Skólavarðan - 01.09.2006, Page 12

Skólavarðan - 01.09.2006, Page 12
12 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 6. ÁRG. 2006 að ná markmiðum aðferða og inntaks annars vegar og hins vegar að rækta jákvæð viðhorf. Niðurstöður námsmatsins eru síðan hagnýttar til að leiðbeina nemanda um hvernig hann ætti að haga starfi sínu, kennara um vinnuaðferðir og skipulag og stjórnendum skólans um námsskipan.“ Einnig er talað um mikilvægi þess að hafa fjölbreytt verkefni, einstaklingsverkefni og hópverkefni, og þar er m.a. nefnt að verkefni gætu verið ritgerðir, stuttir fyrirlestrar eða kynningar, greinargerðir eða skýrslur og prófað skuli sem mest í eðlilegu samhengi en ekki í sundurlausum þekkingaratriðum. Enn fremur er mælt með sjálfsmati og jafningjamati. Gamaldags nemendur og kennarar Það er því ekki námskráin sem leggur þá kvöð á herðar okkar að leggja yfirlitspróf fyrir nemendur úr öllu efninu í lok annar, þvert á móti er í henni opnað fyrir annars konar mat og jafnvel kveðið á um umsögn kennara um hvað nemandi getur að námi loknu. Við framhaldsskólakennarar getum kannski sjálfum okkur um kennt hversu föst við erum í gamaldags matsaðferðum en getum þó nefnt okkur til afsökunar að nemendur eru það líka. Ef við skilum ritgerðum með athugasemdum en engri einkunn hlaupa þeir gjarnan yfir athugasemdir okkar og spyrja EN HVAÐA EINKUNN FÉKK ÉG? því það er það sem máli skiptir að þeirra mati. Hér að baki liggur kannski mjög svo hefðbundið viðhorf um að hlutverk skóla sé fyrst og fremst það að flokka nemendur. Við veltum því fyrir okkur hér áðan hvers vegna við kennarar ríghöldum svona í skrifleg lokapróf. Við þeirri spurningu eru eflaust mörg svör. Kannski treystum við ekki nemendum okkar til að lesa nema yfir þeim vofi próf og kannski finnst okkur þetta hlutlæg eða að minnsta kosti hlutlægasta aðferðin við að meta nemendur, allir standa frammi fyrir því að svara sömu spurningum á sama tíma við sömu aðstæður. Við höfum gefið hér gróft og kannski yfirborðskennt yfirlit yfir námsmatsaðferðir í framhaldsskólunum en það sem er kannski aðalumhugsunarefnið að lokinni svona athugun er hvaða áhrif námsmat hefur á kennsluaðferðir og skólastarf. Þessi úttekt okkar er alls ekki tæmandi og við gerum okkur alveg grein fyrir því að námsáætlanir segja ekki alltaf allan sannleikann. Við erum þess fullvissar að í mörgum skólum stunda kennarar fjölbreytt námsmat og eru sífellt að leita nýrra leiða við að meta nemendur og þróa nýjar aðferðir við það en námsáætlanirnar sem við skoðuðum endurspegla það bara ekki. Rósa Maggý Grétarsdóttir og Sigurbjörg Einarsdóttir Höfundar eru íslenskukennarar við Menntaskólann við Hamrahlíð Einnig er talað um mikilvægi þess að hafa fjölbreytt verkefni, einstaklingsverkefni og hópverkefni, og þar er m.a. nefnt að verkefni gætu verið ritgerðir, stuttir fyrirlestrar eða kynningar, greinargerðir eða skýrslur og prófað skuli sem mest í eðlilegu samhengi en ekki í sundurlausum þekkingaratriðum. NÁMSMAT

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.