Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 30

Morgunblaðið - 09.09.2015, Side 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 mbl.is/askriftarleikur Þann 22. október drögum við út heppinn áskrifanda sem hlýtur að gjöf sjálfskiptan Suzuki Vitara GLX sportjeppa að verðmæti 5.440.000 kr. í áskriftarleik Morgunblaðsins. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bókmenntahátíð í Reykjavík hefst í dag og stendur til og með 12. september. Hátíðin verður formlega sett í Norræna húsinu kl. 17. Þá flytja rithöfundarnir Teju Cole og Steinunn Sigurðardóttir erindi. Cole er fæddur í Nígeríu en býr í Banda- ríkjunum og rís stjarna hans hátt í bókmenntaheiminum um þessar mundir, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. Hann hefur gefið út tvær skáldsögur og er auk þess virt- ur ljósmyndari. Steinunni þarf vart að kynna, einn af þekktustu rithöf- undum Íslands. Fjöldi þekktra erlendra rithöf- unda sækir hátíðina, m.a. Helle Helle, Dave Eggers og Lena Andersson, auk margra íslenskra. Þeir munu kynna sig og verk sín og fyrir utan hefðbundna dagskrá í Norræna húsinu og Iðnó verður boð- ið upp á sérstaka viðburði sem tengj- ast skrifum og lestri. Þá verða tvær ljósmyndasýningar settar upp í tengslum við hátíðina, annars vegar sýning um Thor Vilhjálmsson í Nor- ræna húsinu og hins vegar á ljós- myndum Teju Cole í Eymundsson í Austurstræti. Bókaballið, einn af vinsælustu viðburðum hátíðarinnar, fer fram í Iðnó á laugardaginn kl. 22.30 og boðið verður upp á fjölda pallborðsumræðna. Þeirra á meðal eru pallborðsumræður sem fram fara í Norræna húsinu á morgun kl. 13 sem bera yfirskriftina „Sannar sögur og falsaðar“. Þar munu rithöf- undarnir Lena Andersson, Jón Gnarr og Oddný Eir Ævarsdóttir ræða við Gunnþórunni Guðmunds- dóttur um hvað geri sjálfsævisögur spennandi og hlutverk minnis og sannleika í slíkum verkum. Eitthvað spennandi Blaðamaður ræddi við Jón Gnarr í gær um efni pallborðsumræðnanna og væntanlega bók hans, Útlaginn, sem er sú þriðja sem hann byggir á æviminningum sínum, en þær fyrri eru Indjáninn (2006) og Sjóræning- inn (2012). „Það er náttúrlega að eitthvað spennandi sé að gerast,“ svarar Jón og hlær sínum mjög svo smitandi hlátri þegar hann er spurður að því hvað honum finnist gera sjálfs- ævisögur spennandi. „Heiðarleiki og innri átök finnst mér persónulega alltaf spennandi vegna þess að manneskjan er svo oft í mikilli mót- sögn við sjálfa sig. Við erum oft í svo mikilli þversögn og þegar það stríð er sýnilegt finnst mér það alltaf spennandi, það er einhver barátta sem maður veit ekki alltaf hvernig lýkur. Að sagan sé heiðarleg eða heiðarlega sögð, einlæg. Mér leiðast svona „þá sagði ég“ ævisögur eins og stjórnmálamenn skrifa. Mér finnst þær ofboðslega leiðinlegar. Svona „enginn vissi neitt og enginn skildi þetta og ég kom á fundinn og þá sagði ég og þá önduðu allir léttar“,“ segir Jón kíminn. Minnið á sama stað og sköpun -Þið munuð líka ræða hlutverk minnis og sannleika. Það er auðvitað lykilatriði í sjálfsævisögu að sá sem skrifar hana sé minnugur? „Já, en samkvæmt rannsóknum á heilanum er minnið á sama stað og sköpun og alltaf þegar við rifjum eitthvað upp erum við ekki að sækja það á einhvern ákveðinn geymslu- stað í heilanum heldur raða því sam- an úr mörgum litlum brotum héðan og þaðan, á svipaðan hátt og í ein- hverju skapandi ferli þegar við fáum svokallaða hugmynd,“ segir Jón og spyr hvað sé sannleikur og hvað raunveruleiki. Hann nefnir sem dæmi gömul hjón að segja sögu af ferðalagi sem þau fóru í saman. „Þau geta ekki sagt söguna því þau eru alltaf að leiðrétta hvort annað. Ég held að margir kannist við þetta, þau hafa tvær sögur að segja af sama at- vikinu en hvorugt þeirra er þó að ljúga,“ segir Jón. -Þannig að það er enginn einn sannleikur, í rauninni? „Það er enginn einn sannleikur og mér finnst svo þunn lína þarna á milli að ég sé yfirleitt aldrei neinn mun. Laxness sagði að sá sem lifir í skáldskap lifir ekki á þessari jörð og mér finnst svo mikið til í því af því að tilvera okkar og tilvist er svo mikill skáldskapur, svo mikil upplifun,“ segir Jón og bætir því við að hann vilji ekki vera skilgreindur sem ævi- sagnaritari. „Ég er mjög