Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 25
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007
aðrir koma í greiningu til að fá staðfest að
það séu ekki lestrarerfiðleikar sem hamla
námsframvindunni og eru fegnir að fá
slíkt svar. Hvað varðar fullorðna þá fer
þeim fram í lestri á meðan á bóklegu námi
stendur. Fullorðnir í atvinnulífinu eru oft
við lítt lestrarhvetjandi aðstæður og eiga
um fátt að velja ef þeir vilja verða betur
læsir. Það eru nú eingöngu námskeið hjá
Mími og öðrum símenntunarmiðstöðvum
með svokallaðri Davis aðferð og er þá
upp talið það sem í boði er og niðurgreitt
af ríki. Mjög stór hluti þessa hóps eru
ekki fjáðir einstaklingar og þurfa að fá
niðurgreidda aðstoð. Hraðlestarskólinn
hentar einnig sumum. Þetta er ekki
nándar nærri nóg val. Það vantar sárlega
fleiri tilboð fyrir fullorðna og niðurgreidd
af hinu opinbera eins og gert er á hinum
Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í
norrænni forkönnun á því hvað gert er
fyrir fullorðna ólæsa á Norðurlöndum,
en Háskólinn í Kaupmannahöfn leitaði til
Lestrarsetursins með upplýsingaöflun á
Íslandi. Skýrsla vegna forkönnunarinnar
liggur fyrir og þar er staðfest að við
Íslendingar gerum vægast sagt mjög
lítið fyrir okkar fullorðna fólk. Það vakti
sérstaka athygli mína að í Finnlandi eru
námskeið fyrir fullorðna að hluta til
kostuð af spilakassagróða og í Danmörku
er viðurkennt að námskeið þurfa að taka
mið af mismunandi lestrarstöðu og að þörf
er á kennslu og þjálfun yfir langt tímabil
til að breyta lestrarstöðu fullorðinna.
Ég hugsa stundum til þessa fátæklega
framboðs á námskeiðum þegar ég fæ illa
læs tólf ára börn í athugun. Framtíðarmynd
foreldra þeirra af því hvort þau verði læs
er dökk og þeir eru skiljanlega kvíðnir.
Undantekningar eru þau börn sem eiga
foreldra sem hafa fjárhagsleg tök á að
hætta að vinna eða draga úr vinnu til að
vera heima að sinna þeim. Það eru talsverð
brögð að því. Þessi börn klóra sig fram úr
vandanum með öflugum stuðningi heiman
frá en foreldrarnir standa afskaplega einir
og eru óvissir í því hvernig þeir eiga að
beita sér við aðstoðina. Ólæsir fullorðnir er
fólk sem ræður ekki við texta sem fyrir ber
í daglegu lífi, jafnvel ekki sjónvarpstexta.
Þetta er hópur sem lítið er talað um.“
Einn af hverjum tólf ólæs?
Þegar fólk hefur fengið greiningu hjá
Rannveigu veitir hún ráðgjöf um hvað
hentar viðkomandi best miðað við þau
úrræði sem þó eru fyrir hendi. „Til dæmis
hentar þeim verst stöddu að nota talgervil.
Íslenskar bækur eru skannaðar og komið á
tölvutækt form og talgervillinn les bókina,
að vísu með svolítið eintóna tölvurödd.
Þótt lestrarerfiðleikar sé ekki skilgreind
fötlun á Íslandi þá er Sigrún Jóhannesdóttir
á Tölvumiðstöð fatlaðra mjög viljug við
að aðstoða þennan hóp til að ná tökum
á þessari tækni og ég vísa fólki til hennar.
