Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Page 14
14
en einnig því að byrja að vinna sem
iðjuþjálfar.
Strax eftir útskrift héldu fjórar
til stórborgarinnar, en það voru
Antonía, Ásbjörg, Erla og Svanhildur.
Hinar átta dreifðu sér aðeins um
Norðurland. Bergdís og Sigríður fóru
til Húsavíkur þar sem Sigríður tók
þátt í uppbyggingu starfsbrautar við
Framhaldsskólann á Húsavík, sem er
námstilboð fyrir nemendur sem þurfa
einstaklingsmiðað nám. Bergdís var í
tveimur hlutastörfum, annars vegar hjá
Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga og
hins vegar í Borgarhólsskóla. Álfheiður
hélt til Grenivíkur þar sem hún var í
þremur hlutastörfum; í leikskólanum,
skólanum og á dvalarheimilinu. Í
skólanum og leikskólanum vann hún
með börnum sem þurftu iðjuþjálfun en
á dvalarheimilinu var aðaláherslan lögð
á virkni, hreyfingu og hjálpartækjamál.
Einnig kenndi Álfheiður nokkra tíma á
viku í grunnskólanum.
Valdís hélt til Dalvíkur þar sem hún
er ennþá en hún hefur unnið við
Dalvíkurskóla frá útskrift. Auk þess
hefur hún tekið að sér skjólstæðinga og
verkefni á leikskólunum í sveitarfélaginu
og sinnt verkefnum í Árskógarskóla eftir
þörfum hverju sinni. Dalvík hefur nýtt
sér vel að hafa iðjuþjálfa og hefur Valdís
verið fengin til að taka út vinnuaðstöðu
starfsmanna bæjarskrifstofunnar, auk
þess að panta hjálpartæki fyrir Dalbæ
dvalarheimili aldraðra. Valdís er einnig
virk í sveitastjórnarmálum, hefur verið
formaður félagsmálaráðs í átta ár og
situr í byggðaráði og sveitarstjórn á
núverandi kjörtímabili.
Í dag eru sjö úr hópnum sem vinna á
Akureyri. Bergdís vinnur á Búsetudeild
Akureyrarbæjar, áður var hún
forstöðumaður í skóla- og sumarvistun
fyrir fötluð börn á aldrinum 1016
ára. Hún skipti um vettvang innan
Akureyrarbæjar fyrir nokkrum
árum og er núna forstöðumaður í
heimaþjónustunni. Starfið hennar
einkennist af samskiptum við
þjónustuþega og aðstandendur þeirra,
starfsfólk og samstarfsstofnanir. Sem
forstöðumaður í heimaþjónustu hjá
Akureyrarbæ ber
Bergdís ábyrgð á og sér
um daglega stjórn og
rekstur þjónustunnar.
Um er að ræða þjónustu
við fólk á öllum aldri
með skerta færni, þótt stærstur hluti
skjólstæðinga séu aldraðir. Markmið
þjónustunnar er alltaf að efla fólk til
sjálfshjálpar og að skapa fólki aðstæður
til að lifa sem eðlilegustu lífi á sínu
heimili.
Jóhanna vinnur einnig hjá Búsetudeild
Akureyrarbæjar við heilsueflandi
heimsóknir til 75 ára og eldri og
við verkefni sem heitir Ráðgjöfin
heim. Heilsueflandi heimsóknir eru
fyrirbyggjandi heilsuvernd fyrir íbúa
75 ára og eldri sem búa heima og njóta
ekki heimahjúkrunar. Í Ráðgjöfinni
heim er aftur á móti markmið
þjónustunnar að veita faglega ráðgjöf
og leiðbeiningar til einstaklinga með
fötlun af margvíslegum toga, sem hafa
þörf fyrir aðstoð og stuðning til að
takast á við ýmis verkefni daglegs lífs.
Áður tók Jóhanna þátt í að byggja upp
þjónustu iðjuþjálfa við Öldrunarheimili
Akureyrar, vann í leikskóla og síðar
Oddeyrarskóla á Akureyri þar sem hún
sérhæfði sig í málefnum daufblindra,
sinnti ráðgjöf og var með mál og
hreyfiþjálfun í yngstu bekkjunum.
Inga Dís byrjaði eftir útskrift að vinna á
Dagdeild geðdeildar FSA og skipti svo
yfir á Búsetudeild Akureyrarbæjar og
vann við verkefnið Ráðgjöfin heim. Í
dag vinnur hún við Verkmenntaskólann
á Akureyri (VMA). Inga Dís er að kenna
á starfsbraut, sem er sérnámsbraut
í VMA. Þar kennir hún fög eins
og lífsleikni, heimilisfræði, tölvur,
starfsfræðslu og ADL, hvort sem er í
einstaklingskennslu eða bekkjarkennslu.
Margar höfum við tengst Kristnesi í
Eyjafirði, sem er endurhæfingarstaður
Sjúkrahússins á Akureyri, á einn eða
annan hátt. Bæði Harpa og Hafdís hafa
tekið að sér að vera forstöðuiðjuþjálfi á
Sjúkrahúsinu á Akureyri. Harpa hefur
unnið á Endurhæfingardeildinni á
Kristnesi þar sem viðfangsefnin eru af
ýmsum toga, allt frá fræðslu upp í að
hjálpa fólki að verða sjálfbjarga.
Hafdís hefur að mestu starfað á
endurhæfingardeildum FSA á Kristnesi
og líka sem verkefnastjóri útibús
Hjálpartækjamiðstöðvar SÍ á Kristnesi.
Þá starfaði hún í tvö ár sem iðjuþjálfi
í heilsueflandi heimsóknum á vegum
Búsetudeildar Akureyrarbæjar og tók
á þeim tíma þátt í
starfshópi sem var
skipaður og fékk það
verkefni að skapa
jákvæða umræðu um
málefni eldri borgara.
Úr varð verkefnið Litríkt vor sem tókst
afskaplega vel. Hafdís hefur einnig
tekið að sér störf í nefndum á vegum
Eyjafjarðarsveitar, þar sem hún býr,
lengst af sem fulltrúi í félagsmálanefnd.
Álfheiður hefur unnið á ýmsum
deildum Sjúkrahúss Akureyrar,
s.s. Öldrunarlækningadeild,
Hjúkrunardeildinni SEL, Geðdeild
og er núna á Endurhæfingar deildinni
á Kristnesi. Álfheiður var einnig
verkefnisstjóri Hjálpartækjamiðstöðvar
Sjúkratrygginga Íslands á Kristnesi
fyrstu þrjú árin eftir að sú starfsemi hóf
göngu sína norðan heiða.
Sigríður starfar sem iðjuþjálfi í
Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Hún
vinnur þar með nemendum á öllum
aldri með aðaláherslu á sálfélagslega
þætti. Markmið iðjuþjálfunarinnar er
m.a. að virkja nemendur til þátttöku
og leyfa áhuga og styrkleika hvers og
eins að njóta sín. Auk þess að veita
Við erum einnig
sérlega duglegar að
búa til glæsileg börn.
Iðjusystur ásamt mökum fyrir utan Hvalasafnið á Húsavík á 10 ára útskriftarafmælinu okkar