Skólavarðan - 01.09.2005, Page 28

Skólavarðan - 01.09.2005, Page 28
28 FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 6. ÁRG. 2005 Auglýst eftir erindum á málstofur Að sá lífefldu fræi - ráðstefna um einstaklingsmiðað nám Þann 22. apríl 2006 verður árleg vorráðstefna skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Að þessu sinni verður umfjöllunarefnið einstaklingsmiðað nám. Auglýst er eftir erindum í málstofur frá fræðimönnum, kennurum, kennsluráðgjöfum og öðrum áhugasömum aðilum. Sóst er eftir nýlegu efni um einstaklingsmiðað nám sem ekki hefur hlotið kynningu áður á ráðstefnum. Einkum er leitað eftir: • Fræðilegri umfjöllun um strauma og stefnur varðandi einstaklingsmiðað nám og námsmat. • Fræðilegri umfjöllun um árangursríkar leiðir í einstaklingsmiðuðu námi. • Kynningu á nýlegum íslenskum rannsóknum um einstaklingsmiðað nám. • Kynningu á árangursríkum þróunarverkefnum um einstaklingsmiðað nám. Frestur til að senda inn lýsingu á erindi, að hámarki 300 orð, er til 15. október 2005. Svör um samþykki frá ráðstefnunefnd munu berast fyrir 15. nóvember. Allar nánari upplýsingar gefa Ingibjörg Auðunsdóttir, sími 460 8580, netfang ingibj@unak.is og Trausti Þorsteinsson, sími 460 8560, netfang trausti@unak.is. Út er komin skýrsla um þróunarverkefnið „Lækjaborg, fjölmenningarlegur leikskóli 2001-2004“. Í skýrslunni er sagt frá framkvæmd verkefnisins og hvernig það var uppbyggt með tilliti til samstarfs starfs- fólks, barna og foreldra. Sagt er frá rannsókn sem gerð var á starfi leikskólans á því tímabili sem verkefnið stóð yfir auk þess sem í skýrslunni eru fræðilegir kaflar um íslensku sem annað mál og fjölmenningarlega kennslu í leikskóla. Í lok skýrslunnar eru ýmis fylgiskjöl sem nýst geta leikskólakennurum þegar innleiða á fjölmenningar- legar kennsluaðferðir í leikskólum. Höfundar skýrslunnar eru Fríða B. Jónsdóttir, Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir og Elsa Sigríður Jónsdóttir. Útgefendur eru leikskólinn Lækjaborg og Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Skýrslan, sem telur tæpar eitt hundrað blaðsíður, er prýdd fjölmörgum litljósmyndum úr starfi leik- skólans. Skýrslan er til sölu á leikskólanum Lækjaborg v/Leirulæk (568-6351, laekjaborg@leikskolar.is) og hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands (563 3827, rkhi@khi.is) og kostar 2000 kr. Námslaun skólaárið 2006-2007 Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum félagsmanna í grunnskólum um námslaun vegna framhaldsnáms á skólaárinu 2006-2007. Væntanlegir styrkþegar fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að tólf mánuði eftir lengd náms. Umsóknir sendist til Verkefna- og námsstyrkjasjóðs FG og SÍ, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2005. Eyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins og heimasíðu Kennarasambandsins ki.is. Nánari upplýsingar veitir starfsmaður sjóðsins á skrifstofu Kennarasambandsins. Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ margret@ki.is Pælt í PISA - málþing 7. og 8. október Athugið að ef þið skráið ykkur fyrir 1. október er skráningar- gjaldið einungis 2.500 krónur. Nánari upplýsingar á malthing. khi.is Kennarar athugið! Nordplus Junior styrkir ferðir kennara/skiptikennslu Umsóknarfrestur er til 15. október 2005 • Kennaraskipti á Norðurlöndum byggjast á minnst tveggja skóla samstarfi sem felur í sér að skiptikennari taki virkan þátt í kennslu í sínu fagi við gestaskólann. • Möguleiki er á að fá styrk til farkennslu, þ.e. að kennari ferðist á milli skóla í einu eða fleiri af Norðurlöndunum og kenni grein sína. Hægt er sækja um ferða- og uppihaldsstyrki á meðan á skipti- eða farkennslu stendur. Kennaraskiptin vari a.m.k. fimm daga með ferðadögum (þriggja daga kennsla). Ferðir skulu farnar á tímabilinu frá 1. janúar 2006 til 31. júlí 2006. Rafrænt umsóknarform verður opnað eigi síðar en 15. september á www.ask.hi.is. Samstarfssamningur fylgi umsókn. Allar nánari upplýsingar veitir Birna Heimisdóttir birna@hi.is á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins/Landsskrifstofu Nordplus, sími 525 5855. Kvennafrídagurinn 30 ára Þann 24. október næstkomandi eru liðin 30 ár frá Kvenna- frídeginum sem markaði tímamót í jafnréttisbaráttu á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Kennarasamband Íslands mun taka þátt í viðburðum þennan dag. Fylgist með á www.ki.is og í næstu Skólavörðu.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.