Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Síða 20
20
vinna í anda valdeflingar. Stöðugt þarf
t.d. að veita stjórnvöldum aðhald m.t.t.
framfærslu og lífsgæða.
Eitt er víst að öll munum við yfirgefa
svæðið, þó að gátan um hvað taki við
sé enn óráðin. En hvers vegna forðumst
við að tala um dauðann og þau viðhorf,
og jafnvel „menningu“ sem um dauðann
hefur skapast? Er fólk sem komið er
af léttasta skeiði hrætt við dauðann
og vill því ekki tala um hann? Vill það
ekki hugleiða þennan síðasta þátt, og
þá hafa skoðun á því hvernig það kysi
að hafa aðstæður þegar dauðann ber
að? Viðhorf mótast á löngum tíma og
stundum höldum við í löngu úreltar
hefðir. Valdefling snýst m.a. um að taka
stjórn á eigin lífi, en hvað með dauðann?
Sumt fólk vill hafa meira vald yfir lífi
sínu, og þar með dauða, og hvernig hann
skuli bera að, sé þess kostur. Valdefling
meðal aldraðra myndi leiða saman
fólk með sameiginlega hagsmuni. Það
myndi skoða ástæður ríkjandi viðhorfa
og siða, og hvaða áhrifafólk kynni að
hafa hag af óbreyttu ástandi. Í Hollandi,
Lúxemborg, Sviss, Kanada og nokkrum
ríkjum Bandaríkjanna hafa stjórnvöld
gefið fólki val um að ráða dauðastund
við ákveðnar aðstæður (Dignitas, e.d.).
Íslendingar eru ekki lengur einsleitur
hópur, hvorki í trúarlegum skilningi
né menningarlegum, og völd lækna
eru smám saman að breyt ast. Þeir
sem vinna sam kvæmt valdeflingu deila
valdi sínu með skjólstæðingunum. Þeir
styðja þá við val á viðeigandi meðferð
og meta hvernig hún muni hafa áhrif á
lífið, lífsgæðin og dauðann (Elín Ebba
Ásmundsdóttir, 2009b, 2011).
Ég fékk óbeint að fylgjast með óhefð
bundnu vali samstarfskonu minnar og
dauðvona eiginmanns hennar. Það sló
mig hve miklar hindranir menningin
hefur sett okkur og mótað viðhorf og
uppbyggingu kerfisins. Ekki eru virtar
mismunandi óskir. Sjúkdómsferlið var
þekkt. Líf mannsins myndi fjara hægt
út. Hann skipti það mestu máli hvernig
fjölskyldan myndi minnast hans. Hann
vildi verja síðustu stundum ævi sinnar
með fullri reisn og vitund. Til að koma
til móts við þessa ósk varð hann að fá
að ráða dánarstundinni. Þessa leið mun
fjöldinn aldrei velja, en stjórnvöld eiga
engu að síður að leyfa fólki að hafa val.
Þessi heiðurshjón létu hindranirnar
ekki stoppa sig þótt það kostaði bæði
erfitt og langt ferðalag til annars lands
og rífleg fjárútlát. Þessi fjölskylda valdi
ekki auðveldustu leiðina, þau völdu að
ryðja brautina fyrir okkur hin og sýndu
í verki að dauðinn þurfi ekki að vera
feimnismál og að hægt sé að hafa ólíkar
hugmyndir og útfærslur.
Nærtækara dæmi er útfararþjónusta.
Útfarir hafa breyst lítillega undanfarin
ár, í takt við mismunandi óskir fólks.
Fyrir aðeins áratug hefði verið nær
óhugsandi að prestur væri ekki við
útför. Ég er þakklát fyrir það frelsi sem
við systkinin fengum þegar foreldar
okkar kvöddu þetta jarðlíf. Jarðneskar
leifar þeirra eru nú hluti af hafsbotni og
duftkerið fyrir löngu uppleyst. Foreldar
mínir hafa engan áþreifanlegan legstað.
Mismunandi litir í sólarlaginu sjá um
að halda minningu þeirra á lofti sem
ég mun skýra út fyrir afkomendunum.
Presturinn hélt utan um athöfnina
og var ekki endilega í aðalhlutverki.
Aðstandendur tóku fullan þátt miðað
við hæfileika, áhuga og getu. Hvers
vegna látum við enn smíða vandaðar og
rándýrar kistur til að láta þær rotna, eða
nota sem eldivið? Útfararþjónustur eiga,
sem aðrir, að bjóða val. Hver ákvað að
allir þyrftu að vera í kistu? Fjölskyldur
hljóta að mega ráða útfærslunni upp að
vissu marki en til þess þarf stuðning
löggjafans.
