Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI EFNISYFIRLIT SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Forsíðumynd: Lifandi bókasafni í Húsaskóla. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Kæri frambjóðandi til Alþingiskosninga! 3 Formannspistill eftir Elnu Katrínu Jónsdóttur Þú skalt ekki sofa í rúmi ... með rúmfötum 4 Á síðustu metrunum 5 Gestaskrif eftir Aðalstein Eiríksson Stærðfræðisafnið Mathematikum 7 Enginn getur allt, allir geta eitthvað 10 Þverþjóðlegt starf í Lyngholti á Reyðarfirði Vísindasjóður FF og FS – nýjungar vorið 2007 11 Á kafi í tónlist! 12 Málþing um samstarf tónlistarskóla og leikskóla Stjórnun og forysta í skólaumhverfi - nýtt nám 14 Nám á skilum grunn- og framhaldsskóla, framhaldsskólanám 16 - róttækar umbótatillögur. Fyrsta grein í nýjum greinaflokki um íslenska menntun, menntastefnu og menntapólitík Kjaramál: Endurmenntun grunnskólakennara 20 Lifandi bókasafn í Húsaskóla 22 Fólk stendur eitt og ræður illa við daglegt líf 24 Viðtal við Rannveigu Lund Vinnukonur frelsisins 29 Smiðshöggið rekur Berglind Rós Magnúsdóttir Menntun er undirstaða velferðar. Víðtækar og alþjóðlegar undirtektir eru við þessa staðhæfingu. Í lögum og reglugerðum, sáttmálum, skýrslum og öðrum skrifum er þessi samstaða staðfest, beint eða óbeint. Engu að síður er langt í land með að mannkynið allt geti sagt einum rómi: Ég naut menntunar. Hvað þá að það geti sagt: Ég fékk (eða fæ) góða menntun. Með orðinu menntun í þessu samhengi er alltaf átt við formlega menntun, öðru nafni almenna menntun. Það er að segja: menntun sem á sér stað í skólum og er almenn. Með velferð er átt við að fólki líði og vegni vel, það geti um frjálst höfuð strokið, haft í sig og á, haft nautn af lífinu, myndað sér og tjáð skoðanir sínar að vild, átt góð samskipti við aðra, búið við góða heilsu, átt von um langa ævi, geti lagt sitt af mörkum til framfara og framdráttar samfélagsins og fengið stuðning þess þegar eitthvað hindrar að þetta nái fram að ganga. Þar sem menntun er undirstaða velferðar er ályktað sem svo að hátt menntunarstig þjóða sé lykilatriði í lausn vandamála á borð við fátækt, vinnuþrælkun barna og stétta- og kynjamismunun. Það er því áhyggju- og jafnvel undrunarefni að síðastliðin tuttugu ár hefur hlutfall þeirra barna sem ganga í skóla lækkað í mörgum Þú skalt ekki sofa í rúmi ... með rúmfötum Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið löndum, fjármagn til skólastarfs verið skorið niður, stéttskipting aukist í aðgengi að námi og illa gengur að snúa vörn í sókn í baráttunni við ólæsi. Hvernig stendur á þessu? Svarið er ekki einhlítt en margt bendir til að markaðsvæðing menntunar eigi stóran hlut að máli. Hugmyndafræði um menntun sem varning og nemendur sem neytendur virðist að fenginni reynslu ekki nógu vel til þess fallin að auka aðgengi fólks að námi og bæta og jafna menntun. Hérlendis er staðan auðvitað miklu betri en víðast hvar annars staðar. Leikskólinn er viðurkenndur sem fyrsta skólastigið og allur þorri íslenskra barna stundar þar nám. Með örfáum undantekningum stunda landsmenn á aldrinum 6-16 ára nám í grunnskóla. Og 96% ungs fólks sækir um vist í framhaldsskóla eftir útskrift úr grunnskóla. Þetta lítur allt saman ágætlega út. En við eigum langt í land. Brottfall úr framhaldsskólum er um þriðjungur hvers árgangs. Fjölda barna og ungmenna líður illa í skóla. Nemendur með fötlun hafa fábreytta möguleika til að stunda nám. Margir fullorðnir eiga ekki möguleika á að fara í nám, til dæmis vegna leshömlunar eða fjárskorts. Stuðningur við fátækar fjölskyldur er lítill og mörg börn fara á mis við allar tómstundir sem greiða þarf fyrir. Þau fara jafnvel ekki til tannlæknis af því það er svo dýrt. Vegna plássleysis get ég ekki haldið áfram en listinn er langur. Við verðum að taka ærlega til í okkar garði ef við eigum að geta borið höfuðið hátt í samfélagi þjóðanna. Þrátt fyrir allt ríkidæmið og fámennið erum við engan veginn til fyrirmyndar. Því fer fjarri. Íslensk menntaorðræða er brotakennd og á brauðfótum og fyrir vikið er mikill skortur á almennri sátt um gildi menntunar og inntak góðrar menntunar. Í framhaldi af því geta stjórnmálamenn tiltölulega auðveldlega skotið sér undan því að lögfesta brýnar umbætur og hrinda þeim í framkvæmd. Í málflutningi og ákvarðanatöku um skóla eru alls konar fyrirvarar farnir að skjóta upp kollinum, kannski vegna þess að hugurinn stendur fremur til einkavæðingar, skjótra lausna og niðurskurðar en jöfnunar, vandlegrar skoðunar og ágætis. Þetta minnir svolítið á Dýrabæ eftir George Orwell. Lögin sem sett voru í upphafi og máluð á hlöðugafl voru jafnaðarlög. Þau byggðu á réttlæti. En þegar svínið Napóleon náði völdum var þeim breytt, hverju á fætur öðru, í skjóli nætur. Í 76. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands segir: „Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.“ Hugtökunum menntun og velferð er steypt saman í sömu grein og það er ekki að ástæðulausu. Þetta tvennt er tengt órjúfanlegum böndum. Kristín Elfa Guðnadóttir Kristín Elfa Guðnadóttir

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.