Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 28

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 28
28 tímar á dag. Konurnar unnu bæði á einstaklingsgrunni og í hópavinnu. Einstaklingsvinnan var í formi ráðgjafaviðtala, svæðameðferðar, höfuð beina­ og spjaldmeðferðar, sál ­ fræðiviðtala, fjármálaráðgjafar, djúp­ slökunar og fjölskyldumeðferðar. Hópa vinnan samanstóð af fræðslu, sjálfsstyrkingu, líkamsvitund, hreyfingu og sálfræðihóp einu sinni í viku. Að auki var boðið upp á nýjung í haust sem var 30 tíma listasmiðja hjá Bryndísi Arnardóttur listakonu sem fór fram á vinnustofu hennar í verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð. Sú vinna gafst mjög vel og jók mikið sjálfstraust kvennanna. Á endurhæfingartímabilinu settu þær tvisvar sinnum upp sýningu á verkum sínum í geðræktarmiðstöðinni Grófinni. Við upphaf og lok endurhæfingarinnar var líkamleg, félagsleg og andleg heilsa hvers skjólstæðings metin eftir eftirtöldum mats­ tækjum; ASEBA (Achenbach System of Empirically Based Assessment), sem er annars vegar sjálfsmat og hins vegar mat náins aðstandenda, Heilsutengd lífsgæði og DASS (Depression Anxiety Stress Scales;) þar sem skjólstæðingurinn metur sig sjálfur. Í lok endurhæfingarinnar var gerður samanburður á mælingunum og metinn árangur hjá hverri og einni konu og farið yfir hann með henni. Fagaðilar sem komu að Gæfusporunum voru: iðjuþjálfi, félagsráðgjafi, sál- fræðingur, hjúkrunarfræðingur, fjöl­ skyldu meðferðarfræðingar, heilsuþjálfi, sjúkraþjálfarar og svæðanuddari. Aðkoma mín sem iðjuþjálfi og fjöl- skyldumeðferðarfræðingur að Gæfu­ sporunum var með margvíslegum hætti. Ég sá um utanumhald og skipulag þessa úrræðis sem fólst í því að búa til 14 vikna áætlun sem hægt væri að fylgja eftir. Þegar skipuleggja á úrræði sem þetta getur verið flókið að finna út hvað hentar til úrvinnslu úr slíkum áföllum því um er að ræða mjög brotna einstaklinga. Vanda þarf vel valið á fræðslu, hreyfingu, sjálfsstyrkingu og hvernig á yfirhöfuð að nálgast viðfangsefnið. Sumar kvennanna í Gæfusporunum höfðu glímt við kynferðislega misnotkun í mörg ár og jafnvel áratugi. Það var því ekki einfalt mál fyrir þær að takast á við þetta verkefni og flestar höfðu aldrei opnað á sín mál í svo stórum hópi. Það er því fyrir öllu að hópurinn nái vel saman og traust er undirstaðan að árangri. Þótt hópurinn væri að mestu leyti í mínum höndum komu ýmsir aðrir fagaðilar að vinnunni með mér. Sú samvinna var mér mjög dýrmæt og mér fannst mikilvægt að geta speglað mig í öðru fagfólki með samráði og fengið stuðning þegar á þurfti að halda. Einu sinni í viku var tekið fyrir ,,líðan og spjall“ þar sem konurnar fengu tækifæri til að tjá sína líðan og hvað væri að gerast í þeirra úrvinnslu hverju sinni. Konurnar sögðu einnig sögu sína og fengu til þess frjálsar hendur. Sem dæmi þá máttu þær skrifa söguna niður, segja hana í spuna, lesa upp af tölvu, tjá hana í máli og myndum o.s.frv. Það var alveg ótrúlegt að sjá hvað saga hverrar og einnar konu hafði mikil áhrif á hinar í hópnum. Með því að segja söguna gerðist ýmislegt, þær gátu t.d. speglað sig hver í annarri, stutt hver aðra, samsamað sig öðrum með svipaða reynslu, losað út reiði, biturleika, sorg og fleira. „Að geta sagt frá“ er ákveðin lausn því vanalega er það „það“ sem þolendum kynferðisofbeldis er uppálagt að gera ekki því þá gæti eitthvað hræðilegt gerst hjá þeim sjálfum