Tölvumiðstöðin er ríkisrekin og aðstoðin
því veitt að kostnaðarlausu. Eins getur
fólk sótt enska talgervla á netið og svo
er hægt að sækja danskan talgervil á vef
sem er með slóðina adgangforalle.dk. Það
er mikilvægt að nýta sér þetta ef unnt er,
sumir eru duglegir að nota tölvu þrátt fyrir
lestrarörðugleika en aðrir ekki. Þá þarf að
vera einhver sem getur leiðbeint og ég
býð ekki upp á það því þá er þetta orðið
mjög dýrt fyrir fólk og það hefur ekki efni
á þessu. Sú gleðilega breyting hefur þó
orðið á síðustu árum að mörg stéttarfélög
hafa komið að málinu og niðurgreiða
greiningu fyrir fólk.“
Að sögn Rannveigar má ætla að um
átta prósent fullorðinna hérlendis séu
með lesblindu (dyslexíu) á háu stigi. Þessi
tala er fengin frá starfshópi í mennta-
málaráðuneytinu sem áætlaði hlutfallið
út frá unglingum í PISA-rannsókninni
árið 2000 og SIALS (Second International
Adult Literacy Study) þar sem ólæsi
fullorðinna var rannsakað víða um lönd,
þó ekki hérlendis. Rannveig leggur
áherslu á að koma þurfi upplýsingum og
leiðbeiningum um hjálpartæki til fólks og
nefnir þar meðal annars hljóðbækur. „Til
þess að nýta sér hljóðbækur í því skyni að
læra að lesa með þeim er best að fara á
námskeið þar sem verklagið er kennt og
fest. Þetta er enn eitt sem ætti að standa
til boða og vera fólki að kostnaðarlausu
en er það ekki,“ segir Rannveig. „Það er
liður í sjálfshjálp við að ná betri tökum á
lestri. Þetta er allt svolítið öfugsnúið. Á
skólaárum eru lestreg börn sjaldnast viljug
til að fara í sérstuðning úti í bæ eftir skóla.
Þau vilja sem skiljanlegt er fá að leika sér
með félögum sínum eftir skóla. Mótþrói
er ekki góður jarðvegur til að læra og ná
framförum. Svo eldast þessir krakkar og
verða fullorðnir. Þá myndast hagstæður
jarðvegur, fólk finnur fyrir vöntun sinni
og vill virkilega vinna í málunum. En þá
er lífsbaráttan komin til sögunnar og
möguleikarnir á að fá kennslu við hæfi
takmarkaðir. “
Fólk sogar allt í sig
Ein tilraun hefur að sögn Rannveigar verið
gerð til hópnámskeiðs fyrir fullorðna.
Námskeiðið Skref til sjálfshjálpar í lestri
og ritun var styrkt tímabundið af þróunar-
sjóði í menntamálaráðuneytinu og haldið í
samstarfi þess og Miðstöðvar símenntunar
á Suðurnesjum veturinn 2004-2005. Rann-
veig var þá í greiningarvinnu á Suður-
nesjum og skipulagði og kenndi nám-
skeiðið. „Það voru átta fullorðnir saman
í hópi sem er náttúrulega miklu ódýrara
en einstaklingsnámskeið. Þetta var mjög
vel heppnað,“ segir Rannveig. „Fólki fór
fram og það var ánægt. Það fann mikinn
styrk af því að kynnast öðrum með sama
vanda og var ekki í neinum feluleikjum
hvert við annað. Ég mat námskeiðið bæði
hlutlægt og út frá frásögnum fólksins og
skrifaði um það skýrslu. Það er full ástæða
til að halda áfram að bjóða hópnámskeið
og þróa þau. Einnig er mikilvægt að meta
árangur á fjölbreyttari hátt en út frá því
hvort þátttakendum sjálfum finnist þeim
hafi farið fram. Fullorðið fólk er svo yfir
sig ánægt með hvaða stuðning sem er og
sogar allt í sig. Það er því fyrirfram stillt
inn á árangur og ætla má að þessi áhrif
komi enn skýrar fram ef fólk þarf að reiða
af hendi umtalsvert fé fyrir þjónustuna. Til
þess að fá raunhæfa mynd af árangri er því
brýnt að meta hann á fleiri forsendum en
einungis út frá umsögnum þátttakenda.
Það þarf að meta stig vandans hjá fólkinu
í byrjun og í lokin og bera saman stöðuna
fyrir og eftir. Önnur vinnubrögð eru ekki
ásættanleg, hvorki fyrir einstaklinginn né
kennarann.
Skóli fyrir alla er ekki fyrir alla
Ef grunnskólanum væri veitt það fé
sem nú er varið af einstaklingum,
stéttarfélögum og öðrum til að styrkja
þá einhæfu lestrarkennslu fullorðinna
sem nú er í boði tel ég að við myndum
sjá góðan árangur. Ég var til dæmis
með námskeið í gær fyrir byrjenda- og
sérkennara um mat og kennslu. Í lokin
sagði einn þátttakenda við mig: „Veistu
það Rannveig, við vitum í flestum tilvikum
þegar eitthvað er að. Vandinn er sá að
25
Í Finnlandi eru námskeið fyrir fullorðna að hluta til kostuð af
spilakassagróða og í Danmörku er viðurkennt að námskeið þurfa
að taka mið af mismunandi lestrarstöðu og að þörf er á kennslu og
þjálfun yfir langt tímabil til að breyta lestrarstöðu fullorðinna.
LESHÖMLUN