Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.04.2007, Blaðsíða 8
8 STÆRÐFRÆÐISAFN SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 7. ÁRG. 2007 Safnið var opnað árið 2002 og síðan hefur aðsókn að því verið mjög góð, gestir eru í kringum 150 þúsund á ári. Hægt er að panta safnið undir afmæli og fjölskylduferðir og eins geta kennarar pantað kennslutíma á safninu. Safnið er opið almenningi og mjög vel sótt allan ársins hring af fólki á öllum aldri. Safnið heldur úti heimasíðu, slóðin er: www.mathematikum.de/ Ferðasafnið Mathematikum ferðasafnið er hluti af Mathematikum safninu, þar er að finna muni sem hafa prýtt Mathematikum sem og eintök sem finna má á safninu. Þetta safn er hægt að panta og flytja á milli staða eða milli landa ef því er að skipta. Hægt er að panta 25 muni að eigin vali, að því tilskildu að þeir séu hluti af ferðasafninu. Þetta safn hefur farið út um allan heim en einnig hefur verið vinsælt hjá skólum innan Þýskalands að panta safnið og nýta það til námskeiða og kennslu bæði fyrir nemendur og kennara. Stærðfræðiveisla í Mosfellsbæ Sú hugmynd kviknaði í ferðinni að gaman væri að fá ferðasafnið og dr. Beutelspacher til Íslands og nú er sú hugmynd að verða að veruleika. Mosfellsbær hefur ráðist í það stórvirki að fá ferðasafnið hingað til lands og verður það sett upp í íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbæ í ágúst 2007. Boðið verður upp á námskeið fyrir kennara, tvö tveggja daga námskeið, það fyrra dagsett 13. og 16. ágúst og það síðara 14. og 17. ágúst, einnig verður námskeið fyrir leikskólakennara 15. ágúst. Þá mun dr. Beutelspacher verða með fyrirlestur sem fyrirhugaður er 22. ágúst en sú dagsetning gæti breyst. Fyrirlesturinn er í tengslum við námskeiðin en verður vonandi opinn fyrir aðra. Í byrjun apríl verður kynning send í alla skóla og skráningarferli kynnt. Við stefnum einnig að því að vera með „stærðfræðing í sófanum”, það er að segja að fá einhvern stærðfræðilega þenkjandi til að setjast niður með dr. Beutelspacher og ræða stærðfræðileg viðfangsefni og bjóða síðan upp á umræður í kjölfarið. Ferðasafnið verður hluti af bæjarhátíðinni Í túninu heima sem haldin verður 24. -26. ágúst og þá verður safnið opið almenningi. Safnið verður opið skólum og almenningi frá 27. ágúst og þá geta kennarar pantað tíma fyrir bekki eða hópa, en þeir kennarar sem sækja námskeið ganga fyrir með sína bekki á safnið. Umsjón námskeiðanna og ferðasafnsins er í höndum Guðbjargar Pálsdóttur lektors við KHÍ, Guðlaugar Ó. Gunnarsdóttur og Steinunnar Jónsdóttur stærðfræðikennara Varmárskóla, Björns Þráins Þórðarsonar sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, Sólborgar Öldu Pétursdóttur grunnskóla- fulltrúa og Ástu Steinu Jónsdóttur deildar- stjóra í Lágafellskóla. Við höfum þá trú að verkleg viðfangs- efni auki stærðfræðilega hæfni og gefi nýja sýn og aukna möguleika í stærðfræði- kennslu. Einkunnarorð Mathematikum eru: „Stærðfræðin færir hamingju“ og við gerum þau enn einu sinni að okkar. Guðlaug Ósk Gunnarsdóttir og Steinunn Jónsdóttir Höfundar eru stærðfræðikennarar Varmárskóla í Mosfellsbæ. Mathematikum leggur áherslu á verklegar námsaðferðir og er fyrsta stærðfræðisafnið í heiminum þar sem unnið er markvisst með verkleg viðfangsefni. Gullinsniðið, margslungið fyrirbæri. Speglunin er alltaf skemmtileg og kemur alltaf á óvart. Helga og speglun, hvað er hún með marga fætur? Þríhyrningar og þyngdaraflið.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.