Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 7
7
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007
Í júní 2003 var haldin í Kaupmannahöfn
heimsráðstefna stærðfræðikennara á
öllum stigum ICME 10. Á ráðstefnunni
voru fluttir margir fyrirlestrar og einn
fyrirlesarinn var dr. Beutelspacher
sem er stofnandi stærðfræðisafnsins
Mathematikum í Giessen í Þýskalandi.
Þessi fyrirlestur varð kveikjan að ferð
tólf kennara við Varmárskóla í Mos-
fellsbæ, auk sviðsstjóra fræðslu- og
menningarsviðs, til Giessen í Þýskalandi
15. til 18. ágúst 2006 og heimsókn þeirra
í stærðfræðisafnið Mathematikum.
Tilgangur ferðarinnar var að fræðast
og læra nýjar aðferðir við kennslu og
ígrunda kennsluhætti. Sett hafði verið
saman námskeið fyrir hópinn og höfðu
starfsmenn safnsins umsjón með dag-
skránni. Undirritaðar höfðu verið í
sambandi við dr. Beutelspacher frá því
í janúar 2006 og unnið að undirbúningi
ferðarinnar.
Dr. Beutelspacher er með uppákomu
í Mathematikum sem hann nefnir
„stærðfræðingur í sófanum“ en þá býður
hann til sín stærðfræðingi og þeir ræða
stærðfræðileg viðfangsefni. Þessi uppá-
koma er opin almenningi sem fær í lokin
tækifæri til að spyrja þá spurninga er
tengjast umræðuefninu.
150 þúsund gestir á ári
Mathematikum leggur áherslu á verklegar
námsaðferðir og er fyrsta stærðfræði-
safnið í heiminum þar sem unnið er mark-
visst með verkleg viðfangsefni. Yfir 100
hugmyndafræðingar hafa lagt hönd á
plóginn við verkefni og hugmyndavinnu,
til dæmis hvað hvar varðar sýningarmuni
og hugmyndafræðina sem liggur að
baki safninu. Í Mathematikum er lögð
áhersla á að sýningarmunirnir séu þannig
að handfjatla megi þá og að þeir séu
endingargóðir.
Í hverjum mánuði kemur eitt nýtt
viðfangsefni á safnið og er sá dagur alltaf
hátíðisdagur þar sem viðfangsefnið er
kynnt, því má segja að safnið sé í stöðugri
þróun. Mikil áhersla er lögð á að verkefnin
veki áhuga og séu skemmtileg, að gestir
fari glaðir út er markmið í sjálfu sér.
Safnið rekur sitt eigið smíðaverkstæði
og þar eru munir þess að stórum hluta
smíðaðir, það er að segja þeir munir sem
eru úr tré. Safnið rekur líka verslun og
selur þar eigin hönnun en einnig önnur
stærðfræðileg gögn að því tilskildu
að starfsmenn safnsins telji þau þjóna
stærðfræðilegum tilgangi og auka stærð-
fræðilega hæfni.
Gestir safnsins eru á öllum aldri,
verkefnin eru allt frá teningaspilum til
brúarsmíði og allt þar á milli. Unnið er
með hugtök, til dæmis gullinsnið og reglu
Pýþagórasar, og þau tengd við verkleg
viðfangsefni.
viðfangsefni við hæfi og uni sér í skólanum
við annað en aukasetningar, þolmynd og
núlíðna tíð. Allt of lítillar viðleitni til þessa
hefur enn orðið vart. Borgarholtsskóli og
Verkmenntaskólinn á Akureyri hafa af
stærri skólunum tekið öðrum fram en skóli
eins og Laugaskóli af smærri skólunum.
Hitt heyrist oftar að borga þurfi fyrir þá
sem hætta eins og hina. Kröfunni og
hvatningunni til að halda nemendum inni
í lengstu lög og fá meira borgað eftir því
er hafnað. Látum þá róa, við fáum fyrir þá
samt!
Skólasóknarreglur voru ásækið við-
fangsefni í minni skólastjóratíð. Einu
sinni gilti sú regla að nemendur höfðu
20% tímasóknarskyldunnar til frjálsrar
ráðstöfunar. Með þessum prósentum áttu
þeir að mæta þörf fyrir leyfi og hugsanleg
veikindi. Flestir létu sér þær reyndar duga.
Þó voru þeir til sem notuðu þessi 20% til
þess að sofa frameftir þegar hentaði en
urðu seinna svo óheppnir að verða veikir.
Þeim fannst þessi
20% regla vera afar
ósanngjörn.
Það er regla í
reiknilíkaninu að
skólarnir hafi eitthvað
upp á að hlaupa ef ekki er hægt að fylla alla
hópa eða einhverjir nemendur forfallast
á leiðinni til prófs. Þetta hlaup er heldur
meira í líkaninu en í skólasóknarreglunum
gömlu, eða frá u.þ.b. 35% á almennri
braut upp í tæplega 21% í reglulegu
bóknámi. Almenna reglan er um 22%.
Það er enginn vandi að auka þetta
um 1% eða 5% eða 20% í reiknilíkani.
Talnalyklarnir eru hérna í efstu röðinni og
svo þarf bara að slá á „enter“. Um hvað
eru menn að fást? Prósentið kostar ekki
nema 140 milljónir. Hvað munar um það
þegar búið er að leggja 2.800 milljónir í
brottfall og fámenna hópa hvort eð er?
Sumir skólar leggja sig í líma við að búa
til námsframboð sem heldur í nemendur
fyrir ofan 80 prósentin. Heyrst hefur af
skólum sem neita að taka upp almenna
braut af því að nemendurnir hverfa allir. Í
einhverjum tilfellum heyrist að þessi regla
sé að vísu sanngjörn fyrir suma en afar
ósanngjörn fyrir aðra.
Gjöldum líku líkt, teljum bara alla fram.
Tönn fyrir tönn.
Jæja, ætli það sé ekki best að fara að
drífa sig.
Aðalsteinn Eiríksson
Höfundur er fyrrverandi kennari og skóla-
meistari, starfar enn sem verkefnisstjóri í
menntamálaráðuneyti.
Talnalyklarnir eru hérna í efstu röðinni og svo
þarf bara að slá á „enter“. Um hvað eru menn að
fást? Prósentið kostar ekki nema 140 milljónir.
GESTASKRIF, STÆRÐFRÆÐISAFN
Stærðfræðisafnið Mathematikum
Stærðfræðiveisla í Mosfellsbæ í ágúst
Hópurinn frá Mosfellsbæ kolféll fyrir Mathematikum.
Lj
ó
sm
y
n
d
ir
f
rá
h
ö
fu
n
d
u
m
.