Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 26

Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 Bergsveinn Ólafsson fagnar 23 ára afmæli sínu í dag. Hann seg-ist ekki ætla að gera mikið úr deginum, enda sé hann ekkert sérstaklega mikið afmælisbarn. Hann og kærastan ætla þó að gera sér dagamun og fara á Sushi Samba þar sem sushi er einn uppá- haldsmaturinn. „Ég er ekkert svakalegt afmælisbarn, en það er samt gaman að njóta þess að vera ennþá ungur, þó manni líði stundum eins og maður sé svolítið gamall,“ segir hann. Bergsveinn er nemi í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík en að auki leikur hann knattspyrnu og er fyrirliði Fjölnis sem leikur í efstu deild. Kærasta Bergsveins heitir Hildur Sif Hauksdóttir og leikur knatt- spyrnu með Breiðabliki. Til gamans má geta þess að hún fagnaði Ís- landsmeistaratitli með liðinu í fyrradag og kveðst Bergsveinn eðli- lega stoltur af henni. Bræður Bergsveins eru handboltamenn og heita Þorgrímur og Lár- us. Foreldrar hans eru þau Ólafur Lárusson og Ásgerður Hallgríms- dóttir, kennarar. Aðspurður segir Bergsveinn að sálfræðinámið hjálpi honum í boltanum. „Maður lærir gagnrýna hugsun á sjálfan sig, á þá hluti sem maður er að gera,“ segir Bergsveinn. Spurður um áhuga- málin segir Bergsveinn að ekkert komist að nema fótbolti. „Ég lifi fyrir fótbolta, það er klárlega það besta sem maður gerir. Ég geri voða lítið annað en að æfa mikið, vera í skólanum og hitta fjölskyldu og vini. Það er gott líf,“ segir Bergsveinn. vidar@mbl.is Kærustuparið Bergsveinn og Hildur Sif eru bæði á fullu í boltanum. Fótbolti það besta sem maður gerir Bergsveinn Ólafsson er 23 ára í dag G rímur Þórisson er fædd- ur 9. september 1965 á Ólafsfirði, í heimahúsi á Ægisgötu 22. „Þar var ég mikið að veiða og þvældist um. Ég var týndur í hverju hádegi og leitað var að manni og fjörur gengnar.“ Grímur gekk í Barnaskólann og gagnfræðaskólann á Ólafsfirði og einnig í framhaldsdeildina sem þar var. Hann vann í fiski frá 13 ára aldri hjá Sigvalda Þorleifs. „Svo fór ég 1984 í Iðnskólann í Reykjavík í hárskurðarnám, kláraði sveinsprófið og síðan meistarann í maí 1992.“ Rekur stofu í Grímsbæ Grímur fór að vinna á Hársnyrti- stofu Dóra á Langholtsveginum hjá Halldóri Sigfússyni frá 1985 til 1991. „Svo var hringt á stofuna einn Grímur Þórisson (Grímur rakari) hárgreiðslumeistari – 50 ára Vaskir piltar Golfsveit Golfklúbbs Ólafsfjarðar frá 2013 en þá var sveitin í efstu deild. Grímur er annar frá hægri. Skeggtískan er bóla! Fjölskyldan Ferming dótturinnar frá því í fyrra, frá vinstri: Hrafnhildur Jakobína, Anna Ingileif, Grímur og Erlendur Karl. Kópavogur Viktoría Ósk fæddist 1. mars 2015 kl. 16.06. Hún vó 4.230 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristbjörg Baldursdóttir og Bernharð Kristinn Ingimundarson. Nýr borgari Anja Sæberg og Hrafney María Reynaga söfnuðu 345 krónum á tombólu, sem þær afhentu Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Volkswagen. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.