif-
andi til okkar þar sem við keyr-
um burt. Því alltaf beið hann eft-
ir að við færum upp í bílinn,
sama hve langan tíma það tók að
koma okkur fyrir og keyra burt.
Alltaf stóð hann í dyragættinni
og veifaði brosandi til okkar.
Ég kveð elskulegan tengda-
föður minn með kæru þakklæti
og góðum minningum.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum Guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(G.Ö.)
Þín tengdadóttir,
Anna Soffía
Gunnlaugsdóttir.
Stórfjölskyldunni okkar hefur
verið greitt þungt högg, hinn
góði drengur, umhyggjusami
fjölskyldufaðirinn og hvers
manns hugljúfi, Guðni Frímann,
var fyrirvaralaust hrifinn burtu,
en hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu að kvöldi 26. ágúst.
Alda hringdi í okkur hjónin þá
um kvöldið og sagði okkur hvað
gerst hefði. Þetta var hreinlega
óraunverulegt og gat bara ekki
verið satt, það var ekki auðvelt
að trúa því, að hann Guðni væri
horfinn sjónum.
Blákaldur raunveruleikinn
varð ekki umflúinn, Alda Guð-
rún mágkona og systir hefur
misst ljúfan og traustan lífsföru-
naut sinn. Einkasonurinn, Frið-
rik Guðjón, og Anna Soffía, kona
hans, hafa séð á bak ástríkum
föður og tengdaföður. Drengirn-
ir ungu, Guðni Viðar og Gunn-
laugur Dan, hafa misst kæran
afa sinn. Aldís Fríða Magnús-
dóttir, öldruð móðir Guðna,
verður nú að horfa á bak eldri
syni sínum en yngri sonur henn-
ar lést einnig skyndilega og fyr-
irvaralaust tæplega 47 ára gam-
all og Guðjón Magnússon,
maður hennar og faðir þeirra
bræðra, lést aðeins 57 ára. Nú
höfum við öll, þar sem Guðni
var, misst sannan og traustan
vin og félaga og verðum að horfa
á bak honum en dýrmætar
minningarnar eigum við eftir og
minningin um ljúfan og góðan
dreng mun lifa með okkur.
Söknuður fyllir hugann sem
reikar nær hálfa öld aftur í tím-
ann og í hugann koma minn-
ingar frá þeim tíma, er leiðir
þeirra Öldu og Guðna lágu sam-
an. Strax kom í ljós, að í sam-
hentan hópinn hafði bæst vel
gerður, félagslyndur og glað-
sinna félagi en samheldni stór-
fjölskyldunnar hefur ævinlega
verið mikil. Guðni var alltaf
sama ljúfmennið, glaður og
hress, með góða skapið, það var
stutt í gamansemina og hlátur-
inn. Hann hafði sterka réttlæt-
iskennd, var skipulagður með af-
brigðum í verkum sínum og
einstakt snyrtimenni í allri sinni
vegferð.
Húsið þeirra hjóna í Dís-
arásnum og umhverfi þess ber
merki þess að þar var ekki kast-
að til höndunum. Þau hjónin
Alda og Guðni tóku við því fok-
heldu á sínum tíma og fullgerðu
það algjörlega, yst sem innst.
Allar innréttingar smíðaði Guðni
sjálfur og þau hjónin voru þarna
ævinlega bæði að verki. Svo var
líka með sælureitinn þeirra í
Skorradal sem bar vandvirkni
og smekk þeirra beggja fagurt
vitni. Þau Alda og Guðni voru
einstaklega samrýnd og sam-
hent í öllu sem þau tóku sér fyr-
ir hendur.
Í löngu starfi sem skoðunar-
maður og matsmaður hjá Hús-
næðisstofnun og síðar hjá Íbúða-
lánasjóði var hann réttur maður
á réttum stað. Heiðarlegur og
sanngjarn gagnvart öllum hlut-
aðeigandi í mati sínu og umsögn
um menn og málefni. Hann var
vandaður til orðs og æðis, vinnu-
samur og iðinn, vandvirkur lista-
smiður sem sjaldan féll verk úr
hendi og vandað var til allra
verka af nákvæmni og smekk-
vísi.