Kynslóðin sem nú elst upp mun gera
aðrar kröfur varðandi líf og dauða
en þær sem gengnar eru. Ef þjónusta
sem kostuð er með almannafé temur
sér í auknum mæli að vinna í anda
geðræktar, valdeflingar og lífsþarfa á
saga Helga Hóseassonar ekki að þurfa
að endurtaka sig, því hann barðist
einn. Helgi Hóseasson var hugsjóna-
og baráttumaður. Hann hóf baráttu
sína við stjórnvöld árið 1962 og er
einna þekktastur fyrir að hafa slett
skyri á skrúðgöngu biskups, forseta og
alþingismanna. Það eina sem hann fór
fram á var að rift yrði skírnarsáttmála
hans, sem auðvitað var gerður án hans
samþykkis, enda oftast ungbörn skírð.
Helgi barðist í rúma hálfa öld en fékk
aldrei kröfum sínum framgengt (Helgi
Hóseasson, e.d.).
Heimildir:
Blair, S., Hume, C. og Creek, J. (2008).
Occupational perspective on mental
health and well-being. Í J. Creek og L. Lougher
(ritstj.), Occupational
Therapy and Mental Health (4. útgáfa) (bls. 17-
30). Edinburgh: Churchill
Livingstone.
Borg, M. (2006). Arbeid, Aktivitet og Mening.
I Almvik, A. & Borge, L (ritstj.), Psykisk
helsearbeid i nye sko (bls.5371). Bergen;
Fagbokforlaget.
Chamberlin, J. (1997). A working definition
of empowerment. Psychiatric Rehabilitation
Journal, 20, 43-46.
Dignitas (assisted dying organisation) (e.d.). Sótt
16. febrúar 2014, frá
http://en.wikipedia.org/wiki/Dignitas_
(assisted_dying_organisation).
Elín Ebba Ásmundsdóttir (2007). Geðrækt
geðsjúkra: Að ná tökum á lífinu. Iðjuþjálfinn 2,
1321.
Elín Ebba Ásmundsdóttir (2008). Geðrækt
geðsjúkra: Útihátíð í miðbæ Reykjavíkur.
Iðjuþjálfinn 2, 19-27.
Elín Ebba Ásmundsdóttir (2009a).
Geðræktarkassinn. VR blaðið, febrúar 2009.
Elín Ebba Ásmundsdóttir (2009b). Creation
of new services: Collaboration between mental
health consumers and occupational therapists.
Occupational Therapy in Mental Health, 25,
115 125.
Elín Ebba Ásmundsdóttir (2011). Geðrækt
geðsjúkra – raunveruleiki eða hugarburður.
Geðvernd. 1;1823.
Elín Ebba Ásmundsdóttir og Sólrún Óladóttir
(2011). Iðjuþjálfun fullorðinna II: Geðheilsa .
Í Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Egilsson
(ritstj.), Iðja, heilsa og velferð – iðjuþjálfun í
íslensku samfélagi (bls. 175-192). Háskólinn á
Akureyri: Háskólaútgáfan.
Fríða Björnsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og
Guðbjörg Daníelsdóttir (2010). Lagt í vörðuna
– Geðræktarverkefni fyrir miðstig grunnskóla.
Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun.
Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Sótt 27. júlí 2011, frá http://netla.khi.is/
greinar/2010/019/index.htm.
Hanna Björg Sigurjónsdóttir (2006). Valdefling.
Glíma við margþætt hugtak. Fötlun hugmyndir
og aðferðir á nýju fræðasviði. Í Rannveig
Traustadóttir (ritstj.). Fötlunarfræði: Nýjar
íslenskar rannsóknir (bls. 66- 80). Reykjavík:
Háskólaútgáfan.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2005).
Evrópsk aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum.
Leitað lausna á brýnum verkefnum. Sótt
13. september 2005, frá http://www.
heilbrigðisraduneyti.is/media/frettir/
adgerdaaatlun_i_gedheilbrigdismalum_i_
Evropu.pdf.
Helga Björg Barðadóttir (2009). Geðorðin
10 og geðræktarkassi. Aðferð til að bæta
samskipti nemenda og starfsfólks grunnskólas.
B. Ed. lokaverkefni í grunnskólafræðum
við Háskóla Íslands. Sótt 23. ágúst 2010,
frá http://skemman.is/is/stream/
get/1946/3733/6786/1/HelgaBjorg_
lokaverkefni_fixed$005b1$005d.pdf.
Helgi Hóseasson (e.d.). Sótt 16. febrúar 2014,
frá http://is.wikipedia.org/wiki/Helgi_
Hóseasson.
Rosenfeld, M. (2000). Spiritual agent modalities
for occupational therapy practice.OT Practice,
1721.
Rosenfeld, M. (1993). Wellness and Lifestyle
Renewal: A Manual for Personal Change.
Bethesda, MD: AOTA, Inc.
WHO, (2005). Mental health: Facing the
challenges, building solutions. World Health
Organization Europe. Report from the WHO
European Ministerial Conference.