Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Síða 15
15
beina íhlutun sinnir Sigríður m.a.
ýmiss konar ráðgjöf og situr reglulega
teymisfundi með foreldrum, kennurum
og utanaðkomandi ráðgjöfum.
Þær fjórar sem fóru suður hafa
einnig prófað nokkra vinnustaði.
Antonía vann í nokkur ár á Barna-
og unglingageðdeild Landspítala
Háskólasjúkrahúss (BUGL) en þar vann
hún bæði á unglingadeild og göngudeild
við að meta, þjálfa, veita viðtöl og
ráðgjöf til barna og unglinganna sjálfra
og fjölskyldna þeirra. Hún starfaði
einnig í tvö ár sem yfiriðjuþjálfi og
sinnti þá stjórnunarlegum skyldum,
ásamt þverfaglegri skjólstæðingsvinnu.
Antonía starfaði einnig sem sjálfstætt
starfandi iðjuþjálfi fyrir Regnbogabörn.
Árið 2009 flutti Antonía til Danmerkur
ásamt fjölskyldu sinni. Þar vinnur hún
á stað sem kallast Autismecenter Nord-
Bo, en þar eru sértilboð fyrir unga
einstaklinga (1525 ára) með einhverfu
eða skyldar raskanir, s.s. Asperger
og/eða aðra samskiptaerfiðleika.
Megináhersla er lögð á að undirbúa
einstaklinginn sem best fyrir lífið.
Tilboðin eru einstaklingsmiðuð með
áherslu á vitsmunalega, félagslega,
líkamlega og hagnýta færni sem gefur
einstaklingnum betri lífsgæði, ásamt
því að hjálpa til með að finna út úr
framtíðar náms-, atvinnu-, frístunda- og
búsetumöguleikum. Ásbjörg starfaði
sem iðjuþjálfi á Æfingastöðinni við
afleysingar en fór svo að vinna í Þjónustu-
miðstöð Sjálfsbjargarheimilisins. Í
dag vinnur hún hjá Heimaþjónustu
Reykjavíkur. Verkefni iðjuþjálfa er m.a
að meta þörf fyrir þjónustu, fara í
heimilisathuganir og veita ráðgjöf um
hjálpartæki og heimilisbreytingar til
að einstaklingurinn geti verið lengur
heima. Einnig þarf að huga vel að
starfsfólki Heimaþjónustu Reykjavíkur
og er það hlutverk iðjuþjálfa að reyna
að gera vinnuskilyrði starfsmanna eins
góð og hægt er. Ráðgjöf og kennsla til
starfsmanna sem og aðstandenda eru
einnig hluti af starfinu.
Erla byrjaði að vinna hjá Geðhjálp og
skipti svo yfir á Geðdeild Landspítalans
á Hringbraut. Haustið 2010 byrjaði hún
að vinna á Æfingastöðinni þar sem starf
hennar felst m.a í að meta, þjálfa, útvega
hjálpartæki og veita ráðgjöf til barnanna
sjálfra, aðstandenda og kennara með
það að markmiði að efla þátttöku og
lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Þá
sinnir hún einnig ráðgjöf og þjálfun í
Klettaskóla tvo morgna í viku.
Svanhildur starfaði frá útskrift til ársins
2011 á Reykjalundi. Þar prófaði hún
að starfa á nokkrum sviðum, eins og
verkjasviði, taugasviði og lungnasviði.
Svanhildur sá um að veita ráðgjöf og
fræðslu, ADL mat, ADL ráðgjöf, mat á
hjálpartækjum og að útvega þau. Einnig
er hlutverk iðjuþjálfa á Reykjalundi að
auka sjálfsbjargargetu, þátttöku í daglegu
lífi og lífsgæði. Farið er í heimilisathugun
og vinnustaðaathugun. Svana tók
þátt í kennslu í lungnaskólanum og
verkjaskólanum auk þess að vera
með hópa í slökun og streitustjórnun.
Svanhildur var sviðsstjóri á lungnasviði
frá 2006 til 2011 þegar hún ákvað ásamt
fjölskyldu sinni að flytja til Noregs þar
sem hún vinnur núna á leikskóla.
Þessi hópur hefur sannarlega tekið að
sér mismunandi verkefni eftir útskrift.
Við höfum tekið að okkur nema frá
Háskólanum. Við höfum verið við
ýmis störf innan Iðjuþjálfafélagsins,
bæði í stjórn, kjaranefnd, ritnefnd og
fræðslunefnd. Nokkrar hafa farið í
áframhaldandi nám. Svanhildur bætti
við sig námi í hómópatíu. Antonía
tók meistaragráðu í lýðheilsuvísindum
með sérstaka áherslu á geðheilsu
barna og unglinga og áhrif forvarna
og heilsueflingar til að draga úr
geðrænum vanda hjá börnum og
unglingum. Álfheiður og Inga Dís tóku
kennsluréttindi í framhaldsskóla frá
Háskólanum á Akureyri. Margar erum
við með réttindi á A-ONE, AMPS og
einnig eru Sigríður og Valdís að vinna
í að fá ART- réttindi, þar sem unnið
er með félagsfærni, sjálfsstjórn og
eflingu siðgæðisþroska hjá börnum og
unglingum. Hafdís er í meistaranámi í
heilbrigðisvísindum með áherslu á fötlun
og endurhæfingu og Álfheiður er í eins
árs námi í hugrænni atferlismeðferð við
Endurmenntun HÍ. Nokkrar hafa verið
stundakennarar við iðjuþjálfabrautina
við Háskólann á Akureyri og aðrar
verið gestafyrirlesarar.
Fyrir utan það að vera iðjuþjálfar eru við
mæður, eiginkonur, vinkonur, bændur,
meðhjálpari, sveitastjórnarmenn, kv en
félags meðlimir, formenn for eldafélaga,
crossfittarar, hlauparar, handa vinnu-
konur, matgæðingar og svona mætti
lengi telja.
Við erum einnig sérlega duglegar að búa
til glæsileg börn. Þegar við byrjuðum
í skólanum voru 4 börn í hópnum. Á
meðan við vorum í skólanum fæddust 6
börn og núna samanstendur hópurinn
af 31 barni, hundum og nokkrum kúm.
Sameiningartákn okkar er FITL sem
stendur fyrir Frábærir Iðjuþjálfar og
Trylltir meðLimir. Við hittumst alltaf
fyrstu helgina í október ár hvert og
höfum gert núna í 11 ár. Við höfum hist
á ýmsum stöðum á milli Reykjavíkur
og Akureyrar og höfum jafnvel verið
á Mývatni. Við hittumst yfir eina helgi
þar sem makar okkar fá að koma
með. Síðustu ár hefur venjulega eitt
og eitt barn komið með, annaðhvort
í móðurkviði eða ennþá á brjósti. Í
fyrstu hittumst við yfir eina nótt en í
dag dugar ekkert annað en heil helgi
þar sem við skiptumst á að undirbúa
samkvæmið. Það er alltaf jafn gaman
hjá okkur enda getum við endalaust
spjallað, hlegið og leikið okkur. Tvær af
þeim myndum sem fylgja með greininni
eru teknar í umræddum ferðalögum
okkar. Önnur frá Mývatnssveit 2007 og
hin núna í haust þar sem við hittumst
á Steinsstöðum í Skagafirði og lýsir vel
þeirri stemmingu sem er í hópnum.
Fyrsta myndin er tekin 15. júní 2002
þegar við útskrifuðumst sem iðjuþjálfar.
Iðjusystur ásamt mökum við Steinstaðaskóla tekin haustið 2013