Skólavarðan - 01.09.2005, Side 6
6
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005
myndum í skólanum, kennslubókum og
öðru efni? Geta öll börn fundið samsvörun
við reynslu sína í efninu, “speglað” sig í
því?
6. Samskipti og tengsl innan stofnunar,
skólaandi og skólamenning. Undir þessum
þætti er m.a. talað um að vinna þurfi
að viðhorfsbreytingum innan skólans
þannig að öllum sé ljóst mikilvægi þess að
skólastarfið sé á jafnréttisgrundvelli, borin
sé virðing fyrir öllum börnum og unnið
markvisst gegn ójöfnuði.
7. Tungumál skólans. Í þessum þætti
er m.a. átt við tungumál sem notuð
eru í skólanum, hvaða tungumál eru
kennd, hvernig þau eru notuð og kennd
og mikilvægi þess að allir nemendur
fái tækifæri til að nota móðurmál sitt
markvisst í skólanum, hafi aðgang að efni
á móðurmáli sínu og að það sé sýnilegt.
8. Tengsl við fjölskyldur og samfélag.
Hér er átt við að virkja skuli fjölskyldur til
að taka þátt í skólastarfinu og markvisst
skuli leitað til þeirra varðandi hugmyndir
um skólastarf. Einnig að skólinn þurfi að
tengjast starfinu í sínu nánasta samfélagi,
hvort sem það er hverfi, þéttbýli eða
dreifbýli, og vera virkur þátttakandi í
mótun þess.
9. Skólaþróun og skólastefna. Í þessum
þætti er lögð áhersla á að unnið sé á
lýðræðislegan hátt að mótun skólastefnu
með þátttöku kennara, foreldra og barna.
Á þann hátt eingöngu hafi skólastefnan
fulla merkingu fyrir alla þegna í skóla-
samfélaginu. Einnig sé mikilvægt að
skólinn hafi hugsjón eða framtíðarsýn
(Cotton o.fl. 2003).
Eins og sjá má af ofangreindum
dæmum eru tvö helstu lykilorðin jafnrétti
og lýðræði, eða virk þátttaka allra. Að
mati ýmissa fræðimanna ber að líta á
þróun fjölmenningarlegrar menntunar
og skólastarfs sem langtíma ferli sem
sennilega lýkur aldrei þar sem markmið
þess munu aldrei nást að fullu í mannlegu
samfélagi (Banks og Banks, 2003).
Fjölmenningarleg menntun
á Íslandi
Ef gengið er út frá því að sömu lykilþættir
þurfi að gilda um skóla á Íslandi, þar sem
nokkuð hröð þróun fjölmenningarlegs
samfélags á sér stað, má spyrja hvar
íslenskir leik-, grunn- og framhalds-
skólar séu staddir á þessum mælikvarða.
Fjölmörg símenntunarnámskeið um fjöl-
menningarlega kennsluhætti undanfarin
ár benda til þess að ekki skorti áhuga
kennara á að þróa nýjar leiðir í kennslu
til að mæta breyttum nemendahópi.
Í mörgum leik-, grunn- og framhalds-
skólum hafa undanfarin ár einnig farið
af stað þróunarverkefni eða annars konar
þróunarstarf sem miðar að því að bæta
stöðu allra barna og taka á ýmsan hátt
aukið tillit til fjölbreytileikans. Samkvæmt
ofangreindum dæmum úr fræðunum
er slík þróun mikilvæg og nauðsynleg
en ekki nægileg. Með öðrum orðum,
fjölmenningarleg menntun verður hvorki
til með nýjum kennsluháttum eingöngu
né með einstökum þróunarverkefnum.
Það sem skortir er fyrst og fremst breytt
heildarsýn á skólastarf í fjölmenningarlegu
samfélagi og breytt viðhorf.
