Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 13

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 13
13 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 upplifun. Það er sveigjanlegt og á opið og eðlilegt samband við tónlist, skáldskap og aðra list. Allir meðfæddir hæfileikar bíða þess að vera örvaðir og þar skipar tónlistin stórt hlutverk.“ Athyglisvert var hve dr. Regina Pauls lagði mikla áherslu á náið samspil hreyfingar og tónlistar. Það leyndi sér ekki að hún lítur til dæmis á dans og söng sem tvær greinar á sama meið og hún gagnrýndi það þegar börnum er gert að standa kyrr og syngja – það brjóti í bága við eðli tónlistarinnar og hlutdeild hennar í einstaklingnum. Margt fleira athyglisvert kom fram í fyrirlestrinum og auk glæranna sem áður var sagt frá má nefna að einn af nemendum Reginu Pauls, Elfa Lilja Gísla- dóttir tónlistarskólakennari, hélt líka fyrirlestur á málþinginu og þekkir að sjálfsögðu vel til hugmynda, kenninga og vinnu prófessorsins. Elfa Lilja kallaði fyrirlestur sinn „Hvernig verður námsefni til?“ og kynnti magisterverkefni sitt frá tónlistarháskólanum Mozarteum í Salzburg: „Hvað ætlast námskrá Mennta- málaráðuneytisins til að kennt sé í tónlist og hreyfingu í leikskóla?“ spurði Elfa Lilja. „Hver er veruleikinn og hvar liggja sóknarfærin?“ Sagt verður nánar frá fyrirlestri Elfu Lilju og annarra fyrirlesara síðar í Skólavörðunni, enda málþingið þrungið af áhugaverðu efni og að mati blaðamanns full ástæða til að nýta það sem leiðarljós að samstarfi þessara tveggja stétta innan veggja leikskólans. Þá hélt Árni Sigurbjarnarson skóla- stjóri Tónlistarskóla Húsavíkur gífurlega áhugaverðan og efnismikinn fyrirlestur um menningarlegt uppvaxtarumhverfi barna, ábyrgð skólakerfisins og möguleika tónlistar í örvun mikilvægs þroska. Erla Stefanía Magnúsdóttir leikskóla- og sérkennsluráðgjafi og Helga Sigríður Úlfarsdóttir sérkennsluráðgjafi sögðu frá merkilegri könnun í leikskólum landsins á fyrirkomulagi tónlistarkennslu og Bryndís Bragadóttir tónlistarkennari við Tónlistarskólann á Akranesi var með mjög lifandi og skemmtilega frásögn af tónlistaruppeldi í leikskólanum Vallarseli á Akranesi. Síðasti fyrirlesarinn var Birte Harksen deildarstjóri í heilsuleikskólanum Urðarhóli í Kópavogi. Birte fór á kostum og sýndi hverja hagnýtu hugmyndina á fætur annarri sem allar eru til þess gerðar að auka fjölbreytni í tónlistarstarfi, gefa því breiðara hlutverk og gera það sýnilegra innan leikskólans. keg SAMSTARF TÓNLISTARSKÓLA OG LEIKSKÓLA Nokkur atriði um söng, dans og grunntónlistarmenntun af glærum og úr fyrirlestri dr. Reginu Pauls: • Söngur er eðlileg tjáning á lífsgleði og ber að rækta sem slíkan. • Hann er hið eiginlega móðurmál allra manna, tilheyrir daglegri menningu og á að vera fylginautur hefðbundins dagsfyrirkomulags og lífga upp á það. Söngurinn er tilfinningamiðill og með honum er hægt að tjá mismunandi geðbrigði og upplifun á persónulegan hátt. Söngurinn vex með vandlegri hlustun. Kórsöngur bindur söngmeðlimi sterkum böndum og getur kallað fram sameiginlega tónlistarupplifun. • Aðalmarkmið allra sem að tónlistaruppeldi koma er að sungið sé með