Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 10
10 LEIKSKÓLINN LYNGHOLT SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Nemendum í leikskólanum Lyngholti á Reyðarfirði hefur fjölgað mikið undanfarið og skólinn fengið nýtt og stærra húsnæði sem var vígt laust fyrir síðustu áramót. Lísa Lotta Geirsdóttir aðstoðarskólastjóri segir okkur frá metnaðarfullu og þverþjóðlegu skóla- starfi í breyttu bæjarfélagi. Lyngholt er fjögurra deilda leikskóli sem starfar í anda hugmynda Howards Gardners og hér eru börn á aldrinum eins árs til sex ára. Í skólanum starfa um 70 börn og 19 starfsmenn. ,,Allir geta eitthvað, enginn getur allt,” eru einkunnarorð skólans og leiðarljós okkar í öllu starfi er að hver og einn fái notið styrkleika sinna því þannig byggjum við upp sterka sjálfsmynd. Hjá okkur hafa verið mest börn frá átta löndum. Það er heilmikið stökk að því leytinu til að þarfir barna með annað móðurmál en íslensku taka mikið pláss í daglegu starfi. Það er erfitt þegar enginn skilur mann og allt í kringum mann hljómar tal og raddir sem maður er ekki vanur. Að sjálfsögðu viljum við mæta þessum nemendum eins og öðrum sem best og skila einstaklingnum frá okkur sjálfsöruggum og tilbúnum að takast á við það sem framundan er. Núna eru börn frá Póllandi, Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum, Lettlandi og Íslandi nemendur í Lyngholti. Kennarar eru íslenskir, pólskir og svo ástralskir stunda- kennarar í sjálfboðavinnu. Okkur þykir ómetanlegt að hafa kennara sem skilja tungumál allra nemenda okkar, geta stutt við það og brúað bilið milli íslenskunnar og móðurmálsins, ennfremur gerir það samskipti við foreldra auðveldari. Ávaxtapizza og birkimuffins Við í Lyngholti höfum þann sið að vera með þemaviku tengda einhverju af upprunalöndum nemenda okkar. Þjóða- vikurnar okkar hafa tengst Indónesíu, Póllandi, Englandi og Norðurlöndunum. Þetta hefur verið rosalega gaman. Foreldrar hafa komið heilmikið að þessari vinnu. Til að mynda hafa þeir komið og eldað handa okkur rétti sem eru algengir í heimalandi þeirra og útvegað tónlist og myndir þaðan. Annað dæmi um þetta er kynningarfundur fyrir foreldra. Síðasliðið haust ákváðum við að hafa hann með öðru sniði en vanalega. Fundurinn var þannig núna að við báðum foreldra tvítyngdu barnanna okkar að koma með veitingar frá sínu heimalandi. Þetta mæltist mjög vel fyrir. Þarna fengum við að smakka pólskar kleinur og birkimuffins, mini meat pie frá Ástralíu, lettneska brauðsúpu og ameríska ávaxtapizzu. Nemendur í öðlingahópnum okkar smurðu síðan flatbrauð með hangiáleggi til að koma með íslenskan rétt í púkkið. Tákn með tali og fleiri tungur Við vinnum markvisst með TMT og er mjög gaman að sjá hvernig það hjálpar börnum sem eru tvítyngd. Þau eru löngu búin að læra táknin áður en þau vita hvað orðin þýða. Þau „syngja“ morgunsönginn með okkur með því að nota táknin og síðan fara þau að grípa orð og orð. Myndræn stundaskrá hjálpar þeim svo að sjá hvað við erum búin að gera og hvað er eftir. Það er mjög gefandi að sjá þegar þau grípa eitt og eitt tákn sem er síðan notað óspart til að byrja með. Þarna sjá þau að við skiljum þau og þau okkur. Því getum við sagt með sanni að Tákn með tali hjálpa erlendum börnum mjög með aðlögun og að komast inn í nýtt málumhverfi. Gott dæmi um notkun TMT er að alltaf á föstudögum eru hamingjudagar hjá okkur. Núna erum við farin að auglýsa þá með tákni. Á bókadeginum er TMT myndin fyrir bók, á boltadegi TMT myndin fyrir bolta o.s.frv. Síðan er textinn með myndinni á íslensku, ensku og pólsku. Annað dæmi um þetta eru blöð sem við erum með uppi á vegg í fataklefunum okkar. Þar eru myndir af þjóðfánum allra sem nema og vinna við skólann og boðið góðan dag á þeirra tungumáli sem og með TMT. Fá ljósmyndir með sér heim Þegar barn byrjar í Lyngholti öflum við okkur bakgrunnsupplýsinga. Við spyrjum hvort það hafi verið áður í leikskóla og ef barnið er erlent viljum við vita hvort leikskóladvölin var í heimalandi þess eða hvort það hefur verið áður í íslenskum leikskóla. Foreldrar nýrra barna fylla út fyrir okkur svolitla orðabók ef um annað mál en ensku eða íslensku er að ræða. Einnig fáum við upplýsingar frá foreldrum um hátíðis- og tyllidaga í heimalandi þeirra. Þessa daga höldum við síðan upp á eins og við höldum upp á íslenska hátíðisdaga. Þegar barn byrjar hjá okkur í aðlögun eru teknar myndir af því sem það fær með sér heim. Þetta eru myndir af barninu í leik og með öðrum börnum á deildinni og mynd af barninu með hópstjóra þess. Með þessu viljum við veita börnum öryggiskennd og tengja það betur leikskólanum sínum. Það er gott að geta skoðað og rætt um félagana og kennarann sinn í örygginu hjá mömmu og pabba. Þegar styttist í að nemandinn byrji þá undirbúum við aðra nemendur undir komu hans. Segjum þeim hvað hann heitir, í hvaða hóp hann fer og svörum Hjá okkur hafa verið mest börn frá átta löndum. Það er heilmikið stökk að því leytinu til að þarfir barna með annað móðurmál en íslensku taka mikið pláss í daglegu starfi. Það er erfitt þegar enginn skilur mann og allt í kringum mann hljómar tal og raddir sem maður er ekki vanur. Enginn getur allt, allir geta eitthvað Þverþjóðlegt starf í Lyngholti Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.