Morgunblaðið - 09.09.2015, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.09.2015, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 Hljómsveitin kimono heldur tón- leika á Húrra í kvöld kl. 20.30 með bandaríska tónlistarmanninum Ari Russo. Russo lék með einum liðs- manna kimono, Gylfa Blöndal, í hljómsveitum í Bandaríkjunum undir lok síðustu aldar og er tón- skáld að mennt, nam við New York University og býr sjálfur til allan þann hugbúnað sem hann semur og flytur sína tónlist með. Þá þykir myndefni sem hann býr til og sýnir á tónleikum sínum mikið sjónarspil. Platan var lengi í vinnslu Gylfi segir kimono verða með lengri efnisskrá en venjulega og segir hana stútfulla af nýjum lög- um sveitarinnar af væntanlegri plötu hennar, This Is Going To Hurt. Gylfi segir hljómsveitina vera að leggja lokahöndina á plötuna sem er fjórða hljóðversplata kimono. Hann segir plötuna hafa verið lengi í vinnslu, lengur en fyrri plötur kimono. Hvers vegna skyldi það vera? „Margt spilar þar inn í. Ég og Alison unnum fyrir íslenskt tónlistar-sprotafyrirtæki og tók það tíma okkar frá 2009 til 2014 alveg frá okkur. Aukinheldur fór Alison í gegnum kynbreytingu, var áður Alex MacNeil og tók sinn tíma að vinna úr því, þá meina ég fyrir okkur kimono að finna rétta tóninn eftir þetta,“ segir Gylfi. Alison syngi á plötunni um erfið- leika sem fylgi hjónaskilnaði, kyn- breytingu og „aðrar klassískar frústrasjónir“. Aðgengilegri „Við tókum snemma þá stefnu að okkur langaði að gera aðgengi- legri plötu, hvað sem það nú þýðir og skipti ég t.d. nær alveg um frá baritone-gítar yfir á bassa til að einfalda hljóðheiminn og gera hann þéttari, fyllri. Fyrir vikið verður platan einfaldari, en samt lagskipt,“ segir Gylfi um plötuna. helgisnaer@mbl.is Stútfull af nýjum lögum Ljósmynd/Valdís Thor Plötugerð Hljómsveitin kimono er skipuð Gylfa Blöndal, Alison McNeil og Kjartani Braga Bjarnasyni. Fjórða hljóðversplata kimono er væntanleg.  Kimono heldur tónleika með bandaríska tónlistarmann- inum Ari Russo á Húrra  Lög af væntanlegri plötu leikin Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sænski básúnuleikarinn og söngv- arinn Nils Landgren heldur tón- leika með djasstríóinu Hot Eski- mos í salnum Kaldalóni í Hörpu á föstudaginn kl. 20. Landgren er einn af virtustu djasstónlist- armönnum heimalands síns og nýtur einnig vinsælda víða um heim enda bæði hæfileikaríkur tónlistarmaður og líflegur á sviði. Tónleikarnir eru þeir fyrstu sem Landgren og Hot Eskimos halda saman og segir píanóleik- arinn Karl Olgeirsson, sem skipar Hot Eskimos ásamt trommuleik- aranum Kristni Snæ Agnarssyni og kontrabassaleikaranum Jóni Rafnssyni, að það sé mikill fengur að því fá Landgren til landsins. „Hann er svakalegur listamaður,“ segir Karl og lofar skemmtilegum tónleikum. Höfðar til fjölbreytts hóps En hvað er það sem gerir Land- gren svona frábæran? „Hann höfðar til fjölbreytts hóps, er mik- ið í því að taka þekkt lög, popplög, og djassa þau upp. Hann er ekki of djassaður og syngur líka og höfðar til margra. Hann er feiki- góður básúnuleikari, það er eng- inn afsláttur gefinn af því,“ segir Karl og bætir við að Landgren sé líka með frábæra söngrödd. Karl segir Landgren bæði semja tónlist og flytja verk eftir aðra. Þá sé hann með mörg járn í eldinum, leiki með ólíkum hljóm- sveitum, stórsveitum jafnt sem poppuðum djasssveitum. Land- gren leiki líka hefðbundinn djass og hafi unnið mikið með banda- rískum tónlistarmönnum. „Síðustu plötur sem hann hefur gefið út hafa náð platínusölu í Þýskalandi og víðar þannig að hann er enginn venjulegur djassari,“ segir Karl. – Og margverðlaunaður... „Já, já, verðlaunaður í bak og fyrir,“ segir Karl. – Hvað ætlið þið að spila á tón- leikunum? Blöndu af djössuðum popp- og rokklögum og stand- ördum, eða hvað? „Já, við ætlum að taka eitthvað af okkar lögum, við höfum líka verið að gera þetta,“ segir Karl og á þar við að Hot Eskimos hafa sett þekkt rokk- og popplög í djassbúning. „Ég hugsa að við tökum eitthvað eftir Ásgeir Trausta t.d. og einhver þjóðlög. „Krummi svaf í klettagjá“ og ein- hver sænsk þjóðlög líka,“ segir Karl og vonar að Landgren taki básúnuna í sundur á meðan hann leikur sóló. Landgren er þekktur af slíkum sólóum sem enda eðli- lega á því að hann er með munn- stykkið eitt til að leika á. „Hann er líka skemmtikraftur en ég legg áherslu á að hann er frábær tón- listarmaður. Það er hægt að vera bæði,“ segir Karl og hlær. Ríða hvítabjörnum Hot Eskimos gaf út plötuna Songs from the top of the world fyrir fjórum árum og hafði hún að geyma íslensk tökulög í djassbún- ingi. Önnur plata tríósins er vænt- anleg og ber skondinn titil, We Ride Polar Bears, eða Við ríðum hvítabjörnum. Karl segir plötuna framhald þeirrar fyrri þó finna megi á henni tvö frumsamin lög og eitt eða tvö erlend. En hvaðan skyldi titillinn koma? Er tríóið að ala á ranghugmyndum um Íslend- inga? „Já, einmitt,“ segir Karl kíminn. „Þetta sagði Örn Clausen í viðtali við BBC þegar hann fór á Ólympíuleikana 1948. Hann var eitthvað að djöflast í blaðamönn- um,“ segir Karl og bætir því við að honum hafi þótt það fyndið. Hot Eskimos Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson og Kristinn Snær Agnarsson skipa tríóið. „Hann er enginn venjulegur djassari“  Nils Landgren leikur með Hot Eskimos í Kaldalóni Vinsæll Básúnuleikarinn og söngv- arinn sænski Nils Landgren. Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Billy Elliot (Stóra sviðið) Lau 12/9 kl. 19:00 3.k. Fim 24/9 kl. 19:00 7.k. Sun 4/10 kl. 19:00 11.k Sun 13/9 kl. 19:00 4.k. Fös 25/9 kl. 19:00 8.k. Fös 9/10 kl. 19:00 12.k Fös 18/9 kl. 19:00 5.k. Sun 27/9 kl. 19:00 9.k Lau 10/10 kl. 19:00 13.k Sun 20/9 kl. 19:00 6.k. Lau 3/10 kl. 19:00 10.k Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Fim 10/9 kl. 20:00 1.k. Mið 23/9 kl. 20:00 4.k. Fös 2/10 kl. 20:00 6.k. Fös 11/9 kl. 20:00 2.k Lau 26/9 kl. 20:00 5.k. Lau 19/9 kl. 20:00 3.k. Fim 1/10 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar í september At (Nýja sviðið) Fös 18/9 kl. 20:00 1.k. Fim 24/9 kl. 20:00 4.k. Lau 3/10 kl. 20:00 7.k. Sun 20/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 5.k. Sun 4/10 kl. 20:00 8.k. Mið 23/9 kl. 20:00 3.k. Mið 30/9 kl. 20:00 6.k. Breskt verðlaunaverk í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur Lína langsokkur (Stóra sviðið) Sun 20/9 kl. 13:00 1.k. Lau 10/10 kl. 13:00 4.k. Sun 25/10 kl. 13:00 7.k. Sun 27/9 kl. 13:00 2 k. Sun 11/10 kl. 13:00 5.k. Sun 1/11 kl. 13:00 8.k. Sun 4/10 kl. 13:00 3.k. Sun 18/10 kl. 13:00 6.k. Haustsýningar komnar í sölu Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 11/9 kl. 20:00 1.k. Lau 26/9 kl. 20:00 3.k. Lau 17/10 kl. 20:00 5.k. Lau 19/9 kl. 20:00 2 k. Lau 10/10 kl. 20:00 4.k. Kenneth Máni stelur senunni Mávurinn (Stóra sviðið) Fös 16/10 kl. 20:00 1.k. Lau 24/10 kl. 20:00 4.k. Mið 4/11 kl. 20:00 7.k. Mið 21/10 kl. 20:00 2 k. Fim 29/10 kl. 20:00 5.k. Lau 7/11 kl. 20:00 8.k. Fim 22/10 kl. 20:00 3.k. Lau 31/10 kl. 20:00 6.k. Krassandi uppfærsla á kraftmiklu meistaraverki Hystory (Litla sviðið) Lau 12/9 kl. 20:00 1.k. Sun 20/9 kl. 20:00 3.k. Sun 27/9 kl. 20:00 5.k. Fös 18/9 kl. 20:00 2 k. Fös 25/9 kl. 20:00 4.k. Aðeins þessar sýningar! Sókrates (Litla sviðið) Fim 1/10 kl. 20:00 Sun 4/10 kl. 20:00 Sun 11/10 kl. 20:00 Fös 2/10 kl. 20:00 Fim 8/10 kl. 20:00 Lau 3/10 kl. 20:00 Fös 9/10 kl. 20:00 Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina Vegbúar (Litla sviðið) Fim 15/10 kl. 20:00 1.k. Sun 18/10 kl. 20:00 3.k. Lau 24/10 kl. 20:00 5.k. Fös 16/10 kl. 20:00 2 k. Þri 20/10 kl. 20:00 4.k. Sun 25/10 kl. 20:00 6.k. Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið 65 20151950 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Mið 9/9 kl. 19:30 fors. Sun 20/9 kl. 19:30 5.sýn Lau 17/10 kl. 19:30 13.sýn Fim 10/9 kl. 19:30 fors. Fös 25/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 18/10 kl. 19:30 14.sýn Fös 11/9 kl. 19:30 Aðalæ. Lau 26/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 22/10 kl. 19:30 15.sýn Lau 12/9 kl. 19:30 Frums. Sun 27/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 23/10 kl. 19:30 16.sýn Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 9.sýn Mið 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 3/10 kl. 19:30 10.sýn Fös 30/10 kl. 19:30 18.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 4/10 kl. 19:30 11.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 4.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 12.sýn Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports! Móðurharðindin (Kassinn) Fös 11/9 kl. 19:30 3.sýn Fim 24/9 kl. 19:30 9.sýn Lau 3/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 12/9 kl. 19:30 4.sýn Fös 25/9 kl. 19:30 10.sýn Fös 9/10 kl. 19:30 15.sýn Fim 17/9 kl. 19:30 6.sýn Sun 27/9 kl. 19:30 11.sýn Lau 10/10 kl. 19:30 16.sýn Fös 18/9 kl. 19:30 7.sýn Fim 1/10 kl. 19:30 12.sýn Sun 11/10 kl. 19:30 17.sýn Lau 19/9 kl. 19:30 8.sýn Fös 2/10 kl. 19:30 13.sýn Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna. 4:48 PSYCHOSIS (Kúlan) Fim 10/9 kl. 19:30 Frums. Mið 16/9 kl. 19:30 3.sýn Sun 13/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 20/9 kl. 19:30 4.sýn DAVID FARR HARÐINDIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.