glöðu geði og að söngurinn tengist leik og tjáskiptum. Það er hlutverk leikskólakennarans að efla sönginn sérstaklega. Hér þarf einnig að gæta að hinni syngjandi fyrirmynd. • Hreyfidanslög og leikir þar sem er sungið skal stunda og tengja við annars konar listræna tjáningu. Sameiginlegur söngur með foreldrum ýtir undir þörfina til að syngja og þróar hana. • Hæfileikinn til að geta ímyndað sér tón og aðgreinandi hlustun eru þýðingarmikil atriði fyrir röddina og ber hlúa að þessum þáttum. Tal og leikræn lýsing eiga að fara saman og stuðla að myndrænni, fjölbreyttri og ánægjufullri tjáningu. • Notkun margvíslegra bóka og frásagna svo og tónlistarleikrita er mikilvæg fyrir eðlilega tengingu fagurfræðilegrar reynslu frá ýmsum sviðum. • Uppeldi í dansi helst í hendur við þroska tóngáfunnar. Dans og tónlistarmenntun byggir á hreyfigleði barnanna og mikilli hreyfivirkni á þessu aldursskeiði. • Barnið á að upplifa tjáningarmöguleika líkamans í dansi og kynnast nýjum skapandi möguleikum og gæðum með hjálp uppalandans. Þannig er dansinn mótuð hreyfing sem samræmist barnslegum þörfum. • Börnin eiga að skynja að tónlist og dans tilheyra hvort öðru og þau eiga að upplifa dansinn sem gleðigjafa. • Það þarf að ráðfæra sig og ákveða í sameiningu hver viðfangsefni tónlistaruppeldisins verða, báðir aðilar hafa jafnan rétt, einungis hæfni í listum er mismunandi. • Það þarf að athuga að tónlistarkennari hefur yfir menntun að ráða sem gerir hann hæfan til að vinna með litlum börnum á vettvangi tónlistar. Í verknaði þýðir það að hann er fær um að umgangast séreinkenni þessa aldursskeiðs. Píanóleikari, sellóleikari og flautuleikari sem ekki hafa notið sérstakrar uppeldismenntunar á sviði tónlistar og hreyfingar eru ekki hæfir til að starfa í leikskóla. • Á hinn bóginn nægir ekki heldur að leikskólakennari þekki eitthvað til hljóðfæris. Haldgóð menntun er nauðsynleg. Á leikskólaaldri er lagður mikilvægur grundvöllur m.a. að því að myndun taugatenginga fari fram á virkan hátt. • Grunntónlistarmenntun (elementar) er frábrugðin þeim námsáætlunum sem sníða þröngan stakk, því hún stefnir á að vera opin gagnvart fagurfræðilegum atriðum. Þannig á hvert barn að fá að reyna sig á ýmsum hlutum áður en það tekur ákvarðanir sem stjórnast af áhuga þess. • Tónlist er náttúrlegt lífsform barnsins. Það þarf ekki að leiða barnið að tónlistinni, barnið þarf ekki að upplifa að tónlistinni sé miðlað til þess í kennsluformi heldur er það einfaldlega með uppalendunum frá byrjun „á kafi“ í tónlist. • Barnið tileinkar sér tónlistina í allri sinni vídd í gegnum það að leika, hlusta, hugsa og skapa bæði eitt og ekki síður innan um aðra. • Hér er um að ræða lærdómsferli sem tekur til mismunandi tjáningarmiðla og einskorðast ekki eingöngu við tónlistarsviðið heldur er þverfaglegt og skapar tengsl á milli: - Tónlistar og hvers kyns fegurðarskynjunar - Tónlistar og hreyfingar – dans - Tónlistar og tungumáls – rödd - Tónlistar og leiks í stuttum leikatriðum – tónlistarleikhús - Tónlistar og hljóðfæra - Tónlistar og myndlistarsköpunar - Tónlistar og alþjóðlegrar menningarupplifunar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.