Að leiðarlokum á sorgar-
stundu, vottum við tengdafólk
og vinir Guðna, Öldu og fjöl-
skyldunni innilega samúð okkar
og biðjum góðan Guð að styrkja
hana þessa dimmu daga og að
blessa minningu þessa horfna
vinar okkar og félaga.
Skúli Jón og Sjöfn.
Við hjónin vorum stödd á
Spáni þegar okkur barst sú
Guðni Frímann
Guðjónsson
HINSTA KVEÐJA
Í minningu um elsku,
besta afa okkar, sem
kenndi okkur þessa fallegu
bæn.
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakktu hér inn og geymdu mig,
Guð í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Guðni Viðar og
Gunnlaugur Dan.
✝ Halldóra Ólafs-dóttir fæddist í
Reykjavík 9. októ-
ber 1932. Hún lést á
Hjúkrunarheimil-
inu Ísafold, Strikinu
3, Garðabæ, 31.
ágúst 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Klara Jóna
Guðjónsdóttir
verslunarmaður, f.
24. mars 1902, d. 30.
september 1975, og Ólafur Júní-
us Gunnlaugsson kaupmaður, f.
11. júní 1900, d. 6. mars 1963.
Önnur systkini voru Jóhanna
Ólafsdóttir, f. 10. maí 1928, d.
1931.
Halldóra eignaðist soninn Em-
il Gunnar Einarsson, f. 17. febr-
október 2005, og Ásgeir Óla Ás-
geirsson, f. 16. nóvember 2006.
Áður átti hún Gerði Dóru Aðal-
steinsdóttur, f. 20. september
1993. Halldóra ólst upp í Hildi-
brandshúsinu, Garðastræti 13,
sem afi hennar hafði byggt. Það
var stórt og mikið heimili og mik-
ill gestagangur og oft mjög glatt
á hjalla þar sem heimsins mál
voru rædd eða leyst. Á sínum
yngri árum ferðaðist Halldóra
mikið og þá aðallega til Kaup-
mannahafnar sér til fróðleiks og
skemmtunar. Fljótlega eftir að
Halldóra lauk barnaskólaprófi
sótti hún nám í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur og lauk þar námi ári
síðar. Að námi loknu stundaði
hún ýmis verslunarstörf í
Reykjavík. Halldóra bjó lengst af
í Garðabænum og þá sem hús-
móðir. Síðustu árin dvaldi hún
við góða umönnun á Hjúkrunar-
heimilinu Ísafold í Garðabæ.
Útför Halldóru fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi, í dag, 9.
september 2015, kl. 15.
úar 1958, og er
kona hans Halla
Þórisdóttir, f. 6. júní
1963. Saman eiga
þau Halldór Ragnar
Emilsson, f. 19.
september 1986,
Heiðar Atla Emils-
son, f. 14. mars
1990, og Katrínu
Klöru Emilsdóttur,
f. 15. janúar 1993.
Halldóra giftist síð-
ar Óla Þorbirni Haraldssyni
Schou, f. 18. nóvember 1919, d.
30. jan. 1987, og eignuðust þau
Ólöfu Hönnu Schou Óladóttur, f.
8. maí 1969. Maður hennar er Ás-
geir Kristján Mikkaelsson, f. 27.
desember 1961, og eiga þau tvö
börn, Auði Ásgeirsdóttur, f. 15.
Elsku hjartans fallega mamma
mín.
Ég er þegar farin að sakna þín.
Við vorum alltaf mjög háðar hvor
annarri og eyddum miklum tíma
saman í gegnum árin. Þú komst
nánast alltaf með mér, alveg
sama hvert ég fór. Þú heimsóttir
mig margsinnis þegar ég bjó í
fjögur ár erlendis. Þú fórst með
okkur í hvert ferðalagið á fætur
öðru, bæði innanlands og utan.
Þú flaugst til mín þegar ég
dvaldi tvö sumur á Seyðisfirði og
stoppaðir alltaf lengi, sem ég er
afar þakklát fyrir. Þú varst nán-
ast alltaf með okkur í Steintúni,
jörðinni sem við áttum í Skaga-
firði. Þegar ég var heima í Hafn-
arfirði varstu alltaf komin í heim-
sókn og sagðir oft „Nú stoppa ég
stutt, ég verð að fara heim og
gera hitt og þetta“, en endaðir á
því að gista yfir helgi og jafnvel í
viku, 10 daga.
