Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 3
3
www.unak.is
2 ára meistaranám eða 1 árs diplómanám
Hefur þú áhuga á að efla þig og vinna
þvert á ólík svið heilbrigðisvísinda?
Þá er þverfaglegt diplóma- eða
meistaranám í heilbrigðisvísindum
eitthvað fyrir þig.
Meistaranám í heilbrigðisvísindum við
HA miðar að því að því að fólk geti
stundað nám með vinnu.
Framhaldsnám
í heilbrigðisvísindum MS
Einn skemmtilegasti hluti námsins
er að hitta heilbrigðisstarfsmenn úr
ýmsum fagstéttum og ræða málin.
Námið krefst mikils af nemendum
og góð skipulagning er nauðsynleg.
Unnur Pétursdóttir, MS í
heilbrigðisvísindum og formaður
Félags sjúkraþjálfara
Kæru lesendur
Með batnandi veðri og hækkandi sól fer flest að vakna til lífsins
úr vetrardvala og svo er einnig um
blaðið okkar. Ritnefndin var sammála
um að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi
þegar vangaveltur hófust varðandi
efnistök í blaðið. Meðlimir ritnefndar
búa ýmist á landsbyggðinni eða á
höfuðborgarsvæðinu og hafa fundir
því gjarnan farið fram í gegnum
Skype. Ótal tölvupóstar hafa gengið
á milli ritnefndarkvenna, ásamt því
að stofnað var „Dropbox“ til að
auðvelda utanumhald á aðsendu efni og
yfirlestrum.
Eins og fram kom á síðasta aðalfundi
víkkar starfssvið iðjuþjálfa stöðugt og
er það vel. Að sama skapi fjölgar þeim
sem hafa reynslu af samstarfi og/eða
þjónustu iðjuþjálfa. Víða hefur því
verið leitað fanga og að þessu sinni
var leitað út fyrir raðir iðjuþjálfa eftir
greinum. Má þar nefna; grein sem
byggir á mastersrannsókn varðandi
reynslu notenda af aðgengismálum,
greinar sem fjalla um samstarf við
iðjuþjálfa, bæði frá notanda þjónustu og
samstarfsmanni í þverfaglegu samstarfi,
viðtal við starfandi iðjuþjálfa, ásamt
því að útskriftarárgangur Háskólans á
Akureyri gefur innsýn í reynslu sína.
Markmið þessa blaðs var fjölbreytni
og að fá sýnishorn af margbreytilegum
starfsvettvangi iðjuþjálfa. Á loka
sprettinum barst svo beiðni um að
ritrýnd grein kæmist í blaðið en hún
náði því miður ekki að vera tilbúin í
tæka tíð og ekki fyrirsjáanlegt hvenær
ritrýningu lyki svo við vonumst eftir
henni í næsta blaði.
Ritnefndin þakkar öllum þeim sem sem
lögðu hönd á plóginn við útgáfu þessa
blaðs. Að lokum viljum við hvetja hinn
glæsilega hóp íslenskra iðjuþjálfa til að
setjast við tölvuna og skrifa greinar um
hvaðeina sem þeim liggur á hjarta og
telja að eigi erindi í fagblaðið okkar allra.
Góðar stundir og óskir um gleðilegt
sumar.
Ritnefnd Iðjuþjálfans
Stjórn IÞÍ
Ósk Sigurðardóttir formaður
Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir
varaformaður
Sigríður Pétursdóttir gjaldkeri
Berglind Indriðadóttir ritari
Anna Alexandersdóttir meðstjórnandi
Sigurbjörg Hannesdóttir varamaður
Sunna Kristinsdóttir varamaður
Umsjón félagaskrár
Þjónustuskrifstofa SIGL
Ritnefnd (ritnefnd.ii@sigl.is)
Agnes Ýr Sigurjónsdóttir
Erla Alfreðsdóttir
Inga Guðrún Sveinsdóttir
Sigríður Guðmundsdóttir
Sólrún Ásta Haraldsdóttir
Ritstjóri
Erla Alfreðsdóttir
Prófarkalesari
Arnór Hauksson
Forsíðumynd
Göngustígur að Dettifossi
Ljósmyndari:
Nanna Bára Birgisdóttir
Umbrot
Emil Hreiðar Björnsson, Grafíker ehf.
Prentun
Prenttækni
Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og
færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins
ef heimildar er getið.
Efnisyfirlit
Pistill formanns .....................................4
„Ertu ein hérna, vinan?“
reynsla fólks sem notar hjólastól .......6
Leiðbeinandi, kostir og gallar ..............8
Iðjuþjálfun í grunnskóla .......................9
Aðgengi að vörum
og þjónustu er réttindamál ................ 10
Annar útskriftarárgangur
iðjuþjálfa frá HA................................. 13
Þeir hugsa og framkvæma
í lausnum!............................................. 16
Gæti valdefling og geðrækt
breytt viðhorfum eldra fólks? .......... 19
Að endurvekja lífsneistann hjá fólki
með heilabilun. Iðjuþjálfun
og hugmyndafræði Lífsneistans ....... 21
Umfjöllun um siðareglur ................... 23
Aðgengi hefur fólk með
hreyfihömlun sama aðgang að
samfélaginu og aðrir? ......................... 25
Iðjuþjálfun og Gæfusporin hjá
Starfsendurhæfingu Norðurlands .... 27
Að undirbúa jarðveginn
fyrir atvinnulífið .................................. 29
Forsíðumynd: Myndina tók Nanna
Bára Birgisdóttir. Myndin er tekin á
göngustígnum sem liggur að Dettifossi.