eða fjölskyldu þeirra. Sögurnar voru sagðar með skipulögðum hætti og þess á milli var brotið upp með ýmiskonar hópefli. Nauðsynlegt er að geta brotið upp og hlegið og skemmt sér þess á milli sem djúp sálræn vinna á sér stað. Ég var ráðgjafi hjá öllum konunum nema einni. Í stuttu máli fólst sú vinna í því að halda utan um mál hverrar og einnar, fara yfir niðurstöður matstækja og hjálpa þeim með fyrirgreiðslu annars staðar í kerfinu. Einnig að taka hverja og eina í regluleg viðtöl og var mjög mismunandi hversu oft þær þurftu á því að halda. Sumar þurftu stuðning í hverri viku og aðrar á þriggja vikna fresti. Af þeirri fræðslu sem boðið var upp á sá ég t.d. um það sem viðkom markmiðum, valdeflingu, iðjumynd, fjölskyldutengslum og ýmsum grímum sem settar eru upp í daglegu lífi. Auk þess sá ég um fjölskyldumeðferð hjá þeim sem þess óskuðu. Það kom einnig í minn hlut að halda samráðsfundi um gang mála í upphafi námskeiðsins, um miðbik þess og í lokin með þeim fagaðilum sem að því komu. Staða kvennanna eftir námskeiðið Sumar kvennanna í Gæfusporunum höfðu glímt við kynferðislega misnotkun í mörg ár og jafnvel áratugi er eftirfarandi: Þrjár af þeim héldu áfram eftir áramótin inn í úrræði hjá SN sem nefnist EtnaATV og er tenging við vinnumarkaðinn. Ein fór í annað úrræði hjá SN sem heitir Virkni og Vellíðan-framhald og stefna þær allar fjórar út á vinnumarkaðinn að þeim úrræðum loknum. Ein er komin í tímabundna afleysingavinnu, tvær konur ákváðu að fara í skóla í framhaldi af Gæfusporunum, tvær eru öryrkjar, önnur með MS­sjúkdóminn og getur ekki unnið sökum þess en hin starfar í sjálfboðavinnu í Grófinni - geðræktarmiðstöð. Að lokum er mér ofarlega í huga hversu vel iðjuþjálfanámið hefur nýst mér í minni vinnu hjá SN sem og reynsla mín í gegnum lífið af ýmsum sálrænum áföllum sem ég hef gengið í gegnum og þurft að takast á við. Ég hef löngum hvatt mína nema í verknámi í iðjuþjálfun að hafa það hugfast meðan á náminu stendur, „hvar get ég nýtt menntun mína?“ Því í raun er iðjuþjálfanámið svo fjölbreytt og praktískt að það er hægt að nýta það á margan hátt á ólíkum vinnustöðum. Til viðbótar við menntunina er það kjarkur, þor og trú á sjálfum sér og að geta notað sjálfa/n sig sem verkfæri sem þarf til að fara áfram með inn í vinnu. Það var mjög athyglisvert að sjá niðurlútar konur með litla sem enga sjálfsmynd koma inn í Gæfusporin að hausti sem um jól gengu út beinar í baki og fullar af von. Að slíkt úrræði sem Gæfusporin sé til er mikið skref í rétta átt til hjálpar þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun einhvern tíma á lífsleiðinni. Mikilvægt er að hafa þennan valkost fyrir einstaklinga til að geta unnið úr margra ára, jafnvel áratuga áföllum, eins og var reynsla sumra í hópnum. Að sögn þeirra kvenna sem voru í Gæfusporunum 2013 var það ótrúleg leið til bata að vinna svo náið saman í hóp og geta bæði speglað sig og haft stuðning af öðrum hópmeðlimum. Heimildaskrá Sigrún Sigurðardóttir (2007). Kynferðisleg misnotkun og önnur sálræn áföll í æsku og áhrif þeirra á heilsufar og líðan kvenna. Fyrirbærafræðileg rannsókn. Akureyri: Háskólinn á Akureyri. http://hdl.handle.net/1946/719 Sigrún Sigurðardóttir (2011). Þróun þverfaglegra meðferðarúrræða fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í æsku.Uppbyggingar­ og þróunarverkefni í starfsendurhæfingu.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.