Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 20
20
KJARAMÁL, ÁRSFUNDIR
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007
Í þetta sinn ætla ég að fjalla um sí- og
endurmenntun grunnskólakennara,
þ.e.a.s. 150 klst. sem ætlaðar eru til
endurmenntunar og undirbúnings. Í
kjarasamningi grein 2.1.6.4 segir:
„Endurmenntun kennara skal vera í
samræmi við endurmenntunaráætlun
skólans og þær áherslur sem eru á
hverjum tíma í umbótastarfi skóla.
Skólastjóri getur ákveðið að einstakir
kennarar eða kennarahópar sæki skil-
greinda endurmenntun. Kennari skil-
greinir þörf sína fyrir endurmenntun og
kynnir skólastjóra sem ákveður hvernig
staðið er að þessum málum með þarfir
nemenda, kennara og heildarmarkmið
skólans í huga. Með sveigjanlegu upphafi
og lokum skólastarfs má skapa svigrúm
til að kennarar geti sótt endurmennt-
un í auknum mæli á starfstíma skóla.
Endurmenntun/undirbúningur utan
starfstíma skóla skal vera í samræmi við
endurmenntunaráætlun skóla og undir
verkstjórn skólastjóra.“
Öll endurmenntun er háð samþykki
skólastjóra og er hverjum skóla skylt
að gera áætlun um símenntun/endur-
menntun og tíminn sem í hana er varið
eru samningsbundnar 150 klst. á ári.
Þær skulu nýtast m.a. til námskeiða,
fræðslufunda og undirbúnings og skal
endurmenntunaráætlunin kynnt kenn-
urum og er æskilegt að því sé lokið í
mars fyrir komandi skólaár svo að kenn-
arar geti skipulagt orlof sitt út frá því.
Starfstími kennara skal rúmast frá 15.
ágúst til 15. júní og í kjarasamningi gr.
1.3.6. segir: „Námskeið sem skipulögð eru
af fræðsluyfirvöldum sveitarfélaga skulu
að öðru jöfnu ekki haldin í júlímánuði.“
Einstaklingsbundin endurmenntun með
samþykki skólastjóra er hluti af endur-
menntunaráætlun skóla og leggst við
sameiginlega endurmenntun sem skóla-
stjóri ákveður fyrir kennarahópinn.
Skólastjóri ákvarðar endanlega endur-
menntunardaga kennara utan starfstíma
skóla en þó í samráði við kennarann.
Helstu þættir símenntunar kennara eru
annars vegar það sem er nauðsynlegt fyrir
skólann og hins vegar það sem kennarinn
telur nauðsynlegt fyrir sig. Kennarinn á að
gera skólastjóra grein fyrir þeim þáttum
sem hann hefur hugsanlega áhuga fyrir,
hvort heldur er til að halda sér við eða bæta
við nýrri þekkingu sem nýtist í starfinu.
Kennara ber skylda til að sækja námskeið
samkvæmt sí- og endurmenntunaráætlun
skóla, enda sé hún gerð samkvæmt
ákvæðum kjarasamningsins og á að vera
kennurum að kostnaðarlausu. Skólastjóri
ákveður í samráði við hvern kennara
hvernig 150 tímarnir skiptast milli undir-
búnings og endurmenntunar og ekkert í
kjarasamningi tekur á því hversu margir
tímar eigi fara í endurmenntun og hversu
margir í undirbúning og það getur
einnig verið breytilegt frá ári til árs.
Undirbúningurinn gæti t.d. verið hugsað-
ur fyrir komandi skólaár og væri þá á
forræði kennara hvenær hann væri unn-
inn. Náist ekki samkomulag milli kennara
og skólastjóra er endanleg ákvörðun
í hendi skólastjóra. Ef um ágreining
varðandi tímafjölda er að ræða getur
kennarinn rætt við trúnaðarmann og/eða
sent erindi til Félags grunnskólakennara.
Endurmenntun á starfstíma skóla
Almennt er endurmenntun ætlaður tími
utan við skipulagðan starfsramma skóla-
ársins þ.e. 15. júní til 15. ágúst en hún má
einnig fara fram á starfstíma skóla en er þá
háð samkomulagi við viðkomandi kennara
og skilgreind í sí- og endurmenntunaráætlun
skólans.
