Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 7

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 7
7 framleiðanda. Af því að hann var með arma og stoppara átti hann hinsvegar ekki rétt á að fá þessi dekk. Hann sagði: „Og sem sagt, þó það hljómi nú alltaf þannig – eins og einhver mótsögn – að þá var ég of mikið lamaður til að fá þessi dekk“. Að komast um - alls staðar Þegar að manngerðu umhverfi kom skipti í hugum viðmælenda mestu máli að komast alls staðar um. Þeim bar saman um að á árum áður hafi aðgengi beinlínis verið afleitt en að almennt hafi það smám saman farið batnandi þó að betur megi ef duga skal. Það var t.d. ekki fyrr en á tíunda áratugnum sem byrjað var að fella úr gangstéttum og gera fláa svo hjólastólar komist greiðlegar upp og niður af þeim. Vonandi er það liðin tíð að fólk þurfi að fara í gegnum vörumóttöku verslana til að komast inn í þær eins og sum lýstu að þau hefðu þurft að gera. Því miður sögðust viðmælendur þó alltaf reka sig á einhverjar vitleysur og að of algengt sé að þegar laga eigi aðgengi sé það ekki gert rétt. Klassískt dæmi um það er þegar hallinn á skábrautum er hafður of mikill. Nálega allir viðmælendur nefndu Kringluna sem dæmi um stað þar sem aðgengi er harla gott en miðbærinn var hins vegar iðulega tekinn sem dæmi um stað þar sem aðgengi er erfitt. Það er þó takmarkað gagn af aðgengilegum mannvirkjum ef fólk kemst ekki á milli þeirra. Hreyfanleiki er fólki nauðsynlegur til að geta tekið þátt í samfélagi. Því er ekki að undra að samgöngur bar mjög oft á góma í tengslum við aðgengi. Margir viðmælenda fóru um í einkabílum og voru bílastæðamál þeim hugleikin. Þeir bentu á að stæðin væru í mörgum tilvikum illa hönnuð og væru of fá. Ef bílastæðin skorti eða þau væru upptekin urðu viðmælendur einfaldlega frá að hverfa. Flest höfðu jafnframt einhverja reynslu af Ferðaþjónustu fatlaðra og einn tók stundum strætó. Hann viðurkenndi að það geti verið brösótt, þar sem hann komist ekki upp í alla strætisvagna og að vandinn sé m.a. sá að hann viti ekki fyrirfram hvenær aðgengilegur vagn komi. Hann taldi engu að síður mikið frelsi fólgið í því að hafa möguleikann á að taka strætó eftir eigin hentugleikum. Aðgengilegar almenningssamgöngur myndu því auka ferðafrelsi hans og annarra notenda hjólastóla um leið. Helsta gagnrýnin á Ferðaþjónustu fatlaðra var sú að ferðir þarf að panta með sólarhringsfyrirvara. Það fyrirkomulag setur hreyfanleika fólks skorður og takmarkar verulega möguleika á að geta gert eitthvað með skömmum fyrirvara. Þá voru dæmi um að fólk hefði áhyggjur af því að ferðakvótinn væri að verða búinn eða að fólk kláraði hreinlega ferðarnar sínar og fór þá ekkert síðustu dagana í mánuðnum. Aðgengi er forsenda þátttöku Það er ekki unnt að skilja á milli aðgengis og samfélagsþátttöku enda trauðla hægt að taka þátt í einhverju ef maður kemst ekki einu sinni á staðinn. Viðmælendur áttu ótal sögur um samspil þessara tveggja þátta. Að taka þátt í menningarviðburðum eins og að fara í bíó eða leikhús, fara á íþróttakappleik eða í útför getur verið snúið því á mörgum stöðum er hreinlega ekki gert ráð fyrir að hjólastóll þurfi að komast fyrir. Meira að segja það að fara í kaffi til vina er ekki vandræðalaust en aðgengi að íbúðarhúsnæði hefur mikil áhrif á þátttöku fólks sem notar hjólastól. Hversdagslegur hlutur eins og að fara í heimsókn stendur og fellur með því að hjólastóllinn komist leiðar sinnar. Það er ekki nóg að manneskjan sem notar hjólastólinn búi í aðgengilegu húsnæði. Vinir, ættingjar og aðrir sem viðkomandi kann að eiga í samskiptum við þurfa líka að gera það. Sigþrúður segir að aðgengi hafi t.a.m. haft slæm áhrif á samband hennar við gamlar vinkonur. Hún segir: „Ég kemst ekki heim til þeirra. Þær búa við þannig aðstæður að ég kemst ekki í heimsókn.“ Samfélagsþátttaka stendur þó og fellur með fleiru en skábrautum og breidd á útidyrum. Einfaldir hlutir eins og skortur á salernum hefur mikil áhrif á samfélagsþátttöku fólks sem notar hjólastól og komu ítrekað upp í „Og sem sagt, þó það hljómi nú alltaf þannig – eins og einhver mótsögn – að þá var ég of mikið lamaður til að fá þessi dekk“. rannsókninni. Flest spáum við lítið í það þegar við förum út á morgnana hvernig við ætlum að komast á klósett yfir daginn. Við gerum ráð fyrir því að við hinar fjölbreytilegustu aðstæður sé að finna salerni sem við getum notað að vild. Aðgengilegum salernum fer vissulega fjölgandi. Vandinn er bara að það er aldrei alveg hægt að ganga að þeim vísum. Sumir bregða á það ráð, jafnvel þótt þeim finnist það leiðinlegt, að hringja á undan sér og spyrja um salernisaðstöðu áður en farið er að heiman. Fólk er líka duglegt að finna lausnir til að bjarga málum. Þorbjörg lét sig t.d. dreyma um að eignast aðgengilegan húsbíl með innbyggðu ferðasalerni. Ein ástæðan fyrir því er sú að þá getur hún valið hvar hún vilji stoppa en þarf ekki að láta ferðaplönin ráðast af því hvar aðgengilegt klósett sé að finna. Hvað ber að gera? Í raun má segja að málið sé mjög einfalt. Viðmælendur í rannsókninni vildu að það væri gert ráð fyrir þeim alls staðar í samfélaginu. Vegna skorts á aðgengi á fólk sem notar hjólastól hins vegar erfitt með að taka þátt í fjölmörgum hversdagslegum aðstæðum, sem ófatlaðir telja sjálfsagðar. Til þess að hjólastóllinn fullnýtist sem það gagnlega hjálpartæki sem hann á að geta verið þurfum við að gera ýmsar breytingar á samfélagi okkar, sumar kostnaðarsamar, eins og að breyta húsnæði sem þegar hefur verið byggt, aðrar útgjaldaminni sem krefjast viðhorfsbreytinga. Ef ég ætti að nefna eitt atriði öðr um fremur til að bæta aðgengi og sam félagsþátttöku fólks sem notar hjólastól myndi ég velja aukið samráð. Viðmælendur mínir sýndu svo sannarlega að þeir hafa skilning og þekkingu á eigin aðstæðum.Við verðum að hafa fatlað fólk með í ráðum við útfærslur á aðgengi svo tryggt sé að þær skili tilætluðum árangri. Við verðum að hverfa frá þeim hugsunarhætti að það séu aðeins sérfræðingar og fagfólk sem viti hvað fötluðu fólki er fyrir bestu en nýta og treysta þekkingu fólks á eigin aðstæðum til að gera breytingar, samfélaginu öllu til góða. „Þær búa við þannig aðstæður að ég kemst ekki í heimsókn“

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.