Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 30

Iðjuþjálfinn - 01.06.2014, Side 30
30 Notandi spyr notanda (Nsn) er dæmi um verkefni sem hafa skapað störf þar sem reynsla og þekking geðsjúkra er nýtt. Nsn­verkefnið metur m.a. gæði þjónustunnar út frá sjónarhorni notenda. Áherslur notenda eru settar í forgrunn í gerð fræðsluefnis eða við þróun þjónustu. Eftir efnahagshrunið 2008 lagaði Hlutverkasetur starfsemi sína að breyttum forsendum. Fullfrískt fólk átti nú samleið með geðsjúkum sem atvinnuleitendur. VR, vel­ ferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg studdu Hlutverkasetur í að vinna fyrirbyggjandi. Notendahópur Hlut- verkaseturs breikkaði og starfsemin varð fjölþættari. Faglíkanið um iðju mannsins naut sín í starfseminni þar sem það byggðist á hlutverkum í lífinu, rútínu, eflingu trúar á eigin áhrifamátt og að vinna með umhverfisþætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan. Árið 2010 fann Sylviane leið, innan veggja Hlutverkaseturs, til að sinna eftirfylgd við geðsjúka á v i n n u m a r k a ð i . Með stuðningi frá yfirmönnum sínum á LSH mætti hún í Hlutverkasetur tvo eftirmiðdaga í viku. Hennar fyrsta verk var að setja saman hóp notenda í Hlutverkasetri sem höfðu reynslu af vinnumarkaðnum. Hópurinn greindi kerfislægar hindranir í bótakerfinu og nauðsynlegan stuðning svo einstaklingar með geðraskanir ættu afturkvæmt á vinnumarkaðinn. Hópurinn kom á framfæri, við lykilfólk í starfsendurhæfingu, mikilvægi þess að notendur væru hafðir með í ráðum varðandi reglugerðir, breytingar á bótakerfinu eða þróun í þjónustu við þá. Þetta var í takt við áherslur félags- og heilbrigðismálaráðuneytisins sem setti slíka nálgun á oddinn 2006 og í samræmi við geðheilbrigðissáttmálann sem heilbrigðisráðherrar í Evrópu skrifuðu undir í Helsinki 2005. Hlynur Jónsson, markaðsmaður, bætist í hópinn 2011. Hann kom inn í starfsemi Hlutverkaseturs sem sjálfboðaliði. Ebba var fljót að sjá hvernig hægt væri að nýta krafta hans sem best. Í stað þess að markaðssetja vöru eða þjónustu eins og hann var vanur innti hún hann eftir því hvort hann væri ekki til í að markaðssetja geðsjúka á vinnumarkinn og aðstoða fyrirtæki við að axla samfélagslega ábyrgð. Hlynur hefur reynst dýrmætur starfskraftur og þær stöllur hrósuðu honum í hástert: „Það er afar gefandi að vinna með einstaklingi eins og Hlyni sem þrífst á áskorunum.“ Hans tengsl, reynsla, nálgun og þekking á vinnumarkaði gerði það að verkum að hægt var að taka næsta skref. Verkefnið fékk nafnið Útrás og nafnið var engin tilviljun. Geð var neikvætt hugtak, ætlað fáum, en hefur síðasta áratuginn náð almennri notkun með meiri jákvæðni. Útrás var kynnt formlega í byrjun júní 2013 fyrir fulltrúum helstu hagsmunaaðila. Í framhaldinu fékkst styrkur frá Virk starfsendurhæfingarsjóði og Hlynur var ráðinn sem starfsmaður. Formlegur sam- starfssamningur var gerður við AMS „Atvinna með stuðn ingi“ á vegum Vinnumálastofnunar og Útrásar í nóvember sama ár. Flestir sem leita til Útrásar eru búnir að máta sig við launuð störf eða verkefni innan eða utan Hlutverkaseturs. Þeir hafa tekið þátt í verkefnum sem fela í sér ábyrgð og skuldbindingu. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa vilja og löngun til að vinna en þurfa sértæka aðstoð. Sylviane metur starfshæfni viðkomandi og hvers konar undirbúnings sé þörf. Hún sinnir eftirfylgd á vinnustaðnum og hægt er að hafa samband við hana eins lengi og þörf er til að ræða t.d. upplifun, óöryggi, túlkun og úrvinnslu í tengslum við vinnuumhverfið. Ekkert vandamál er of smátt né stórt. Hlynur vinnur með væntingar atvinnuleitanda og vinnuveitanda. Litið er á vinnustaðinn, samstarfsfólk og vinnuveitandann sem skjólstæðing sem þarf ekki síður stuðning og ráðgjöf. Það hefur komið að óvart hve vinnuveitendur hafa verið tilbúnir að taka við einstaklingum með geðraskanir. Fræðsla og upplýsingar sem oftast reynir á, tengjast fordómum, hlutastörfum, ranghugmyndum