Ef endurmenntun er flutt á starfstíma
skóla reiknast 33% álag á virkum dögum
en 45% um helgar og fækkar þá tímum í
samræmi við það. Þetta þýðir að 1 klst. af
þessum 150 klst. er 1,33 á starfstíma skóla
og því gengur kennarinn hraðar á þá tíma
sem varið er í endurmenntun á starfstíma
skóla en utan hans.
Útreikningur
Skipting þessara þessara 150 klst. getur
verið mismunandi milli skóla, kennara og
milli ára. Það er ýmislegt sem hefur áhrif á
hversu margir tímar þetta eru fyrir hvern
og einn. Þar sem endurmenntunardagar
skerða aldrei samningsbundinn orlofsrétt
þá skiptir orlofsréttur viðkomandi kenn-
ara máli, þ.e.a.s. hvort hann hefur 24
daga, 27 daga eða 30 daga orlofsrétt. Í
meðalári þurfa þeir sem eru yngri en 30
ára (24 daga orlofsréttur) að skila 150
tímum, 30-38 ára (27 daga orlofsréttur)
að skila 126 tímum og 38 ára og eldri
(30 daga orlofsréttur) skila 102 tímum.
Annað sem hefur áhrif er t.d. dagafjöldi
utan starfstíma skóla, hlaupár og einnig
hefur það áhrif ef skólar taka vetrarfrí.
Séu tímar endurmenntunaráætlunar fleiri
en kennara eru ætlaðir m.v. aldur og með
samþykki skólastjóra, ber að greiða þá
tíma sem umfram eru í yfirvinnu.
Ef þið hafið einhverjar spurningar um
þetta eða annað er ykkur velkomið að
hringja til mín í síma 595 1111 eða senda
mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is
Ingibjörg Úlfarsdóttir
launafulltrúi KÍ
Fjórði ársfundur Kennarasambands Ís-
lands og ársfundur skólamálaráðs sam-
bandsins verða báðir haldnir á Hótel
Sögu föstudaginn 28. apríl nk. Öðruvísi
fyrirkomulag er á ársfundi KÍ þetta árið
en vanalega að því leyti að honum
honum er slitið á hádegi en fulltrúar
sitja áfram og taka þátt í ársfundi
skólamálaráðs KÍ eftir hádegi. Á þeim
hluta ársfundarins verður meðal annars
farið yfir tíu punkta samkomulagið og
sagt frá ferlinu, þeirri vinnu sem er að
baki og hvað er framundan. Fyrir hádegi
er auk hefbundinna ársfundarstarfa
rætt um vinnuumhverfismál og ýmis
mál sem tengjast kjarasamningum.
Um hlutverk ársfundar segir í
lögum Kennarasambandsins:
Eigi sjaldnar er einu sinni á ári, þau ár sem
ekki er haldið þing Kennarasambandsins,
skal stjórn boða til ársfundar Kennara-
sambands Íslands. Á ársfundi eiga seturétt
stjórn Kennarasambands Íslands, stjórnir
aðildarfélaga Kennarasambandsins ásamt
formönnum þingkjörinna nefnda og þing-
kjörnum skoðunarmönnum reikninga.
Á ársfundi skal leggja fram reikninga
Kennarasambandsins fyrir næstliðið ár,
skýrslu yfir starfsemi Kennarasambandsins
og þingkjörinna nefnda ásamt því
að ganga frá starfsáætlun fyrir
komandi ár. Heimilt er stjórn að vísa
öðrum málum til umfjöllunar á ársfundi.
Ferðakostnað vegna ársfunda greiðir
viðkomandi félag/nefnd en uppihalds-og
fundarkostnaður að öðru leyti greiðist af
Kennarasambandi Íslands.
Endurmenntun – grunnskólakennarar
Ingibjörg Úlfarsdóttir
launafulltrúi KÍ
Tíu punkta samkomulagið til umræðu á
ársfundi þann 28. apríl nk.
Lj
ó
sm
y
n
:
S
te
in
u
n
n
J
ó
n
sd
ó
tt
ir