Til að þróun fjölmenningarlegrar
menntunar eigi sér stað á öllum skóla-
stigum á Íslandi er einnig mikilvægt
að hún sé studd aðalnámskrám sem
byggjast á hugmyndum um lýðræði og
jafnrétti í víðum skilningi, þar sem gert
er ráð fyrir fjölbreyttum nemendahópi
og lagðar skýrar línur um fjölmenningar-
legt skólastarf. Slíkar námskrár auðvelda
þróun skólastarfs í einstökum skólum þar
sem allir nemendur fá notið sín og bæði
skipulag náms og innihald hefur aukna
merkingu fyrir fjölbreyttan nemendahóp.
Parekh (2000) leggur áherslu á að eitt af
skilyrðum þess að jafnvægi, stöðugleiki,
samheldni og virkni þegnanna náist
í fjölmenningarsamfélagi sé þróun
fjölmenningarlegrar menntunar og
skólastarfs.
Komið hafa fram þær raddir að slíkar
breytingar feli í sér ógnun við fyrri gildi
og viðmið þannig að í tilfelli íslenskra
skóla muni allt sem „íslenskt“ er þurfa
að víkja fyrir hinu „útlenda“. Sú er ekki
raunin. Breytingarnar fela í sér víðari sýn
á menningu og samfélag, þ.e. gera ekki
eingöngu ráð fyrir einni menningu eða
einu tungumáli og horfa til stöðu allra
einstaklinga í samfélaginu. Þær gera ráð
fyrir að í öllu skólastarfi sé tekið tillit til
allra barna þannig að námið hafi merkingu
fyrir öll börn og fjölskyldur þeirra og höfði
til reynslu allra en sé ekki eingöngu miðað
við tiltekinn hóp. Áherslubreytingarnar
fela þannig í sér að börn af erlendum
uppruna, börn í minnihlutahópum eða
börn með önnur móðurmál en íslensku
teljast ekki börn með sérþarfir heldur
einfaldlega börn í fjölmenningarlegum
skóla. Hið sama gildir um öll hin börnin,
þau eru öll hluti af einni heild sem er hinn
fjölmenningarlegi skóli. Breytingarnar
miða að því að bæta stöðu allra barna,
námslega sem og félagslega. Síðast en ekki
síst miða þær að því að gera öll börn fær
um að lifa og starfa í fjölmenningarlegu
samfélagi þar sem fjölbreytileikinn er
virtur og viðurkenndur.
Hanna Ragnarsdóttir
Höfundur er mannfræðingur og lektor við
KHÍ og forstöðumaður námsbrautarinnar
Fjölmenning í framhaldsdeild
Heimildir:
Banks, J. A. og Banks, C. A. M. (Ritstj.), (2003).
Multicultural education. Issues and perspectives (5.
útgáfa). New York: John Wiley and Sons, Inc.
Cotton, T., Mann, J., Hassan, A. og Nickolay, S.
(2003). Improving primary schools, improving
communities. Stoke on Trent og Sterling: Trentham
Books Ltd.
Gay, G. (2000). Culturally responsive teaching.
Theory, research and practice. New York og
London: Teachers College Press.
Ladson-Billings, G. (2001). Crossing over to Canaan.
The journey of new teachers in diverse classrooms.
San Francisco: Jossey-Bass.
May, S. (Ritstj.), (1999). Critical multiculturalism.
Rethinking multicultural and antiracist education.
London og Philadelphia: Falmer Press.
Nieto, S. (1999). The light in their eyes. Creating
multicultural learning communities. New York:
Teachers College Press.
Parekh, B. (2000). Rethinking multiculturalism.
Cultural diversity and political theory. Cambridge:
Harvard University Press.
Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi
barnsins nr. 18/1992. Sótt á vef Alþingis 12. 9.
2005:
http://www.althingi.is/lagas/131a/1992018.2c5.html
Wrigley, T. (2000). The power to learn. Stories of
success in the education of Asian and other bilingual
pupils. Stoke on Trent og Sterling: Trentham Books
Ltd.
Wrigley, T. (2003). Schools of hope: A new agenda
for school improvement. Stoke on Trent og Sterling:
Trentham Books Ltd.
GESTASKRIF