um geðræn veikindi, efasemdir um úthald og sveigjanlegum vinnutíma. Atvinnuleitandinn getur einnig haft efasemdir um eigin heilsu Í stað þess að markaðssetja vöru eða þjónustu eins og hann var vanur innti hún hann eftir því hvort hann væri ekki til í að markaðssetja geðsjúka á vinnumarkinn og aðstoða fyrirtæki við að axla samfélagslega ábyrgð. þar sem eðlilegri streitu við að takast á við nýtt starf er ruglað saman við sjúkdómseinkenni. Hindranir við að fara á vinnumarkaðinn geta einnig tengst auknum kostnaði sem fylgir því að vera útivinnandi, t.d. fatnaður, ferðir, nesti og félagsleg samskipti. Síðan þarf að skoða með hverjum og einum á hvaða hátt atvinnuþátttaka hefur áhrif á bætur. Sylviane og Ebba vilja vera góðar fyrirmyndir og eiga gott samstarf við sérfræðinga á geðsviði, endur- hæfingaraðila, atvinnulífið, trygginga-og bótakerfið. Þær telja ferlið við að leita réttar síns fyrir notendur þjónustunnar of flókið. Mörg góð úrræði séu til sem aðstoða fólk við að fóta sig á ný á vinnumarkaði. Skjólstæðingar falla hins vegar oft á milli kerfa þar sem engin einn aðili hefur heildarsýn eða fylgir málum í höfn. Frá því að Útrás fór af stað sl. sumar og fram að áramótum hafa þrjátíu einstaklingar óskað eftir stuðningi við að komast í vinnu. Tólf af þessum einstaklingum eru komnir í vinnu, fimm vildu frekari undirbúning s.s. með námi eða frekari starfsþjálfun, en þeir sem eftir stóðu hættu við. Hlynur var í sambandi við 39 fyrirtæki, fimm fyrirtæki hafa ráðið einstaklinga frá Útrás í vinnu og helmingurinn af þessum fyrirtækjum er tilbúinn að ráða fólk með skerta starfshæfni þegar stöður losna hjá þeim. Bændasamtökin vilja samstarf, LSH og Reykjavíkurborg gáfu grænt ljós á að ráða fólk í vinnu árið 2014 og nú hafa tveir einstaklingar hafið störf hjá Geðheilsumiðstöð Breiðholts. Þær stöllur eru sposkar á svip í lok viðtalsins og segja að margar hugmyndir bíði í ofvæni eftir að fá líf strax og tími gefst til að sinna þeim. Við kveðjum Ebbu, Sylviane og Hlutverkasetur fullar af orku og bjartsýni. Það er gefandi að hitta frumkvöðla og hugsjónamanneskjur. Þessar konur hafa unnið við iðjuþjálfafagið í meira en þrjá áratugi og eru enn fullar af eldmóði, sjá tækifæri í hverju horni og finna nýjar lendur á hverjum degi. Það er augljóst að iðjuþjálfastarfið hefur verið stór hluti af lífi þeirra, mótað sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Sylviane kvaddi sinn vinnustað, geðsvið LSH, fyrr í mánuðinum. Nú ætlar hún eingöngu að sinna hugðarefni sínu, þ.e. atvinnumálum geðsjúkra. Erla Alfreðsdóttir og Inga Guðrún Sveinsdóttir Færanlegt handfang á baðkar. 60 cm hátt. Listaverð 12.129 Tilboðsverð 9.703 HANDFANG Gott sæti og hæðarstilling. Rennur ekki til þökk sé töppum á fótum. Listaverð 16.984 Tilboðsverð 13.587 STURTUSTÓLL Inniheldur tvö lög með ofnum glertrefjum auk eld- tefjandi millilags. 1,1x1,1 m. Listaverð 4.169 Tilboðsverð 2.590 ELDVARNARTEPPI Handfang með sogskálum Baðmotta Sturtustóll frá Rebotec Listaverð 29.814 Tilboðsverð 20.870 ÖRYGGI Í STURTUNNI TI LB O Ð SP A K K A R ST A K A R V Ö RU R Handfang skrúfað á vegg Baðmotta Þrep Handfang sett á baðkarið Listaverð 27.504 Tilboðsverð 19.253 ÖRYGGI Í BAÐKARINU Léttvatnsslökkvitæki 6 l Eldvarnarteppi 110x110 cm 2x optískir reykskynjarar Jónískur reykskynjari Listaverð 22.741 Tilboðsverð 13.900 ELDVARNARPAKKI ÖRYGGIS MIÐSTÖÐIN Askalind 1 201 Kópavogur Sími 570 2400 Fax 570 2401 oryggi@oryggi.is oryggi.is Í tilefni átaksins Glöggt er gests augað er nú tilboð á viðurkenndum öryggisvörum sem auka öryggi fólks á þeim stöðum í heimahúsum sem því er hættast við slysum. Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 570 2400 eða skoðaðu úrvalið á www.oryggi.is. Verslun okkar í Askalind 1 er einnig opin frá kl. 9–17. Einfaldar lausnir geta stóraukið öryggið á heimilinu PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 11 42

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.