Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 3
3 FORMANNSPISTILL SKÓLAVARÐAN 2.TBL. 7. ÁRG. 2007 Hvaða skoðun hefur þú og flokkurinn þinn á því hvar helst þurfi að taka til hendinni í menntamálum? Ætlar þú að berjast fyrir ókeypis, hollum skólamáltíðum fyrir alla grunnskólanemendur? Er ókeypis leikskóladvöl fyrir öll börn ofarlega á forgangslistanum? Ætlið þið í flokknum þínum að vinna að því að draga úr námskostnaði framhaldsskólanema, til dæmis með því að greiða niður eða greiða alveg fyrir námsgögnin í framhaldsskólanum? Veist þú að margir nemendur sem búa í Reykjavík fá ekki inngöngu í framhaldsskóla í hverfinu sínu vegna þess að þeir hafa ekki fengið nægilega háar einkunnir á grunnskólaprófi? Hvernig líst þér á tillögur starfsnámsnefndar, meðal annars um að jafngilda allt nám til stúdentsprófs eða annars lokaprófs úr framhaldsskóla? Hefurðu velt því fyrir þér hvort nám í framhaldsskólum sé nægilega fjölbreytt? Hvað vilt þú gera til þess að færri nemendur flosni úr námi í framhaldsskóla? Hvaða leiðir heldur þú að séu bestar til að bæta námsárangur nemenda á unglingastiginu? Finnst þér allt í lagi að engar reglur séu til um fjölda námsráðgjafa miðað við fjölda nemenda í skólum? Hvaða skoðun hafið þið í flokknum þínum á samræmdum prófum? Þessara spurninga er eðlilegt að spyrja frambjóðendur allra flokka í því skyni að átta sig á því hversu mikilvæg skóla- og menntamál eru í huga þeirra og hvaða stoð skoðanir þeirra á menntamálum eiga sér í stefnu og framkvæmdaáætlunum flokka þeirra. Það er nokkurt áhyggjuefni hversu lítið er rætt um skólamál í kosningabaráttunni. Það bíða nefnilega mörg óleyst verkefni í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum landsins. Flestar ofangreindra spurninga varða grundvallaratriði, svo sem jafnrétti til náms óháð efnahag og andlegu og líkamlegu atgervi, skóla fyrir alla, rétt nemenda til þess að fá inni í skóla í eðlilegri fjarlægð frá heimili sínu, rétt barna og ungmenna til þess að stunda nám sem svarar þörfum þeirra, hæfileikum og óskum, nauðsynlega breidd og fjölbreytni t.d. í námsframboði framhaldsskóla og áleitnar spurningar sem snerta slakt námsgengi margra nemenda, uppflosnun úr námi og tilhögun námsmats. Stór hópur félagsmanna í Kennarasambandi Íslands hefur undanfarið rúmt ár unnið með fjölda annarra einstaklinga í tólf nefndum á grundvelli tíu punkta samkomulags KÍ og menntamálaráðherra frá 2. febrúar 2006 og hafa sjö nefndir þegar skilað lokaskýrslum með margvíslegum tillögum um umbætur í skólastarfi. Nýjasta afurð starfsins er lokaskýrsla nefndar um sveigjanleika og fjölbreytni í námi og námsskipan. Í henni er sett fram nokkuð heildstæð menntastefna og ná tillögur hennar yfir flest þau svið og málefni sem hæst hefur borið í umræðu undanfarinna ára um æskilegar og brýnar breytingar á skólastarfi í grunn- og framhaldsskólum. Ólokið er starfi nefnda sem endurskoða lög um öll þrjú skólastigin neðan háskólastigs enda eðlilegt þar sem mjög margar af tillögum nefndar um sveigjanleika og fjölbreytni kalla á útfærslu í lögum og varða þannig beinlínis breytingar á lögum um skólastarf. Miklu skiptir að afrakstur allrar vinnunnar á grundvelli tíu punkta samkomulagsins skili sér í bættum skóla og betri menntun fyrir alla nemendur. Kennarasambandið leggur áherslu á að framsækin menntastefna og betri tryggingar í lögum um skólastarf varðandi réttindi nemenda til náms, gott aðgengi að námi og góðan aðbúnað í skóla eru mál sem eiga að vera hafin yfir flokkapólitík. Þær tillögur sem liggja fyrir um umbætur í skólamálum eru jafngildar eftir kosningar og þær voru fyrir og óháð því hvert stjórnarmynstrið verður eða hver sest í stól menntamálaráðherra. Kennarasambandið hvetur alla, jafnt kennara sem aðra, til þess að íhuga vandlega hver er stefna flokka og frambjóðenda í skóla- og menntamálum og hversu líklegir þeir eru til góðra verka á þeim vettvangi þegar þeir kjósa í vor. Elna Katrín Jónsdóttir Formaður og varaformaður KÍ og formenn aðildarfélaga KÍ skiptast á um að skrifa formannspistla í Skólavörðuna. Félögin á bak við formannspistlana eru: Félag framhaldsskólakennara (FF), Félag grunnskólakennara (FG), Félag leikskólakennara (FL), Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS), Félag tónlistarskólakennara (FT), Skólastjórafélag Íslands (SÍ). ÍS L E N S K A S IA .I S K Y N 35 98 7 01 .2 00 7 www.re.is · sími 580 5400 · Netfang: valdi@re.is Kynnist landinu saman. Skoðið náttúruna saman. Leikið ykkur saman. Hafið samband og fáið bæklinginn sendan heim. Dagsferðir á Reykjanesi: 1. Hellaskoðun og Bláa lónið - 2. Gjáin og Bláa lónið - 3. Fræðasetrið og Garðskagi - 4. Vitinn og brúin Dagsferðir á Suðurlandi: 5. Kajak og sund - 6. Hellarnir og Hestheimar - 7. Slakki og dýrin 8. Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum - 9. Þórsmörk Hvernig er menntastefna flokksins þíns? Kæri frambjóðandi til Alþingiskosninga! Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og formaður skólamálaráðs KÍ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.