Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 18

Skólavarðan - 01.04.2007, Qupperneq 18
18 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 vinnumarkaði hefur aðeins lágmarks- menntun en annars staðar í Evrópu. Við erum líka eftirbátar annarra þjóða í iðn- og starfsmenntun svo ekki sé nú minnst á afar fábreytta möguleika hér til viðeigandi framhaldsnáms að loknu iðn- og starfsnámi í framhaldsskóla. UM UMBÆTURNAR Hvernig eru þá tillögur nefndarinnar um að framhaldsskólinn verði raunverulega fyrir alla? Um nám á skilum skólastiga leggur nefndin til að lögbinda rétt grunnskólanemenda til að stunda nám í framhaldsskólaáföngum í einstökum greinum, hvort sem það fer fram innan grunnskólans eða framhaldsskólans. Sett verði viðmið um hvenær nemendur eru hæfir til þessa. Sama á við ef nemandi lýkur grunnskólanámi sínu á styttri tíma en tíu árum. Við þetta má bæta að tillögur eru gerðar um að lögbinda rétt grunnskólanemenda sem hafa stundað framhaldsskólanám til að fá það metið inn í nám sitt í framhaldsskóla og að námið sé í samræmi við kröfur aðalnámskrár framhaldsskólans. Það hefur ekki verið þannig. Nemanda að kostnaðarlausu Á meðan nemandi er á ábyrgð grunnskólans en stundar nám í framhaldsskólaáföngum verði það honum að kostnaðarlausu, líka þjónusta og námsgögn. Þetta á bæði við um staðbundið nám og fjarnám. Þetta er mjög þýðingarmikið því gjaldtaka fyrir fjarnám er mikil og í þessu felst líka að koma skikki á gæðamálin í fjarnáminu, þjónustu skóla og réttindi og skyldur nemenda. Ríki og sveitarfélög verði svo að koma sér saman um kostnaðarskiptingu vegna náms grunnskólanemenda í framhaldsskólaáföngum. Samræmd próf í tíunda bekk verði lögð niður Lagt er til að núverandi fyrirkomulagi á inntöku nýnema inn í framhaldsskólann verði breytt: Samræmd próf við lok grunnskóla verði lögð niður í núverandi mynd og kannaðir kostir þess og gallar að taka upp einstaklingsbundin tölvu- vædd könnunarpróf bæði fyrir efstu bekki grunnskólans og fyrir framhalds- skólanemendur. Þetta felur í sér allt aðra hugsun en hingað til. Skoðuð verði staða hvers nemanda í miklu víðara samhengi en verið hefur, ekki bara á grundvelli einkunna. Spurt verði hvað hver nemandi hafi í farangrinum þegar hann hann hefur nám í framhaldsskóla. Viðtöl verði tekin við þá nemendur sem eru óákveðnir um hvað þeir ætla sér með framhaldsskóla- náminu. Fræðsluskylda til átján ára og einstaklingsmiðað framhaldsskólapróf Ef horft er inn í framhaldsskólann setur nefndin fram mjög skýrar tillögur um rétt nemenda til náms við hæfi í fram- haldsskólum. Þar á meðal er mjög mikil- væg og róttæk tillaga um að kveðið verði á um fræðsluskyldu til átján ára aldurs í framhaldsskólalögum og um skil- greint 60-70 eininga einstaklingsmiðað framhaldsskólapróf til að hækka hlutfall brautskráðra úr framhaldsskóla. Núna eiga nemendur kost á að hefja nám í framhaldsskóla eins og áður kom fram. Hér er gengið miklu lengra og lögð áhersla á réttinn til náms við hæfi og að ljúka skilgreindu námi en ekki bara réttinn til að sitja á skólabekk. Hér eru því lagðar miklu ríkari skyldur á herðar stjórnvöldum og skóla varðandi jafnrétti til náms en við eigum að venjast. Réttur til framhaldsskólavistar í hverfinu Nefndin leggur líka áherslu á að nemendur eigi rétt á framhaldsskólavist í hverfinu sínu. Þessi grenndarréttur er mikilvægur til að ráða bót á ástandinu eins og það hefur verið á höfuðborgarsvæðinu þar sem nemendur þurfa að fara miklar vegalengdir til að sækja skóla frá heimili sínu, ef þeir þá komast inn í þann skóla sem þeir kjósa sér. Þetta merkir hins vegar ekki að allir skólar eigi að kenna allt. Það er óraunhæft. Þetta merkir að sá nemendahópur sem sækir um tiltekinn skóla fái námsframboð við sitt hæfi og að skólar komi til móts við mismunandi þarfir einstakra nemenda og nemendahópa eins og unnt er. Skólarnir horfi þá yfir grenndarumhverfi sitt og hugi meira að þörfum þeirra nemenda sem þar búa. Einstakir skólar og stjórnvöld geri samninga um þetta verkefni. Með þessu er lagt til að horfið sé frá hugmyndinni um allt landið sem einn námsmarkað og skref tekið aftur inn í hverfaskipulagið. Með þessu móti geta grunn- og framhaldsskólar í einstökum hverfum eða svæðum starfað meira saman. Þetta eru löngu tímabærar ráðstafanir til að bregðast við breytingunum sem leiddu af hækkun sjálfræðisaldurs í átján ár. Endurgreiðsla námskostnaðar og dvalarstyrkir Einnig er lögð til endurgreiðsla á kostnaði af innritunargjöldum og námsgögnum þegar nemandi lýkur framhaldsskólaprófi og að öll önnur gjaldtaka af ólögráða nemendum verði afnumin. Ennfremur er lagt til að dvalarstyrkir fyrir ólögráða VANDINN Í HNOTSKURN: • Ekki fullt aðgengi að framhaldsskólum. • Nám ekki við hæfi stórs hluta nemenda. • Ekki skilgreindur réttur til að ljúka formlegu námi. • Fjárskortur. • Mesta brottfall í Evrópu. Fyrirkomulagið á inntöku inn í framhaldsskóla er okkur til skammar. Stórir hópar ungmenna og heimili þeirra eru í uppnámi á hverju einasta vori. ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG FRAMKVÆMD – 1. GREIN

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.