heillaður af skáldævisöguforminu, þar sem mörkin á milli sk. skáldskapar og sk. sannleiks eru óljós því þau eru það í alvörunni. Það að skilgreina eitthvað sem skáldskap og eitthvað annað sem sannleika er í rauninni blekk- ing, að mörgu leyti. Ef þú lest endur- minningar stjórnmálamanna í svona „þá sagði ég“-bókum er þetta allt meira og minna lygi, meira og minna skáldskapur,“ segir Jón og skelli- hlær. Sérkennilegar aðstæður -Ævi þín hin síðustu ár er nánast eins og lygasaga... „Já, hún hefur eiginlega alltaf verið það og ég hef haft þann metnað í lífinu að reyna að upplifa og kynn- ast eins miklu og ég mögulega get. Það hefur náttúrlega sett mig í alls konar sérkennilegar aðstæður sem mig hefur langað að prófa og það er líka leikarinn í mér, að prófa að vera einhver annar en ég er. Að prófa að vera í draggi og prófa að vera ein- hver valdaaðili í samfélaginu. Mig hefur alltaf langað að prófa allt.“ -Nú ertu búinn að skrifa tvær bækur sem byggðar eru á minn- ingum þínum frá æsku fram á full- orðinsár. Sú þriðja er ekki komin út þannig að þú mátt kannski ekki segja mjög mikið um hana en get- urðu sagt mér í stuttu máli hvaða hluta ævinnar þú tekur fyrir í henni? „Já. Hún gerist frá því ég er um 14 ára þangað til ég er 19 ára. Hún byrjar á því þegar ég fer á Núp í Dýrafirði þar sem ég var í tvo vetur og síðan segir hún frá lífinu eftir að ég kem aftur til Reykjavíkur. Hún heitir Útlaginn og á ákveðinn hátt er ég sendur í útlegð frá Reykjavík á Núp og svo aftur í rauninni þegar ég kem frá Núpi aftur til Reykjavíkur. Ég las Gísla sögu Súrssonar þegar ég var þar og hún gerist á þessum slóðum, gerist þarna í Dýrafirði, og ég fann mikla meðlíðan með Gísla. Svo gerði hann Ágúst Guðmundsson sína ágætu kvikmynd sem byggð er á Gísla sögu og kallaði hana Útlag- ann. Þannig að mér fannst það góður titill og passa við Indjánann og Sjó- ræningjann.“ Erfið bók að skrifa Jón segir Útlagann allt öðruvísi bók en hinar tvær. „Hún er meira fullorðins og það var mjög erfitt að skrifa hana. Mér fannst það ákaflega íþyngjandi og frústrerandi að skrifa þessa bók,“ segir Jón. -Var það út af sárum minningum? „Já, bæði út af því og mér fannst það líka bara erfitt. Erfitt að útskýra þetta eða koma þessu til skila og bókin tók svolítið stjórnina af mér. Þetta er eins og þegar fólk verður alkóhólistar, byrjar að drekka sér til ánægju og áður en það veit af er það löngu hætt að drekka sér til ánægju, farið að drekka af einhverri kvöð. Það var svolítið þannig með bókina, eins og ég hefði byrjað að nota dóp eða eitthvað og væri orðinn háður því og það farið að stjórna mér.“ -Það hefur þá verið léttir að senda bókina frá sér? „Já, það var svolítið eins og ég væri búinn að fara í meðferð og væri laus undan fíkn. Jú, það var gríðar- lega mikill léttir,“ segir Jón. Meðlíðan með Gísla Súrssyni  Jón Gnarr tekur þátt í pallborðsumræðum um sjálfsævisöguleg skrif á Bókmenntahátíð í Reykja- vík sem hefst í dag  Heiðarleiki og innri átök gera sjálfsævisögur spennandi að mati Jóns Vígalegur Jón Gnarr tók þessa prýðilegu ljósmynd af sér fyrir Bók- menntahátíð í Reykjavík. Hann tekur þátt í pallborðsumræðum á morgun. Jón Gnarr var ráðinn ritstjóri innlendrar dagskrár- gerðar hjá 365 miðl- um í sumar og segist hann vera að ljúka skrifum á handriti sjónvarpsþátta sem heita Borgarstjórinn. Þættirnir fjalla um mann sem er borgar- stjóri í Reykjavík og mun Jón leika hann og Pétur Jóhann Sig- fússon aðstoðarmann hans. „Ég held að þetta verði í fyrsta skipti í sögunni sem fyrr- verandi borgarstjóri leikur borgarstjóra í sjónvarps- þáttum,“ segir Jón. Þættirnir muni brjóta blað í íslenskri sjónvarpsþáttagerð því þeir verði þeir fyrstu sem fjalli um stjórnmál og stjórnsýslu. „Við förum í tökur á þeim í febrúar og þeir verða sýndir á Stöð 2 næsta haust,“ segir Jón. „Þetta er svona realísk tragíkómedía,“ segir Jón um þættina og bætir því við að aðstoðarmaðurinn sem Pétur Jóhann leikur eigi eftir að rísa hátt í persónugall- eríi íslenskrar sjónvarpssögu. Jón leikur borgarstjóra SKRIFAR ÞÆTTI UM BORG- ARSTJÓRA REYKJAVÍKUR Pétur Jóhann Sigfússon Vefur Bókmenntahátíðar í Reykja- vík: bokmenntahatid.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.