Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 26
26 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 tíminn sem við fáum til að sinna þessum börnum er alltof takmarkaður, hann er ekki í boði í skólakerfinu.“ Við sem störfum eða höfum starfað innan skólanna höfum vitað þetta lengi og það hefur ekki breyst til batnaðar með skóla án aðgreiningar, því miður. Miðjan sem bekkjarkennarinn nær til hefur hugsanlega stækkað miðað við þegar ég kenndi á áttunda áratugnum en endarnir mæta afgangi eins og áður. Aðstoðin við „dýra endann“ er enn óleyst. Hún hefur í auknum mæli færst á hendur annarra en fagmanna og er oft og tíðum í höndum aðila sem litla þekkingu hafa á sérþörfum til dæmis lestregra. Svona skynja ég þetta frá foreldrum sem koma hingað með börnin sín og frá kennurum sem sækja námskeið og fá ráðgjöf hjá mér. Þessa ályktun dreg ég sem sagt af ummælum viðmælenda minna.“ Tekur lengri tíma að læra að lesa íslensku? Námskeiðin sem Rannveig heldur fyrir sérkennara og byrjendakennara í grunn- skólum komu til út af rannsókn sem hún hefur verkstýrt hérlendis á 6-9 ára börnum þar sem kannað er hversu hratt þau verða læs miðað við samanburðarþjóðirnar í rannsókninni. Niðurstöður liggja nú fyrir um sex ára börnin en fylgst var með framförum þeirra fjórum sinnum í fyrsta bekk grunnskóla. „Sjónum er sérstaklega beint að því hvernig ritmálið er og hvort erfitt sé að læra að lesa það miðað við ritmál samanburðarþjóðanna,“ segir Rannveig. „Niðurstöður úr þessum hluta rannsóknarinnar liggja einnig fyrir hjá Finnum og Dönum. Í ljós kemur að auðveldara er að læra að lesa á íslensku en dönsku. Meiri samsvörun er milli íslenska talmálsins og ritmálsins en í því danska. Öðru máli gegnir um finnskuna. Íslensk börn þurfa miklu lengri tíma til þess að læra að lesa en þau finnsku því samsvörunin mill tal- og ritmáls í finnsku er því sem næst algjör og stafirnir mun færri en í íslensku. Í frumlestrarnámi íslenskra barna eru tiltekin atriði sem þarfnast meiri tíma í kennslu en hjá bæði dönskum og finnskum börnum. Hér á ég við hornsteinana, stafrófið. Íslenskan hefur flesta stafi eða 32. Það tekur lengri tíma að kenna þann fjölda en 23 finnska stafi. Og ekki nóg með það, margfalt fleiri stafir í stafrófinu okkar líkjast hver öðrum í útliti en í öðrum stafrófskerfum. Allir vita hversu hætt er við að rugla saman því sem lítur líkt út. Ég gerði litla rannsókn á villum sem krakkarnir gerðu þegar þeir sögðu heiti stafanna. Hún staðfesti það sem ég hef lengi haldið fram, að krakkar ruglast mjög á útlitslíkum stöfum, svo sem samhljóðum með „bollu“ og sérhljóðum þar sem eini munurinn í útliti er komma yfir öðrum sérhljóðanum í parinu. Þetta getur annars vegar haft áhrif á þá röð sem við eigum að kenna stafina í og hins vegar kennslu fjölbreyttra aðferða við að leggja á minnið. Íslenska stafakerfið er engu að síður góður og nákvæmur kóði á málhljóðin. Í því er t.d. sérhljóðatákn fyrir hvert sérhljóð. Danir þurfa hinsvegar að margnota hvern sérhljóða fyrir tvö til þrjú hljóðafbrigði sem veldur annars konar vanda En á móti þarf að gera ráð fyrir að það taki íslenska krakka lengri tíma að öðlast öryggi í hvaða tákn tilheyri hverju hljóði. Það þýðir ekki að hugsa sig lengi um þegar orð eru lesin því þá verður úr því hikandi, slitróttur og hægur lestur. Það þarf að tryggja að hver hornsteinn sé vandlega lagður og festur af nákvæmni. Þannig verður framhald lestarnámsins eðlilegt fyrir fleiri. Með því tel ég að megi draga úr lestrarerfiðleikum á Íslandi. Sérkennarar - vannýtt auðlind Undanfarið hefur færst í aukana að for- eldrar leiti með börn á grunnskólaaldri til Rannveigar og líka að skólar vísi nemendum til hennar í greiningu. Rannveig er eini starfsmaðurinn hjá sínu fyrirtæki og að hennar sögn eru ekki margir sem hafa sérmenntað sig á þessu sviði og bjóða greiningu og ráðgjöf. „Sumir sálfræðingar sinna þessu líka og víða um landið sjá sérkennarar í skólunum sjálfir um þetta en er illu heilli oft ekki ætlaður nægur tími til starfans. Þetta er ekki hrist fram úr erminni,“ segir Rannveig. „Greining er tímafrek, sérstaklega ef vinnuferlið er ekki í stöðugri þjálfun. Ég ver stundum tveimur klukkustundum í greininguna sjálfa og svo taka við skýrsluskrif og skilafundir. Þetta kostar alls um 22-26 þúsund krónur. Margir skólastjórnendur eru mjög jákvæðir í garð þessa starfs og oft tilbúnir til að láta skólann taka alfarið á sig kostnaðinn eða að hluta til á móti foreldrum. Það er tiltölulega nýtt að skólar vísi til mín börnum. Það gerðist snögglega, kannski er ástæðan sú að sérkennarar innan skólanna sporna við fótum því það er þungt fyrir þá að standa einir í þessu í endalausu tímahraki.“ Rannveig segir að þótt hópnámskeið séu góður kostur fyrir fullorðna þá þurfi börn nauðsynlega og ennfremur að eiga kost á kennslu í misstórum hópum og jafnvel einstaklingskennslu. „Þar kemur aftur að tímaskortinum í grunnskólum, það er erfitt að mæta þörfum allra barna í sex til átta barna hópi. Sérkennarar kvarta undan þessu og benda á að oft eru þeir með hátt í hálfan bekk í sérkennslu. Þeir benda einnig á að þegar lestrarstuðningur fer fram innan bekkjar eru oft og tíðum tveir milliliðir frá sérkennara til barns; um- sjónarkennarinn og stuðningsfulltrúinn. Ráðum og tillögum sérkennarans um nálgun vandans hættir til að þynnast út. Sérkennarar eru vannýtt auðlind sem geta lyft Grettistaki ef við veitum þeim góðar vinnuaðstæður. Þeir eru hins vegar margir hverjir orðnir vanir Florence Nightingale hlutverki sínu og eru allt of fáorðir um sigrana sem þeir stuðla að,“ segir Rannveig að lokum. keg Lestrarsetur Rannveigar Lund: www.lrl.is Nánar um Jane Baker og Jemicy School Outreach Center: www.jemicyschool.org Ef grunnskólanum væri veitt það fé sem nú er varið af einstaklingum, stéttarfélögum og öðrum til að styrkja þá einhæfu lestrarkennslu fullorðinna sem nú er í boði tel ég að við myndum sjá góðan árangur. LESHÖMLUN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.