Árið 2012 var þó dvölin hjá
okkur farin að lengjast og að lok-
um varstu hjá okkur samfleytt í
hálft ár, en þá varstu líka orðin of
lasin til að búa ein. Vorið 2013
fékkstu pláss á Ísafold hjúkrun-
arheimilinu í Garðabæ, þar leið
þér mjög vel.
Mikið gátum við nú oft
skemmt okkur saman. Það var
stundum hlegið og fíflast út í eitt,
alltaf stutt í grín og glens þegar
þú varst annars vegar. Skemmti-
legast þótti okkur að gera at í
fólki. Síðasta símaatið okkar var
árið 2012 þegar þú varst orðin 79
ára gömul. Þá eyddum við heilu
kvöldi í að spjalla við fólk og
reyndum að selja því undrakrem-
ið mikla.
Ég vil þakka þér, mamma mín,
fyrir allar góðu stundirnar okkar.
Ég vil líka þakka þér fyrir þau
dýrmætu orð sem þú hvíslaðir að
mér rétt áður en þú kvaddir. Þú
sagðir „Ég elska þig“ og þegar ég
knúsaði þig og kyssti sagðir þú
„Ahh, þetta var gott“. Þú vissir
alveg að þú varst að fara að
kveðja.
Guð geymi þig og varðveiti,
elsku mamma mín. Ég elska þig
út af lífinu.
Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi,
möttulinn þinn mjúka þá,
móðir, breiddu mig ofan á,
svo sofi ég vært og ekkert illt mig
dreymi.
(Einar Ólafur Sveinsson.)
Þín dóttir,
Ólöf Hanna.
Ég minnist Halldóru tengda-
móður minnar með miklum sökn-
uði. Hún var einstök og skemmti-
leg kona sem ég þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast.
Við vorum miklir vinir og
stundum þegar henni fannst að
dóttir sín væri að tuska mig eitt-
hvað aðeins of mikið til sagði hún
„blessaður vertu ekkert að hlusta
á hana núna, hún jafnar sig á
þessu“.
Sögurnar sem hún sagði mér
frá fyrri tímum mun ég varðveita
í hjarta mínu.
Ég hafði unun af því að hafa
hana með okkur fjölskyldunni í
sumarfríum og á eftir að sakna
hnyttnu tilsvaranna hennar þeg-
ar við sátum saman og spjölluð-
um.
Hún var alltaf til í að spjalla og
fannst gaman að hlusta á sögur,
sérstaklega ef þær voru krass-
andi.
Henni leið best ef ég gaf mér
tíma til að taka þátt í smá símaati
með henni og þá veltist hún um af
hlátri þegar fólkið sem við
hringdum í var búið að átta sig á
hrekknum.
Takk, elsku Halldóra mín, fyr-
ir þann tíma sem við áttum sam-
an, ég mun varðveita fallegu
minningarnar um þig og segja
litlu börnunum mínum sögurnar
af þér og þær sem þú sagðir mér
frá Garðastræti 13.
Guð varðveiti þig, elsku vin-
kona, og ég hlakka til að hitta þig
þegar þar að kemur.
Ásgeir Mikkaelsson.
Elsku amma. Það kom okkur í
opna skjöldu þegar okkur bárust
þær fréttir að þú hefðir veikst
mikið og værir mögulega að fara
að kveðja. Eftir að við fengum
þær fréttir vorum við hjá þér
Halldóra
Ólafsdóttir
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS JÚLÍUSAR
VIGGÓSSONAR.
.
Sonja Johansen
og fjölskylda.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR ÁRMANN GUÐMUNDSSON,
bóndi,
Brimnesi,
Fáskrúðsfirði,
lést þann 6. september 2015 á Fjórðungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað. Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju
laugardaginn 19. september kl. 14.
.
Hulda Steinsdóttir,
Sólveig Eiríksdóttir, Björn Líndal,
Vilborg Eiríksdóttir, Einar Guðbjartsson,
Guðmundur Eiríksson,
Steinn Hrútur Eiríksson,
Albert Eiríksson, Bergþór Pálsson,
Halldóra Eiríksdóttir,
Árdís Hulda Eiríksdóttir, Erling Örn Magnússon,
afabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur.