Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 36

Morgunblaðið - 09.09.2015, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Guðbjartur berst við krabbamein 2. Tíu skiptust á að nauðga stúlku 3. Samkennd Íslendinga bjargaði … 4. Ól eitt barn en eignaðist tvö »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Hvað er svona merkilegt við það?, heimildarmynd Höllu Kristínar Einarsdóttur, verður sýnd á stutt- og heimildarmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem stendur yfir frá 18.- 23. september í Malmö í Svíþjóð. Myndin verður sýnd í keppnisflokk- inum Best Nordic Documentary, eða Besta norræna heimildarmyndin, ásamt 13 öðrum myndum. Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einar- inn, aðalverðlaun Skjaldborgar- hátíðarinnar, í vor og er hún framhald annarrar myndar Höllu, Konur í rauð- um sokkum, sem hlaut sömu verð- laun árið 2009. Í myndinni er fjallað um kvennaframboðin sem birtust á stjórnmálasviðinu á Íslandi á níunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinnar róttæku kvennabaráttu áratugarins á undan, eins og því er lýst í tilkynn- ingu. Hvað er svona merkilegt við það? verður sýnd í íslenskum kvikmynda- húsum í október. Mynd Höllu í keppni á Nordisk Panorama  Sellóleikarinn Maja Bugge frá Vesterålen í Noregi og gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði halda tónleika 10. og 11. september á heldur óvenjulegum tónleikastöðum; í gömlu bræðslunni á Djúpavogi og gömlum olíutanki á Eskifirði. Þau munu flytja nútímatónlist og bera tónleikarnir yfirskriftina „Endurómur – Etterklang“. Markmið þeirra er að skapa tónlist tengda rýmum þar sem tónleikar eru yfirleitt ekki haldnir og að kanna hvernig tónlist getur endurvakið eldri sagnir og hljóm þeirra. Leika í gömlu bræðsl- unni og olíutanki Á fimmtudag Suðaustan 13-20 m/s, hvassast SV-til. Þurrt N- lands, annars rigning og talsverð úrkoma SA-til. Hlýjast á N-landi. Á föstudag Sunnan 3-8 m/s og smáskúrir, en yfirleitt léttskýjað N-lands. Hiti 8 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Lægir, sunnan 8-13 síðdegis, hvessir í kvöld. Áfram vætusamt á sunnanverðu landinu, úrkomulítið fyrir norðan. VEÐUR Firnasterkt lið Serba var of stór biti fyrir íslenska karla- landsliðið í körfuknattleik sem mátti þola 29 stiga tap í Berlín eftir að hafa látið silf- urliðið frá HM hafa mikið fyrir hlutunum í fyrri hálf- leiknum. Í kvöld mætir Ísland svipuðum and- stæðingum, geysilega öflugu liði Spánverja og að- stoðarþjálfari Íslands segir að þeir séu eins og díselvél sem sé að hitna. »1, 3 Eins og díselvél sem er að hitna Strákarnir í 21-árs landsliðinu í knatt- spyrnu gerðu slysalegt jafntefli við Norður-Íra á Fylkisvell- inum í gær, í undan- keppni Evrópumóts- ins, og misstu þar af tveimur dýrmætum stigum. Þeir nýttu ekki dauðafærin og fóru því aðeins út af veginum eftir frábæra byrj- un á mótinu þar sem þeir höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína. »2 Strákarnir fóru aðeins út af veginum Júlían J. K. Jóhannsson varð heims- meistari ungmenna í kraftlyftingum um síðustu helgi og náði auk þess þeim stóra áfanga að lyfta einu tonni samanlagt. „Með vinnusemi og hörku hef ég sótt í mig veðrið með hverju árinu og bætt mig jafnt og þétt,“ seg- ir Júlían sem verður í Prag í vetur þar sem hann nemur sagnfræði og æfir með einum af þeim bestu. »4 Hef bætt mig með vinnusemi og hörku ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Sami læknirinn og hjúkrunarfræð- ingurinn hafa staðið vaktina á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal nánast allan sólarhringinn síðustu 30 ár. Það sem meira er; hjúkrunarfræð- ingurinn Helga Þorbergsdóttir og læknirinn Sigurgeir Már Jensson eru hjón. Hinn 1. september síðastliðinn voru 30 ár liðin frá því þau keyrðu að norðan og tóku við starfinu í Vík, sem þau hafa sinnt óslitið síðan. Af því tilefni þakkaði sveitarfélagið þeim fyrir vel unnin störf á 30 ára starfsafmælinu. Íbúar Víkur þurfa þó ekki að örvænta, því þau eru ekki að hætta. Hjón og traustir vinir „Þetta er lífsstíll, við vinnum náið saman og búum við hliðina á heilsu- gæslunni. Þetta er eins og á sveita- bæjunum þar sem hjón vinna saman úti og inni,“ segir Helga. Ágætlega gengur að sögn Helgu að halda vinnunni og fjölskyldulífinu aðskildu en vissulega þurfi þau oft að ræða vinnuna þótt það sé ekki gert við eldhúsborðið. „Við notum hvort annað sem stuðningsaðila því það er gott að hafa hvort annað til að vinna úr erf- iðum hlutum tengdum vinnunni. Við tengjumst íbúunum bæði á sorgar- og gleðistundum, sem er í senn krefjandi og gefandi.“ Hlakka til að mæta í vinnuna Helga segir að þau hafi í raun hlakkað til að mæta í vinnuna í 30 ár. Annars hefðu þau ekki enst jafn lengi og raun ber vitni í starfinu. Á heilsugæslunni í Vík starfa auk hjónanna læknaritari og sjúkrabíl- stjórar. Helga er einn sjúkraflutn- ingamanna í Vík og er því oft á vakt. Héraðið sem heilsugæslan þjónar er í Vestur-Skaftafellssýslu og í Rangárvallarsýslu. Störfin eru fjöl- breytt, allt frá ungbarnavernd til öldrunar- og bráðaþjónustu og allt þar á milli. Hjónin gerðu upphaflega ráð fyrir að stoppa í Vík í ár, en hvor- ugt þeirra er þaðan; Helga er Bol- víkingur og Sigurgeir er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. „Okkur líður afskaplega vel hér og erum ákaflega þakklát fyrir þennan tíma sem við höfum átt með góðu fólki. Við höfum alið upp fjögur börn sem öll hafa sterka tengingu við svæðið. Svo er þetta einstaklega fallegt hérað,“ segir Helga. Í litlu samfélagi þekkjast allir vel og segir Helga það kosti og allir þurfi að vera virkir í samfélaginu. Hún hefur sjálf gegnt hinum ýmsu hlutverkum í samfélaginu, verið í sveitarstjórn og gegnt embætti oddvita. „Fyrst hafði ég áhyggjur af því að það færi ekki saman að sinna báðum störfunum því það þurfti að taka óvinsælar ákvarðanir en þetta gekk upp.“ Innviðir ferðaþjónustunnar Mesta breytingin á seinni árum er gríðarleg fjölgun ferðamanna til Víkur og kemur þessi fjöldi fram í heilbrigðisþjónustunni, að sögn Helgu. Vík og nágrenni er þriðji vinsælasti viðkomustaður ferða- manna. „Þegar talað er um upp- byggingu innviða í ferðaþjónust- unni þarf ekki að einblína eingöngu á stíga og klósett heldur einnig heilbrigðisþjónustuna. Hún er einn af þessum innviðum sem þarf að hlúa vel að,“ segir Helga. Spurð hvort fjölga þyrfti starfsfólki í heil- brigðisþjónustunni í Vík segir hún að það mætti skoða. Í starfi sínu sem sjúkraflutninga- maður þarf Helga oft að fara upp um fjöll og firnindi til að koma fólki til hjálpar. Í sumar þurfti hún til að mynda að fara nokkrum sinnum upp göngustíginn hjá Skógafossi. Spurð hvort hún væri ekki í fanta- formi sagði hún það vera „fínt“. Helga, sem er 56 ára, bætti því við að hún hreyfði sig reglulega, „ann- að gengur ekki upp“. Hún syndir á hverjum morgni og er í hópi vaskra kvenna sem hittast á hverjum morgni í sundi. Taka þátt í gleði og sorg íbúanna  30 ára starfs- afmæli samhentra hjóna í Vík Hjón Sigurgeir Már Jensson læknir og Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunar- fræðingur og sjúkraflutningamaður, hafa starfað saman í Vík í 30 ár. Heiðruð Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, og Ásgeir Magnússon sveitarstjóri gáfu hjónunum blóm 1. sept sl. á 30 ára starfsafmæli þeirra. Ljósmynd/Pablo Carcamo Ljósmynd/Ómar Sigurvin Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.