Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 19

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 19
19 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 nemendur verði hækkaðir til að styðja við þá sem ekki geta stundað nám daglega frá heimili sínu, að fjar- og dreifnám verði gjaldfrjálst og að gæðamálin verði tekin föstum tökum. Til viðbótar þessu viljum við líka nefna að lagt er til að ólögráða nemen- dur hafi aðgang að ókeypis sálfræði- og læknisþjónustu í framhaldsskólum og að matur sem nemendum er seldur í fram- haldsskólum verði niðurgreiddur og í samræmi við opinber manneldismarkmið. Allt þetta er sett fram í þeim tilgangi að jafna aðstöðu nemenda til að stunda framhaldsskólanám og stöðu heimilanna í landinu til að geta sett sín ungmenni til mennta. Hér eru brýn jafnréttis- og vel- ferðarmál á ferðinni. Jafngilding bók- og starfsnáms og fjölbreytilegt stúdentspróf Aðrar mikilvægar tillögur sem snerta skipulag framhaldsskólans er að finna í skýrslu nefndar um starfsnám. Þar er meðal annars lagt til að lokapróf og stúdentspróf verði fjölbreytilegri og byggist á við- tökumiðuðu námi. Einnig að bóknám og starfsnám verði jafngilt og jafngilding þess útfærð í lögum og aðalnámskrá framhaldsskóla. Hér er því lögð áhersla á að réttur nemenda til náms við hæfi, til að stunda námið á mismunandi hraða og á þeim tíma sem þarf til þess verði grunnurinn í endurskoðuðu skipulagi framhaldsskólans. Það má kannski orða það svo að hér sé verið að dusta rykið af áfangakerfinu og að sveigjanleikann sem það hefur að geyma eigi að nýta til fulls. Færni- og viðhorfamarkmið Um nám og kennslu er lagt til að meiri áhersla verði lögð á færni- og viðhorfamarkmið í aðalnámskrá sem er í samræmi við alþjóðlega umræðu og stefnumörkun í menntamálum. Þetta kemur bæði fram í tillögum um framhaldsskólaprófið og um kjarnann í stúdentsprófinu. Auðvitað er ekki með þessu verið að ýta þekkingarmark- miðunum til hliðar, en þau hafa verið nánast einráð, heldur bæta hinum við. Í tengslum við þetta þarf auðvitað að endurskoða kennsluhætti og aðferðir við námsmat. Kennarar eru lykilpersónur í starfinu í skólastofunni og því eru gerðar tillögur um meiri endurmenntun fyrir þá og að meiri fjármunir verði að koma þar til. Það má ekki gleymast að gera kennara hæfa til að takast á við þessar breytingar. Bætt og lengri kennaramenntun mun líka verða til að styrkja kennara í starfi sínu. Hvert fara svo þessar tillögur? Tillögurnar eru farnar inn í laganefnd grunnskóla og framhaldsskóla. Þar verður unnið úr þeim og er mjög mikilvægt að þær fái faglega og yfirvegaða um- fjöllun og útfærslu. Til þessa starfs þurfa nefndirnar tíma. Sumar tillagnanna þarfn- ast meiri útfærslu en aðrar og síðan er líka mikil vinna eftir við að samræma nýja löggjöf fyrir leik,- grunn- og framhaldsskóla. Ef tillögurnar eiga að verða eitthvað meira en orð á pappír þarf þessi vinna að fá tíma. Henni verði svo að lokum fylgt úr hlaði með lögbindingu. Ella gerist ekki neitt og þessar tillögur, sem eru til stóraukinna hagsbóta fyrir nemendur og heimilin í landinu, komast ekki til framkvæmda. Það er því algerlega óraun- hæft að laganefndirnar skili af sér innan skamms. Það má ekki tjalda til einnar nætur við þessa lagaendurskoðun. Ný lög þurfa að geta staðið talsvert lengi og ákvæði þeirra verða að vera vönduð þannig að skólar geti starfað eftir þeim. Við erum komin með í hendur frábæran efnivið í nýja menntastefnu sem ýtir til hliðar gamaldags og úreltri forgangsröðun í menntakerfinu. Þessi stefna verður að komast til framkvæmda. Í aðdraganda kosninga er ekki seinna vænna að stjórnmálamenn kynni sér hvað hér er á ferðinni. Það sem hér hefur verið rætt og aðrar tillögur þessarar nefndar og allra hinna nefndanna ellefu eru menntaverkefni nýrrar ríkisstjórnar. keg (Allar skáletranir í greininni eru blaðamanns). UMBÆTUR Í STIKKORÐUM • Samræmd próf í tíunda bekk lögð niður í núverandi mynd • Lögfestur réttur grunnskólanemenda til náms í framhaldsskólaáföngum • Einstaklingsmiðuð rafræn könnunarpróf, kostir þeirra kannaðir • Færni- og viðhorfamarkmið, breytingar á aðalnámskrá • Losað um bindingu náms, breytingar á aðalnámskrá • Fræðsluskylda til átján ára • Með öllu gjaldfrjáls skóli til átján ára • Endurgreiðsla á hluta námskostnaðar 16-18 ára (námsgögn o.fl.) • Fjar- og dreifnám gjaldfrjálst og standist tilskildar gæðakröfur • Einstaklingsmiðað framhaldsskólapróf • Hverfisframhaldsskólar • Framhaldsskólapróf eftir tveggja ára nám • Fjölbreytilegri lokapróf og stúdentspróf • Stóraukin ráðgjöf og önnur aðstoð • Læknis- og sálfræðiþjónusta ókeypis • Matur niðurgreiddur í framhaldsskólum og verði í samræmi við manneldismarkmið • Viðtökumiðað nám • Jafngilding bók- og starfsnáms • Lögfestur réttur nemenda til náms við hæfi • Skilgreindar námsbrautir staðfestar hjá ráðuneyti • Stóraukinn réttur nemenda til að setja saman nám sitt Haustið 2005 er talið að 119 nemendur hafi ekki fengið inni í neinum skóla. Flestir þeirra voru að sækja um skólavist eftir hlé frá námi. Þessi hópur samsvarar nemendafjölda í einum framhalds- skóla af minnstu gerðinni. Það sem hér hefur verið rætt og aðrar tillögur þessarar nefndar og allra hinna nefndanna ellefu eru menntaverkefni nýrrar ríkisstjórnar. ÍSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG FRAMKVÆMD – 1. GREIN

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.